Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 2
M O RCU'N TtLAÐÍh
Miðvikudagur 13. júní 1962
Mikil ðlvun unglinga á
Þingvðllum á laugardai
Prinsarnir þrír í Laos í fundarhléi á Plaine des Jarres
(Krukkusléttu). Talið frá vinstri: Souphanouvong leidtogi
Pathet Lao, Boun Oum forsaetisráðherra haegri stjórnarinnar
Souvanna Phouma fyrrv. forsætisráðherra hlutleysisstjórnar-
- LAOS
Framh. af bls. 1.
hennar verður að tilnefna sam-
eiginlega sendinefnd á alþjóða-
ráðstefnuna um Laos, sem hald
in er í Genf, og undirrita sam-
þykktir ráðstefnunnar. Mun sú
nefnd sennilega halda til Genf
í lok þessa mánaðar.
Fréttinni um samkomulagið í
Laos hefur verið fagnað víða
um heim. Hafa stjórnir margra
landa sent heillaóskir í tilefni
stjórnarmyndunarinnar, þeirra á
meðal stjórnir Bandaríkjanna,
Kina og Sovétríkjanna. Talsmað
ur brezku stjórnarinnar sagði í
dag að þar ríkti mikil ánægja
yfir samningunum.
ÓLEYST VANDAMAL
Prinsarnir þrír hafa nú náð
samkomulagi eftir rúmlega eins
árs deilur, en bent er á að enn
séu mörg vandamál óleyst. —
Helztu vandamálin eru brott-
flutningur hermanna, sem send-
ir hafa verið til Laos frá Banda
ríkjunum og Norður-Vietnam,
frelsun fanga beggja aðila og
sameining herafla þeirra.
Quinim Polsena utanríkisráð-
herra hinnar nýju stjórnar, sem
er úr flokki Souvanna Phouma,
sagði að stefna stjórnarinnar í
utanríkismálum yrði algjört
hlutleysi og að stjórnin væri
reiðubúin að þiggja hverja þá
aðstoð, sem veitt væri án skil-
yrða, hvort heldur væri frá
Vesturveldunum eða kommún-
istaríkjunum.
Bormann
á lífi?
París, 12. úní (NTB).
SPÁNVERJI nokkur, sem
nefnir sig Angel Alcazar de
Velasco, og kveðst eitt sinn
hafa verið blaðafulltrúi við
spánska sendiráðið í London,
hélt blaðamannafund í Paris í
dag. Sagði hann að í mai
1946 hafi hann há.Ipað Martin
Born’.ann, fyrrverandi stað-
gengli Hitlers, að flýja með
kafbáti frá Spáni til Suður
Argentínu.
Sagði de Velasco að hann
hafi síðast séð Bormann ár-
ið 1958 og þá í Ecuador. Haii
nazistaleiðtoginn verið al-
sköllóttur og litið út fyrir að
vera eldri en hann í rauninni
var. Hann hafði gengið undir
þrjá uppskurði til að breyta
útliti sínu, nefið var brotið
og kinnarnar innfallnar.
— Ég veit ekki hvar Bor-
mann er nú, sagði Spánverj-
inn, en síðast þegar ég sá
hann, sagðist hann koma ár
lega til Evrópu. Ég er viss
nm að hann er enn á lifi.
Undanfarin ár hafa hvað
eftir annað heyrzt sögur um
að Bormann væri á lífi, en
vestur þýzkur dómstóll hef-
ur lýst því yfir að hann hafi
verið drepinn á síðustu dög-
um heimsstyrjaldarinnar.
Landbúnað-
arafurðir
hækka
SEXM ANN ANEFNDIN svoköll-
uð hefur setið á fundum að und-
anförnu til að ræða hækkanir
á landbúnaðarafurðum vegna
4% kauphækkunarinnar til
bænda og verkafólks þeirra og
hefur Framleiðsluráð nú auglýst
hækkun frá og með deginum í
dag.
Mjólkurpotturinn hækkar um
J5 aura, í lausasölu úr kr. 3.90
í 4.05 flöskumjólk úr kr. 4.15
í 4.30 og hyrnumjólkin úr 4.35
í 4.70. Rjóminn hækkar nú um
1.90 líterinn, úr kr. 46.00 í 47,90,
skyrið am 25 aura kg., úr 11.60
í 11.85 og smjörið úr 69.00 í
71.40 hvert kg.
Kjöt hækkar einnig, Fyrsti
flokkur, sem er 1. og 2. gæða-
flokkur hækkar úr kr. 27.70 kg.
í 28.75 og annað samsvarandi.
Þessar hækkanir verða vegna
4% hækunarinnar, sem bændur
og verkafólk þeirra fékk um sl.
mánaðamót og auk þess eru í
þessari hækkun gjöld til nýju
stofnlánadeildar landbúnaðarins,
0,75% af grundvallarverði.
