Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 3
f Laugardagur 12. máí 1962 MORC V N UT/IÐIÐ 3 gkipsmenn á Elgo kom í gúmir.íbátnum að Þór. (Ljósm.: R. Steinsson). Alger björgun Vestmannaeyjum, 11, maí. VARÐSKIPIÐ Þór kom með norska síldartökuskipið Elgo til Vestmannaeyja kl. 7:30 í Mennirnir frá Elgo á Ieið yfir í gærmorgun, en skipshofmn a norska skipinu hafði yfirgef' ið það vegna geigvænlegs halla, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. . Þór í gúmmíb jörgunarbát. Nokkrir eru enn um borð. (Ljósm.: Marteinn Þ.). Við sjópróf í gær hélt Þór- arinn Björnsson, skipherra á Þór, því fram, að hér hefði verið um algera björgun að ræða; skipstjóri hefði yfir- gefið skip sitt og ekki viljað fara um borð í það aftur. Norðmennirnir lýstu sig sam jþykka því, að um björgun hefði verið að ræða. Síldin væri í mauki, hún hefði runn- ið til og halli skipsins verið hættulegur. í dag mun skip og farmur verða metið af dómkvöddum mönnum. Ekki er enn vitað, hvað um farminn verður. — Björn. Áhöfnin á Elgo um borð í Þór við komuna til Vestmannaeyja Myndin sýnlr, hve halllnn var orðinn mikill á Elgo, er Þór tók skipið í tog, (Ljósm.: Kristinn Antonsson, stýrm.). kl. 7:30 í gærmorgun. Norska skipið og Hannes lóðs hafnsögu- bátur í baksýi . (Ljósm. Mbl.: Sigurgeir Jónasson). Sýning á mynd- um Collingwoods f DAG verður opnuð sýning á myndum Englendingsins Colling wood (1854—1932), sem hann teiknaði af landslagi og sögu- stöðum á tslandi, þegar hann var hér á ferðalagi árið 1897, í Boga sal Þjóðminjasafnsins. Flestar myndirnar, sem á sýningunni eru eru í eigu Englendingsins Mark Watson, en hann keypti fyrir nokkrum árum 70 myndir af erfingjum ColUngwoods. Dóttur- dóttir Coliingwoods, Janet Gnos* spelius arkitekt, lánaði 26 mynd- ir fyrir meðalgömgu Watssons, en Nonnasafn Haralds Hannessonar hagfræðings í Reykjavík, lánaði 24 myndir. Auk þessa hafa ein- stakir menn lánað eina og eina mynd, og sóknarnefnd Borgar- sóknar á M.vrum Iánaði altaris- töflu þá, sem Collingwood mál- aði fyrir kirkjuna 1898. Alls er myndirnar á sýningunni 125 tals ins. Memningarsögulegar heimildir Collingwood koim til íslands árið 1897. eins og áður er sagt, óg ferðaðist uim alla helztu sögu- staði á Vestur- og Suðurlandi og nokíkuð i Húnavatnssýslu, ásamt dr. Jóni Stefánssyni. Málaði Collingwood um 300. myndir í þessari ferð, og eru þær uppi- staðan í bók þeirra félaga „Píla- grímafer'5 til sögustaða á ís- landi“, sem út kom í Englandi 1899. Myndirnar, sem hann gerði hér á landi, eru merkilegar menn ingarsögulegar heimildir, auk þess sem þær sýna Collingwood sem listamann og fræðimann.. Myndirnar eru ekki allar í bókinni, 'og á þeirri sýningU, sem hér ‘hefur verið efnt til, eru þó nokkrar sean ekki eru þar. Frummyndir Collingwoods hafa aldrei áður verið sýndar hér á landi, enda eru fæstar þeirra í eigu íslendinga. Helztu æviatriði Collingwoods William Gershom Collingwood fæddist i Liverpool og stundaði nám í háskóilanum í Oxiford, einkum fagurfræði og heimspeki. Að loknu háskólanámi sneri hann sér að málaralist Og stund aði nám í þeirri listgrein um fjögurra ára skeið hjá hinum kunna franska málara Legrös, sem þá var kennari við listahé- skólann í Lundúnum. Collingwood varð um aldamót- in prófessor í heimspeki og fag- urfræði við háskólann í Read- ing, en festi þar ekki yndi og settist að í Vatnalöndum á Mið- Englandi, og átti þar heima til æviloka. Eftir að hann kom meira að málaralist óg fornleifa- fræði. Hann varð fonseti forn- fræðifélagsins í Cumberland og Westmorelar.d og vann afarmik- ið starf í þágu þess. Skrifaði hann fjölda ritgerða um norræna fræði og íornminjar á Miðlönd- um