Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUlSBtAÐ'Ð
Laugardagur 12. maí 1962
Listasöfnin
• •' w.w • "/wraw ■nvwwmwr • w • -r.yn-Mvx ..w v.vw v • \w.w.- w.w.-.waw w.v • • \>q
VÍST má segja, að ríkidæmi
íslendinga sé ekki mikiö ef
borið er saman við stórþjóð-
irnar. Fámenn Þjóð, í litlu
landi, ræður ekki yfir þeim
veraldlegu gæðum, sem
milljónaþjóðir geta státað
af. Andleg verðmæti hefur þó
ekki skort á íslandi, jafnvel
á þeim tímum, er hvergi virt-
ist vera hægt að afla matar
til næsta dags. Nú er það
viðhorf breytt, örbirgðin er
horfin. Aðstaða til iðkunar
lista og vísinda er nú önnur
og betri, en áður var. Aldrei
hafa fleiri íslendingar haft
list að atvinnu en nú,
og árangurinn er allajafna
ánægjulegur. Listin er orðin
almenningseign, og þótt sum-
ir kunni að telja, að það sé
aðeins á fárra færi að prýða
heimili sín með verkum
þekktustu listamanna, þá er
hitt vist, að aldrei hafa borg-
arar þessa bæjar haft eins
greiðan aðgang að listarfi
þjóðárinnar og einmitt á
okkar dögum. Vonandi hefur
sóknin í veraldleg gæði ekki
dregið úr áhuganum á því,
sem gerist á andlega sviðinu.
LISTASÖFNIN
Erlendis er það daglegur
viðburður, að ferðamenn
komi í fræg söfn, langar leið
ir að til >ess að njóta um
stund meistaraverka. Margir
íslendingar telja það skyldu
sína að heimsækja helztu söfn
erlendis, er þeir koma í stór-
borgir. Hve oft skyldi það
þó ekki henda, að Reykvík-
ingar leggi leið siina fram hjá
söfnum borgarinnar okkar,
án þess að minnast þess, hvað
þar er að finna? Hve margir
geta á svipstundu talið upp
listasöfn borgarinnar, eða
hvenær þau eru opin almenn-
ingi, þótt öll dagblöðin í
Reykjavík hafi um langan
aldur birt, nær daglega, um
þau skrá í dálkum sínum?
Sennilega er mörgum svo
farið, að þeir hugsa þá fyrst
til safnanna, er gest ber að
garði, sem langar til að
kynnast listafjársjóðum borg
arinnar.
í HEIMSÓKN
Með þetta í huga lagði und-
irritaður af stað, nú í vik-
unni, ráðinn í að efna gamalt
loforð við sjálfan sig. og kynn
ast örlítið nánar listasöfnum
borgarinnar. Þegar farið er
að huga að, kemur á ljós, að
af nógu er að taka, jafnvel
svo, að því verða ekki gerð
skil á einum degi.
Fyrsti íslendingurinn, sem
gerði málaralistina að ævi-
starfi, var Ásgrímur Jónsson.
Hann bjó í þrjá áratugi við
Bergstaðastræti austanvert.
Þar, í húsinu nr. 74, er að
finna Ásgrímssafn, með öllum
þeim fjölda listaverka, sem
hann arfleiddi þjóðina að.
Ásgrímur dó fyrir réttum
fjórum árum. Þá mælti hann
svo fyrir, að bús sitt við
Bergstaðastræti skyldi varð-
veita myndir sínar, og skuli
þær sýndar þar, unz byggt
verður listasafo, er tekur við
gjöfinni.
ÁSGRÍMSSAFN
OPNAÐ FYRIR TÆPUM
TVEIM ÁRUM
5. nóvember 1960 var safn-
ið opnað. Veg og vanda af
undirbúningi báru frú Bjarn-
veig Bjamadóttir, frænka
listamannsins, og Jón bróðir
hans. Hefur húsið síðan verið
opið almenningi.
Ásgrímssafn hefur nokkra
sérstöðu meðal listasafna. Það
er eina safnið í Reykjavík,
LU
ohhctu
þar sem í senn má líta mál-
verk Ustamannsins, og jafn-
framt heimili hans, eins og
þar var, er hann bjó þar.
Engu hefur verið hreyft af
húsmunum, en meðal þeirra
er marga fágæta muni að sjá
Málaraáhöld hans getur að
líta, nákvæmlega eins og
hann lagði þau frá sér í
hinzta sinn.
