Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 12
12 M ORGTJTS BLAÐIÐ Laugardagur 12. msií 1962 Otgefandi: H.f Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. títbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: fliðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BERJAST GEGN FÉ- LAGSLEGU ÖRYGGI Senda Rússar meiri vopn til Indónesíu? ndónesar reyna stöðugt að nd fótíestu d vesturKluta Nýju-Guineu CJíðastliðmn einn og hálfan áratug hefur merkileg þróun gerzt á sviði félags- mála hér á landi. Á þessu tímabili hefur verið unnið markvisst að því að gera al- mannatryggingar fullkomn- ari og færari um að skapa þjóðinni félagslegt öryggi. Flestir íslendingar fagna þessari þróun. íslenzka þjóð- in er jafnréttissinnuð og vill hvorki þola að nokkrir búi við örbirgð og skort í landi hennar, eða að einstakling- um eða félagasamtökum skapist ofurvald í skjóli auð- valds og einokunar. — Þess vegna hefur allur þorri lands manna talið rétt stefnt í bar- áttunni fyrir fullkomnari tryggingum og félagslegu öryggi. En einn stjómmálaflokkur í landinu hefur sýnt þróun tryggingarmálanna beinan fjandskap. Það er Fram- sóknarflokkurinn. — Hefur ferill hans i þessum málum áður verið rakinn hér í blað- inu. Hann barðist gegn um- bótum þeim, sem nýsköpun- arstjómin gerði á trygging- arlöggjöfinni og hann hefur reynt að þvælast fyrir þeim breytingum til umbóta, sem núverandi ríkisstjórn hefur verið að framkvæma, til stórkostlegs hagræðis fyrir allan almenning í landinu. Alþýðublaðið minnist á þessi mál í forystugrein sinni í gær og kemst þá m.a. að orði á þessa leið: „Tíminn treystir því að almenningur hafi gleymt þeirri höfuðstaðreynd, að Framsóknarmenn stóðu utan við og vildu hvergi koma nærri, þegar stórfelldasta uppbygging tryggingarkerfis- ius fór fram á Alþingi í stríðslok“. í þessari forystugrein Al- þýðublaðsins er einnig kom- izt að orði á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn hef ur alla tíð verið afturhalds- samastur allra íslenzkra flokka í tryggingar- og rétt- indamálum alþýðunnar og þá aðeins stutt þau, er aðrir flokkar hafa pínt hann til þess í stjómarsamstarfi“. Loks bendir blaðið á, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki fengizt til þess að taka undír neinar tillögur um aulcningu almannatryggingar í vinstri stjórninni og að efl- ing trygginganna hafi ekki reynzt möguleg fyrr en nú- verandi ríkisstjóm tók við völdum. Þetta er vissulega rétt. — Framsóknarflokkurinn kemst ekki fram hjá þeirri stað- reynd, að hann hefur staðið eins og nátttröll í vegi merkilegrar þróimar á sviði íslenzkra félagsmála. Fyrir það atferli hlýtur hann að uppskera vantraust og fylg- isleysi, ekki sízt hjá íbúum höfuðborgarinnar, sem þar að auki eiga honum grátt að gjalda á mörgum öðrum sviðum. BÖRNIN í BORGINNI ¥ Reykjavík eru rúmlega 23 þúsimd börn innan 14 ára aldurs. Þau em ekki aðeins yndi og augasteinar foreldra sinna, heldur ókomna tím- ans von. Bömin í Reykjavík og raunar öll íslenzk böm, eru í dag hraustari og þroska- meiri en nokkru sinni fyrr. Sú staðreynd sprettur fyrst og fremst af því, að þjóðin er betur efnum búin, býr í fullkomnari og hollari húsa- kynnum, neytir