Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐltr MiðvikúdagUr 13. júní 1962 Hjá Marteini Kælon kjólaefni nýkomið. Einlit kjólaefni margir litir. Sundbolir nýtt úrval. MARTEIHI NILFISK verndar gólíteppin - >ví að nægilegt sogafl og af- burða teppasogstykki DJÚP- HREINSA teppin og marg- falda þannig endingu þeirra. NILFISK ber af í einu og öllu: ir meira sogafl — stillanlegt hljóður gangur it tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykki, hjólagrind og áhaldahilla fylgja, auk venjulegra fylgihluta ÍT bónkústur, hárþurrka, sprauta, fatabursti o. fl. fæst aukalega ÍC 100% hreinleg tæming: pappírspoki eða málmfata ic dæmalaus ending — ábyrgð ir fullkomna varahluta- og viðgerðaþjónustu önnumst við NILFISK bónvélar eins og NILFISK ryksugur: afburða verkfæri í sérflokki. Góðir greiísluskilmálar. Sendum um allt land. O IVII X O. KORNERUP HANSEN Sími 12606 - Suðurgötu 10 Friedrich Wolff er 385 lestir að stærð og getur borið allt að 725 farþega. Að þessu sinni voru aðeins 16 manns um borð. „Það er engum að treysta,“ sagði einn flótta- mannanna, „og þess vegna vorum við ekki fleiri. ,Það var engu að tapa' Sagt fra flótta 14 ungra A-þjóðverja til V-Berlínar í skemmtiferðaskipi KLUKKAN 5 að morgni föstu dagsins sl. lagði skemmti- ferðaskipið Friedrich Wolff, hið fullkomnasta, sem yfir- völdin í A-Berlín hafa yfir ir voru neðanþilja. Er skipið kom að árbakk- anum vestan megin hljóp fólk ið í land, í 2ja og 3ja manna hópum, undir stöðungri skot- Jutta, stúlkan, sem flúði með 5 mánaða gamalt ungbarn og þjónn skipsins, Dieter, við komuna til flóttamanna- búðanna í Marienfeldt í Vestur-Berlín. Eftirnöfn voru ekki gefin upp. að ráða, frá bryggju á ánni Spree, þar sem hún rennur um a-þýzkt yfirráðasvæði. Ferðinni var heitið á þann stað á ánni, sem skilur að Austur og V-Berlín. Niðri í skipinu lágu bundnir, í öl- vimu, skipstjórinn og vél- stjórinn, dyggir' meðlimir a- þýzka kommúnistaflokksins. Aðrir um borð voru 14 tals- ins, þar á meðal 5 mánaða gamalt barn. Fólkið var að flýja til V.-Berlinar, frá ógn- ar- og einræðisstjórn komm- únista. Nokkrum mínútum eftir að skipið lagði f-rá bryggju mætti því Vopos bátur (a-þýzk lög- regla), og innti eftir ferðum. Kokkur skipsins, sem reynd- ist vera sá, sem lagt hafði á ráðin um> flóttann, Joerg Lindner, 22 ára gamall, skýrði lögreglunni svo frá, að áhöfn in væri að fara með skipið til viSgerðar. Sú skýring var tekin góð og gild, en jafnframt lagt svo fyrir, að skipið yrði að halda sig réttu megin á ánni, og gefa lögboðin merki til eftir- litsmanna í landi. Skömmu síðar gaf skipið merki um, að það myndi beygja til hægri — eins og gert hefði verið ef allt hefði verið með felldu. En um lcið var skipinu snúið hratt til vinstri, og sett á fulla ferð. Um leið tóku a-þýzkir lög- reglumenn að skjóta á skip- ið úr vélbyssum. Skotið var frá varðturnum, bryggju, brú og eftirlitsbát. Alls nr.unu hafa verið skotið um 200 skot- um á næstu augnablikum. Mennirnir í stýrihúsinu höfðu reist nokkrar stálplötur, sér til hlífðar gegn skothríð. Aðr hríð a-þýzku lögreglunnar, sem ekki vílaði sér fyrir að skjóta yfir í vesturhluta borg arinnar. För eftir kúlnahrið- ina fundust á íbúðarbygging- um um 200 m. frá árbakkan- um. Allir komust þó heilu og höldnu í skjól. V.-þýzka lögreglan svaraði skothríðinni, með 10 skotum., þá hætti skothríðin austan frá. Þiað fólk, sem flúð% var flest á aldrinum 20—30 ára. 8 þeirra voru af áhöfn báts- ins, en auk þeirra 5 konur og ungbarn það, sem áður er getið. Þjónn skipsins skýrði svo frá, að flóttinn hefði verið í undirbúningi undanfarnar vikur. Nóttina fyrir flóttann höfðu tveir vélfræðingar kom ið til að framkvæma viðgerð á vélum skipsins. Eítt hið fyrsta, sem þeir spurðu um, er þeir komu um borð, var hvort möguleiki væri til þess að flýja. Þá þótti áhafnarmeðlimum sem tími væri kominn til þess að láta til skarar skríða. Var ákveðið, þá um kvöldið, að efna tiil drykkjuveizlu, og reyna að fá skipstjórann og vélamanninn til þess að drekka frá sér ráð og rænu. Þeir voru báðir dyggir komm únistar og ekki líklegir til þess að samþykkja að skipið yrði notað til undankomu. Á skömmum tíma hafði tek izt að fá þá til að drekka langt á áðra flösku af koní- aki, eina kampavínsflösku og nokkra bjóra. Síðan tóku áhafnarmeðlim irnir yfirir.ínnina tvo, sem voru heldur illa á sig komnir, bundu þá og komu fyrir niðri í skipinu. Nokkru seinna fór skipstjórinn að brjótast um og æpa, og var þá ekki annað ráð vænna en slá þá félaga í höfuðið, til þess að ópin heyrðust ekki í land. Er allt var búið undir flótt- ann, hljóp einn skipverjanna í land, náði í konurnar og smábarnið. Enginn tók nein- ar eigur með sér, og allt sem konan, Jutta M. (eftimafn ekki gefið upp) 17 ára, tók með af eigum sínum var nokkrar „bleyjur" á ung- barnið. „Við voru öll mjög spennt“, sagði þjónninn að lokum við fréttamenn „en við höfðun? engu að tapa. Lífið í A-Berhn er eins og í fangabúðum. Þrír af austur-þýzku flottamönnunum. Myndin var tekin skömmu eftir að þeir voru komnir til Vestur-Berlínar, eftir flóttann í Friedrich Wolff. SlilVIAR- íM JAKKIIMIM D£ Jörgen Hansen Simi 13299. TÓKÍÓ eða EGILSSTAÐIR 1 síðustu viku seldum við m.a. ‘farmiða til Tókíó, Narssars- suak og Egilsstaða. Við erum alla daga reiðu- búnir að veita viðskiptavinum okkar J>á beztu ferðaiþj ónustu, sem völ er á, hvert svo sem ferðinni er heitið. Seljum farseðla um allan heim fyrir íslenzkar krónur. Ekkert þjónustugjald. FBRBABKRIFaTOPAN Sími 17600. Ingólfsstræti — gegnt Gamla Bíói. F élagslíf Knattspymufélagið Valur Kmattspyrnudeild 3. flokkur, Fundur verður eftir æfinguna í kvöld. Mætið allir. Þjálfarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.