Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 23
Miövflnidagur 13. jún! 1962 MORGVNBLAÐlh 23 Árshátíð Nemendasam- bands Kvennaskólans &%%%%%%%%%%% NÍUNDA Norðurlandamótið í bridge hófst í Kaupmannahöfn í gaer og stendur yfir alla þessa viku og lýkur um næstu helgi. — Reglur fyrir Norðurlandamót eru þær, að hvert land sendir tvaer karlasveitir og eina kvenna sveit til keppni. Keppa karla- sveitirnar saman, en kvennasveit irnar í sérstökum flokki. — Að keppni lokinni eru vinningar karlasveita hvers lands lagðir saman og sigrar það land, sem flesta vinninga faer. Að þessu sinni koma sveitir frá öllum 5 Norðurlöndunum til keppni og er það í fyrsta sinn, sem þátttaka er svo mikil. Keppendur íslands eru þessir: Lárus Karlsson, Jóhann Jónsson, Ólafur Lorsteinsson, Brandur Brynjólfsson, Sigurður Helgason, Jón Arason Hilmar Guðmunds- son, Jakob Bjarnason, Þ-orgeir Sigurðsson og Símon Símonar- son. — Fararstjóri er Eiríkur Baldvinsson. Keppnin fer fram í Falkoner- centret og verða leikir sýndir á sýningatjaldi og útskýrðir. Reikn að er með að keppnin að þessu sinni verði mjög jöfn og spenn- andi, sérstaklega þegar hafður er í huga góður árangur dönsku spilaranna á Evrópumótinu í Torquay og að sænsku spilararn- ir eru mjög góðir og þar á meðal eru Jan Wohlin og Anulf. KAUPMANNAHÖFN, 12. júní. — Á fyrsta degi norraena meist- aramótsins í bridge urðu úrslit þessi: Opni flokkurinn Noregur I — Finnland II 55:15-1 (0-2) ísland I — Noregur II 89:80 (2-0) Svíþjóð II — Island II 151:55 (2-0) Svíþjóð I — Danmörk II 81:55 (2-0) Danmörk I — Finnland I 54:78 (0-2) Kvennaflokku ísland — Svíþjóð 84:132 (0-2) Danmörk — Finnl. 54: 71 (0-2) MIÐVIKUDAGINN 30. maí hélt Nemendasamband Kvennaskól- ans virðulegt hóf í Klúbbnum við Lækjarteig. Þátttakendur voru um tvö hundruð, nemend- ur frá ýmsum árgöngum liðins tíma. Voru brautskráðir nem- endur þessa árs gestir sam- bandsins ásamt skólastjóra, frú Guðrúnu Hlegadóttur og form. skólanefndar, frú Sigríði Briem Thorsteinsson. Því miður gat frk. Ragnheiður Jónsdóttir, fyrrv. skólastjóri, ekki setið hóf ið, og söknuðu hennar margir. Veizlustjóri var frú Ásta Björnsdóttir, form. Nemenda- sambandsins. Bauð hún eldri og yngri nemendur velkomna ,og gat þess, að meðal þeirra væri nemandi, sem stundaði nám í skólastjóratíð frú Þóru Melsted, en síðan það var eru liðin 65 ár. Kona sú, sem hér um ræð- ir, er frú Kristín ólafsdóttir, kennari. Mælti frú Kristín hlýj- um orðum til Kvennaskólans og óskaði honum gæfu og gengis um öll ókomin ár. Elzti hópurinn, sem þarna mætti, voru nemendur sem luku burtfararprófi fyrir 40 árum. — Fyrir þeirra hönd mælti frú Bjarnveig Bjarnadóttir þakkar- orð til skólans, og rifjaði upp nokkrar endurminningar úr fé- lagslífinu fyrir 400 árum. Gat hún þess m. a. að stúlkur í þess um hópi hefðu frumkvæðið að hinum svonefnda peysufatadegi. f hófinu var mættur einn af kennurum þessara nemenda, frk. Jórunn Þórðardóttir, og urðu Hestamaður slasast UM klukkan 11 á mánudags- kvöldið varð það slys að ríðandi maður, Sigurjón Jakobsson, Reykjadal í Mosfellssveit, varð fyrir bíl skammt fyrir ofan Ála- foss og hlaut opið fótbrot á hægra fæti. Var Sigurjón einn hesta- manna sem komu frá kappreið- um Fáks á skeiðvellinum við Elliðaár. Slysið varð móts við Miðfell, nokkuð ofan Álafoss. Ekki er fyllilega ljóst með hvaða hætti það varð, en Sigurjón mun hafa kastast á vélarrúm bílsins B 264 og þaðan til jarðar. Var Sigurjón fluttur í Landsspítal- r--- ■■■■■ ■ f« ....,,„jkí: s' . m *i ? *' ’ * m í GÆR komu til Seyðisfjarðar ismenn frá sendiráði V-Þýzka tvö þýzk skólaskip, Graf Iands » Reykjavík eru staddir _ , . . . _ á Seyðisfirði og efndu þeir Spee og Hipper, asamt b.rgða ^ fa'naðar fyrir sjóliðaef„ilx skipi. Komu skipin frá S- og heimamenn