Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. maí 1962 1 Frá Fulltrúoráði SjáH- stæðisíclöíjanna í Beykjavík OPNADAR hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík hverfaskrifstofur á eftirtöldum stöðum í Reykja- vík: VESTURBÆJARHVERFI Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu) Sími: 20130 MIÐBÆJARHVERFI Breiðfirðingabúð — Sími: 20131 NES- OG MELAHVERFI K.R.-húsinu við Kaplaskjólsveg — Sími: 20132 AUSTURBÆJARHVERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími: 20133 NORBURMÝRARHVERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími: 20133 HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Brautarholti 4 — Sími: 20134 LAUGARNESHVERFI Hrísateig 1 — Sími: 34174 LANGHOLTS- OG VOGAHVERFI Álfheimar 22 — Sími: 38328 SMÁÍBÚBA- OG BÚSTABAHVERFT Breiðagerði 13 — Sími: 38329. AUar skrifstofurnar eru opnar daglega kl. 2—7 og 8—10 e.h., nema laugardaga og sunnudaga kl. 2—6 e.h. og veita þær allar venjulegar upplýsingar um kosningarnar. líosnlngaskrlifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Morgunblaðshúsinu Aðalstræti 6 H. hæð. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—10. -•- Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosningarnar. — • — Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður fjar- verandi á kjördag innanlands og utanlands. _« _ Símax skrifstofunnar eru 20126—20127. Utankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og i Rvík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að k.jósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðisntiönnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGA- SKÓLA. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Aðalstræti 6 n hæð veitir allar upplýsingar og aðstoð i sambandi við utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar 20126 og 20127. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 20129. Júlíus Guðmundsson frá Atlastöðum Kveðjuorð .. laugard.bl. ld m. . f DAG verður til moldar borinn á ísafirði, frændi minn Júlíus Geirmundsson, frá Atlastöðum í Fljótavík, en hann lézt 5. maí sl. á 78. aldursári. Júlíus fæddist 26. maí 1884 í Neðri-Miðvík og ólst þar upp og í Stakkadal, en þangað fluttu foreldrar hans síðar. Árið 1906 keypti hann hálfa jörðina Atlastaði. Sama árið gekk hann að eiga Guðrúnu Jónsdóttur frá Horni og hóí'u þau þegar búskap á Atlastöðum Sala á legum eykst stöðugt um allan heim og nýjar verksmiðjur rísa. Hver ætli sé ástæðan. Kúlulegasalan h.f. og bjuggu þar óslitið til ársins 1948, en fluttust þá til ísafjarð- ar. Konu sína missti Júlíus árið 1951. Þau hjónin eignuðust 12 börn er öll komust á legg 6 pilta og sex stúlkur hið mannvænleg- asta fólk. Fáir menn eru mér jafn minnisstæðir frá æskuárunum og Júlíus og ber þar margt til. Líkamlegt þrek hans og starfs- orka var slík að ég hefi engan mann þekkt sem var hans jafn- oki. Lífsþróttur og gneistandi lifsfjör hans hafði áhrif á alla sem með honum voru, og ekkert mótilæti né erfiði virtist geta bugað það. Svo óvenjulegur var Július ,að mig undraði ekki þótt einhverjum finnist að frásagnir kunnugra af honum beri þjóð- sögublæ. Þegar Júlíus keypti Atlastað- ina á móti Jósep Hermannssyni var jörðin komin í eyði. Byggðu * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * ö I—f y^á^yU^^A^/^X^yC' / ff • KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * HASKOLABIO: Frá laugadegi til sunnudags. MYND ÞESSI, sem er brez/k, og hvervetna hefur hlotið mikið lof, er byggð á skáildsögu, sam- nefndri, eftir breaka rithöfund- inn Alan Sillitoe. Var sagan met sölubók og hlaut hin svonefndu „Authors Club'Werðlaun árið 1958. — Myndin segir frá ung- um venkamanni, Arthur að naifni, sem lœtur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, er lyginn, svika hrappur og ófyrirleitinn í kvenna málum og situr lönguin við drykkju á vínkrám. En hann er gjörvilegur náungi og heillandi og því verður honum vel til kvenna. Hann er í þingum við unga konu, Brendu, sem gift er vini hans og samverkamianni, Jaok að nafni, og verður búin þunguð af hans völdum. En jafn framt er Arthur hrifinn af ungri Og fríðri stúlku, Doreen og hún af honum. Þegar Jack fær vit- neskju um samband Arthurs og konu sinnar og hverjar afleiðing ar það hefur haft, fær hann tvo vini sína, sem eru hermenn, til þess að gefa Arthur duglega ráðn ingu. Verður Arthur mjög hart úti í þeirri viðureign, legst í rúmið og hugsar mál sitt. Hann verður nú annar og betri maður og ákveður að stofna heimili með Doreen. Það er ekki söguþráður þess- arar myndar, sem gefur henni gildi, því að hann er eklki mik 'úb virði, heldur er það hin glögga mynd af umihverfinu, þar