Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. júní 1962 MORGUlVltLAÐlÐ 13 Formaður VARÐBERGS, Guðm. H. Garðarsson við- skiptafræðingur, setur ráð- stefnu VARÐBERGS í Há- skóla fslands á annan hvíta- sunnudag. — Varðberg Framh. af bls. 1. stæðra og frelsisunnandi þjóða í efnahags-, stjóm- og varnarmál- um. Við hittumst hér á yzta fajara veraldar til að ræða um íramtíð vestrsenna lýðræðis- þjóða, til að hlýða á mál hæfra stjórnmálaleiðtoga í þessum efn- um, og síðast en ekki sízt til að igera okkur hæfari til að gegna því mikilvæga hlutverki, hver ffyrir sína þjóð og allir í heild, að vinna saman að vernd frelsis og lýðræðis". Frumkvæði Varðbergsmanna — NATO brjóstvörn frelsisinis Að ávarpi formanns loknu tók fforsætisr'áðherra, Ólafur Thors, ttil máls, og birtist hér kafli úr ávarpj hans: „>að hefur lengi verið land- lægur ósiður hér á íslandi, að ó- róaöflin vaði uppi og herji óá- reitt á landsfólkið, sem oft og einatt, vegna skorts á réttum upp lýsingum, lætur laðast til fylgis. ■Nú hefur sú breyting á orðið, að það eru Varðbergsmenn sem ffrumkvæðið eiga að fundarhöld- um, en hinir að undanhöldum. Mikill meiri hluti íslenzku (þjóðarinnar hefur frá öndverðu skilið hina geysimiklu þýðingu NATO fyrir varðveizlu heims- ffriðarins. Hitt er svo skiljanlegt, að skilyrðislítið fylgi við starf- semi NATO á vafalaust erfiðara uppdráttar hér en í flestum eða öllum öðrum NATO-löndunum. Liggja til þess ýmsar ástæður, m.a. eðlileg varfærni smláþjóðar, sem lengst ævi sinnar hefur þol- að raunir vegna erlendra yfir- drottnunar, um að láta af hendi tommu lands síns eða sjálfs- ákvörðunarréttar um einhver málefna sinna. Að svo margir íslendingar samt sem áður berj- ast af heilum hug fyrir sterkri þátttöku íslands í NATO, stafar af því, að í heild skilur þjóðin, að NATO er brjóstvörn frelsis- ins, að án íslands er NATO ekki mægilega sterkt og að öll starf- eemi NATO er til verndar hug- sjónum, sem Islendingar vilja heldur deyja fyrir en lifa án. \ Ef til vill geta heimamennirn- ir ekki lagt mikið nýtt eða gagn- legt til málanna. Enginn skyldi þó útiloka það fyrirfram. Leyfið mér í því sambandi — og misvirð ið ekki við mig — að vitna til orða eins hins kunnasta stjórn- málamanns Evrópu fyrsta fjórð ung þessarar aldar. Hann sagði: „Guð hefur útvalið smáþjóð- irnar til þess að færa göfugustu vínin að vörum mannanna barna, svo að hjörtu þeirra megi gleðj- ast, andans sýn glæðast, trú þeirra vaxa og styrkjast“. Þetta er skoðun Lloyd George, svo við skulum vera bjartsýn“. Ófreskju kommúnásmans má aldrei gleyma Loks flutti Pétur Benediktsson, bankastjóri, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, ræðu. Hóf hann máls á því að fagna ráðstefnu þeirri, sem nú væri haldin hér á landi. Þar yrði fjall að um framtíðarverkefni Atlants hafsþjóðanna næsta áratug — og þegar rætt væri um Atlantshafs- þjóðirnar mætti með sanni segja, að þetta sameiginlega heiti ætti betur við Ísland en allar hinar þjóðirnar, því að landið lægi úti í miðju hafinu, sem bandalagið er kennt við. Pétur Benediktsson ræddi um bið mikla gildi, sem slíkar ráð- stefnur hefðu fyrir samstarf bandalaggþjóðanna. Það væri mannlegur veikleiki að líta á eigin vanda sem heimsins stærsta vandamál, og einungis með lestri, ferðalögum, gagn- kvæmri kynningu og viðtölum fengju menn rétta mynd af því, sem væri að gerast hjá öðrum þjóðum, og öðluðust skilning á þeim margvíslegu málum, sem biðu úrlausnar. Hann sagðist ekiki gera ráð fyrir, að þessi ráðstefna leysti öll vandamál frekar en aðr ar ráðstefnur, en hún yrði vafa- laust til þess að auka þekkingu og víðsýni þátttakenda. Síðan gerði ræðumaður ein- ræði