Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 11
r Laugardagur 12. maí 1962 Gamli og nýi timinn. Volvo P- 1800 hjá Árbæ. Volvosýning í dag I DAG verður haldin enn ein hiíreiðasýning hér í borg. Að þessu sinni er það Gunnar Ás- geirsson, h.f., Suðurlandsbraut 16, sem sýnir allar nýjustu gerð Ir Volvo-bifreiða, og á sýningin áreiðanlega eftir að vekja mikla athygll. Ekkl hvað sízt vegna þess að þarna verður sýnd fyrsta Bporthifreiðin af gerðinni Volvo P-1800, sem hingað hefur kom ið. En bifreið þessi hefur hvar vetna vakið geysi athygli og *n.a. fengið gullverðlaun á hila eýningum fyrir frágang og útlit. Volvo bifreiðarnar eni að góðu kunnar hér á landi og fjöldi þeirra í umferð. Auk P- 1800 verða allar þekktu gerðirn «tr til sýnis hjá Gunnari Ásgeirs Byni 1 dag, þ.e. P-544 (Favorit), Duett (station) og Amaszon. — Einnig verður þarna sýnd Volvo vörubifreið með 2ja tonna á- moksturskrana, og sænskir plast (bátar fyrir utanborðsmótora. •Á Reynsluför. 1 tilefni sýningarinnar bauð Gunnar Ásgeirsson, forstjóri, blaðamönnum að skoða og reyna Volvo-bifreiðirnar í gær. Var ek ið út fyrir borgina og fengu blaðamenn að reyna þrjár gerð- ir þessara bifreiða eru allar með 75 h.a. hreyfla, en fást einnig með 90 h.a. hreyfla. Þær bif- reiðar, sem reyndar voru, eru allar með minni vélarnar og virt ist ekkert Skorta á orkuna. — Vinnslan var afburða góð og Ihraðaaukning ágæt. En vegna Iþess hve Volvo bifreiðirnar liggja vel á vegi er skiljanlegt eð þeir, sem aka á steyptum bíla brautum, hafi gaman af stærri vélunum. Sæti bifreiðanna eru mjög þægileg, enda hefur læknir teiknað þau með það í huga að sem bezt fari um Jíkamann, og eru framsætin búin öryggisbelt um til varnar því að farþegar ekelli í framrúðuna ef til árekstr er kemur. F.r þetta „Standard" útbúnaður á öllum Volvo bif- reiðum og á áreiðanlega eftir að koma hjá öðrum framleiðend- Ryðvörn. Frágangur allxxr á Volvo Bílamiðstöðin WJ Slmar: 12500-24088 Bílamiðstöðin VAGRI Vib Vitatorg bifreiðunum er bersýnilega mjög vandaður og er það auðfundið í akstri. Bifreiðirnar eru mjög þægilegir í akstri jafnvel á hol- óttum malarvegum og halda veginum prýðilega þótt hratt sá ekið. Og einu má ekki gleyma, það er að Volvo-bifreiðirnar eru sérstaklega ryðvarðar, sem er (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.). einkar heppilegt fyyrir okkar Is lenzka veðurfar. Er stálið fyrst hreinsað og baðað upp úr ryð- varnarefni, síðan kemur undir málning og nokkur lög af lakki. Alls eru sjö lög á stálinu, hvert þeirra um sig innbrennt. Verð Volvo-ibifreiðanna erú frá 160 þús. kr. til rúmlega 190 þús. kr. Er í því verði innifalið, ýmis- legt, sem kaupa verður aukalega með ýmsum öðrum bifreiðateg- undum. Má þar t.d. nefna mið- stöð, þvottataeki á framrúður, fjaðraútbúnað fyrir malarvegi, aurihlífar, örygigisbelti o. fl. Vorið hefur þegar sigrað BREIÐDAL 1. maf. — 1. mai rennur upp bjartur og blíður, eins og bezt verður kosið. Harpa vorsins ómar, og hinn græni lit- xxr vorsins glitrar á döggvotri jörð. ísland er land andstæðn- anna. Á Pálmasunnudag var allt snævi hulið, en þá fór að hlýna, og síðan hefur hver dag- ur verið öðrum betri, og jafnvel þótt enn megi búast við hreti, ■hefur vorið þegar sigrað. Það | skeður oft, sem skáldið sagði: „Allt í einu geislar geysast. Guð vors lands þá skerst í leik“, og| þeirri náðargjöf fagna bæðk menn og dýr. Næstliðinn vetur var fremur 'harður og gjaffrekur, svo fóðurl forði hjá ýmsum bænum var að þrotum kominn. Aflabrögð bátanna bér hafa verið mjög sæmileg síðan netja- vertíð hófst, og oftast hagstæð tíð til sjósóknar. En langt er að sækja fyrir Austfjarðabáta, t. d. ca 15 tíma sigling héðan. Heilsufar hefur verið slæmt í vetur hjá mannfólkinu. Fyrst hálsbólga, síðan inflúenza, sem Bilamiðstöðin VAGM Simar: 12500-24088 Bílainiiistöðin VAGN v/ð Vitatorg Þórður Guðmundsson sjómaður, Akranesi f DAG verður til moldar bor- inn frá Akraneskirkju, Þórður Guðmundsson, Skólabraut 35 á Akranesi. Hann andaðist sunnu- daginn 6. maí sl. um borð í vél- bátnum Sigurði A.K. 107, er skipið var að síldveiðum á Faxa flóa, hné hann niður við vinnu sína og var þegar örendxxr. — Sannaðist hér sem oft áður, að