fjölbreytt- ari og betri fæðu og býr að flestu leyti við heilsusam- legri aðstæður en áður. Einstaklingamir og heim- ili þeirra vilja gera allt fyr- ir börn sín. Ekkert er of gott fyrir þau. Þau verða að njóta alls, sem hægt er að veita þeim, og þeim getur orðið til þroska og farsæld- ar. — En á sama hátt og ein- staklingamir reyna að búa sem bezt að bömum sínum verður hið opinbera, bæir og sveitarfélög og sjálft ríkið, að leggja höfuðáherzlu á að búa sem bezt í haginn fyrir æskuna, skapa henni sem bezt uppeldisskilyrði og að- stöðu til þess að vaxa upp og verða þroskaðir og nýtir einstaklingar Reykjavík hefur haft á þessu glöggan skilning. — Borgaryfirvöldin hafa lagt sig fram ,um að vinna vel fyrir æsku borgarinnar. — Fjöldi stofnana, svo sem dagheimili, leikskólar, barna leikvellir auk bamaskólanna eru reknir í þágu yngstu borgaranna Og barnaskólar Reykjavíkur hafa vakið sér- staka athygli iyrir það, hve myndarlegir og glæsilegir þeir em. Reykvíkingar sjá ekki eft- ir því fé sem varið er í þágu ÞAÐ VAR um miðjan janúar mánuð s.l., sem Indónesar byrjuðu fyrir alvöru tilraim- ir til að koma liðssveitum yfir til Vestur-Nýju Guineu. Áttu hrenðaraðgerðir þessar að vera einn þátturinn í bar áttu Sukamos forseta og ann arra indóneskra ráðamanna fyrir algjörum yfirráðum yf ir þessum hluta eyjarinnar, sem eins og kunnugt er hefur u-m langan aldur lotið hol- lenzkri stjórn. Þó að Indónes um hafi orðið lítið ágengt, fer því fjarri, að þeir hafi látið af háværum kröfum sín um og yfirlýsingum um að Vestur-Irian, en svo nefna þeir hið umdeilda lands svæði, skul „frelsað“. • Yfir 200 handteknir eða drepnir. Samkvæmt þeim fregnum, sem um síðustu helgi bárust frá Hollandia, höfuðborg Nýju'Guineu, hefur hollenzki herinn á eynni tekið höndum 173 Indónesa og að auki orðið yfir 50 að bana, síðan liðs flutningatilraunirnar hóf- ust. Þá hefur hollenzki herstjór inn, Leendert Reeser, stað- fest það, að í síðustu viku hafi 25 fallhlífaliðum verið kastað niður á eyjuna Fak Fak úti fyrir strönd Nýju- Guienu, en hún lýtur emnig yfirráðum Hollendinga. — Eru tvær hollenzkar freigát- ur sagðar hafa verið sendar til eyjunnar með sjóliða, sem eiga að taka þátt í að efla vamirnar á þessum slóðum. Hefur þegar tekizt að hand- sama og ráða niðurlögum nokkurs hluta fallhlífasveitar innar, en aðrir hafa fundið sér felustaði í frumskóginum. • HoIIendingar bjóða hlut* laust eftirlit. barnanna þeirra. Því fé er vissulega vel varið. Góðir og glæsilegir skólar, dagheimili og leikskólar rækja eitt þýð- ingarmesta hlutverkið í þágu borgarinnar og íbúa hennar. Æskan er fjöreggið. Að því verður að hlúa á alla lund. Bömin í borginni eru dýrasta verðmæti hennar. ÞEIR ÞEGJA ¥>löð „þjóðfylkingar“ komm ® únista og Framsóknar- manna eru fáorð um þau ummæli eins stjórn- armeðlims í Alþýðusam- bandsstjóm, að skynsam- legra væri að láta kaup- gjald hækka um 3—4% á ári og gera samninga til Fallhlífasveitinni var varpað niður á Fak Fak-eyju aðeins 5 dögum eftir að stjórn in í Haag hafði stungið upp á, að hlutlausum eftirlits- mönnum yrði boðið að heim sækja Indónesíu og Nýju- Guineu, til þess að kynna sér víglbúna'ð aðila. Hefur