í skólahúsinu Ameríku og munu verða á I gærkvöldi. Myndin er af Seyisfirði í 2—3 daga. Embætt Graf Spee. Tónisikar í gærkvöldi TÉKKNESKI tónlistarmaðurinn Karel Paukert, sem hefir starfað sem óbóleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands í vetur, hélt orgeltónleika í Laugarneskirkju í gærkvöldi. Lék hann m. a. verk eftir gamla tékkneska meistara, sem lítt eða ekki eru þekktir utan heimalands síns, en „standa þó fyrir sínu“, ef svo má að orði komast, og er blær klassískrar heiðríkju yfir verkum þeirra. Svipminna var eina samtímaverk ið á efnisskránni, Partita eftir G. Verschraegen, ákaflega hvers- dagslegt verk og blendið í stíln- um. Talsverð reisn var hinsvegar yfir Postludium eftir Leos Jana- cek. — Karel Paukert sýndi það á tónleikum í Landakotskirkju fyrr í vetur, að hann er bráð- snjall organleikari, og var leikur hans engu síðri nú, þótt efnis- skráin væri naumast eins viða- — Fanfani Framh. af bls. 1. bæjarfulltrúa, en höfðu 33,3% og 500 fulltrúa. Saragatjafnaðar- tnenn fengu nú 5% atkvæða og 33 fulltrúa, en höfðu 3,3% og 17 fulltrúa. Repúblikanar fengu 1,1% atkvæða og 12 fulltrúa, en höfðu 1% og 10 fulltrúa. Mest varð aukningin hjá Frjáls lynda flokknum, sem er hægri flokkur og andvígur vinstri stjórninni. Hlaut flokkurinn nú 5,7% atkvæða, en hafði áður 2,8%, og bætti við sig 26 bæjar- fulltrúum. Kommúnistar töpuðu aðeins fylgi, fengu 22,9% en töfðu 23,8%. Misstu þeir 3 full- trúa. Nýfasistar juku fylgi sitt úr 9,7% í 10%, en Nenni-sósíal- istar stóðu nokkurnveginn í stað. — Öskjuvatn Frarnh. af bls. 23. þá ferðamönnum nýtt landsvæði ókannað. — St. E. Sig. Sprunga eða botnslg? Mbl. bar þetta í gær undir Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing. Hann sagði að sér þætti þetta allt eðlilegt, nema ef vera skyldi lækkunin á vatninu. öskjuvatn væri þó eðlilegum vatnshæðar- breytingum háð, eins og önnur vötn, sem ekki hafa afrennsli, og gæti verið talsverður m/unur é vatnshæð. Aftur á móti fannst honum þetta nokkuð mikil lækk- lin, og sagði hugsanlegt að sig befði orðið í botninum vegna jarðhræringa eða einhvers stað- ar orðið lekara vegna nýrra aprungna. Að svo heitt væri þarna enn, væri eklkert óeðlilegt. Hitinn hefði haldizt í Hekluhxauninu lengi eftir gosið. mikil. Það leynir sér ekki, að hér fer maður, sem bæði hefir á valdi sínu alla tækni þessa marg- brotna hljóðfæris og býr auk þess yfir mikilli tónlistargáfu og kunnáttu. Auk organleikarans komu fram á þessum tónleikum sópransöng- konan Snæbjörg Snæbjarnardótt ir, sem sörg lög eftir Beethoven og Brahms, og cellóleikarinn Milan Kantorek, sem lék sónötu eftir Henry Eccles og lag eftir Janacek. Bæði leystu þau verk- efni sín prýðilega af hendi. Það er sannarlega kominn tími til, að Snæbjörg fái að reyna sína miklu, dramatísku rödd í ein- hverju verkefni, sem hæfir henni. Áheyrendur voru miklu færri en átt hefði að vera. Jón Þórarinsson. Hæst u viimingar Happdrættis Háskólans ÞRIÐJUDAGINN 12. júní var dregið í 6. flokki Happdrættis Hiá skóla íslands. Dregnir voru 1.100 vinningar að fjárhæð kr. 2.010.000. Hæsti vinningurinn 200.000 kr. kom á hálfmiða nr. 59.825, sem seldir voru í umboðinu á Akra- nesi. 100.000 kr. kornu einnig á hálf miða nr. 33.584. Voru þeir seldir í Hveragerði og Sandgerði. 10.000 krónur: 2964 3418 8748 8867 20022 20765 22861 23253 24841 25550 26928 31235 33755 33825 34958 36028 40962 44387 47829 48291 48344 50660 52734 53515 56943 58598 59824 59826. (Birt á ábyrgðar). Samið á Siglufirði Siglufirði 12. júní. SAMNINGAR hafa tekist hér með samninganefnd verkalýðs- félaganna og vinnuveitenda um kaup og kjör »ð þvi tilskildu að félagsfundir samþykki samn- ingana. Kaup karla í dagvinnu verður 24.80. 