Morgunblaðið - 20.02.1962, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.02.1962, Qupperneq 24
Fiértasímar Mbl — eftir lokun — Erleiular fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 S AV AN N AH Sjá bls. 10 42. tbl. — Þriðjudagur 20. febrúar 1962 Júní siglir heim, Úranus til Cuxhaven BÆJARÚTGERÐ Hafnarfjarffar barst í gærmorgun skeyti frá tog aranum Júní, en stýri togarans varff fyrir hnjaski í óveffrinu á Norffursjó fyrir helgina. í skeyt inu var svo skýrt frá aff togarinn hefffi haldið sig viff Ronaldseyju, nyrztu eyjuna í Orkneyjum. — Siglir Júní nú til Hafnarfjarðar og er væntanlegur á miðvikudag inn. Stýriff er laskaff þannig aff ekki eT hægt aff leggja aiveg á bæði borff. Skemmdirnar eru þó ekki svo miklar að ástæffa þyki til annars en að togarinn sigli heim. Þá barst útgerffarfélaginu Júpi ter skeyti frá togaranum Úran usi, en togarinn varð fyrir mikl um skemmdum af brotsjó á Norff Dregið til Hjaltlandseyja ENGAR fréttir hafa borizt frá þýzka skipinu Mönkeberg, sem miissti skrúfuna við fsland að- faranótt s.l. föstudags. Hefur skipið sennilega verið dregið til Hjaltlandseyja. ursjó. Heldur Úranus til Cuxhav en ,en ekki hefur þó staðfesting borizt á því. Varningi fyrir 24 þús. kr. stolið Aðfararnótt sunnudagsins1 var framið innbrot í Hagkaup við Miklatorg, og stolið það an miklu magni af fatnaði, og öðrum varningi. Telur fyrir tækið að þýfið sé um 24 þús. kr. virði. Sömu nótt var brotist inn í Sundilaugarnar og stolið það an skiptimynt. Fischer kot- roskinn ÞAÐ fara nú aff skýrast lín- umar varðandi úrslit á skák mótinu í Stokkhólmi. Morg- unblaðið baff fréttaritara sinn í Stoklkhólmi að fara á fund Bobby Fischers og spyrja hann um gang móts- ins og skoffun sína á því. __ Þaff er ennþá erfitt að spá. Ég vil aff minnsta kosti ekki svara n.einu um mögu- leika rnína á því aff vinna þetta millisvæffamót, sagði Fischer — Þaff getur ennþá alit skeff. Affspurffur um Friffrik Ólafsson svaraði Fischer. — Friðrik er mjög góffur skákniaffur. En hann átti óheppni aff fagna í byrjun mótsins, og þaff ræffur mestu um þaff hvar hann er í röðin.ni nú. Fréttamaðurinn spurffi Fischer í gamni aff því hvaða úrslitum hann mundi ! spá ef hann ynni réttinn til aff tefla viff heimsmeistar- ann Botvinnák. — Ég vil engu spá um úr- slit slikrar keppni. engu! út Giftusamleg bjorgun skips- brotsmanna á ffafþóri Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ klukkan 18.30 strandaði vél- báturinn Hafþór frá Vestmannaeyjum austan við Hjörleifs- höfða. Mannbjörg varð. Björgunarsveit frá Vík í Mýrdal sótti mennina og komust þeir eftir nokkra hrakninga til Víkur. Björgunarsveitin hafði verið 12 klst. í leiðangrin- um enda urðu björgunarmenn að ganga langa leið að strandstað. Hér í blaðinu er sagt frá ferð leiðangurs- manna og á 3. síðu er samtal séra Jónasar Gíslasonar í Vík við formanninn, Pálma Sigurðsson. VÍK, 19. febrúar. — Klukk- an rúmlega níu á laugardags kvöld barst frétt hingað til Víkur um, að bátur úr Vest- mannaeyjum væri strandað- ur einhvers staðar í nám- unda við Hjörleifshöfða. — Björgunarsveit bjóst þegar til að fara á strandstaðinn und- ir forystu Ragnars Þorsteins- sonar, bónda á Höfðabrekku, sem er stjórnandi björgunar- sveitar Slysavarnafélagsins í Vík. Með honum fóru menn úr björgunarsveitinni, einn- ig menn úr Flugbjörgunar- sveitinni í Vík, en stjórnandi hennar er Brandur Stefáns- n, og sjálfboðaliðar. — Fyrstu bílar lögðu af stað laust fyrir klukkan 10 um kvöldið. í leiðangrinum var snjóbíll, tíu hjóla trukkur, tveir Dodge- bílar og tveir jeppar. Var þá talið að báturinn hefði strandað þeint suður af Hjörleifshöfða. Um kl. 11 komu fréttir um, að búið væri að miða bátinn og væri hann strandaður nokkru fyrir austan höfðann. Fóru þá enn tvéir bílar af stað til að flytja björgunarsveitinni þessar fréttir