Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUflBLAÐItí MiðviTcudagur 13. júní 1%2 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞJOÐFYLKING“ I FRAMKVÆMD 17yrir skömmu skýrði Morg- * unblaðið frá því sam- kvæmt upplýsingum komm- únista sjálfra, hver áform þeirra væru með hinni svo- kölluðu þjóðfylkingu. Þau eru nákvæmlega hin sömu og leiddu til valdaráns í ríkj um þeim, sem nú eru nefnd leppríkin, þ.e.a.s. sam- starf við ístöðulitla og tæki- færissimiaða lýðræðisflokka, sem létu leiða sig skref af skrefi, þar til kommúnistum hafði tekizt að búa svo um sig að þeir gátu náð alræðis- valdi. Samvinna sú, sem Fram- sóknarmenn hafa nú eftir kosningar tekið upp við kommúnista í borgarstjóm Reykjavíkur og bæjarstjóm Húsavíkur, er að vísu lítil- fjörleg miðað við megin- áformin um allsherjarþjóð- fylkingu; en engu að síður er hún sama eðlis. Hún er nokkurs konar sýnikennsla í þjóðfylkingaráformum eða þá tilraunastarfsemi til að I átta sig á, hve langt sé hægt að teyma fylgjendur Fram- sóknarflokksins. Þessi nýja samvinna Fram sóknarmanna við erindreka heimskommúnismans er ugg- vænlegri en fyrri samvinna þessara flolcka, vegna þess að nú liggur fyrir, svo ekki verður um deilt, að störf og stefna „íslenzkra“ kommún- ista er nákvæmlega hin sama og flokksbræðra þeirra erlendis. Þeir hafa með eigin skýrslum og upplýsingum undirstrikað, að takmark þeirra er að koma íslenzku þjóðinni í viðjar þeirrar ógn- ar og kúgunar, sem nefnd er kommúnismi. Þeir hafa lýst yfir, að þeir geri sér fulla grein fyrir því, að kommún- ismi verði ekki framkvæmd- ur án harðstjómar, en engu að síður berjast þeir fyrir þvi að koma honum á. Upplýst er, að kommúnist- ar hér á landi njóta ríkulegs fjárstyrks frá húsbændunum austan tjalds og eru í raun- inni aðeins leiguþý heims- kommúnismans. Nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um það, hvernig nota eigi sam- vinnu við Framsóknarflokk- inn til að gera út af við einkaframtak, kippa stoðum undan lýðræðislegu stjórn- skipulagi og koma kommún- ismanum síðan á í fyllingu tímans. Og allar eru aðferð- imar í samræmi við það sem annarsstaðar hefur ver- ið framkvæmt. Með hliðsjón af þessum staðreyndum er sannarlega hryggilegt að lýðræðislegur flokkur skuli taka upp sam- starf við þá menn, sem upp- vísir em orðnir að þjóðsvik- um. Framsóknarflokkurinn veitir kommúnistum nú það skjól, sem þeir þarfnast. Án aðstoðar Fr amsóknarf lokks- ins væm þeir einangraðir og mundu brátt verða lítil og einskis virt klíka sérvitringa, svipað og í nágrannaríkjun- um. En því miður em hér menn á borð við Eystein Jónsson og Þórarin Þórar- insson, sem telja hentara að hindra þá þróun með því að veita kommúnistum skjóL KRISTENSEN OG ALÞJÖÐASAM- VINNA /"''óður gestur, Thorkil Krist . '^ensen aðalframkvæmdastj. Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, hefur sótt ísland heim. Daninn Thorkil Krist- ensen er einn af mestu hag- fræðingum álfunnar og gegn ir nú einhverju • þýðingar- mesta starfi í þágu alþjóð- legrar samvinnu Evrópu- ríkja. Vegna þeirrar samvinnu, sem ríkin í Vestur-Evrópu hafa átt með sér á sviði efnahagsmála, hefur hagur þeirra batnað mjög á síðustu ámm, svo að segja má að gjörbylting hafi á einum áratug orðið í lifnaðarhátt- um Evrópuþjóða. Fyrstu ár- in eftir