Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 24
Bv. „Hallveig" með 18-1900 tnafsíld Fjórir siasast Myndin skýrir sig sjálf, en líklega hefði verið óhætt að sleppa svipunum! Bv. Hallveig Fróðadóttir kom tii Beykjavíkur um kl. 7 á föstudagsmorgun úr fjórðu veiðiför sinni, síðan farið var að gefra togarann út á sáld- veiðar. Haldið var til veiða á miðvikudagskvöld. Aflinn úr þessari ferð er 1800—1900 tuimur af síld. Losun hófst kl. 17 í gær, og stóð til, að skipið héldi aftur út í nótt. Síldin fór öll í gúanó, var ekið inn í Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjuna á Kletti við Köllunarklettsveg. Verður hún brædd þar og unnið úr henni mjöl og lýsi. Verðið mun vera 77 aurar fyrir hvert kilógramm. Sé reiknað með 100 kg. í hverri tunnu, fást því frá 138.600 kr. til 146.300 kr. fyrir aflann úr þessari ferð. Þetta er fjórða síldveiðiför hv. Hallveigar. I fyrstu för- inni rifnaði nótin, í annarri fengust 900 tunnur, í hinni AlþýðufSokkurinn birti r af&urhaldsstefnuskra: þriðju rifnaði nótin, og nú i hinni fjórðu er talið, að 1800 til 1900 tunnur hafi fengizt, eins og fyrr greinir, en verið getur þó, að aflinn reynist eitt hvað minni. IVferkjasala Ekknasjóðs * Islands HIN árlega merkjasala Ekkna- sjóðs íslands verður á morgun, sunnudag. Verða merkin af- hent í Sjálfstæðishúsinu uppi frá kl. 9 á sunnudagsmorgun. Framkvæmdanefnd merkja- sölunnar biður alla foreldra að leyfa börnum sínum að selja merki og Reykvíkinga að bregð ast vel við börnunum, sem bjóða þau. Árlega eru veittir styrkir úp Ekknasjóðnum til fátækrar fjöl- skyldu, sem misst hefur fyrir- vinnu sína. FJÓRIR slösuðust í Reykjavík í gær. Á fimrnta tímanum í gær- dag urðu tveir menn á milli vörulyftara og vörubifreiðar við Borgartún og Sigtún. — Þeir klemmdust og meiddust eitt- hvað en ekki munu meiðsli þeirra hafa verið alvarleg. Á sjötta tímanum varð 6—7 ára drengur undir bílflaki á Bústaðabletti 12. Hafði hann ver ið að leika sér í þvi ásamt fleiri bclrnuim. Drengurinn brákaðist á fæti og mun jafnvel hafa lær- brotnað. Á sjönnda tímanum varð Bjarni Brekkmann skáld fyrir strætisvagni á móts við húsið nr. 42 við Laugaveg. Hann skarst á vinstri augnabrún en að öðru leyti var ekki vitað um meiðsli hans. Þessi mynd var tekin frá varðskipinu Þór af norska sildartökuskiplnu Elgo, sem komlð var * með til Vestmannaeyía í gærmorgun vegna halla. Sjá myndir og frásögn á 3. síðu. r (Ljósm.: Haraldur Sigfússon). 1 Borgin okkar I ! Sjá blaðsíðu 10. i Frettasimar Mbl — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 107. tbl. — Laugardagur 12. mai 1962 Engir einstaklíngar fái íbúðarlúöir Bæjarrekstur byggingoriðnaðarms og afskipti af stærð íbúða borgaranna ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti í gær kosningastefnuskrá flokks síns í húsnæðismál- um. Minnir hún óþyrmilega á „Gulu bókina“, sem mjög var til umræðu við síðustu bæjarstjórnarkosningar, en eins og menn minnast ætl- aði vinstri stjórnin sér að hafa víðtæk afskipti af íbúð- arhúsnæði