hol- lenzka stjórnin mótmælt við Sameinuðu þjóðirnar ágangi Indónesa á yfirráðasvæðum Sukarno Hollendinga. Áður en fallhlífasveitin kom til sögunnar á Fak Fak- eyju, höfðu Indónesar þegar komið sér fyrir á eyjunum Waigeo og Gag, og einnig sett liðssveitir á land á suð- vesturströnd Nýju-Guienu. • Herafli til Hollands. Þrátt fyrir það, að Su- karno forseti hafi lýst yfir, að hann muni því aðeins fá- anlegur til áframhaldandi við ræðna um friðsamlega lausn deilu þessarar, að Hollend- ingar hætti liðsflutningum til Vestur-Irian, hefur hollenzka flutningaskipið „Waterman" nýlega látið úr höfn í Hol- landi með um 850 hermenn langs tíma en að knýja fram kauphækkanir í stórum stökkum og segja samning- um upp árlega eða jafnvel oft á ári. En eins og kunn- ugt er setti Sveinn Gamalías son, sem er fulltrúi Fram- sóknarflokksms í miðstjóm ASÍ, þessa tillögu fram í grein er hann ritaði í Tím- ann 1. maí sl. Hér í blaðínu hefur verið á það bent, að með þessum ummælum Framsóknar- mannsins sé tekið undir þá stefnu, sem rikisstjómin hef- ur fylgt i kjaramálunum. Ríkisstjómin hefur talið eðlilegt, að hinir lægst laun- uðu fengju nokkra kaup- hækkun. Af því þyrfti ekki innanborðs. Er för skipsins J heitið til Hollandia. Þegar 1 liðsafli þessi er kominn á | leiðarenda munu Hollending- | ar á eynni vera orðnir 8.000 J talsins. I • Leita ásjár Rússa. V Þess má að lokum geta, I að utanríkisráðherra Indónes- íu, dr. Subandrio, var fyrir skömmu í Moskvu. Fór hann fyrir indóneskri sendinefnd, sem semja átti við sovétstjóm ina um frekari sendingu L flugvéla og vopna til afnota fyryir her Indónesíu, en í honum eru nú 300.000 her- menn. Var beinlínis gert ráð fyyrir, að hergögn þessi yrðu notuð í baráttu Indónesa fyr ir yfirráðum í Vestur-Irian. — Utanríkisráðherrann er nú kominn heim aftur. En hann hefur ekkert viljað láta uppi um það, hvort Sovétstjórnin muni verða við óskum indó- neskra ráðamanna, um meiri vopn. • London, 10. maí (AP) BREZK yfirvöld hafa óskað eftir því við landstjóra Breta í Hong Kong, Sir Robert Black, að hann gefi ítarlega skýrsla um flóttamanna- strauminn frá Kína til Hong Kong, sem farið hefur hríð- vaxandi undanfarna daga. Þess er getið til að mat- vælaskorturinn í Kína eigi stóran þátt í hinum aukna flóttamannastraumi, — enn- fremur virðist ýmislegt benda til þess, að kínversku yfir- völdin hafi minnkað hömlum ar á flótta aldraðra, sjúkra og einnig ungra barna, enda sé það fólk til lítiLs gagns við aukningu framleiðslunnar. Hong Kong er það fjölbýl, að aukinn flóttamannastraum J ur þangað veWur fljótt mikl- 1 um vandræðum. \ að leiða hækkun verðlags og þar af leiðandi aukna verð- bólgu og rýrnun peninga- gildis. „Þjóðfylking" kommúnista og Framsóknarmanna krefst hinsvegar stórfeldra kaup- hækkana, sem hlytu að sleppa verðbólguófreskjunni lausri að nýju og hafa í för með sér skert lífskjör. En hversvegna þorir Tím- inn ekki að taka undir fyrr- greind ummæli fulltrúa Framsóknarflokksins í mið- stjórn ASÍ? Ætli það sé ekki vegna þess að flokkurinu hefur svarizt í fóstbræðra- lag við kommúnista í bar- áttunni gegn efnahagslegri viðreisn í landinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.