Ásgrímur lét safninu eftir
mikinn fjölda mynda, um 280
vatnslitamyndir, auk 192 full-
gerðra olíumálverka og fjölda
þj óðsagnateikninga.
Þegar litið er yfir heimili
Ásgríms, kernur greinilega í
ljós, hve fastheldinn og trygg
ur hann hefur verið sínu. Þótt
láfskjör hans hafj breytzt
mikið, frá því er hann hóf
listaferil sinn, þá hefur hann
Ór Ásgrímssafni. Frá sýningunni á vatnslitamyndun-., sem nú stendur yfir. Innan skamms verð
ur opnuð þar sérstök sýning, er standa mun í sumar.
ekki varið fé sínu til íburðar,
Alt er þar fábrotið og einfalt,
og sú fastheldni við gamla
muni kemur síðari kynslóð-
um til góða.
Meðal þeirra muna, sem
þarna er að finna, eru t. d.
rúmfjöl, frá árinu 1769. Á
hana er letrað: ,,Vertu Guð
yfir og allt um kring, með
eilífri blessun þinni ....
Söðuláklæði er þar frá 1864.
MÖRG MÓTÍVIN ENN TIL
Á HEIMILI
LISTAMANNSINS
Þeir, sem kunna nokkur
skil á myndum Ásgríms,
munu fljótt reka augun í
gamla eirvasa, sem standa
þar á bókahillu. Þessa gripi
notaði Ásgrímur oft sem
móíív í myndir sínar.
Frú Bjarnveig Bjarnadóttir
forstöðukona safnsins, skýrði
svo frá, að hér væri um að
ræða muni, sem hefðí verið í
eigu Brilloins, er var fransk-
ur ræðismaður hér um 1910.
Nokkrir eirmunanna eru
greinilega mjög gamlir, senni
hafa verið lagfærðir og bætt-
ir oftar en einu sinni, áður
en listamaðurinn eignaðist þá.
Margir Reykvíkingar, af
eldri kynslóðinni, munu kann
ast við málverk, sem er á
vegg í stofunni, „Náttröllið á
glugganum". Sú mynd var
gerð 1905, og prentuð
skömmu síðar, í Lesbók
barna og unglinga.
í svefnstofunni hangir
mynd, sem aldrei hefur ver-
ið sýnd í safninu áður, og
nefnist „Flótti“. Hún er mál-
uð 1905. Telur Bjarnveig, að
myndin kunnj að sýna Höllu,
Eyvindar útilegumanns. Hún
sýnix konu, sem er að vaða
Úr sýningasalnum í Listasafni íslands. Tvær af höggmyndunum, sem nú eru þar til sýnis. Til
hægri er höggmynd Sigurjóns Ólafssonar, M Verkamaður“.
yfir fljót, með bam í fang-
inu. Álítur Bjarnveig ekki
ósennilegt, að fljótið sé
Þjórsá.
Þá er á vegg, í sömu stofu,
sjálfsmynd af Ásgrémi frá
1904. Fannst hún að honum
látnum, og er eina sjálfsmynd
in í Ásgrímssafni, sem til er
af honum ungurn.
I FÉLAGSSKAP
TÓNSKÁLDANNA.
í einu horni svefnstofunn-
ar getur að líta fábrotinn
grammófón. Þótt fábrotinn
sé, eins og flestir þeir munir,
er einkenna heimili lista-
mannsns, þá gegndi hann þó
ekki litlu hlutverki. Var
fónninn ferðafélagi Ásgríms,
og þótti eins sjálfsagður og
litir og penslar, er hann fór
til sumardvalar út í sveitir,
Málaralistin var atvinna Ás-
gríms, hljómlistin dægradvöl
hans. Mikið safn af plötum,
með verkum Mozarts og fleiri
sígildra höfunda, ber vitni
um áhuga hans á hljómlist.
Ásgrímur átti marga vini í
hópi þekktra hljómlistar-
manns, m.a. þá Rudolf Serk-
in og Adolf Buseh, sem báðir
heimsóttu hann og léku fyrir
hann.
