Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. júní 1962
Eiginkona mín,
ÞUKÍÐUR EINARSDÓTTIR ÓLAFSSON
Breiðagerði 29
lézt aðfaranótt 12. júní.
Gísli Ólafsson
Elskulegi eiginmaður og faðir
KAKL ROBERT ODDGEERSSON
rndaðist í Landspítaianum aðfaranótt 10. þ.m.
Elín ÞórSardóttir og börn
Eiginmaður minn og faðir okkar
SKARPHÉÐINN SIGURÐS^^N
frá Grund
andaðist að Landspítalanum 12. þ.m.
Sigríður Einarsdóttir og börn
Jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa
GEORGS JÓNASSONAR GRUNDFJttRÐ
E-götu 8,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. júní kl.
10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð
en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameins-
félagið.
Eiginkona, börn. tengdabörn, barnaböm og barnabarnabörn
Jarðarför móðiu- minnar
ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR
Hringbraut 118
sem lézt 7. þ.m., fer fram í dag 13. júní kl. 1,30 frá Foss-
vogskirkju.
Konráð Gislason
Útför
ÓLAFÍU E. ÓLAFSDÓTTUR
fer fram fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 1,30 e.h. frá Fossvogs-
kirkju.
Svala Eiríksdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
Aðalsteinn Ólafsson.
Innilegar þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir
auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÁGÚSTAR FR. GUÐMUNDSSONAR
skósmíðameistara
Malíendína Kristjánsdótdr, börn, tengdabörn og barnabörn
Innilegar þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir
auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eigin-
konu minnar,
ÁSTRÍDAR JÓNSDÓTTUR
Hraunbraut 8, Kópavogi
'Jón Daníelsson og börn
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför,
EIRÍKS ELÍSSONAR,
trésmiðs, Neskaupstað
Sérstaklega þökkum við Jóhanni P. Guðmundssyni, hús-
gagnasmíðameistara vinsemd hans í garð hins látna.
Anna Eiríksdóttir
Bjarni Þórðarson, Bergsveinn Bjarnason
Eirikur Sævar Bjarnason, Erna Guðjónsdóttir
Þakka innilega sýnda samúð og vináttu við andlát og
útför,
ODDGEIRS MAGNÚSSONAR
lögfræðings
Guðrún Sigríðui Oddgeirsdóttir
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
FINNJÓNS MÓSESSONAR
Svanhvít Stefánsdóttir,
Sigrún Finnjónsdóttir,
Þorleifur Finnjónsson,
Sveinn Mósesson.
Bförg Guðmundsdóttir
ÞESSA björtu sumardaga eru
hagar og tún í óða önn að vefj-
ast nýjum og vaxandi gróðri og
jafnvel við, sem tekin erum að
eldast og grána fögnum gróand-
anum og aukinni fegurð. En
okkur verður jafnframt til þess
hugsað, að hið nýja lauf sprett-
ur á aldinni grein og sinustráin,
sem nú víkja fyrir nýjum gróðri
hafa þó í raun og veru alið hina
ungu jurt og veitt henni skjól
á meðan hún var í reifum. Því
lögmáli verður ekki breytt, að
gamall gróður hlýtur að þoka
fyrir þeim nýja. En þeirri stað-
reynd verður ekki heldur hagg-
að, að án hans og þess skjóls,
Þakka hjartanlega fyrir gjafir, skeyti og aðra vináttu
í tilefni af sextugs afmæli mínu, þann 8. júní sl.
Sérstaklega þakka ég samstarfsmönnum mínum, sem á
einn og annan hátt gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Áml Sigurðsson
Innilegt þakklæti til alira þeirra er minntust mín á 75
ára afmæli mínu 2. þ.m.
Karen Frímannsdóttir
Lokað
kl. 12—4 í dag vegna jarðarfarar
HELLAS
Skólavörðustíg 17
Aðalskoðun
bifreiða í Strandasýslu fer fram sem hér segir:
Hólmavík, þriðjudaginn 26. júní.
Hólmavík, miðvikudaginn 27. júní
Draugsnesi, fimmtudaginn 28. júní
Óspakseyri, föstudgainn 29. júní
Brú, laugardaginn 30. júni
Skoðun fer fram kl. 10—12 og 13—17.
Skylt er eigendum bifreiða að færa bifreiðir sínar til
skoðunar tilgreinda daga eða tilkynna lögleg forföll.
Vanræki einiiver að færa bifreið til skoðunar á auglýst-
um tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt
bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem
til hennar næst.
Umráðamönnum bifreiða ber að sýna kvittun fyrir
greiðslu lögboðinna gjalda af bifreiðinni svo og löglegt
ökuskírteini. — Eftir því sem tími vinnst til verða höfð
próf fyrir eigendur dráttarvéla.
