Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLÁÐlb Miðvikudagur 13. júní 1962 2 stúlkur 'óskast Skrifstofustúlka og afgreiðslustúlka óskast sem fyrst Happdrætti DAS Hreppsnefnd Patrekshrepps hefir ákveðið að ráða sveitarstjóra fyrir Patreks- hrepps. Umsóknir um starfið sendist oddvita Patreks- fjarðarhrepps fyrir 1. júlí n.k. Patreksfirði. 4. júní 1962. Ásm. B. Olsen, Oddviti Patrekshrepps. Verkst jóri — T résmiður Duglegur og reglusamur verkstjóri eða trésmiður sem gæti tekið að sér verkstjórn, óskast. — Upplýsingar í síma 14780. IMauðungaruppboð Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 36., 37. og 46. tbl. Lögbirtirigablaðsins þ.á. á Vs. Vonin II. KE II. að kröfu Stofnlánadeildar sjávarútvegsins, fer fram fimmtudaginn 14. þ.m. og hefst á skrifstofu embætt- isins, Mánagötu 5, kl. 2,30 e.h. Bæjarfógetinn í Keflavík, 9. júní 1962 Eggert Jónsson Auglýsing Maður vanur að vinna við plastvélar óskast í vakta- vinnu. — Nafn og símanúmer eða heimilisfang leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „7189“. Ráðskona Einhleypur miðaldramaður í góðri stöðu úti á landi, óskar eftir að ráða til sín ráðskonu nú þegar á aldrinum 40—50 ára. — Góð íbúð. — Einn maður í heimili. — Upplýsingar í síma 10827. MIN HÚSGAGNA- ÁBUBÐURINN í næstu búð. Heildv. E. Ó. Skagfjörð h.f. 2 41 20. Ingibjörg Úlafsson f. 7. sept. 1886 d. 5. júní 1962 NÚ hefir verið haldin heilög hvítasunnuihátíð. Var þá hugs- að til þeirra, sem heyrðu á hin- um ýmsu tungum talað um stór- merki Guðs. Þannig hefir um aldaraðir verið talað í kristinni kirkju, og svo er enn. Menn heyra hinn fagnaðarríka boðskap. Orðinu er veitt viðtaka. Með hjartanu er trúað, en með munninum játað. Hve fagurt, er trúin og játning- in fylgjast að. í hjarta Ingibjargar Ólafsson átti trúin heima, og játningin var skýr: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálp ræðis hverjum þeim, er trúir.“ Þessi var játning Ingibjargar á íslenzku og mörgum öðrum tungumálum. Með trú sinni eign aðist hún kraft til hins blssun- arríka ævistarfs. Farsælu lífsstarfi er nú lokið og borft er yfir heillaríkan dag. Fátæk unglingsstúlfca hélt að heiman og tók stefnu að settu marki. Fyrir rúmum 75 árum fædd- ist Ingibjörg að Másstöðum í Vatnsdal, og ólst upp í Galtar- nesi í Víðidal. Voru foreldrar hennar Jón bóndi Ólafsson og Guðrún Ólafsdóttir. Aflaði Inigi- fojörg sér þegar í bernsku góðrar þekkingar. Stundaði hún nám foér í Kvennaskólanum, og eignaðist vináttu frú Thoru Melsted, sem vel sá, hvað í (hinni ungu stúJku fojó. Námi var haldið áfram á Abureyri og á næstu árum í lýðháskólum í Danmörku, bæði í Askov og í Vallekilde, og enn var fram- foaldsnám stundað í Kaupmanna foöfn og í Englandi. Var hún kona námfús og vel menntuð, rífc af fróðleik og vel til þess hæf að leiðbeina öðrum, enda var það hlutskifti hennar um fjöldamörg ár. Það var óhætt að fela henni hlutverkin, því að foún var vandanum vaxin. Liðin eru 50 ár frá því hún starfaði í K.F.U.K. í Reykjavífc. En þá tók við starf hennar í Danmörku. Var hún aðalfram- kvæmdarstjóri K.F.U.K. í Kaup mannahöfn, og um 8 ára skeið ha'fði hún með höndum fram- kvæmdastjórastarf í K.F.U.K. á öllum Norðurlöndum. Hið fyllsta traust var borið til hinnar dugmiklu konu, og því voru henni falin hin vanda- sömustu trúnaðarstörf, og víða átti hún sæti í stjórn hinna ýmsu félaga, þar sem farið var eftir viturlegum tillögum hennar. Vegna starfs síns var hún víð- förul, ferðaðist hún bæði um lönd Evrópu og í Amerífcu. Flutti foún erindi um kristin- dómsmál, og með brennandi á- 'hU'ga beindi hún fovatningar- orðum til æskulýðsins. Flutti foún orð sín með skörungssfcap, og það veit ég, að góður rómur var gerður að ræðum og fyrir- lestrum hinnar íslenzku konu. Ég hefi hlustað á hana erlendis á fjölmennu móti, og var vott- ur að aðdáun þeirra, sem á hana hlýddu: Hlustað var með athygli, er foún talaði um áhugamál sín, og menn lásu það, sem hún rit- aði í erlend blöð. Eru margar ritgerðir hennar í ýmsum tíma- ritum, og ágætar bækur bárust frá foennar hendi. Hvað talaði hún, um fovað rit- aði hún? Hún fíutti mönnunum orð trúarinnar, og benti æsk- unni á leiðina að heilbrigðu lífi. En jafnframt talaði hún um sitt eigið land, og gleymdi aldrei þjóð sinni. Með