Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 1
24 síðui 19. ávgangur 131. tbl. — Miðvikudagur 13. júní 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Souvanna Pliouma foisætisráðherra Vientiane, Laos, 12. júní — (AP — NTB) — PRINSARNIR þrír í Laos, Boun Oum, forsætisráðherra hægri Btjórnarinnar, Souvanna Phouma, fyrrv. forsætisráðherra hlut- leysisstjórnarinnar og Souhanouvong, leiðtogi Pathet Laó komm- únista, undirrituðu í dag við hátíðlega athöfn samning um mynd- un hlutlausrar ríkisstjórnar í landinu. Souvanna Phouma verður forsætisráðherra en hinir flokkarnir tveir skipa hvor sinn mann- inn í embætti aðstoðarforsætisráðherra. Verður Souhanouvong prins fulltrúi Pathet Lao, en Phoumi Nosavan hershöfðingi full- trúi hægri stjórnarinnar. Boun Oum prins á ekki sæti í hinni nýju ríkisstjórn. Viðræður um stjórnarmyndun •hafa farið fram undanfarna daga á Plaine - des Jarres (Krukkusléttu) skammt frá að- alstöðvum Fathet Lao. Var gert fundarhlé sl. föstudag, en prins- Erlendar fréttir ! stuttu máli Washington, 12. júní (NTB) ( —. Bandaríkjamenn sprengdu í dag kjarnorkusprengju á til- traunasvæðinu við Jólaey á Kyrrahafi. Br þetta 18. til- raunin á þessu svæði. Sprengj an var lítil, innan við eitt megatonn, og var varpað nið- ur úr flugvél. ★ Berlín, 12. júni (AP) — Um helgina flýðu ellefu Austur- í*jóðverjar gegnum jarðgöng 1 til Vestur-Berlínar. — Meðal flóttamannanna voru fjögur ’ börn, eitt þeirra fjögurra mánaða. Nokkur leynd hvílir yfir flóttanum, enla fylgir það fréttinni að jarðgöngin séu enn nothæf, því yfirvöld- in i Austur-Berlín viti ekki ’ um þau. ★ Marseille, Frakklandi, 12. júní (NTB) — Rúmlega 10.- 000 flóttamenm komu til Mar- seille frá Alsír síðasta sólar- hring. Allt er þetta fólk af evrópskum ættum, sem vill forða sér frá Alsír áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer þar fram hinn 1. júlí nk. um fram tíð landsins. Hafa aldrei kom- ið jafn margir flóttamenn frá Alsír á einum sólarhring frá því flóttiwn þaðan hófst fyrir þremur vikum. ★ HoIIywood, 12. Júni <AP) — Kvikmyndaleikarinn Mick- ey Roonty mætti í dag fyrir rétti í Hollywood vegna ó- greiddra skulda. Lýsti hann því þá yfir að hann væri gjaldþrota, skuldaði um 485 þúsund dollara, en ætti alls um 500 dollara virði af hús- mutturn og fatnaði. — Helztu skuldir leikarans eru 168.000 dollara eintkalán, 107.000 doll- ara ógreiddir skattar og fram- færslueyrir til þriggja fyrr- verandi eiginkvenna. arnir komu saman að nýju á mánudag. Varð samkomulag um skipan ráðuneytis og var það samkomulag undirritað í dag. Souvanna Phouma tilkynnti eft- ir að samningurinn var undir- ritaður að hann gengi á fund Savang Vatthana konungs í síð- asta lagi á mánudag og legði fram ráðherralista sinn. Viðstaddir undirritunina voru sendiherrar Bretlands og Sovét- ríkjanna, en fulltrúar þeirra ríkja skipa forsæti á Laosráð- stefnunni í Genf. Þá voru þarna fulltrúar Indlands, Póllands og Kanada, sem sæti eiga í al- þjóða eftirlitsnefndinni í Laos og fulltrúar flokkanna þriggja í Laos. FRÉTTINNI FAGNAÐ Fyrsti fundur nýju stjórnar- innar verður haldinn innan tíu daga, sagði Souvanna Phouma í dag. Eitt af fýrstu verkefnum Framh. á bls. 2 Með kraítblökk til Islands Harstad, Noregi, 12 júní, (NTB). ÓVENJU mikil þátttaka verður í síldveiðum við ís- land frá Norður Noregi. Sér- staklega athygli vekur að nú fara í fyrsta