vffivívvvS^JSÍÍíK?!.) enginn má sköpum renna og að dauðinn er oft nær, en mann grunar. Þórður var fæddur á Akra- nesi 9. nóvember 1916, sonur hjónanna Sigurlínu Tobíasdótt- ur og Guðmxxndar Þórðarsonar á Vegamótum. Hann var einn af þrem sonum þeirra er upp komust, hinir tveir bræður hans eru báðir látnir, Albínus erféll útbyrðis af vélbátnum Geir goða 24. apríl 1928 og Þorberg- ur er fórst með vélbátnum Kveldúlfi 20. janúar 1933. Hafa þau því orðið að sjá á bak öll- um sonum sínum og er því söknuður þeirra mikill. En það er huggun harmi gegn, að mirm ingin um þá alla er björt og fögur, því þeir voru allir mikl- ir mannkostamenn. Megi þær minningar ylja þeim það sem eftir er. Þórður stundaði sjó allt frá því að hann fór að vinna fyrir sér og til æviloka. Hann var ávallt í beztu skiprúmum, enda allra manna eftirsóttastur, vegna sinna miklu mannkosta og dugn aðar. Lengst var hann með þeim kunnu aflamönnum Hann- esi ólafssyni og Einari Árna- syni og báru þeir honum það orð. að betri mann væri ekki hægt að kjósa sér en Þórð. Þannig töluðu aðrir félagar hans um hann, er með honum vor*. Þórður var kvæntur Jófríði Jóhannesdóttur frá Akranesi og áttu þau þrjá syni, Þorberg tré- smíðameistara, Jóhannes Kristj- án rakara og Guðlaug Þór, er átti að ferma á morgun. Heimili þeirra Jófríðar og Þórðar var annálað fyrir gest- risni og myndarskap. Voru þau bæði samhent í að skapa þetta yndislega heimili, sem öllum þótti gott að koma á, Þórður unni sinni fjölskyldu og var mikill heimilisfaðir og notaði hverja stund til að hlúa að sínu heimili. Við fráfall Þórðar er stórt skarð fyrir skildi, því hann var fyrir margra hluta sakir óvenju legur, svo mörgum góðum kost- um var hann búinn og ef það er hægt að segja um nokkurn mann, að hann sé drengur góð- ur, þá var það Þórður. Marga menn hefi ég heyrt segja, sem voru með honum til sjós og voru að byrja sinn sjó- mennskuferil, að það hafi ver- ið þeim ómetanlegt að vera í návist Þórðar, hversu hann skildi þá vel og lét sér annt um að segja þeim til. Hann var fyrirmynd annarra manna um margt. Reglusamur í öllum greinum, ábyggilegixr, orðvar og hafði fallega framkomu. Slíkra manna er gott að minnast. Við sem þekkjum Þórð Guð- mundsson viljum að leiðarlok- um þakka honum allt hið góða, sem hann lét okkur í té. Við vottum eiginkonu hans, öldruð- um foreldrum, sonum og til- vonandi . tengdadóttur okkar dýpstu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs í bráð og lengd. — Blessuð sé hans minning. Geirlaugixr Arnason. TOKYO, 4. maí — AP. — Jap- anska stjórnin hefur ákveðið að kalla heim sendiherra sinn í Baghdad ,og er það í samræmi við óskir stjórnar írak. Tekið er fram, að það sé ekki ætlunin að slíta stjórnmálasambandi land- anna. Ástæðan er sú, að Japan viðurkenndi nýlega sérstakan sendiherra Kuwait, en írak teiur það hluta aí sínu landsvæði. olli töfum við kennslu í barna- skólanum, róðrar féllu niðxxr, og vinna í frystihúsi a.n.l. Erfitt er að meta fjárhagstjón, en það er mikið. — Fréttaritari. NICOSIA, 4. maí — AP. — Stjórnin á Kýpur hefur boðið þeim 10.000 sterlingspund, sem geta gefið upplýsingar xxm þá, sem myrtu tvo blaðamenn þar 23. apríl s.l. Mennirnir voru af tyrknesku bergi brotnir. Morð hafa verið tíð á eyjxmni undan- farið, og hafa sex menn verið skotnir s.l. 12 daga, þeirra á meðal blaðamennirnir tveir. T résmíðavél ar til sölu þykktarlhefill og afréttari, stór bandslípivél, blokkþvingur og fleira. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Vélar — 4918“. Ullarmafsmaður óskast. Upplýsingar í Álafossi, Þingholtsstræti 2. Málarar Málarasveinar óskast strax. Horður & Kjartan hf. Símar 10945 — 22957. Afgreiðslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sölu og veit- ingaskála skammt frá Reykjavík. Góð vinnuskil- yrði. Fæði, húsnæði og önnur þægindi á staðnum. Kaup eflir samkomulagi. Upplýsingar í síma 24380 frá kl. 1—5. % 60 x 250 cm. H. Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4 Sími 38300. Mótatímbur — Handrið Óskum eftir mótatimbri, 1“ x 6", ca. 6000 fet Getum látið í té járnhandrið, eftir máli, í stað þess. Upplýsingar í síma 1 92 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.