og veita aðstoð, ef með þyrfti. Mikil ófærff Þótt ekki sé nema um fimm- tán kílómetrar frá Vík austur að Hjörleifshöfða og greiðfarið í góðri færð, var allt öðru máli að gegna nú. Engin leið var að fylgja venjulegum brautum, heldur varð að fara alls konar króka eftir því hvar greiðfær- ast var. Víða hálffestust bílarn- ir í sandinum, því að hann er allur sundurskorinn af djúpum skorningum. Varð þá að draga þa upp með hjálp sterkustu bíla. Þó fór svo, að tveir bílarnir voru skildir eftir á sandinum. Þannig var viðstöðulaust haldið áfram niður að sjó sunnan við Hjörleifshöfða. Var síðan ekið áfram eftir ströndinni austur að svonefndri Höfðakvísl, sem renn ur til sjávar skammt austur af Hjörleifshöfða. Tveir bílanna komu við í skipbrotsmannaskýl- inu sunnan undir höfðanum og tóku þar þurr föt til að senda til skipbrotsmanna. Gangandi á strandstaff Engin leið var að komast á bílum austur yfir kvíslina, en auðséð, að báturinn hlyti að vera allmiklu austar, því að eng in ljós sáust. Var því ákveðið, að björgunarsveitin legði af stað gangandi með björgunar- tækin, en bílarnir reyndu að kanna möguleikana á að kom- ast austur á sandinn allmiklu ofar. Þá var klukkan um eitt um nóttina, og því liðnir rúmir þrír tímar frá því fyrstu bíl- arnir lögðu af stað úr Vík. Má það teljast ótrúlega góður gang ur miðað við færðina, þótt ekki séu nema um tuttugu kílómetr- ar austur að kvislinni. Allan Vélbáturinn Hafþór VE 2, jáffur Smári frá Húsavík, 'siglir hér undir Heimakletti. Mjög er nú tvísýnt, hvort skipinu verður bjargaff. tímann var slagveðursrigning og SV stormur. SnjóbíUinn brotnar Bílamir héldu aftur upp á sandinn og reyndu fyrir sér að komast yfir kvislina uppi við Hjörleifshöfða, en það var von- laust með öllu. Þá ætlaði snjó- bíllinn að reyna að komast upp fyrir höfðann og þar austur á sand og niður að ströndinni, en þá var færð orðin svo þung, að hann brotnaði. Var þá hætt við allar frekari tilraunir að kom- ast austur með bílana, en þeir héldu aftur að staðnum, þar sem björgunarsveitin hafði lagt af stað gangandi. Voru 2 menn sendir á eftir henni til frekari aðstoðar, ef með þyrfti. Frá björgunarsveitinni er það að segja, að hún mun hafa geng ið í einn og hálfan klukkutíma, áður en hún varð vör við bát- inn. Sáu þeir þá þrjú neyðar- blys, sem bátsverjar skutu upp. Framhald á bls. 23. I ' /*\ý\rc( a( s £{<* tyd vt v Kortiff sýnir strandstaðinn austan viff Blautukvísl ir lækkaðar Mbl. herur borizt eftirfarandi fréttatilkynhing frá Seðlabankanum HINN 20. febr. samþy'k'kti Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu O.E.E.C. að veita íslandi heimild til yfirdráttarláns úr Evrópu- sjóðmum til tveggja ára, að upp hæð 12 millj, dollara, í því skyni að styrkja gjaldeyrisstöðuna og gera frjálsari gjaldeyrisviðskipti míöguleg. 9f þessari yfirdráttar- heimild voru alls notaðar 7 millj. dollara í tvennu lagi, 5 millj. dollara í marz 1960 og 2 millj. dollara í júní sama ár. Fyrsta endurgreiðsla þessa lárus fór fram s.l. desember, en þá greiddi Seðlabankinn Evrópu sjóðnum 2 millj. dollara. Afgang ur lánsins, 5 millj. dollarar, fell ur í gjalddaga 20. þ.m., og í sam- ræmi við það hefur Seðlabanlk- inn í dag, 19. febrúar endurgreitt Evrópusjóðnum þá upphæð, eða samtals 215 millj. íslenakar krón. Jafnframt hefur ríkisstjómin sótt um það til Efnahags- og framifarastofnunarinnar O.E.C.D. að ísland fengi til tveggja ára yfirdráttarheimild, að upphæð 5 millj. dollara í stað þeirrar 32 mrllj. dollara heimildar, sem nú er úr gildi fallin. Þessi nýja heim ild er fengin í öryggisskyini og til að tryggja grundvöll frjálsra viðskipta við aðrar þjóðir. Seðla banikinn mun reyna að kamast hjá að grípa til hennar, nema sér stakir ófyrirsjáanlegir erfiðleik ar skapist í gjaldeyrismálunum”.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.