Morgunblaðið - 20.02.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.02.1962, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. febr. 1962 Barbara James. 31 Fögur og feig og laga til á búningsborðinu. Bert . . . heldurðu, að Dominic Lowe sé kominn enn? spurði ég. Eg skal komast eftir því, sagði hann. Eg vildi gjarna tala fáein orð við hann, ef þú hefur tíma til að skreppa upp til hans. Sjálfsagt, Það er heilt atriði eftir enn áður en hr. Day þarf mín með. Svo gekk hann út og lokaði á eftir sér. Eftir tvær mínútur var hann kominn aftur. Hr. Lowe kom og fór aftur. Já, vitanlega á hann ekki að koma fram fyrr en í seinni helm- ingnum af sýningunni, eða hvað? Nei, en leikhússtjórinn heimt- ar, að hann sé konainn áður en sýningin hefst, en mér skilst að hann fari hér um bil alltaf út aftur. Hrukkótta andlitið á Bert var afskaplega hneykslað. Kannske ég nái í hann seinna. Hann verður sjálfsagt kominn fyrir hléið. Ef það er áríðandi, frú Day, þá væri hægt að senda eftir honum. Hr. Sheldon, sem er í herbergi með honum, segir, að hann sé áreiðanlega úti á Einhyrn- ingnum. Er það knæpan við endann á götunni? Já, ég get sent einhvern dreng- inn eftir honum. Nei, þakka þér fyrir. Það er ekki svo áríðandi. Eg beið þangað til Bert var farinn út. Eg vildi miklu heldur hitta Dominic utan leikhússins. Það var ekki ólíklegt, að hann væri einn síns liðs í Einhyrn- ingnum, að minnsta kosti mundi enginn úr leikhúsinu vera þar með honum. Allir hinir þurftu að fara inn á sviðið löngu á undan honum. Eg fór út um bakdyrnar og síðan inn í næstu götu, þar sem Einhyrningurinn var. Eg gekk inn í veitingastofuna, sem var ósköp venjuleg útlits. Þarna voru fáeinir menn, sápuþvegnir eftir dagsins erfiði, Og dunduðu yfir einu glasi áður en þeir færu heim til sín. Fyrst sá ég ekki Dominic, en svo varð einhver hreyfing á hópnum við borðið og þá kom ég auga á hann lengst í burtu. Hann hallaði sér ólund- arlega fram á skenkibörðið, með stórt ölglas í hendinni. Til allr- ar heppni var hann einn síns liðs. Eg þekkti hann ekkert veru- lega, svo að ég varð hálffeimin, en gefck samt til hans. Gott kvöld, Dominic, sagði ég. Viltu fá eitt glas með mér? Fyrst var eins og hann ætti bágt með að festa augu á mér. Frú Day, já, þakka yður fyrir, sagði hann feimnislega. Þér verð ið að fá eitt með mér. Eg vavð fyrri til, sagði ég brosandi. Nei, þér lofið mér . . . Hvað viljið þér fá? Ef þér viljið það endilega, þá gin og vermút. Eg horfði á hann meðan hann var að kalla á þjóninn — hann hafði mikið Og úfið hár — tært og fölt andiit, hafði ekki rakað sig í dag, gizkaði ég á — og skugga, rétt eins og marbletti, undir augunum. Það var enginn vafi á því, að hann átti eitthvað bágt. Eigum við ekki að setjast við borð? sagði ég. þegar glasið var komið fynr framan mig. Hann tók svo upp sitt glas og við færð- um okkur að einu borðinu, sem var út við. vegginn. Frú Day . . . Segðu Rósaleen. Já, Rosaleen, ég veit ekki til hvers þú ert að tala við mig. Eg sem varð mér svo til skammar síðast þegar við hittumst. Kom öllu í uppnám inni hjá Röry. Lét eins og ég sæi þig ekki. Vissi varla af því fyrr en á eftir, að þú hefðir verið þarna. Þér hlýt- ur að hafa fallið þetta' mjög þungt. Það var líka ófyrirgefan- legt og ég bið þig fyrirgefningar. Annað get ég ekki sagt. Orðin komu höktandi Og hann hafði sýnilega mikið fyrir að koma þeim út. Þú varst bara í æstu skapi. Þú þarft ekki að biðja mig fyrir- gefningar. Eg skildi hvernig í öllu lá. Já, en ég talaði svo illa um hann Rory í þinni áheyrn. Þér þótti vænt um Crystal Hugo. Vænt! Orðin komu í fyrirlitn- ingartón. Vænt! Eg er ekki sá maður.að ég láti mér þykja vænt um neinn. Eg tilbað hana — þégar ég hataði hana ekki. Hafðirðu þekkt hana lengi? Bara síðan leikurinn byrjaði. Eg kynntist henni á æfingunum. Eg var varamaður Rorys og varð því að hiaupa í skarðið, þegar hann var ekki við. Hún lófaði mér alltaf að bjóða sér í hádeg- isverð á eftir Já, hún níddist á mér frá fyrstu byrjun — og ég vissi vel að hún gerði það, en gat ekki