Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 17
Laugaidagur 12. maí 1962
MORGTJNMAÐIB ”
1?
Guðrún G. H. Krist-
jánsdóttir - minning
í DAG verður til mioldar borin
að Ingjaldjsíhóli á Sandi Guðrún
G. H. Kristjánsdóttir húsfrú.
Guðrún var fædd að Búðum
ó Snæfellsnesi og ólst hún upp
t>ar vestra.
r í þessari litlu minningargrein
fer ég efcki út í neina ættfræði,
nóg er að segja að Guðrún var
komin af góðu og jöfnu fólki
eins og við erum flest.
Guðrún var merk kona, fníð
sínum og myndarleg, góð hús-
*nóðir, en það sem einkenndi
hana mest var hennar mikla
hjartagæzka, sérstaklega gagn-
vart þeim er minni jnátar voru.
Gestrisin var hún svo að jafn
vel sumum fanst um of.
Eg minnist þess eftir stríð,
er þau hjón bjuggu á Rauðarár-
stíg í litilli íbúð, að fáar voru
iþær nætur, að vori og hausti er
ekki voru næturgestir, og létu
jþá hjónin gestum sínum eftir
rúm sitt, og veit ég að allt það
fólk er var þeirra sérstöku gest
risni aðnjótandi mun minnast
Guðrúnar með hlýhug og þakk-
læti, nú er við kveðjum hana
í hinzta sinni.
Auk þessa var Guðrún
Skemmtileg kona og munu marg
ir vinir hennar minnast þess
hversu létt hún var í dansi, og
var hún ávaillt eftirsótt darna
yegna þess hve vel hún dansaði.
Guðrún var gift Guðbirni J.
Bergmann frá Ólafsvilk og voru
þau hjón mjög samtaka um alla
rausn gagnvart gestum sínum
og vinum, og má hann nú sakna
DODGE.
góðs félaga, er ekki verður hon
um bættur.
Eins og að líkum lætur var
Guðrún góð móðir og amma, og
sakna nú böm hennar, tengda-
börn og sérstaklega barnabörn
hennar, hinnar góðu móður og
ömmu, er alltaf átti svo mikinn
hlýhug, og öllu vildi fórna fyrir
þau.
Að endingu vil ég þakka þér
kæra mágkona fyrir allt það
góða er þú auðsýndir okkur öll
um vinum þínum og skyldmenn
um.
Hvíl í friði.
H. B.
LAUGARDAGINN 12. maí 1962
verður borin til hinztu hvíldar
að Ingjaldshóli á Sandi, Guðrún
G. H. Kristjánsdóttir, er andað-
ist í Landakotsspítala 6. þ.m.
Kynni mín af Guðrúnu og
manni hennar, Guðbirni S.
Bergmann, voru fremur lítil
framan af árum, og urðu ekki
náin fyr en í samvinnu okkar,
í félagi Snæfellinga og Hnapp-
dæla. Þá fyrst kynntist ég hin-
um miklu og góðu kostum henn
ar. Var unun að vinna þar með
henni, alltaf hafði hún nægan
tíma til félagsstarfa og skaraði
þá jafnan fram úr, hvað dugnað
og ósérhlífni snerti, þrátt fyrir
mikið heimilisstarf og sívaxandi
vanheilsu. Hún var ávallt létt í
lund og heyrðist aldrei æðruorð
frá henni. Við störfuðum mjög
mikið saman í áðurnefndu fé-
lagi og á ég margar og góðar
endurminningar frá þeim tím-
um. Það munu margir Snæfell-
ingar sakna Guðrúnar, því ó-
taldir munu þeir vera, er not-
ið hafa gestrisni og hlýju á
heimili þeirra hjóna. Hug sinn
til þeirra hjóna, Guðrúnar og
Guðbjörns, sýndi félagsskapur
Snæfellinga og Hnappdæla með
því að gera þau að heiðursmeð-
limum félagsins á tuttugu ára
afmælf þess, 1960.
Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla þakkar Guðrúnu innilega
mikið og gott samstarf og vin-
áttu og vottar manni hennar,
börnum og ættingjum innileg-
ustu samúð.
V. Steinsen.
Ltboð
Tilboð óskast í að gera tvö steinsteypuker til bygg-
ingargerðar á vegum Vita- og hafnarmálastjórnar-
innar. Uppdrættir og útboðslýsing fæst á Vitamála-
málaskrifstofunni gegn 200 kr. skilatryggingu.
Vita- og liafnarmálastjóri.
Lögtak
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn-
um úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari
fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs. að
átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar,
fyrir eftirtöldum gjöldum: Bifreiðaskatti, skoðunar-
gjaldi af bifreiðum og tryggingariðgjöldum ökumanna
bifreiða fyrir árið 1961, söluskatti 1. ársfjórðungs 1962,
svo og vangreiddum söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi
eldri ára, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og
miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum og
matvælaeftirlitgjaldi, lesta-, vita_ cg skoðunargjöldum
af skipum árið 1962, örvggiseftirlitsgjaldi fyrir árið
1961 skipulagsgjaldi at nýbyggingum tryggingaiðgjöld-
um af lögskráðum skipshöfnum ásamt skráningagjöldum.
Borgarfógetinn í Reykjavík,10. maí 1962.
Kr. Kristjáusson.
Skrifstofuherb. við Laugaveg
4 skrifstofuherbergi með sér inngangi og snyrtiiklefa
eru til leigu nú þegar. Einnig hentug fyrir læknastofur
eða léttan iðnað.
Upplýsingar í síma 3791S.
Fendor gashylki
• nýkomin.
Hjartarbúð
Lækjargötu 2. m
Stúlka oskast
Rösk og ábyggiileg stúlka (ekki unglingur) óskast till
afgreiðslustarfa í vefnaðarvöruverzlun nú þegar.
Upplýsingar um fyrri stönf ásamt meðmælum og mynd
ef ti-1 eru, sendist Mbl. fyrir þriðj udagskvöld, merkt -
„4840“,
Velkomin til Reykjavíkur
Ferðafólk — Skólafólk
Ferðahópar — Pantið í tfcna í síma 10-3-12.
CAFETERIA
OPIÐ 7—11.30
k
HRAÐI-GÆÐI.ÞÆGINDI
ATH.:
EKKERT
ÞJONUSTUGJALD
FI.JÓTT OG ÓDÝRT
S J ÁLFSAFGREIDSLA
★
Súkkulaði m/Rjóma
Milk Shake-ís
Ö1 — Gos
Kaffi — Te
★
Heimabakað
kaffibrauð
★
Smurt brauð
★
Fjölbreyttur
heitur matur
IVIatstofa Austurbæjar
Laugavegi 116 — Sími 10312 — Laugavegi 116.
BILASYNING
ERCEDES-BENZ
oooo
AUTO UNION
DKW
■ dag (laugardag) kl. 14-22 og á morgun (sunnudag) kl. 14-22
húsið við Suðurlandsbraut
RÆSIR H.F.