sannri alúið foefir hún um mörg ár gegnt fögru landfcynningarstarfi Marga fyrirlestra hefir hún haldið um fsland. Það má með sanni segja, að Ingibjörg talaði og breytti þannig, að orð henn- ar voru meðmæli með Islandi. Þannig voru orð hennar, þann- ig var dagfar hennar. Þess- vegna segir saga hinnar ís- lenzfcu konu frá þvi, að foún varð mörgum til hjálpar. Hve margar eru þær stúlfcur, sem notið hafa hjálpar og leiðbein- inga Ingifojargar? Ég hugsa um þær báðar í senn, Ingifojörgu Og Ólafíu Jóhannsdóttur. Þær voru báðar í björgunarliðinu. Ingifojörg hefir verið ættjörð sinni til mifcils sóma, og því hef- ir henni verið heiður sýndur, veitt heiðursmerki Fálkaorðunn ar, og kjörin var hún heiðurs- félagi hins íslenzka Biblíufélags og það að verðleikum, bví að hún var fulltrúi íslenzku kirkj- unnar, er brezka Bifolíufélagið átti 150 ára afmæli, og kom foún þar fram með mikilli prýði. Urn mörg ár hefir Ingibjörg dvalið r Englandi. Hafa þær átt þar sameiginlegt heimili, Ingi- björg og Despina Karadja prin- sessa. Voru þær um nokkurt skeið í London, en nú hin síð- ari ár í Rottingdean í Sussex. Hefir prinsessan starfað að andlegum velferðarmálum óg víða farið í þeim erindum. Má segja, að þær báðar hafi með einni sál haft bað eitt í huga, að víðfrægja dáðir Drottins. Þær hafa fylgst að í 39 ár. Hin trausta vinátta hefir verið byggð á bjargfastri trú. Ég hugsa um ógleymanlegar stundir NY SENDING svissneskar blússur Glugglnn Laugavegi 30 Forstöðukonustaða Staða forstöðukonu í Vífilsstaðahæli er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt VIII. flokki launalaga. — Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 15. júlí n.k. Skrifstofa rikisspitalanna er ég og kona mín höfum verið með þeim í Englandi. Ég geymi þær minningar sem dýran fjár- sjóð. Prinsessan hefir nú sýnt það í verki, hve vinátta Ingibjargar hefir verið henni mikils virði, og um leið geta menn séð, fovern hug prinsessan ber til íslands. Gjöf prinsessunar, fimmtíu 'þúsund krónur, er Minningar- sjóður Ingi'bjargar Ólafsson, og skal fé sjóðsins varið „til styrfct- ar ungum konum, sem búa sig undir æskulýðsleiðtogastarf á evangelisk-lútherskum grund- velli á íslandi." Slík var sú gleði, er hlotnað- ist Ingibjörgu við ævilofcin. Ingibjörg andaðist að kvöldi 5. júní, og segir svo í skeyti frá prinsessunni: „Ofckar elskaða Ingibjörg hefir í sælum friði verið kölluð heim til Guðs.“ Prinsessan hafði látið dagsetn- inguna 6. júní fylgja skipulacrs- skrá sjóðsins. En 6. júní er ein- mitt fermingardagur hennar. Mér barst skeytið 6. júní, og á næstu mínútum hlustaði ég á til- kynningu biskupsins um stofn- un sjóðsins, og voru þá í Útvarp- inu nefnd nöfn þeirra beggja, Ingibjargar og prinsessunnar, er getið var um hina höfðinglegu gjöf. í bréfi, sem prinsessan ritar daginn eftir andlát Ingifojargar ar segir svo: „Ég hélt í hönd Ingibjargar, er hún dró síðasta andvarpið. Líf hennar í samfé- lagi við Guð, innilegur kærleik- ur hennar til frelsarans, öll veg- ferð hennar frammi fyrir augliti Guðs, hugarfar þjónustunnar og vermandi mannkærleikur, hin djúpa, heita trú, allt hefir þetta verið öðrum til fyrirmyndar og vekjandi hvatningar. Ég fæ ekfci fullþakkað Guði fyrir bá bless- un, sem mér hefir hlotnast í sana félagi við Ingibjörgu." Vinir þeirra beggja hugsa nú til vinkonu Ingibjargar með þafcklæti og samúð. Góðar kveðj ur ná yfir hafið. Prinsessunni hafa verið sendar blómakveð ur frá Rí'kisstjórninni, kirkju ís- lands, íslenzka Biblíufélaginu og nokkrum vinum. Fögru dagsverki er loikið og góðri heimkomu fagnað. Er ég nú hugsa um líí og starf vin- konu minnar, eru í huga mínum þessi heilögu orð: „Dýr er ! augum Drottins dauði dýrk- enda hans. Blessuð er minningin um þá konu, sem mikinn hluta ævinn- ar dvaldi og starfaði erlendis, en ávallt var hugur hennar ná- tengdur íslandi. Þangað náði ætíð kærleikur hennar. Á heimili og í hjarta skal mynd hennar vera umvafin foirtu þafcklætis. Trú sinni lýsti Ingibjörg með játningunni: „Lífið er mér Krist ur“, þessvegna veit ég, að dauð- inn er henni ávinningur. Saga Ingibjargar segir frá því, að Drottinn hefir leitt göf- uga konu samkvæmt ráðsálykt- un sinni og látið hana ná sæmd. Bj. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.