Og teiknaði fornminjar til birtingar meS þessum ritgerðum. Rannsóknir Collingwoods á norrænum ífræðum og kynni hans af Eiríki Magnússyni í Cambridge leiddu til þess að hann tólc sér fyrir hendur að þýða Kormáks sögu í samvinnu við dr. Jón Stefánsson. Þegar því verki var lokið fannst honum nauðsyn bera ti'l að skoða sögu- staðina af eigin raun og fór því til íslands. Það er sú ferð Coll- ingwoods og myndasafn hans héð an, sem einkum valda því, að hann má vera okkur íslending- um hugstæður. ★ Sýningin á myndum Colling- woods lýkur 27. maí n.k. og verður opin daglega kl. 1,30- þangað snei: hann sér meira og 10.00. Sannar undirlægju- háttinn Tilraimir kommúnista undan- farna daga til að láta líta svo út sem hin hrollvekjandi lýs- ing íslenzku komm.únistastúdent anna sex á harðstjórninni í Austur-Þýzkalandi í leyniskýrsl unni til Einars Olgeirssonar beri vott um einstakt sjálfstæði hér- lendra kommúnista gagnvart hinum alþjóðlega kommúnisma. Virðast þeir þannig vilja halda því fram, að Morgunblaðið sé nú að hrcinsa Moskvustimpilinn af kommúnistum, sem þeir hafa á undanförnum. árum og áratug- um ekkert til spar- að til að festa sem rækilegast á sig. Því miður getur Morgun blaðið ekki hreinsað Moskvustimplinn af þeim, hve fegið sem það vildi, enda gefa uppljóstranir kommúnista-stúd- entanna sex í Austur-Þýzka- Iandi ekki tilefni til þess, nema síður sé. Það sést bezt, þegar það er haft í huga, að samkvæmt leyni skýrslunni hefur hérlendum kom.múnistaforsprökkum verið fyllilega kunnugt um hina hræði legu harðstjóm, sem haldið er uppi í öllum kommúnistaríkjun- um að undirlagi Sovétstjómar- innar. Þrátt fyrir þessa vitn- eskju hafa þeir haldið áfram hinum barnalega áróðri fyrir „ríkjum verkamanna og bænda“, „löndum sósíalismans“ o.s.frv. og róið að því öllum árum að kom.a hörmunginni yfir þjóð sína.. Þannig hafa þeir haldið kyrfilega leyndri vitneskju sinni um hið raunverulega ástand i kommúnistaríkjunum og tala um það í skýrslum sínum sem „stórhættulegt“ fyrir Kommún- istaflokkinn hér og álit komm- ismans hér á landi, ef lýsing- ar þeirra á hinni raunverulegu framkvæmd kommúnismans kæmist á vitorð annarra en innsta hrings Kommúnistaflokks ins. Og í samræmi við það hafa þeir kallað hvert satt orð, sem um þessi ríki hefur birzt í ís- lenzkum og erlendum blöðum „auðvaldslýgi“, „róg um’ alþýðu- ríkin", o. s. frv. Það getur svo hver skyni bor- in maður svarað þessari spurn- ingu: Hvort sannar slík með- ferð á sannleikanum gagnvart íslenzkum alm.enningi um fram- kvæmd kommúnismans sjálf- stæði eða undirlægjuhátt hér- lendra kommúnista gagnvart hinum alþjóðlega kommúnisma? Vita hverjum Reykvíkingar treysta Svo virðist nú vera sem minnl hlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hafi loks gert sér það fyllilega ljóst að Reykvík- ingar vilja sem minnst afskipti þeirra af málefnum. borgarinn- ar. Hefur þetta lýst sér í siend urteknum loforðum þeirra um að láta borgarfulltrúa sína vera gjörsamlega áhrifalausa í borg- arstjórn. Alþýðublaðið áréttar þetta loforð í gær, og segir síð an: Sjálfstæðisflokkurinn „getur nú ekki beitt aðalkosningabragð inu, þ.e. því að sundrungaröflin undir forystu kommúnista séu að ná völdum í Reykjavík". Áróður þessi er að vísu mjög lævís, en því miður ekki á rök- um reistur. Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki öruggari um meiri- hluta sinn nú en oftast áður. Sjálfstæðisflokkurinn mun því aðeins bera sigur af hólmi í þesa um kosningum* að allir Reyk- víkingar, sem vilja borg sinni vel, gangi til liðs við hann. Að- eins með því móti verður tryggð styrk stjórn borgarmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.