styrjöldina ríkti fá- tækt og skortur víða í Evrópu, en nú eru lífskjör þar að nálgast það bezta, sem þekkzt hefur í veröld- inni, þ.e.a.s. lífskjörin í Bandaríkjunum. íslendingar hafa verið að- ilar að þessu alþjóðasam- starfi og notið af því marg- háttaðs hagræðis. Lengi höfðu stjómarvöld hér þó ekki kjark til að gera svip- aðar ráðstafanir og nágranna þjóðimar til þess að hraða efnahagsþróuninni. Þess vegna höfum við dregizt aft- ur úr og lífskjör ekki batnað hér til jafns við það, sem er í nágrannalöndunum. Að undanfömu höfum við í vaxandi mæli tekið þátt í þessu samstarfi og gert nauð synlegar viðreisnarráðstafan ir til að geta verið fullgildir NÝLEGA fóru hinar árlegu Epsom Derby-veðreiðar fram í Englandi. Voru þær nú haldn ar í 183. sinn. Hesturinn, sem vann veðreiðarnar að þessu sinni heitir Larkspur og er eigandi hans bandarískur, en knapinn var Ástralíubúi. Sig- ur hans kom mjög á óvart og fengu þeir, sem á hann veðj- uðu 22 á móti einum. Á meðan á veðreiðunum stóð lentu hestarnir í þvögu aðilar í þeirri starfsemi, sem miðar að því að útrýma höft um og hverskyns þvingun- um, og bæta á þann veg lífs- kjörin. Hér verður ekki rakinn sá mikli árangur, sem þegar hefur náðst af viðreinsnar- stefnu íslendinga, en hins ber að minnast að í dag er útilokað fyrir smáþjóð eins og íslendinga að ætla að einangra sig frá umheimin- um. Við verðum að taka pátt í því mikilvæga starfi, sem unnið er, og þess vegna fögnum við komu Thorkil Kristensens og samstarfi við stofnun hans. og sjö þeirra duttu. Er þetta einsdæmi í sögu Derby-veð- reiðanna. Hefur því verið kennt um að hestum, sem ekki voru þjálfaðir til slíkra kapp- reiða, hafi verið heimiluð þátttaka og þeir hafi flækzt fyrir hinum, Einn hesturinn, sem datt, fótbrotnaði og varð að lóga honum. Efi'i myndin er frá Derby-veðreiðunum, en sú SILDVEIÐAR UNDIRBÚNAR CJjómenn og útgerðarmenn ^eru nú sem óðast að búast til síldveiða fyrir Norður- landi, og er áhuginn svipað- ar og áður. Þó að síldveiði sé nú stunduð svo til allan ársins hring, hefur síldar- vertíðin Norðanlands þó sér- stöðu og landsmenn allir fylgjast ætíð af meiri áhuga með henni en öðrum veiðum. Enn hafa ekki náðst samn- ingar milli útvegsmanna og sjómanna um kjörin á sum- arsíldveiðunum. Útgerðar- menn telja að óhjákvæmi- neðri er frá Ooks-veðreiðun- f um, sem einnig eru haldnar í Epsom Svo lítill munur var á hestinum, sem sigraði þar og þeim sem varð annar, að dómararnir urðu að dæma eftir myndinni. Hestinum, sem er nær. Monade, var dæmd- ur sigur, því að flipi hans snertu strenginn, en flipi hins sem heitir West Side Story eins og söngleikurinn frægi er aðeins hársbreidd frá honum. , legt sé að sjómenn taki meiri þátt í kostnaði við hin nýju og fullkomnu tæki, sem nú eru notuð við síldveiðar, því að hagur útgerðarinnar batni lítið hversu mikið sem aflað sé. Aðilar ræða nú þessl vandamál, gera sína útreikn- inga og áætlanir, og í lengstu lög verður að vænta þess að þeir komist að heil- brigðu og sanngjömu sam- komulagi, án þess að til nokkurrar stöðvunar komi, því að þjóðin má ekkert tækifæri missa til að afla fjár til hinna margháttuðu framkvæmda, sem ýmist standa yfir eða eru á næsta leiti. Frá Ooks-veðreiðunum. Sigurvegarinn, Monade, nær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.