60% álag er á eftirvinnu og 100% á nætur- vinnu. Fyrir steypuvinnu eru greiddar kr. 26.20 í dagvinnu, gerfismiðir fá 26.60, fyrir hol- ræsavinnu er greitt kr. 30 í dag- vinnu. Kvennakaup er hið sama og hjá körlum, 24,80, nema fyrir pökkun og snyrtingu í frysti- búsum, kr. 21,50. Söltunarlaun eru kr. 30,69 að viðbættu orlofL Hækkanir þessar nema frá 7— 9,6%. — Barði Friðriksson tó>k þátt í samningunum fyrir hönd Vinnuveitendasambandsins. — Stefán. IMEÐAN klaki var að fara úr jörð, voru margir vegir illir yfirferðar, enda bönn- uð öll umferð um marga þeirra. Þessi mynd var tekin fyrir um það bil mánuði í Eyjaihreppi og Kolbeinsstaðahreppi á sunn anverðu Snæfellsnesi. Mik- ið klakahlaup var í vegum þá. Voru mjólkurt>ílarnir dregnir yfir versta kafl- ann með dráttarbíl og jarð ýtu. Þá tók Jón Gunnars- son á Þverá meðfylgjandi mynd. En tími slæmra vega líð- ur hjá eins og annað böl, og er fyrir nokkru búið að upphefja ferðabannið á vegunum á Snæfellsnesi og einnig öðrum vegum, svo sem norður til Akureyrar. miklir fagnaðarfundir, er hirm vinsæli kennari hitti sína gömlu nemendur. Einnig mætti nemendahópur sem brautskráðist fyrir 20 ár- um, og tók til máls úr þeirra hópi frá Elísabet Guðmundsdótt ir, og færði skólanum þakkir og árnaðarsóskir. Að síðustu tók til máls f. h. þeirra sem luku burtfararprófi á þessu ári, ungfrú Jóhanna Guðnadóttir. Færði hún skóla sínum innilegar þakkir fyrir fræðslu og ómetanlega leiðsögn og Nemendasambandinu fyrir rausnarlegt boð. Hófust síðan ýms skemmti- atriði. Mikla ánægju vakti söng- ur Jóns Sigurbjörnssonar. Ein af námsmeyjum skólans, ung- frú Margrét Camilla Hallgríms- son sýndi listdans við mikla hrifningu. Að lokum var dansað af miklu fjöri og söng Haukur Mortens með hljómsveitinni. Þetta mót ungra og gamalla nemenda tókst með afbrigðum vel. Það er mikils virði fyrir nemendur og skólann að gömul tryggðabönd slitni ekki. Er því hlutverk Nemendasambands Kvennaskólans hið mikilsverð- asta. Smíði nýs báts að ljúka Akranesi, 12. júní. HINN nýi bátur Sigurðar Hall- bjarnarsonar & Co, símaður í Dráttarbraut Þorgeirs og Ellerts, verður einhvern næstu daga tek- inn út úr smíðahúsinu. Á bátn- um er stýrishús úr stáli og stál- hvalbakur. Báturinn er 138,3 tonn, 60 feta langur, 30 feta breið ur og 18 fet á dýpL í honum er 700 ha. Mannheimvél. Báturinn er smíðaður úr eik og furu, sá fyrsti, sem hér er smíðaður með kúlustefni. í bátnum er Simrad síldarleitartæki og er hann bú- inn öllum tæknilegum útbúnaði af fullkomnustu gerð. Skipa- smíðameistari er Einar Jónsson Mýrdal. — Oddur. — Varðberg Framh. af bls. 13. og sambúðina við það. Vanda- mál hefðu komið upp, þau væri að finna alls staðar, þar sem svona væri ástatt, en þegar á heildina væri litið, þá væri sam búðin góð. Um íslenzk utanríkismál í framtíðinni sagði Benedikt, að allt benti til þess, að haldið yrði áfram á sömu braut og farin hefði verið undanfarin limmtán ár. Islendingar myndu reyna að treysta böndin við Atlantshafs- bandalagið, því að innan þess [ stæðu þær þjóðir, sem þeir ættu mesta samleið með, bæði í sögu legu og menningarlegu tilliti. Að ræðu Benedikts lokinni, svaraði hann fyrirspurnum. - XXX --- Því næst tók til máls Claude Delmas, fulltrúi í stjórnamála- deild NATO. Ræddi hann um starfssemi NATO. Að loknum hádegisverði flutti Donald Mallett, frkvstj. upplýs- ingadeildar OECD, erindi um starfsemi þeirra samtaka. - XXX --- í dag flytur Jóhann Hafstein, alþm., erindi, sem hann nefnir „Stjórnmálaþáttur NATO“. — Helgi Bergs, frkvstj., flytur er- indi um ísland og efnahagsþró un Vestur-Evrópu, og G. Bert- hoin, varaform. ECSC (Kola- og stálsamsteypu Evrópu) í Lund- únum, erindi um Efnahags- bandalag Evrópu. □--------------------□ Svarið við G-átu dagsins: HÚNN. □--------------------n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.