Morgunblaðið - 12.05.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 12.05.1962, Síða 20
20 MORGVWBL AÐ1Ð Laugardagtir 12. maí 1962 , GEORGE ALBERT CLAY: Saga samvizkulausrar konu ---------- 54------------ innibaldið varð ekki misskilið. „Pálmatréð verður að isera að beygja sig fyrir vindinum, eins og þér hefur verið sagt, en það verður að geta svign að til beggja hliða, og á rétt- um tíma. Ef það beygir sig ekki nema fyrir vestanvind- inum, kemur austanvindurinn og brýtur það. Og vissulega kemur hann á austan áður en langt um líður.“ Skilurðu þenna boðskap, Gina? Diego talaði haegt og með áherzlu. Hún vill, að ég geri það, sem þú varst að biðja mig um, svaraði Gina, en ég veit ekki, hvað segja skal. Þetta er allt í svo lausu lofti, Diego, og atburðirnir gerast svo hratt. Hvers vegna varst þú sendur? Ég er einn af aðstoðarforingj- um Höfðingjans, svaraðj hann hreykinn. Þetta var hættuleg sendiferð, sem engum var trú- andi fyrir nema þeim, sem hefði eitthvert vald og þekkti þig jafn framt. Það er ekki lengra síðan en í dag, að Kato aðmíráll bað mig um að njósna um Don Diego. Kato hefur hann grunaðan? Já. Er hann einn af ykkar hópi? Þú ert enn ekki búin að svara, hvort þú sért það, minnti hann hana á . Eg þarf að fá umhugsunartíma, sagði Gina. Geturðu ekki gefið mér ofurlítinn frest? Tíminn er dýrmaetur, sagði ungi Diego, en við viljum nú samt ekki reka mjög á eftir þér | sagði Gina. Geturðu ekki gefið — ekki enn. Ég kem aftur eftir nokkra daga. Ekki hingað. Um fram allt ekki hingað, Diego. Yeiztu ekki, að iþú mundir verða tekinn í gildru, ef þeir bara hefðu gnm um, að þú værir hérna. Það er enginn vegur héðan nema fjalla- stígurinn, og það er sími frá verðinum við hliðið. Þá hittum við þig annarsstað- ar, en vertu viss, að við munum ganga eftir svarinu. Og það svar skaltu íhuga vel, Gina. Vel og vandlega. Líf þitt getur oltið á Hún lokaði svefnherberginu og stóð nú frammi í ganginum, ráðvillt, hvað gera skyldi. Diego hafði sagt henni, að sumir þeirra vildu drepa hana og hún vissi, að þeir gátu vel korhizt inn í hús ið. En ef hún hins vegar léti að orðum þeirra og Kato kæmist að því, yrði engin miskunn hjá hon um. Það voru ekki eignirnar hennar, sem hann mundi taka, 'heldur lif hennar — en það mundu skæruliðarnir líka gera, minnti hún sjálfa sig á. Hún vissi, að hún varð að snúa aftur til dagstofunnar, og reyndi að herða upp hugann. Hún rétti úr öxlunum, kerrti höfuðið og sneri sér við, móti Kato aðmíráli. Hún hefði viljað öskra upp en þá var hægri höndin á honum komin fyrir munninn á hemni. Þá lét hann höndina síga, en hélt henni enn fast. Hún hafði aldrei séð hann fokreiðan fyrr, og nú komu í huga hennar allar sög- umar, sem hún hafði heyrt um vægðarleysi hans og dýrslega grimm. Það er maður þarna innj í herberginu, sagði hann. Nei, það er það ekki. Eg heyrði mannamál. Eg hlust aði. Það var karlmaður að tala. Nei, sagði Gina í biðjandi tón, er hann nálgaðist hurðina. Nei, Ichiro, nei! Hver er hann? Gina reyndi að ákveða hvað hún skyldi segja. Hvað gæti dreift huga hans frá þessu? Hann var vitlaus af afbrýðissemi og mundi aldrei trúa því, að Diego væri bara kunningi henn- ar. Og heldur ekki mundi hann trúa því, að hún hefði alls ekki ótt von á honum. Leynilögreglan hans hélt því enn fram, að hún væri milliliður, og nú mundi hann loks trúa því. Ég ætla að leita í þessu her- bergi. Hann hristi hana ofsa- reiður. Nei, Ivhiro, nei, bað hún, en henni gat ekkert dottið í hug, nema það, sem hún var neydd til að gera. Diego var lentur