Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 13
f Laugardagur 12. maí 1962 MORGUWBLAÐIÐ 13 SEl.TJARNARNES jýjetL El.UOAAfjvoGÚl?’ ALFTANES /. 200*» fcJssvogur KOPAV GAROAHRAVN HAFNA FJÖRÐU R^'Æ j G.7ÖQ/W; REYKJAVIK-EGNEN 1:50.000 F^G IDÉ TIL EN PLAN PETER BREDSDORFF, PRQFESSOR, ARKITEKT M.A.A. NY ÐOUGÐEBYQGELSE íNYINOUSTRI HOYEOTRAFIKUNIER Heildarskipulag Reykjavíkursvæðisins UPPDRATTURINN hér að ofan sýnár tillögu práfessors Bredsdorff að framtáðarskipu lagi Reykjavlkursvæðisins, sem nær yfir Reykjavík, Kápavogskaupstað, Hafnar- fjörð, Seltjarnameshrepp, Garðahrepp, Bessastaðahrepp og Mosfellssveit. Dekkstu svæðin á uppdrættinum sýna hin fyrirhuguðu iðnaðarhverfi en verulegur iðnaður er þeg ar meðfram strandlengjunni frá Laugarnesi að Elliðaár- vogi. Svo sem kunnugt er, er einmitt á þessu svæði, þ.e. í Ellilðaárvogi og Grafarvogi, gert ráð fyrir fxamtíðarhöfn Reykjavikur, sem nægja mun fyrir 500 þúsund manna borg ásamt hinni núverandi Rvík- urhöfn. !>á verða iðnaðarsvæð in umhverfis Grafarvog, að Gufunesi, inn í Korpúlfsstaða land og á Geldinganesi. Loks er gert ráð fyrir iðnaðar- hverfi sunnan og vestan Hafn arfjarðar, sem næði ^yfir Hval eyrina og meðfram strönd- inni suðvestan hennar. Svæðin, sem merkt eru mr. 1 og 2, eru meginhluti Heið- merkur, en þar verður ábyggt gróðurlendi, sem nær allt frá Suðurlandsvegi (við Silunga- polil) að hinum fyrirhugaða Hafnafjarðarvegi, nálægt Víf- ilsstöðum. Svæði það, sem merkt er nr. 3, verður opið svæði í Garðahrauni, en þar er mjög sérkennilegt lands- lag, einkum meðfram sti’önd- inni. ýf Viðskiptahverfi Svæði þau, sem merkt eru með langstrikum eru fyr irhuguð ibúðarhverfi. Svæði „A“ sýnir hinn gamla miðbæ Reykjavíkur, svæði „B“ ei' fyrirhugað við- skiptahverfi sunnatn Miklu- brautar og austan Krimglu- mýrabrautar, og svæði „C“ sýnir fyrirhugað viðskipta- hverfi í Hafnarfirði. Litlu femingarnir á víð og dreif um svæðið sýna svo viðskipta miðstöðvar í hinum einstöku íibúðarhverfum, sem áœtlað er, að nái hvert um sig yfir 5000 manna byggð. Svörtu línurnar á uppdrætt Inum tákna helztu umferðar- æðar Reykjavíkursvæðisins. Helztu nýjungarnar í þeim efnum eru nýr Hafnarfjarðar- vegur frá Elliðaárvogi og og tenging Suðurlandsvegar við Vesturlandsveg í grennd við Grafarholt, en þaðan lægi einn vegur, er tengdist Miklu braut 1 greinargerð þeirri, sem práfessor Bredsdorff lætur tfylgja tillöglu sirlni, fjallar hann um og tekur tillit til líbúafjölgunar á Reykjavíkur svæðinu fram til ársins 1980, líklégrar þróunar atvinnu- vega, hugleiðir möguleika og hlutverk þessa svæðis, athug- ar landrými og loks gerir hann grein fyrir heppilegri staðsetningu fyrirhugaðra byggingarsvæða. ★ 60% landsmanna á Reykjavíkursvæélnu Miðað við, að árleg fólks fjölgun á íslandi næstu 20 ár verði 2%, verður fólksfjöld- inn á landinu öllu um 265.000 manns árið 1980. Er gert ráð fyrir, að þá búi í Reykja- r vík einni 116.000—130.00 manns, en á Reykjavíkursvæð inu ölliu 140.000—160.00 manns, eða um 60% allra landsmanna. ★ Iðnaðurinn fær vaxandi þýðingu Að því er atvinnuvegina varðar, er gert ráð fyrir, að staða landbúnaðarins verði svipuð og nú er, þ.e. fullnægi innanlandsmarkaði hvað mat- vælaframleiðslu snertir. I>á er miðað við, að fiskveiðar skapi sem hingað til megnið