manna, takmarka umráðarétt þeirra yfir eigin húsnæði, minnka íbúðir o. s. frv. í kosningastefnuskrá Al- þýðuflokksins árið 1962 koma fram nokkurra ára- tuga gömul sjónarmið sósíal- ista. Þar segir, að Reykja- víkurborg eigi að stofna stóreflis byggingarfyrirtæki og sjálf að sjá um allar íbúðabyggingar í höfuðborg- inni, ásamt Byggingarfélagi verkamanna og ef til vill þriðja aðilanum í einni stórri „byggingarsamsteypu“. Annað boðorð Alþýðu- flokksins er að mikið kapp eigi að leggja á byggingu leiguíbúða og í þriðja lagi er gefið í skyn að afskipti eigi að hafa af þvi, hve stórar íbúðir menn megi eiga. Um það segir: MALBÖND OG REIKNINGS- STOKKAB A LOFTI „Allt frá árum heimsstyrjald- arinnar síðari hefur það verið áberandi, af hve óhentugri stærð og gerð íbúðarhúsnæði hefur verið hér í bæ. Á þenn- an hátt hafa stórverðmæti farið til spillis og færri íbúðir verið byggðar en unnt hefði verið. Stærð og gerð íbúða þarf að miðast við eðlilegar þarfir fjöl- skyldunnar eins og þær eru hverju sinni“. Naumast fer milli mála, hvað þarna er átt við. Ef Alþýðu- flokkurinn fengi úrslitaráð í höfuðborginni, ætlar hann að krefjast þess að mönnum verði bannað að byggja rúmgóðar íbúðir og ef til vill að heimta húsnæðisskömmtun á eldra hús- næði, eins og höfundar „Gulu bókarinnar" lögðu til á sínum tíma. Sjálfsagt á svo að setja á fót stofnun, sem ákveði hvað séu „eðlilegar þarfir fjölskyld- unnar, eins og þær eru hverju sinni“. Þar væru málböndin og reikningsstokkarnir á lofti og „séníin“ segðu svo almúganum, hvað honum væri fyrir beztu. ENGIB EINSTKLINGAR MEGA BYGGJA Alþýðublaðið lýsir með eftir- farandi orðum hverjir megi fá að byggja í höfuðborginni: „Telur Alþýðuflokkurinn, að sú þróun yrði æskilegust í bygg ingarmálum Reykjavíkur, ef uýbyggingar kæmust á færri hendur, þ.e. yrði í framtíðinni á vegum Byggingafélags verka- manna og Reykjavíkurborgar, og sem stærstrar byggingasam- steypu, sem fengju úthlutað heilum skipulögðum landssvæð- um til byggingaframkvæmda, en ekki verði úthlutað einni og einni lóð, eins og nú tíðkast öll- um til tjóns“. Þarna er ekki töluð nein tæpitunga. Það er sagt skýrt og greinilega, að aðeins þrír aðil- ar megi byggja í höfuðborg- inni: Byggingafélag verka- manna, báknið, sem borgaryfir- Framhald á bls. 23. Sjáifboðaliöar FSTÆÐISFLOKKUBINN þarfnast nú aðstoðar sjálfboða- liða við skriftir vegna kosninganna og biður þá, sem vildu leggja til liðsinni sitt að hafa samband við skrifstofu flokksins í Sjálf- stæðishúsinu. Hér er því um mannúðarmál að ræða, sem verðskuldar fyllsta stuðning borgarbúa. Hafnar- fram- kvæmdir að hefjast Þorlákshöfn, 11. mal. ALMENNA byggingafé- Iagið mun hefja fram- kvæmdir hér við hafnar- gerð á mánudag. Menn frá félaginu hafa verið hér við mælingar, og eftir helgina mun eiga að byrja að rífa gamla hæ- inn og gömlu verzlunar- húsin. Þessi hús eru meira en aldargömul, og með þeim hverfa seinustu leif- ar gamla tímans hér í Þorlákshöfn. — M. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.