Sýslumaðurinn í Strandasýslu, 4. júní 1962.
Björgvin Bjarnasou
B J A R G
Til leigu stórvirkar
ytuskófSur,
vélskóflur, jarðýtur, ásamt drátt-
arbíl og flutningavagni.
Sími 17184.
Ll KÞORN
Skjótur bati
DR. SCHOLL’s ZINO-PADS
sett á auma staðinn fjar-
lægir óþægilegan þrýsting
skónna og gerir nýja eða
þrönga skóg þægilega.
DR. SCHOLL’s plástr-
ar við hnúðum, þykk-
ildum milli táa og
harðri húð á fótunum.
Hnúðar
Hörð húð Þykkildi
DrScholls Zino-pads
LEGG ZINO Á HINA AUMU TA
sem hann veitir, yrði hinn ungi
gróður fátæklegur og svipur hjá
sjón.
Þetta kemur mér í hug er ég
minnist Bjargar Guðmundsdótt-
ur, er borin var til hinztu hvílu
í Fossvogskirkjugarði í gær.
Hennar líf, hennar ævistarf, henn
ar ljúfa fórn var að hlúa að
heimili sínu og börnum, reynast
í senn eiginmanni sínum hinn
ástúðlegi og tryggi lífsförunaut*
ur og börnum sínum sú móðir,
sem þau aldrei gleyma en minn-
ast með ást, virðingu og þökk.
Björg Guðmundsdóttir var
fædd í Arnkötludal í Tungu-
sveit 23. júní 1885. Voru foreldr-
ar hennar Guðmundur Jónsson
síðar bóndi í Aratungu og S
Berufirði í Reykhólasveit og
kona hans Guðrún ólafsdóttir.
Hún ólst upp í fjölmennum syst-
kina'hópi og eru fimm þeirra enn
á lífi. Um tvítugsaldur fór hún
úr foreldrahúsum. Var hún á
ýmsum stöðum hin næstu ár,
meðal annars á ísafirði til þess
að læra sauma. Veturinn 1913—
14 stundaði bún ljósmæðranám
í Reykjavík og gerðist um vorið
ljósmóðir í Múlafhreppi í Barða-
strandarsýslu.
Vorið 1915 réðist hún að Sel-
slkerjum til Magnúsar Péturs-
sonar, er þar var bá að hefja
búskap. Feldu þau hugi saman
og giftust 5. nóvember 1915.
Fjórum árum síðar fluttu bau
að Naustabrekku á Rauðasandi,
en þaðan að Brekku í Tálkna-
firði og bjuggu þar til ársins
1935 er þau fluttust til Rykja-
víkur og hafa búið þar síðan.
Þrátt fyrir það að Björg væri
oft heilsulasin á þessum árum
og yrði oft hart að sér að leggja,
veitti hún heimilinu forstöðu
með alúð, kostgæfni og mynd-
arbrag. Með frábærri elju og
dugnaði tókst þeim hjónum
ekki aðeins að koma sínum
stóra barnaihóp til manns heldur
einnig að gjöra heimilið að þvl
góða skjóli, sem börn þeirra
eiga meira og stærra að þakka
en fátækleg orð geta lýst.
Af átta börnum þeirra eru
sex á lífi og eru þau þessi:
Pétur rafvirkjameistari I
Reykjavik kvæntur Ragnheiði
Hallgrímsdóttur.
Guðmundur starfsmaður *
stjórnarráðinu kvæntur Elísa-
betu Jónsdóttur.
Gunnar skipstjóri í Reykja-
vík, kvæntur Guðrúnu Gunnarg
dóttur.
Kristján húsasmiðameistari 1
Reykjavík, kvæntur Gyðu Jó-
hannsdóttur.
Jakob fiskifræðingur í Reykja
vík, kvæntur þýzkri konu Juttu
Magnússon.
Sigriður gift Stefáni Ö. Kára-
syni póstmanni í Reykjaví'k.
Björg Guðmundsdóttir and-
aðist í Reykjavík hinn 31. mal
sl. Heilsu hennar hnignað örthið
síðasta ár, og hvíldin var henni
úr því sem komið var, hin góða
gjöf. En minningarnar um hana
geymast bjartar og góðar, eina
og hún var sjálf í brjóstum ást-
vina hennar. Og þaklkir hina
liðna fylgja henni inn í birtu
hins nýja dags frá eiginmanni
börnum, systkinum, barnabörn-
um og vinum nær og fjær. Slíls
er þeirra fylgd og þeirra gæfa,
sem helga líf sitt fórn og þjón-
ustu kærleikans, í hvaða atétt
sem þeir starfa.
S. V.