Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUFBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. júní 1962 ___ Alexander Fullerton 4 Guli Fordinn konur og gera sitt til að lífga upp, og þetta þykir ekki nema sjálfsagt þarna, en skortir tilfinn anlega annarsstaðar í Suður-Af- ríku, þar sem konum er bannað- ur aðgangur að svona stöðum. Þar má kona ekki horfa á, þegar hellt er í glasið hennar, heldur verður hún að bíða fyrir utan „salinn1 og láta færa sér glasið fullt á bakka. Þetta dregur auð- vitað úr öllum menningarbrag í svona drykkjustofum, svo að þær verða ekki annað en hávaða samir staðir, með álíka menning arsniði og opinber náðhús. Þegar við vorum búin að koma bílnum- fyrir og komum inn í svæðið, sem var afmarkað fyrir félagsmenn, var fyrsta hlaupinu jþegar lokið og tölurnar voru að koma upp, en mikil mannþröng hafði safnazt saman fyrir framan veðmálaskúrana og fyrsta drífan af rifnum veðmiðum steyptist yfir grasið. Harry fór með okk- ur beint inn í beztu sætin og við settumst niður á löngu bekk- ina, til að athuga skrárnar okk- ar meðan við biðum eftir öðru hlaupinu. Hvorugur hesta Harrys tók þátt í þessm veðreiðum, og ég varð feginn, því að auðvitað hefði ég orðið að veðja á þá, fyr ir kurteisi sakir, og það spillir alveg ánægjunni af veðreiðum að þurfa að fara að veðja á hesta, sem manni sjálfum finnast ólík- legir til stórræða. Svo að Harry sé látinn njóta sannmælis, þá vissi hann eins vel og hver ann- ar, hve lítilfjörlegir hestarnir hans voru, en hins vegar þjáðist hann af einhverri óskiljanlegri sannfæringu um, að einhvern góðan veðurdag mundu þeir þjóta fram úr öllum og gera alla borgina steinhissa. Eg var við- staddur einn dag, þegar hann lét þessa skoðun sína í ijós, og knapinn hans, sem einnig var viðstaddur flýtti sér að tæma glasið og sagði: Já væri það ekki viðburður, Harry! tautaði hann í hálfum hljóðum, en þegar augu Harrys Ijómuðu við þessar óvæntu undirtektir, bætti knap- inn við: Nei, það væri ekki við- burður — heldur eitt déskotans kraftaverk. Hestarnir tíndust nú inn i girðinguna, teymdir af innlend- um hestasveinum, og gengu í kring. Við merktum á kortin okk ar, breyttum svo til og merkt- um þau aftur. Þessi sýning á hestunum, gerði ekki nokkurn skapaðan hlut til eða frá, og breytti engu. Ýmislegt fólk kom til okkar og Harry og Viktoría virtust þekkja það flest. Þau þekktu víst fólkið miklu betur en hestana. Allar konurnar hrós- uðu Viktoríu fyrir hattinn, sem hún var með, annaðhvort með beinum orðum eða þá með þessu laumulega augnatilliti, eins og kettir leggja í vana sinn — eins og konur gera, þegar þær sjá einhverja spjör á öðrum konum, sem taka þeir eigin spjörum fram. Flestar þeirra litu út eins og þær hefðu fengið lánaðan jurtapott úr garði nágrannans, eða þá lampaskerma úr einhverri knæpunni, en þær virtust full- ánægðar með höfuðbúnað sinn, íþangað til þær höfðu komið auga á fallega litla hattinn, sem Vik- toría var með á höfðinu. Hún hefur nefnilega smekk til að klæða sig, enda þótt hún eigi heima í landi, þar sem smekkur á erfitt uppdráttar. En það er meira en sagt verð- ur um Harry. Hans hattur var ólögulegur grár kúfur, sem ég býst við að hann hafi haft á höfðinu er hann horfði á krik- etkeppni á skólaárum sínum, og hvenær sem hann fer á veðreið- ar, er hann með gult bindi með hrosshausum á — af sama tagi og veðmangarar nota stundum á veðreiðum í Englandi. Eg efast alls ekki um, að Viktoría hafi einhventíma nefnt þetta við hann, á þessum fimm-sex árum, sem þau hafa verið gift, en það má segja íhaldssemi Harrys til hrósss að hann hefur verið lífs- reglum sínum trúr og haldið á- fram að eiga verstu hestana í allri nýlendunni og verið verst klæddi eigandinn. En þegar ég leit þarna kring um mig, sann- færðist ég um, að slíkt mátti kallast hálfgert þrekvirki. Þegar ég kom frá að kaupa