í gildrunni og það væri jafnt úti um hann, hvernig sem hún sner- ist í málinu, og hana sjálfa með nema því aðeins hún tæki eina úrræðið, sem fyrir hendi var. í dag lofaði ég þér, að ég skyldi gefa þér ákveðið svar um þjón- ustuna við ykkur, sagði hún hægt og með áreynslu. Þarna irmi er einn skæruliði, sem ég hef veitt fyrir ykkur. Hann varð svo hissa, að hann sleppti henni lausri. Hún gekk frá honum og eftir langa gang- inum, vel vitandi, að hún hafði selt sálu sína, og augun voru full af tárum og sjónlaus. XXXI. Gina lá frammi á klettabrún- inni, bundin á höndum og fótum, svo að hún gat sig hvergi hrært. En svo dróst hún yfir steina og sand, þegar ungi Diego tók í kaðalinn sterkum höndum. Hún gat séð hann greinilega, enda þótt hann stæði fyrir neðan klett inn í einu eldhafi. Og svo valt hún áfram og áfram með síauknum hraða í áttina að eldin um, reykurinn ætlaði að kæfa hana og hún streittist við að ná andanum og Diego hló og benti henni að herða enn á sér. Hún vaknaði og vissi, að hún hafði verið að æpa án þess að það heyrðist, henni var illt í kverkunum og hálsvöðvunum. Það var enn ekki framorðið og hún vissi, að hún yrði að geta sofið. Hún yildi loka sig frá þess um hryllingi næturinnar, en þá minntist hún þess, sem hún vildi sízt muna, þótt hún reyndi að verjast öllum slíkum hugsunum Ungi Diego hafði verið ljóslif- andi í draumnum hennar og henni varð hugsað til næturinn- ar, þegar þeir tóku hann til fanga. Hún reyndi að segja Sjálfri sér aftur og aftur, að hún hefði ekkert gert til að afstýra því. Hann hafði sjálfur lent í gildrunni, sem hún hafði varað hann við. En hvað hefði gerzt, ef hún hefði haldið í aðmírálinn áfram og æpt? Hefði hann þá getað læðzt burt eins og skuggi, alveg eins og hann kom? En hún ýtti þeim möuleika frá sér og hakaði sig fasta í hitt, að hann hefði aldrei getað sloppið hvort sem var, og það, sem hún hefði gert, hefði verið eini vegurinn til að bjarga sjálfri sér. Skyldi hann hafa verið píndur eins og maðurinn kvöldinu áður? Þetta var morð og hún hafði það á samvizkunni. Nei, þó ekki. þetta var ófriður og ekki fara allir bardagamir fram á vigvell inum. Hann hafði fallið, rétt 'eins og hver annar hermaður, sem hafði boðið ofureflinu byrgin. Hún þyrfti ekki neitt að iðrast, hún væri saklaus. Kato, eða mennirnir, sem höfðu hjálpað honum við þetta, voru sekir — hún ekki. Kato hafði sagt henni, að ungi Diego hefði dáið þegj- andi og hljóðalaust, og ekki látið hafa út úr sér neinar upplýsing ar. En Ginu datt í hug, að kannski væri aðmírállinn bara að hlífa henni og Diego hefði beð ið kvalafullan dauða. Ég er hrædd, Ichiro, sagði hún. Hrædd við skæruliðana. Hann var tekinn heima hjá mér. Já, á þinni landareign, leið- rétti Kato. Enginn veit neitt um þinn þátt í því. Þitt nafn skal hvergi koma fram. því. Atvinna Stúlka, helzt vön skrifstofustörfum óskast nú þegar. Framtíðaratvinna. Umsóknir með upþlýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir mánu- dagskvöld, merkt: „Skrifstofustörf — 4608“. — Skrifaðu hundrað sinnum: Ég má ekki kasta bananahýði á gólfið. GLER OG LISTAR Höfum gler 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 mm. — Hamrað gler, gluggalista, millilista 6x10 mm, 8x10, 10x10, 11x16, ytri lista 10x10, 11x16, 14x2ö og 17x27 mm. —• Saum- ur 1” og 114”. — Undirburður, — Polytex ptost- málning. GLER OG LISTAR H.F. Laugavegi 178 — Sími 36645. * X- * GEISLI GEIMFARI X- ? •— Við skulum bíða í skrifstof- uimi til morguns, John. í rauninni yæri ekki svo vitlaust að bíða í skrifstofu