kommúnismans að um- ræðuefni, drap í því sambandi á leyniskýrslur þær úr herbúðum kommúnista, sem Morgunblaðið birti nýlega nokkra kafla úr. — Las hann m.a. stuttan kafla úr lýsingu þeirri, sem ungkommún- isti einn gaf á ástandinu í Kína, og lagði síðan áherzlu á, hvílík- ur skjöldur Atlantshafsbandalag ið hefði orðið þjóðunum, sem að því standa. Bandalagið hefði á- orkað miklu, ekki einungis hvað snertir varnir þjóðanna gegn á- sælni kommúnista, heldur og á sviði efnahagsmála, menntamála o. s. frv. Að’ lokum sagði Pétur Benediktsson, að við yrðum að horfast í augu við hætturnar, og aldrei að gleyma hinni komrnún- ísku ófreskju. — Að setningarathöfninni lokinni héldu þátttakendur upp í Bif- röst í Borgarfirði, þar sem ráð- stefnan stendur til fimmtudags, en á föstudag lýkur henni í Reykjavík. 70 þátttakendur í gær hófust svo í Bifröst fund ir á ráðstefnu Varðbergs, „Atlantshafsþjóðirnar næsta ára tug“, en hana sækja fulltrúar æskumanna frá fjórtán af fimm tán ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins, svo og fulltrúar frá að- Nýju læknarnir tíu, talið frá vinstri: Sverrir Georgsson, Leifur Jónsson, Egill Jacobsen, Ólafur Jónsson, ólafur Gunnlaugsson, Guðni Ólafsson, lyfsali, Halldór Halldórsson, Inger Idsöe, Guðjón Sigurbjörnsson, Páll Asmundsson og Jóhannes Bergsveinsson. Tíu nýir læknar Einn fékk præ FYRIR hvítasunnuna bættust tíu ungir og efnilegir menn í hóp íslenzkra lækna. Þeir hafa að vísu varla „bréf upp á“ það ennþá, en prófinu er örugglega lokið og það stóð- ust þeir með prýði. Einn í hópnum, Páll Ásmundsson, fékk meira að segja ágætis- einkunn og það er sjaldgæft. Til þess að hljóta þá eink- < unn þurfa menn að fá að meðaltali hvorki meira né minna en 14% stig af 16 mögulegum. Og það þarf að líta í bók til þess. Tíðindamaður Morgunblaðs ins frétti af hinum nýbökuðu læknum á næstu grösum dag inn sem þeir luku síðasta prófinu. Þeir voru þá í heim sókn hjá Guðna Ólafssyni, apótekara í Ingólfsapóteki, og þangað skauzt blaðamað- urinn. Það var létt yfir hópnum, enda uppskerutíminn hafinn fyrir alvöru eftir margra ára sáningu. Þrír höfðu verið við læknisfræðinámið í 9 ár, aðrir þrír í 8 ár og fjórir í 7. Páll var einn þeirra síðastnefndu. Hann er giftur Sigrúnu dóttir dr. Sigurðar Sigurðssonar landlæknis og eiga þau eitt barn, dóttur, sem verður eins árs 17. júní n.k. Eins og allir vita hefur það með árunum orðið æ algengara að stúdentar — ekki síður 1 læknisfræðum en öðrum greinum — gifti sig áður e* námi er lokið. Og þessi hópur er ekki und- antekning. Það er líka sízt að undra, því að þó allt gangi eins og í sögu eiga fæstir eftir nema eitt til tvö ár í þrítugsaldur þegar lækn- isfræðinámi lýkur. — En hvað tekur nú við hjá þeim kandidötunum? — f sumar fá þeir nóg að gera við að fylla upp í skörð þeirra sem taka sér fri frá störfum. Einn verður á Akra nesi, annar á Vífilstöðum, sá þriðji tekur að sér hvorki meira né minna en þrjár sýslur norðanlands og svo mætti áfram telja. En í haust skapast óvissan. Á þessu ári hafa alls 26 studentar lokið læknaprófi — tveim fleira en í fyrra, þegar fjöldinn þótti þó ærinn. Afleiðingin er sú, að nær öll kandidatspláss eru skipuð. Útlitið «r því ekki sem allra beat. En eitt er þó víst og það er, að þessar bágu horfur létu nýbökuðu læknarnir tíu ekki á sig fá. alstöðvum þess í Paris. Samtals eru þátttakendur um 70, og þar af eru útlendingar rúmlega helm ingur. Er þetta allt ungt fólk, sumt stundar enn skólanám, ann að hefur nýlokið námi, og fæst það við hin margvíslegustu störf. í hópi gestanna er einn þingmað ur, Reginald Prentice, kjörinn fyrir Verkamannaflokkinn í Lundúnum. fslenzkur þingmaður sækir