veðmálaseðilinn minn, hafði ég misst af Clewes- hjónunum. Eg klifraði upp þangað sem útsýnið var skást í þeirri von að koma auga á, Harry, og gat nú vel séð yfir marglitan manngrúann. Eg hafði horft á þetta dálitla stund, þegar ég sá Harry koma lullandi í hægðum sínum yfir skeiðvöll- inn, með svo marga veðmiða í stóru höndunum, að ég komst að þeirri niðurstöðu, að hann hlyti að hafa veðjað á hvern einasta hest, sem þátt tók í hlaupunum. Hann ruddist svo áfram eins og skriðdeki og manngrúinn klofn- aði fram undan honum en lokað- ist jafnharðan að baki honum, en rétt í þessu bili leit hann upp — líklega til þess að aðgæta, hvert hann væri að fara — og vingjarnlegi svipurinn á honum breyttist, rétt eins og honum hefði orðið illilega hverft við og var nú fullur skelfingar. Eg fór að gá að því, sem hann hefði komið auga á og þarna stóð Vik- toría, nokkur skref í burtu, en beint í leiðinni, sem hann stefndi, og var enn að tala við konurnar, sem hún hafði hitt. Herry snarsneri sér við og sömu leið til baka. Eg flýtti mér til hans og náði brátt í hann. Hæ, Harry! Hann sneri sér við. Nú, þarna ertu. Við skulum fá okkur eitt- hvað að drekka. Mér datt strax í hug ískaldur bjór, og hann var sannarlega freistandi í þessum steikjandi hita. Við flýttum okk- þeim flokki og Harry varð æstur ur inn í veitingastofuna. Á leið- inni þangað spurði Harry mig: Sástu þessar kvensur, sem hún var að tala við? Eg kvaðst hafa séð þær og svo sagði hann ekki- neitt fyrir en bjórinn var kominn á borðið. Svo bætti ég við: Eg bá, að þú tókst líka eftir þeim. Hann brosti gremjulega. Eg var næstum trúlofaður einni þeirra einusinni. Eftir fáa daga í viðbót hefði ég setið fastur í gildrunni. Þegar ég sé hana núna, segj ég alltaf við sjálfan mig: Þarna væri ég lentur, ef ekki guð hefði hjálpað mér. Að- eins var það ekki guði neitt að þakka, heldur hinu, að ég hitti Viktoríu. Skál! Bjórinn var alveg dásamlegur. Við flýttum okkur að drekka hann og fórum svo til að horfa á annað hlaupið. Einn hesturinn, sem Harry hafði veðjað á, varð fyrstur og minn varð næstur. En þetta var bara fyrsta hlaupið í þeim flokki og Harry varð æstur yfir því að þurfa að bíða eftir öðru hlaupinu en vildi láta fjórða hlaupið hefjast strax, en þar voru stórir vinningar í vænd um. Hann spurði mig, hvers vegna ég færi ekki að sækja vinninginn minn en ég sagði honum, að ég veðjaði ekki nema upp á fullan vinning, þ. e. þann hest, sem fyrstur yrði, og þá glápti hann orðlaus á mig. Svo fór hann til að sækja smávinn- ingana sína því að hann hafði veðjað bæði á minn hest og þann þriðja. Eg leit nú við og sá Viktoríu koma í áttina til mín. Hún hlaut að hafa hrist þessar konur af sér. Hún kvaðst vera orðin þyrst af öllu þessu kjaftæði og að sig lang aði í appelsínusafa, svo að ég fór með hana þangað sem við Harry höfðum verið áður og fékk mér einn bjór meðan hún var að drekka safann. Svo fórum við út aftur og hittum Harry við grind- urnar. Hann tjáði okkur, að hross að nafni Curly Wee mundi vinna næsta hlaup, og fór þar eftir góðum heimildum, sagði hann. Viktoría var ekki á sama máli. Konurnar, sem hún hafði verið að tala við, höfðu sagt henni, að meri nokkur frá Bula- wayo, Brigitte að nafni, væri alveg hárviss. Þær höfðu fullyrt við hana að enginn nema örfáar manneskjur í Bulawayo vissu um þetta, og þar sem þarna var til mikils að vinna, höfðu þær tekið af henni þagnareið. Viktoría ætl- aði að veðja bæði með Brigitte og móti. Harry hló. Ted veðjar ekki nema á fullan vinning, sagði hann við konu sína. Eg sagði, að af því að það væri þessi dagur, ætlaði ég að brjóta lífsreglu mína og veðja bæði með og móti Brigitte. Þó ekkj væri annað, þá þætti mér nafnið fallegt. Vik- toría brosti til mín velþóknan- lega, en Harry yppti öxlum, og fullyrti, að þarna væri aðeins eitt hross, sem kæmj til nokkurra mála, og það væri Curly Wee, HINIR VINSÆLU |R@MIKR INNISKÓR OG SUMARSKÓR NÝKOMNIR LÁRUS G. LÚÐVÍKSSON, skóverzlun * X- >f GEISLI GEIMFARI X- * >f- — Eru geimskipin frá Aspen ar eru þeir að losa einn af „sýn- — Jæja, og hvað er nú eiginlega komin? ingargripunum“ sínum núna. þetta? .