herra Jasons. Þá hittum við hann strax. —- Fyrirgefið herrar mínir, en ég held að þið verðið horfnir þegar herra Jason kemur! Einhver kemst að því. SvartV steinshringurinn minn er horf- inn. Þá hefur einhver af hjúunum tekið hann. Nei, svaraði Gina. Hann var sama sem skilaboð. Það veit ég. Ef þú ferð að leggja smáþjófn að út sem skilaboð, verðurðu ekki lengi að ganga af vitinu, sagði hann, hvasst. Það geri ég líklega hvort sem er, Ichiro. Ég er svo áhyggju- full. Þeir geta komizt hingáð inn, hvenær sem þeir vilja. Það gerði ungi Diego, eins og þú manst. Ég held, að þeir sitji um líf mitt. Harði beddinn brakaði undir henni, þegar hún sneri sér við. Það var svo snemma morguns enn og hún varð að geta sofnað. Það var lítið gagn í að rifja upp endurminnkigar frá síðustu tveim mánuðunum. Samt var ekki hægt að komast hjá þvi —r svo margt hafði gerzt á þeim tíma, sem hafði gjörbreytt öllu lífi hennar. Hún hafði efcki hitt Kato síðan daginn þegar hann skýrði henni frá afdrifum unga Diegos, því að hann hafði verið fluttur til og fékk rétt aðeins tóm tíl að hringja til hennar, áður en hann tók flugvélina til Manila. Eftiffmaður hans, Naramashita aðmíráll, veir grimmur maður, sem mat skylduna framar öllu, maður sem hafði engin pólítisk áhrif og skorti alla þá mýkt, sem menn öðlast við störf í utanríkia þjónustunni. Hann hafði hlotið frama sinn í hernaði og ferill hans í Kína einkenndist af blóði, morðum, ránum og nauðgunum. Hann talaði alls ekki ensku og það var ekkert rúm fyrir Ginu i fyrirætlunum hans. Hann tók sér Klettahúsið fyrir embættis- bústað og Gina varð að leita á náðir Don Diegos. Það kom alla ekki til mála, að Vicente fengi aðgang að húsi föður síns, þvl að jafnvel þótt faðirinn hefði gefið það eftir, hefði stolt Vicent es staðið þar í vegi, en nú var harm orðinn skrifari í hafnar- skrifstofunni þarna og einhver vinur Naramashita aðmliráls hafði tekið við forstjórastörfun- um í De Aviles & Cia. Gina heyrði seinna, að Don Diego hefðj ekki viljað gefa henni húsaskjól, en látið undan bænum konu sinnar að lokum, Hún hafði bent honum á það, að Gina væri þó tengdadóttir þeirra og móðir eina bamabama ins þeirra og ætti hvergi höfði sínu að halla, og að fjölskylda de Aviles bæri fyrst og fremst ábyrgð á því, að hún væri hing- að komin. En hún er föðurlandssvikarit þrumaði Don Diego. Maðurinn hennar er það. Þar í liggur mismunurinn. Hefðir þú verið það, hefði ég verið það líka. ajlltvarpiö Laugardagur 12. ma(. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar -• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin (15:00 Fréttir) 15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson) 16:00 Bridgeþáttur (Hallur Símonar* son). 16:30 Veðurfregnir Tónlelkar: Mui idisc-hljómsveitin leikur óperu lög! Nirenberg stjórnar. 17:00 Fréttir. — t>etta vil ég heyra: Halldór Halldórsson gleriðnaðar maður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins, 18:00 Söngvar í léttum tón. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 „Mansöngvar og mánaskin**: Bob Sharpless og hljómsveit hans leika. 20:15 íslenzk leikrit; V: „Sálin vakn« ar“. — Ævar R. Kvaran gerðl leikhandrit upp úr samnefndri sögu eftir Einar H. Kvaran, og stjórnar hann einnig flutningi, — Leikendur: Steindór Hjörleifg son, t>orsteinn Ö. Stephensen* Inga t>órðardóttir, Bryndíá Schram, Arndís Björnsdóttirf Rúrik Haraldsson, Jón Aðila, Brynjólfur Jóhannesson o.fi, 22:00 Fréttir og veðurfregnir. } 22:10 Danslög — 24:00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.