sem atburðirnar gerast, og þeim ¦anda sem þar ríkir — og af fólik inu sjálfu, auk hins frábæra leiks aðalpersónanna, sem þlýtur að vekja áhuga áhorfandans og að dáun. Arthur leikur Albert Finney. Er hann ungur maður, aðeins um 25 ára gamall, og upprenn- andi stjarna á brezkum kvik- myndahimni, talinn einn allra snjallasti meðal ungra kvik- myndaleikara Bretlandis, enda hefur hann hlotið mikinn og skjótan frama, sem leikari. Leik ur hans í hlutverki Arthurs er afburða góður og bregst aldrei. Sama er að segja um leik Rachel Roberts í hlufcverlki Brendu. Aðr ir leikarar fara og prýðilega með hlutverk sín. Og þá ber að geta leikstjórans, Karel Reisz, sem á sinn mikla þátt að því hversu athyglisverð mynd þessi er. TÓNABÍÓ: Nazistaböðullinn Adolf Eichmann. ÞESSI aimeríska mynd er að því leyti sannsöguleg að hún er byggð á glæpaferli Gestapo-tfor- ingjans Adolfs Eichmanns, en hann stjórnaði Og var höfuðþaur inn í gyðingaofsóknunum í Þýzkalaiidi á valdatíma nazist- anna, og jafnframt segir myndin frá því hversu útsendarar frá ísrael eltu Eichmann eftir striðið land úr landi um áratugi, unz þeim tókst að hafa hendur í hári hans í Buenos Aires í Argentínu fyrir fáum árumw Glæpasaga Eiobmanns er svo kunn, svo margt verið um hann rætt og ritað, einkum á seinni árum, að óþarft er að rekja hana eða etfni myndarinnar hér. Þess skal að- eins getið að fyrri hluti mynd- arinnar gerist í Þýzkalandi á stríðsárunum og þar sýnt hversu hræðilega er farið með Gyðinga, þeim misþyrmt og þeir myrtir í milljónatali í gasklefum fanga- búðanna atf því brjálæðiskennda grimmidaræði og mannhatri að engin dæmi eru til sMks í allri veraldarsögunni. í síðari hluta myndarinnar segir frá hinni lang varandi leit að Eiohmann og handtöku hans, og er þá nökik- uð vikið frá hinum sannsögu- lega um ýms aukaatriði. I mynd ina er fléttað sönnum myndum af Auohwitzfangabúðunum, gas- klefunum þar og brennsluofn- unum Og beinagrindum manna í þúsundatali. Er það hryllileg sjón. Ýmsum þekktum nazistum bregður fyrir í rrayndinni, svo sem Hess og Himler, og Kurt Kessner kemur þarna allmikið við sögu. Werner Klemperer leikur Eich mann með miklum ágætum. ¦— Fjöldi annarra hlutverka er í myndinni og eru þau yfirleitt öll vel leikin. þeir jörðina upp að nýju, og sóttu alla aðdrætti og fluttu á sjálfum sér um langan og erfi3« an veg. Búskapurinn á Atlastöð- um var aldrei það mikill a5 hann gæti framfleytt stórri fjöl- skyldu. Júlíus varð því alla sína búskapar tíð, að draga björg í bú úr sjónum. Lengi framan aí stundaði hann sjóróðra á róðrar bátum frá Látrum með föður mínum, en á milli Látra og Atlastaða er brattur fjallvegur þar sem ekki verður komið við hestum, og er röskur þriggja tíma gangur milli bæjanna. Um þennan fjallveg flutti Júlíus á sjáltfum sér alla aðdrætti til 'heimilisins til 14 manna fjöl- skyldu. Alloft kom það fyrir, ¦þegar komið var að kveldi eftir róður, sem staðið hafði 12-14 tíma, og aðrir gengu til hvílu, eftir að aðgerð var lokið, að Júlíus lagði af stað gangandi eða öllu heldur hlaupandi til Atlastaða með soðningu fyrir fjölskylduna á bakinu. En ekki brást það, að hann var kominn aftur til Aðalvíkur, seinnihluta nætur, þegar lagt var á ný 1 róður. Og sá enginn annað, en hann hefði notið hvíldar eins og aðrir skipverjar og heyrði ég oft um það talað, að ekki væri heiglum hent að róa á móti hon- um. i; Síðar þegar synir Júlíusar fóru að komast á legg og ómegS in að léttast, eignaðist hann bat sjálfur og stundaði útræði frá Atlastöðum ásamt þeim. Þrátt fyrir hinar ógnar erfiðu aðstæð ur tókst Júlíusi ávallt, að sjá hinum stóra barnahóp vel far- borða. Þeir, sem alizt hafa upp við nútíma þægindi, munu vafa laust eiga ertfitt með, að gera sér grein fyrir hvílíkt þrek og þrautseigju þurfti, til að fram- fleyta sér og sínum, á afskekkt- um og einangruðum býlum á útnesjum þessa lands í upþhafi aldarinnar. Nú er byggð í Fljótavík og Sléttuihreppi öllum komin í eyði. Starfssaga kynslóðar Júlíusar heyrir til horfinni tíð. Hún verður ekki rakin í þessum fáu kveðju orðum, en sú saga verð- ur skráð, og mun geyma minn« ingar um mörg afreksvenk, sem unnin hafa verið í kyrrþey, an vonar um umbun og mun Júlíus ar verða minnzt þar eins og vert er. Ég þakka Júliusi fyrir þá glað værð, sem hann flutti með sér inn í hið einangraða umhverfi 1 Aðalvik, í æsku minni. Ég þakka hbnum órofa tryggð við mig og fjölskyldu mína frá fyrstu tíð og ég veit að allir sem af honum hafa haft kynni munu ávaxlt minnast hins óvenjulega dreng- skaparmanns með hlýjum hug. Blessuð sé minning hans. | Gunnar Friðriksson. -listinn er listi Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.