— Já, Geisli höfuðsmaður. Reynd- númer 5, og þetta sagði hantt með rödd eins og sá, sem vald hefur og horfði fast á okkur. Eg leit á hrossin, sem voru teymd I hring fyrir innan grindurnar og var ekki lengi að koma auga á númer 5. Veslings skepnann leit út eins og hún þyrfti nú fyrst af öllu að fá einu sinni almenni- lega að éta, góða næturhvíld og helzt varalungu — hausinn var eitthvað svo dapurlegur og aug- un dauf og. einj krafturinn, sem hún virtist ganga fyrir, var líkamsafl drengsins, sem teymdi hana. Brigitte var algjör and- stæða; falleg og þéttvaxin lítil meri, sem dansaði um svo að drengurinn átti fullt í fangi með að halda aftur af henni. Eg spurði Harry: Hefurðu litið á Curly Wee? Hann sneri sér enn frá hross- unum með nefið ofan í veð- hlaupaskrána. Án þess að líta upp úr, svaraði hann: Eg þarf ekki að horfa neitt á hrossin .... Ef þið tvö eruð búin að ákveða ykkur, eigum við þá ekki að fara? Viktoria brosti með sjálfri sér, þegar við gengum að veðbank- anum. Það var greinilegt, að hún bjóst við, að Harry hinn alvitri, væri viss að tapa. Við fórum hvort í sína röð — ég í fimm (Sihillingaröðina og eyddi tíu shillingum á Brigitte. SBtltvarpiö Miðvikudagur 13. júnf. 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. Tónleik* ar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna“: (Fréttir og tilk. Tónleikar. — 16.30 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: G-uðmundur Her- mannsson lögregluvarðstjóri tal ar um umferðamál. 20.05 Tónleikar: Roy Conniff, kóP hans og hljómsveit flytja létt lög. 20.25 Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; XXVI. — sögulok (Helgi Hjörv- ar rithöfundur). 20.45 Tónleikar: Fiðlukonsert I e-moll op. 64 eftir Mendelssohn. (Zino Francecatti og Fílharm. sveitin í New York leika; Dim- itri Mitropoulos stjórnar). 21.10 „Fjölskylda Orra“, ellefta fjöl- skyldumynd eftir Jónas Jónas- son. — Leikendur: Ævar R. Kvaran, Guðbjörg í»orbjarnard., Guðrún Ásmundsdóttir, Halldór Karlsson, Valdimar Lárusson, Richard Sigurbaldursson, Okta- vía Stefánsdóttir. Höfundur stj. flutningi. 21.40 ítalskir söngvarar, ítölsk lög: Giuseppe Campora syngur arí- ur eftir Puccini og Giordano og Giulietta Simionato og Fern- ando Corena syngja dúett eftir Rossini. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rís og fellur“ eftir William Shirer; I. (Hersteinn Pálsson ritstjóri þýðir og les). 22.30 Næturhljómleikar: Tónlist eftir Igor Stravinsky (Columbíu- hljómsveitin leikur undir stjóm höfundar). a) „Vorblót“. • b) „Petrouchka“, ballettónlist. 23.35 Dagskrárlok. Fimmtudagur 14. júní. 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. Tónleik- ar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni (Sigríður Haga- lín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilik, — Tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20:00 Af vettvangi dómsstólanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 20.20 Tónleikar: Píanókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Liszt (Samson Francois og hljómsveitin Phil- harmonia leika; Costantin Sil- vestri stjórnar). 20.40 Ný ríki í Suðurálfu; VIII: Kongó og Gabún (Eiríkur Sigurbergs- son viðskiptafræðingur). 21.10 Einsöngur: Niels Holm synguir lög eftir Heise. 21.20 Úr ýmsum áttum (Ævar R, Kvaran leikari). 21.40 Organtónleikar: Martin Gtinther Förstemann leikur á orgel Hafnarfjarðarkirkju. Fantasía og fúga op. 46 eftir Max Reger. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þriðja rikið rís og fellur'* eftir William Shirer; II, (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.