MIKH) bar á ölvun unglinga á
Þingvöllum laugardagskvöldið
fyrir hvítasunnu, en þá höfðu um
100 tjöld verið reist í Vatnsvík-
inni. Um tíma munu 700 — 800
manns hafa verið saman komnir
á litlu svæði í Vatnsvíkinni, mest
unglingar og var áfengi mikið
haft um hönd. Tveir lögreglu-
menn úr Reykjavík voru við
gæzlu á Þingvöllum og tókst
þeim með aðstoð skáta, sem þarna
voru staddir, að afstýra vand-
ræðum, þrátt fyrir hina miklu
ölvun. Má segja að einu óhöppin,
sem af þessari „samkomu“ stöf-
uðu, hafi verið tvær bílveltur,
önnur við Kárastaði en hin
skammt frá Ásgarði i Grímsnesi.
Við Kárastaði valt gamall
fólksbíll, en slys urðu ekki á
mönnum. Er talið að stýri bílsins
hafi farið úr sambandi. Bíllinn,
sem valt við Ásgarð, hafði verið
á Þingvöllum, en bræður tveir
höfðu fengið hann að láni hjá
föður sínum. Yngri bróðirinn, 16
ára og réttindalaus, tók bílinn í
heimildarleysi á Þingvöllum og
ók ásamt félögum sínum í áttina
að Selfossi, en sneri við áður en
á leiðarenda var komið. Fór bíll
inn út af veginum og valt sem
fyrr segir, en slys urðu ekki á
mönnum.
Mbl. átti í gær tal við Skúla
Sveinsson, varðstjóra, en hann
var annar tveggja lögreglu
manna, sem gæzlu önnuðust á
Þingvöllum um helgina. Sagði
hann að leiðindabragur hefði
verið á allri „samkomunni“,
margt unglinga undir áhrifum
víns. Lögreglan hefði reynt að
afstýra vandræðum og hefði það
tekizt með aðstoð skáta. Sagði
Skúli að ef Skátamir hefðu ekki
verið til staðar, hefði hann kallað
á aðstoð til Reykjavíkur. Þrír
lögreglumenn hefði komið til við
bótar á sunnudagskvöldið, en það
var einkum vegna innbrots
þriggja unglinga í sumarbústað,
/* NA /5 hnúfar / SV SÖhnútar X Snjáioma • Oi/vm V Slrúrir R Þrumur wx KukJatkii HitathH
H, Hmt
L&Lmti
Á hádegi í gær var lægð
yfir hafinu suðvestur af
Reykjanesi. Hún þokaðist aust
ur á bóginn og mun ásamt hæð
inni, sem er að myndast yfir
Grænlandi, beina norðlægu
heimskautslofti suður yfir
landið.
Sunnan lands léttir þá til,
þornar og nýtur sólar, en norð
an lands mun kólna og grána
í fjöll og heiðar.
Veðurspáin. kl. 10
í gærkvöldi:
SV-land og miðin: Austan
kaldi en stinningskaldi á mið-
unum og rigning fyrst, léttir
til síðdegis með NA átt.
Faxaflói og miðin: Austan
og NA átt, víðast kaldi. Dá-
lítil rigning í nótt, en léttir til
a morgun.
Breiðafjörður og miðin: NA
kaldi eða stinningskaldi, skýj-
að.
Vestfirðir og miðin: NA
stinningskaldi, slydduél norð-
an til.
Norðurland og miðin: Aust-
an og NA stinningskaldi, al-
skýjað en úrkomulítið.
NA-land, Austfirðir og mið-
in: NA og austan kaldi, skúr-
ir.
SA-land og miðin: Austan
og NA stinningskaldi, rign-
ing.
Horfur á fimmtudag:
NA læg átt, bjart veður á
Vesturlandi, slydduél á NV-
landi, en dálítil rigning á NA-
og Austurlandi.
sem skýrt er frá á öðrum stað
í blaðinu.
Skúli sagði að á laugardags-
kvöldið hefðu verið um 100 tjöld
í Vatnsvíkinni og hefðu um 400
mann dvalið í tjöldunum. Hins
vegar hefði mikið drifið að af
bílum, sem stóðu við um kvöldið
en fóru síðan á brott. Alls hefðu
því verið 7 — 800 manns þarna
um tíma. Ekki hefði annað verið
hægt að gera en reyna að firra
vandræðum, því ef átt hefði að
taka menn fyrir ölvun, „hefði
maður ekki vitað hvar maður átti
að byrja og hvar enda“, sagði
Skúli.
Þá átti Mbl. símatal við séra
Eirík Eiríksson, þjóðgarðsvörð.
Sagði hann m. a. að langmestur
hluti fólksins hefði verið ungling
ar. Hefði verið þröngt á þingi
í Vatnsvíkinni á laugardagskvöld
ið og háreysti mikil. Ekki hefði
þó verið um spjöll að ræða á
þjóðgarðinum. Sagði séra Eiríkur
að mest hefði borið á 15 — 16 ára
unglingum, og ölvun hefði verið
áberandi. Hópur skáta, sem verið
hefði á Þingvöllum við undirbún
ing skátamótsins í sumar, hefði
veitt lögreglunni aðstoð og stuðl-
að þannig að því að halda fjöld-
anum í skefjum. Hefði þetta ver-
ið sjálfboðavinna, sem bæri að
þakka.