haldið mig frá henni. Hann drakk bjórinn sinn með raunasvip. Eg fór að velta því fyrir mér, hvernig stúlka eins Og Crystal hefði getað Orðið hrifin af ankannalegu útliti hans og óútreiknanlegri hegðun Og fram- komu, stúlku, sem hefði getað valið úr karlmönnum til félags- skapar við sig. En næstu orð hans svöruðu þessari ósögðu spurn- ingu. Hún vildi gjarna hafa mig til að raþba við. Hún var vön að trúa mér fyrir öllu, enda þurfti hún ekkert að látast, þegar ég var annarsvegar. Hún kom fram við mig, eins og sú dækja, sem hún var í rauninni. Vissi sem var, að engin orð hennar eða gerð ir gætu spillt hrifningu minni af henni. Hún naut þess bein- iínis að kvelja mig með því að tala um Rory. Þú heldur, að hún hafi verið ástfangin af honum? Alveg vitlaus í honum. ,,feg skal gera hann skotinn í mér, Dom“ sagði hún oft við mig. „Það er skammarlegt, að svona spennandi maður, skuli vera heið arlegur og skikkanlegur fjöl- skyldumaður". Vitanlega var það talsverð fyrirhöfn fyrir hana að gera Rory hrifinn af sér, því að hann mátti ekki sjá nema betri hliðarnar á henni, og þessvegna naut hún þess einmitt svo að sleppa sér við mig. Hún var andstyggilegur kven- maður, sagði ég. Hvað gerði þig svona hrifinn af henni? Svörtu augun litu á mig aftur. Nei, hún var alls ekki andstyggi- leg nema stundum. Hún gat ver- ið elskulegasta manneskja í heimi. Og hugrökk var hún líka. Ég veit eitt leyndarmál hennar, sem hún sagði ekki einu sinni Rory — engum nema mér — það var leyndarmálið okkar, sagði hann hreykinn Og hvað var það? Að hún væri dauðvona. Svo sagði hann mér alla sög- una um þennan sorglega sjúkdóm Crystals. Ég mátti taka á öllum kröftum til að halda aftur af óhemjulegum hlátri, sem sótti á mig. Ég fann, að mig hitaði í and- litið og var eins og að kafna. En sem betur fór tók hann ekki eftir þessu, og smátt og smátt náði ég stjórn á mér aftur. Sástu hana daginn sem hún dó spurði ég. Hversvegna dettur þér það í hug? spurði hann og brá fyrir tortryggni í röddinni. Mig langaði að vita, hvort hún hefði verið eitthvað sérstaklega niðurdregin — kannske út af þessum sjúkdómi. Niðurdregin! Nei, ekki aldeilis. Hún var alltaf kát, þegar hún átti að hitta Rory. Þú sást hana þá? Rétt sem snöggvast yfir einu glasi, fyrir hádegisverð. Hún not- aði mig til að hafa af fyrir sér þangað til Rory kæmi, af því að hún vissi, að hann mundi koma seint. Þá hafði hann vitað, hvert hún ætlaði. Fáðu annað glas, sagði hann snögglega. Nei. þakka þér fyrir, ég þarf að aka heim. Hefurðu nokkuð á móti því, að ég fái mér eitt? Nei, auðvitað ekki. Hann gekk að afgreiðsluborðinu og kom aft- ur með stórt viskíglas. Ég verð svo æstur af að tala um Crystal. Hversvegna reyndirðu þá ekki að gleyma henni, sem hefur ekki gert þér annað en skapraun. Ég vil ekki gleyma henni. Ég hugsa stöðugt um hana. Ég hélt að ég mundi losna við hana, þeg- ar hún var dáin en hún ásækir mig sí og æ. Þú veizt ekki, Rosaleen. hvernig hún fór með mig. Sorgarsvipurinn á skrítna and- litinu á honum var enn meiri vegna þess, að hann gat ekki verið annað en gamanleikari, og jafnvel sorg hans var hlægileg. Þú ert ungur og hefur leikgáfu. Gætirðu ekki gert hana að við- fangsefni og áhugamáli þínu? Hvers virði er þessi gáfa? Hann svolgraði viskíið með gremjusvip. Já, ég er skrítinn og kann nokkur skrípabrögð, m þá er líka upptalið. í guðs bænum, reyndu að taka þig saman. Þú nýtur þess að vera úrvinda af sorg — það er þér beinlínis nautn. Hann leit á mig þokukenndum augum. Hvernig ættir þú að geta skilið þetta? Þú ert rik og áhyggjulaus og héfur allt, sem þú óskar þér. Ef þú heldur, að allt þetta um- tal um Rory og Crystal geri mig sérlega áhyggjulausa, þá er það vægast sagt misskilningur, svar- aði ég. Já, fyrirgefðu. Ég veit ekkert hvað ég er að segja. Hún gerði þér tilveruna að hreinu helviti. Þú ættir að fá þér einn gráan með mér, til að hressa þig. Nei, þakka þér fyrir, Dominic. En segðu mér: Unnuð þið Saxom Brent ekki saman einhverntíma? Sá bölvaður þöngulhaus. Þekkirðu stúlku, sem hét Tina Hall? Hann hélt hamn væri ástar- söngvari og gat ekki komið upp óskökku orði. Þekktirðu hana? Hverja? Tiiiu Hall. Aldrei heyrt hana nefnda á nafn. Ég hélt þú værir að tala um hann Sax kallinn. Hann kannaðist bersýnilega ekkert við nafnið. Hann leit bara á mig með spurnarsvip. Mér þætti gaman að vita, hvers vegna þú ert að tala svona við mig. Þú hefur aldrei skipt þér neitt af mér fyrr. SHUtvarpiö Þriðjudagmr. 20. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — Túnleikar — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónl.) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilik. — Tónl. — 16.00 Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir — Endur- tekið tónlistarefni). 18.00 Tónlistartími barnanna (Sigurð- ur Markússon). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 !>ingfréttir — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Einleikur á hörpu. Carlos Salz- edo leikur frumsamin lög og eigin útsetningar. 20.15 Framhaldsleikritið „Glæstar von- ir“ eftir Charles Dickens og Oldfield Box; sjötti þáttur. t>ýð andi: Áslaug Árnadóttir. — Leik stjóri: Ævar R. Kvaran. Leikend ur: Gísli Alfreðsson, Gísli Hall dórsson, Þorsteinn Ö. Stephen sen, Baldvin Halldórsson, Júlíus Júlíusson, Anna Guðmundsdóttiff og Jón Aðils. 20.455 Samvinnusamtök á tímamótumí a) Erindi (Erlendur Einarsson forstj. Sambands ísl. samvinnu- félaga). b) „ísana leysir'*. leikþáttur fyrir útvarp á 60 ára afmælt SÍS og 80 ára afmæli Kaupfélags I>ingeyinga eftir Pál H. Jónsson* — Leikstjóri: Balvin Halldórs- son. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Jón Sigurbjörnsson, Guðbjörg l>orbjarnardóttir, Brynja Benediktsdóttir, Stefán Thors, Harald.ir Björnsson, Xelgi Skúlason, Helga Valtýsdóttir, Valdimar Lárusson, Gísli Hall- dórsson, Klemens Jónsson, Jó- hann Pálsson og Flosi Ólafsson, 21.45 Formáli að fimmtudagstónleikum Sinfón,íuhljómsveitar íslands (Dr Hall ‘ íur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (2). 22.20 Lög unga fólksins (Jakob 1». Möller). — 23.10 Dagskrárlolt Miðvikudagur. 21. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.08 Morgunleikfimi. — Tónleikar —* 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir. —- 9.20 Tónl.) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilfe, — Tónl. 16.00 Veðurfr. — Tónl, — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga bamanna: „Nýja heimilið** eftir Petm Flagestad Larssen; XI. (Benedikt Arnkels- son). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 19.->0 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Pétur Sigurðsson foratjóri landhelgisgæslunna* talar um talstöðvar í bátum. 20.05 Tónlcikar: Dave Rose og hljóm- sveit hans leika létt lög. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja- saga; (Helgi Hjörvar rithöf.)* b) Karlakórinn Vísir syngur. c) Gunnar Benediktsson rithöf- un' r flytur frásöguþátt: „Hing að gekk hetjan unga“. d) Frásöguþáttur eftir I>ormóð Sveinsson: Út Fjörðu — inn Látraströnd; fyrri hluti (Andréa Björnsson flytur). e) Stefán Jónsson ræðir uan skáldskap við Ásgrím Kristinsson bónia í Ásbrekku í Vatnsdal, se síðan fer með fmmort kvæöt stökur. 21.45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (3). 22.20 Veraldarsaga Sveins fná Mæll- fellsá; V. lesfcur (Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri). 22.40 Næturhljómleikar: Sinfónfu- hljómsveit Berlínarútvarpsina leikur. Stjómandi: George Byrd. Einleikari á fiðlu: Leonid Kog- an. a) Konsert-sinfónía i Es-dúff eftir Mozart. b) Fiðlukonsert í a-moU op. 90 eftir Shostakovitsj. 23.50 Dagskrárlok. ÍPÍB COPEHHAGEN — Ég hef reyndar meðmæli, það er að segja ilmvatnið sem ég nota. X-X-X- GEISLI GEIMFARI X- >f >f- *— Hefur þú nokkra hugmynd um hann lézt doktor? mannaþingi sólkerfisins, Geisli .... hvaða leyniverkefni Alexander — Já, hann minntist á það þegar Það var alveg ný málmblanda, sem Preston var að vinna við áður en ég hitti hann á síðasta vísinda- Preston nefndi Durabillium!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.