af útflutningsvörum landsins og fiskiðnaður ýmiss konar aukist stórlega. Gert er ráð fyrir aukningu skipasmíða, vinnslu jarðefna og stórauk- innf hagnýtingu vatnsorku til ýmiss konar starfsemi. Um Reykjavík sérstaklega segir t.d.: Fiskveiðar munu skipta tiltölulega minna máli fyrir Reykvíkinga en áður var, hins vegar mun jðnaður skipta meira máli, og er haxm nú þegar mjög alhliða. ★ Landrými á íbúa eykst 1 skipulaginu er miðað við aukið landrými á íbúa, m.a vegna þess, að fjölskyldur verða fámennari, og vaxandi tilhneiging er til bygginga smáhúsa í stað fjölbýlishúsa Vaxandi bifreiðaeign lcrefst aukinna gatna og bifreiða- stæða, og aukin almenn vel- megun skapar kröfur um meiri þjónustu hins opinbera. ★ 5000 manna íbúðarhverfi Gert er ráð fyrir myndun lítilla íbúðarhverfa, sem hvert hefði um 5000 íbúa, en við þann íbúafjölda eru skóla hverfi borgarinnar miðuð. Hvert þessara hverfa mundi ná yfir 90—150 ha lands, eftir því, hve mörg einbýlishús eru í þeim og stærð fjölbýlis- húsa. Þar sem áætluð íbúða- fjölgun á svæðinu öllu er um 80.000 manns, munu rísa á því 10 ný íbúðarhverfi, þó að 30.000 manns taki sér búsetu í Reykjavík. Til dæmis um eitt slíkt íbúðarhverfi tekur Bredsdorff hverfi með sam- tals 1430 íbúðum, sem skipt- ustu þannig niður í fjölbýlis- hús og einbýlishús, að fjöl- býlishúsin væru 62%, eða 885 libúðir, og tækju yfir 30 ha lands, en eimbýlishúsin væru 38%, eða 545 íbúðir, og tækju yfir 55 ha lands. Auk þessa þarf svo landrými fyrir skóla með íþróttavelli, barnaleik- völl og vöggustofu, írístunda- heimili og almenningsleikvöll, bpkasafn, kirkju fyrir annað hvort hverfi og um 6000 ferm. lóð fyrir verzlanir og smá- verkstæði. Hverju hverfi má svo ljúka á nokkrum árum og ganga frá görðum og gras- blettum. Og aukist íbúafjöld- inn ekki með þeim hraða, sem skipulagstillaga hans gerir ráð fyrir, má auðveldlega fækka eða fjölga íbúðarhverf unum. Þá má nefna nokkur atrði, sem máli skipta um staðsetn- ingu fyrirhugaðrar byggðar á svæðinu: a) Við staðsetningu íbúð- arsvæða þarf að gæta þess, að þau liggi vel við samgöngu- æðum, bæði til miðbæjarins og vinnustaða. b) Líklegast virðist, að ný höfn komi við Elliðaárvog, en jafnframt verði höfnin í Hafnarfirðj nýtt svo sem unnt er. Flugvöllurinn liggur mjög heppilega miðað við innan- landsflug og er miðað, við að hann verði notaður næstu 20 ár. Er í greinar.gerðinni gert ráð fyrir, að unnt muni að koma fyrir flugvellj sunn- an Hafnarfjarðar. c) Frárennslismál, sem víða erlendis valda miklum erfiðleikum, virðast heldur auðveld viðfangs á svæðinu. d) Gera þarf ráð fyrir hitaveitugeymum og er mjög nauðsynlegt að samvinna komizt á vatnsveitumál svæð- isins. Nauðsynlegt er vegna vatnsbóla, að óbyggt verði á tilteknu svæði við Elliðavatn. e) Við staðsetningu íbúða hverfa verður að gæta þess vandlega, að tryggt sé sem bezt útsýni Þá ber einnig af fremsta megni að skapa skjól. f) Á vissum svæðum er ekki gert ráð fyrir bygging- um, til dæmis ekki við Elliða vatn, eins og áður segir og ekki heldur í Heiðmörk eða í Garðahrauni. g) Óæskilegt er, að byggt verði þar, sem jarðvegsdýpi er mikið, þ.e. meira en 4 m, eða þar sem klöpp liggur grunnt og því sprenginga þörf. Ibúðahverfi fyrir 50 þús. manns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.