og ráðstefnuna, Benedikt Gröndal, ritstjóri. Erlendu gestirnir komu hing- að til lands á sunnudag flugleiðis frá París. Komu þeir til Kefla- víkurflugvallar, þar sem Moore aðmíráll hafði boð inni fyrir inn- lenda og erlenda þátttakendur. Gestirnir skoðuðu flugvöllinn, á mánudag var ekið til Reykja- víkur, þar sem ráðstefnan var sett, eins og fyrr segir, og sam- dægurs var haldið að Bifröst. Nefndaskipun Þá um kvöldið var skipað í Ráðstefna VARÐBERGS sett í Háskóla íslands á annan í hvítasunnu. (Ljósm. Kristján Magnússon). nefndir. Reginald Prentice frá Bretlandi er formaður nefndar, sem fjallar um það, hverja mynd NATO, OECD og EEC ættu að taika á sig í framtíðinni. — Einar Benediktsson er formaður annarr ar nefndar, sem ræðir spurning- una: Getur efnahagsleg samein ing leitt til stjórnmálalegrar sameiningar? — Jean Provost frá Frafcklandi er formaður þriðju nefndarinnar, sem ræðir, hvað gera skuli til að styrkja samfélag Atlantshafsþjóðanna. -- XXX ---- Kl. 9 í gærmorgun hófst* al- mennur fundur, og var Guðmund ur H. Garðarsson fundarstjóri. Benedikt Gröndal, ritstjóri, flutti fyrsta erindi ráðstefnunnar og ræddi utanríkisstefnu íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir því, að Guðmundur f. Guðmunds- son utanríkismálaráðherra, flytti erindi um sama efni, en vegna forfalla kom Benedikt Gröndal í hans stað. Hlutleysi íslands væri nafnið tómt. Benedikt gerði í stuttu máli grein fyrir sögu þjóðarinnar, hvernig hún hefði lotið erlend- um yfirráðum, barizt fyrir sjálf stæði og loks unnið sigur. Þá ræddi hann um stefnu íslands í utanríkismálum, síðan landið fékk málin í sínar hendur, og sagði, að íslendingar hefðu gert sér grein fyrir því, þegar upp úr síðari heimsstyrjöld, að hlut- leysi yrði aðeins nafnið tómt fyr ir ísland, og með aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu hefðu ís lendingar tryggt sjálfstæði sitt eins vel og hægt er á vorum dögum. Meirihluti fslendinga hlustar ekki á kommúnista. f því sambandi ræddi Benedikt um starfsemi kommúnista hér á landi, sagði m.a., að þótt við hefðum í upphafi formlega miót- mælt hernámi Breta, hefðu kommúnistar í stríðslok krafizt þess, að við segðum möndulveld unum stríð á hendur. Þá hefði mikill meirihluti fslendinga ekki hlustað á kommúnista, fremur en nú á dögum, enda hefðu komm- únistar skipt sex sinnum um skoðun á þvi, hvort ísland ætti að vera hlutlaust eða ekki. Vilji þjóðarinnar skýr. Kommúnistar einbeittu sér rnú í áróðri gegn aðild að NATO, krefðust hlutleysis — en vilji þjóðarinnar kæmi fram í einum kosningunum af öðrum: aftur og aftur yrði það Ijóst, að 80— 85% íslendinga kysu samstöðu með frjálsum þjóðum og höfn- uðu kommúnistum. Benedikt drap á landhelgismál ið og sagði, að framkoma Breta hefði haft mjög slæm áhrif á samband okkar við NATO, og við hefðum verið lánsamir, að ekki kom til alvarlegri hluta en raun ber vitni. Lausnin, sem fengizt hefði á deilunni, hefði greini- lega hlotið stuðning mikils meiri hluta þjóðarinnar, og sambandið við Bretland hefði komizt í eðli- legt horf á ný. Viðskipti við kommúnistablökk- ina dragast saman. Þá ræddi hann um verzlunar viðskipti við Sovétríkin, hvernig þau hefðu sprottið upp úr lönd unarbanninu í Bretlandi árið 1952. Sagði B. G., að Sovétríkin hefðu margsinnis freistað íslend inga með boðum um fjárlán, sem alltaf hefði verið hafnað. Hinar víðtæku ráðstafanir hinnar nýju ríkisstjórnar til að létta af verzl unarhöftum, hefðu þegar leitt til þess, að viðskipti við kommún- istaríkin hefðu dregizt saman, Ræðumaður gerði að umtals- efni dvöl varnarliðsins í landinu Framhald á bis. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.