sinn bátar þaðan með kraftblökk og hafa átta bátar komið sér upp þeim veiðitækjum. Verður fylgzt með eftirtekt með árangri bátanna. Veiðitæki þessi kosta um 30.000 norskar kr. Alls hafa 18 bátar frá Norður Noregi búið sig á síldveiðar við ísland og leggja flestir þeirra af stað næstu daga. Sl. fimmtudag sprengdu OAS menn 3 íkveikjusprengjur í háskólanum í Algeirsborg. Brann aðalbygging skólans, þar sem vísinda- og læknadeildin voru til húsa, og sést hún hér á með- fylgjandi mynd. Einnig brann bókasafnið þar sem geymdar voru um 600.000 bækur. Ráðstefna Varðbergs um Atlantshafsþjóðirnar næsta áratug 70 þdtttakendur frá 14 ríkjum Ólafur Thors, forsætisráð- herra, flytur ávarp við setn- ingu ráðstefnu VARÐ- BERGS í Háskóla íslands á annan dag hvítasunnu. (Ljósm. Kristján Magnússon) Fanfani hélf velli ÍUrslit bæjarstjórnakosninga d Ítalíu Róm 12. júní. (NTB) Á SUNNUDAG og mánudag fóru fram kosningar í borga- og bæja- stjórnir á Ítalíu. Urslitanna var beðið með nokkurri eftirvænt- imgu, því talið var að þær gæfu til kynna hvert álit ítala væri á vinstristjórn Fanfanis. — Úrslit kosninganna urðu þau að stjórn- arflokkarnir þrír héldu niokkurn- veginn fylgi sínu og bættu við sig bæjarfulltrúum. Að stjórn Fanfanis standa Kristilegir demókratar, Jafnaðar mannaflokkur Saragats og Repú- blikanar. Kristilegir demókratar hlutu nú 31,5% atkvæða og 516 Framhald á bls. 23. RÁÐSTEFNA VARÐBERGS, „Atlantshafsþjóðirnar næsta áratug“, var sett í I. kennslu stofu Háskóla íslands á ann- an hvítasunnudag kl. 3 e. h. að viðstöddu fjölmenni. Var þar á annað hundrað manns. Þar á meðal voru forsætis- ráðherra, Ólafur Thors, dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, og nokkrir þingmenn lýðræðisflokkanna. Moore aðmíráll og yfirmað- ur varnarliðsins var þar einnig viðstaddur, svo og er- lendir og innlendir þátttak- endur í ráðstefnunni, auk margra gesta. Að setningarathöfn lok- inni, var haldið upp í Borg- arfjörð, þar sem ráðstefnan er haldin í gistihúsinu Bif- röst. — Formaður Varðbergs, Guð- mundur H. Garðarsson, setti ráð- stefnuna með stuttu ávarpi. Bauð hann hina erlendu þátttakendur velkomna og gat þess, að þetta væri fyrsta ráðstefman, sem haldin væri á íslandi, þar sem eingöngu væri fjallað um mál- efni þjóða Atlantshafsbandalags- ins á grundvelli samstarfs banda lagsþjóðanna. Stefna Varðbergs í sókn Lýsti hann í fáum orðum starf semi Varðbergs og sagði, að stefna þess væri í sókn meðal fólksins í landinu, heilbrigt æsku fólk hefði gert sér grein fyrir hættum andvaraleysis um utan- ríkis- og varnarmál. Síðan sagði Guðmundur: „Ráðstefna sú, sem nú er efnt til, er þáttur í starfi okkar og ykkar allra í því að auka skilning og þekkingu okk- ar á þjóðlegum þörfum og sam- þörfum fyrir náið samstarf sjálf Frh. á bls. 13 Fyrsti síld- arbáturinn farinn frá INIoregi Einkaskeyti frá fréttaritara blaðsins í Osló. FYRSTI síldveiðibáturinn á fslandsmið fór á sunnudag frá Noregi og í Álasundi liggja margir bátar tilbúnir til síldveiða í bræðslu. Vegna ágreinings um síld- arverðið hafa margir útgerð- armenn dregið að ákveða hvort þeir geri báta sína út til síldveiða, svo að enn er erfitt að segja um það hve margir norskir bátar verða gerðir út til veiða á bræðslu- síld við ísland. Bátarnir, sem veiða síld í salt, byrja ekki fyrr en um miðjan júlí. — Skúli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.