Séra Eiríkur sagði að ekki
hefði komið til vandræða við Val
höll vegna unglinga, en hins
vegar hefðu fullorðnir menn, sem
komu þangað á áætlunarbíl á
Hvítasunnudag. verið með uppi-
vöðslusemi. Séra Eiríkur kvaðst
vilja taka það fram að hvíta-
sunnuhelgin væri ein varasam-
asta helgin á Þingvöllum því að
unglingar færu yfirleitt annað er
kæmi fram á sumar. Kæmu þá
á Þingvelli fjölskyldur, sem eng-
um örðugleikum yllu.
Sjálfstæðisfélag Skag-
firðinga stofnað
ÞRIÐJUD. 5. júní var haldinn
framhaldsstofnfundur Sjálfstæð-
isfélags Skagfirðinga. Fundurinn
var haldinn á Sauðárkróki.
Séra Gunnar Gíslason, alþing-
ismaður, setti fundinn og stjórn-
aði honum. Axel Jónsson, fulltrúi
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins flutti erindi um skipu-
lag flokksins. Þá voru samþykkt
lög fyrir félagið og hlaut það
nafnið Sjálfstæðisfélag Skag-
firðinga. í stjórn voru kjörnir:
Séra Gunnar Gíslason, Glaum-
foæ, formaður, Grétar Símonar-
son, Goðdölum, Gísli Jónsson,
Miðhúsum, Sigurður Sigurðsson,
Sleitustöðum og Halldór Jónsson,
Mannskaðahóli.
Kjörnir voru fulltrúar í full-
trúaráð Sjálfstæðisfélaganna
Skagafirði og Kjördæmaráð Sjálf
stæðisflokksins 1 Norðurlands-
kjördæmi vestra. Einar Ingi-
mundarson aliþingismaður ávarp-
aði fundinn og óskaði hinu ný-
stofnaða félagí heilla í störfum.
Að afloknum fundi í Sjálfstæð
isfélagi Skagfirðinga. hófst stofn
fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
Ekið milli Breið-
dalsvíkur og
Stöðvarf jarðar
BREIÐDAL — Fyrir nok'kru var
fyrstu bifreiðinni ekið á milli
Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarð-
ar. Var það jeppabifreiðin U-
298, eign Þórðar Sigurjónssonar
í Snæfovammi. Ók hann sjálfur
en með í förinni voru fréttarit-
ari Mbl. og átta ára drengur frá
Stöðvarfirði, Kári Kristinsson.
Eins og fram kom í fréttum
í Mfol. á sl. hausti var þessi leið
rudd með ýtu, nýlega hefur
vegurinn verið foreinsaður að
mestu. Mikið verk er þó óunn-
ið svo telja megi leið þessa færa.
Vinnuflokkur frá Vegagerð ríkis
ins er að foefja vinnu við rennu-
byggingar og ofanfburð.
Vélsaniðjan Bjarg í Reykja-
vík, Einar Guðjónsson, hefur lán
að jarðýtu foæði í fyrra og nú
til þess að flýta þessari vega-
gerð. Einnig hafa fleiri aðilar
lánað fé til þess að koma þessu
vegasambandi á, sem of lengi
Vitkfnr Hrp»dic;f: - "Páll
félaganna í Skagafirði. Stjórn
þess skipa: Séra Gunnar Gísla-
son, Glaumbæ, Björn Daníelsson,
Sauðárkróki, Árni Guðmunds-
son, Sauðárkróki, Jón Björnsson,
Hellulandi, Ema Ingólfsdóttir,
Sauðárkróki, Kári Jónsson, Sauð
árkróki og Bjartmar Kristjáns-
son, Mælifelli.
Þá voru kjörnir fulltrúar í kjör
dæmaráð.
------------------- 1
Braut símastaur
og valt niður í
ræsi
AKUREYRI, 12. júní. — Sl. nótt
var mikið um skemmtanir í fé-
lagsheimilunum í EYyjafirði og
fór þangað fjöldi foila frá Akur-
eyri. Einn foíll, sem var á ferð
hjá Stokkahlöðum, lenti þar út
af veginum, rakst á símastaur,
sem var um það bil 1 meter frá
veginum, braut staurinn, valt og
lenti síðan niður í ræsi. — Svo
snöggt va höggið sem á staur-
inn kom, að einangrarar losnuðu
frá honum og héngu í vírunum
þegar staurinn var fallinn. Tveir
menn voru í bílnum, og sakaði
þá furðu lítið. Aðvífandi bill
flutti þá til Akureyrar og þurfti
annar þeirra plástra á lítilshátt-
ar skrámur. Bíllinn er mjög mik
ið skemmdur. — St. E. Sig.
litvarpsskák
Svart: Svein Johannessen, ósló
abcdefgh
A B CDEFGH
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson.
23. Rf3—d4 Hf8—e8
24. Rd4—f5 Ra5—b7