FYRSTA OG
SÍÐASTA ÚTIMYNDIN
— AF HEKLU
Yfir rúmi Ásghims hangir
síðasta myndin, sem hann
lagði hönd á, „Ævintýrið um
Sigurð kóngsson“. Frú Bjarn
veig skýrði frá þeirri ein-
kennilegu tilviljun, að fyrsta
málverkið, sem Ásgrímur mál
aði úti í náttúrinni, var af
Heklu. Ekki var þá um aðra
liti að ræða, í eigu drengsins
listhneigða, en krítarmola og
þvottabláma móður hans. Síð
asta myndin sem hann málaði
úti, er einnig af Heklu, en
þá er Ásgrímur kominn á
níræðisaldur. Stærsta mynd-
in, sem listamaðurinn málaði
um dagana, er Heklumyndin
stór, sem er til sýnis í Lista-
safni íslands þessa dagana.
Oft mun Ásgrlimur hafa glímt
við þetta fræga eldfjall okk-
ar, á langri ævi.
SÉRSTÖK
SUMARSÝNING
Nú að undanförnu hefur
staðið yfir sýnins á vatnslita-
myndum í Asgrímssafni
Þeirri sýningu lýkur eftir
vikutíma. Skýrði frú Bjam-
veig svo frá, að þá yrði um
tveggja vikna hlé, en síðan
yrði opnuð sérstök sumarsýn
ing. Verða á henni verk, mál-
uð á öllu starfstímabili Ás-
gríms, og gefst þá tækifæri til
að kynnast þróunarferli lista-
mannsins.
Þetta er í annað skifti, sem
slík sumarsýning er haldin
Fyrst var hún sett upp í
fyrra, og er tilgangurinn sá,
að gefa ferðamönnum tæki-
færi til að kynnast úrvali af
þvií besta, sem í safninu er.
Sýningin í fyrra tókst mjög
vel, margir, erlendir sem inn-
lendir, sóttu hana. Má telja
víst, að svo verði einnig nú.
Sumarsýningin hefst um mán
aðamótin maí-júní.
Búast má við, að alls taki
um 3—4 ár að sýna allar
myndir Ásgríms, þótt skipt
sé um myndir á 3—4 mánaða
fresti, því að fjöldi listaverk.
anna, er hann lét eftir sig
er slíkur.
ÁSGRÍMSSAFN
AÐEINS EITT AF
MÖRGUM
Ásgrímssafn er aðeins eitt
af listasöfnum Reykjavíkur
Safn Einars Jónssonar er
merk stofnun, minnisvarði
um einn mesta listamann okk
ar. Fleiri staðir eru til, þar
sem reglulega ma ganga að
verkum margra listamanna,
en Listasafn íslands, í Þjóð-
minjasafnsbyggingunni, er þó
mest. Þá má, með nokkrum
sanni, kalla það samnefnara
þess besta, sem er að finna í
málara- og höggmyndalist hér
á landi.
Salarkyanl eru þar góð,
smærri salir, sem alls eru eitt
hvað á annan tug. Þar stend-
ur nú yfir sýning á mörgum
bestu verkum tuga lista-
manna.
Sigurjón Ólafsson, Ásmund
ur Sveinsson og Nína Sæm-
undson eiga þar nú högg-
myndir. I innri sölunum er
að finna málverk eftir Ás-
grím, Kjarval, Jón Stefáns-
son, Svavar Guðnason, Þor-
vald Skúlason, Jón Engilberts
og marga fleiri.
DAGSSTUND f SAFNI
Ætlunin er ekki að telja
upp þá tugi góðra Ustamanna,
sem eiga þar verk nú, heldur
miklu frekar að hvetja rnenn
til þess að verja dagsstund
í að heimsækja sjálfir safnið.
í Listasafni íslands eru tug-
ir, ef ekki hundruð lista-
verka, sem hver og einn
myndí vera hreykinn af að
hafa í stofum sínum. Stund
þar, í friði fyrir ys og þys, er
auðgandi, og þar má líta feg-
urð, sem ekki er þáttur í
daglegu lífi.
Selma Jónsdóttir, er veitir
safninu forstöðu, skýrði frá
því, að sú sýning, er nú stend
ur yfir, verði opin enn um
stund. Hins vegar er í athug-
un að setja, innan skamms,
upp nokkrar af myndum
þeim, sem voru á sýningunni
í Louisiana-listasafninu í
Danmörku, nýlega.
Það er því tilefnl, bæði nú
og síðar, að heimsækja safn-
ið.
Br undirritaður gekk út um
dyr safnsins, bar að hóp
ungmenna, heilan bekk úr
skóla, er var á leið til að
skoða safnið. Síðasti hnokk-
inn staldraði við í dyrunum,
Framlh. á bls. 15.