Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júní 1962 MORGUNBLAÐIÐ mmmii KAPPREIÐAR Fáks í til- fgr -V—^ -ft. -W r t t-.v.-.f rrtf.«« V........ ’ttrttttt V.yttt ■ttytftt rtr t trrrrrrrr.-rrtr^j^yr.r. . . v V ■' V—W •fttttttnwflg efni 40 ára lagsins, sem annan dag voru mjög einhverjar afmælis fé- fram fóru á hvítasunnu, fjölsóttar og hinar fjöl- breyttustu, sem hér hafa verið haldnar um langt skeið. — Auk kappreiðanna var til skemmtunar sýning unglinga á hlaupandi hesti, sem taminn er á löngum taum, hindrunar- hlaup og naglaboðreið. Vöktu allar þessar greinar óskipta at hygli og þóttu hin bezta skemmtun Naglaboðreiðin mun hafa vakið einna mesta kátínu, enda kom þar ýmislegt fyrir e-r spaugilegt var, svo sem er einn knapinn féll af baki í ákafanum en hesturinn vildi fráleitt bíða meðan hann negldi nagla sinn í plankann. Endirinn varð sá að knapinn reið berbakt eftir að hafa lok- ið hinu tilskilda verki við plankann. Þá þóttu sumir ekki fara smiðslega að, beygðu naglana og börðu plankann ekki síður en naglann. Hér var um að ræða keppni milli Vest- urbSeinga, Austurbæinga og Mosfellssveitarmanna og sigr- uðu Vesturbæingar. Hindrun arhlaupið var sýnilega lítið Rosmarie Þorleifsson sýnir hindrunarhlaup. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Afmæliskappreiðar Fáks Æ, hér fór illa. Einn keppendanna í naglaboðreiðinni nær ekki samkomulagi við hestinn að bíða meðan hann berji naglann í spýtuna. æft, en vakti þó óskipta at- hygli og mun án efa geta orð- ið til mikillar fjölbreytni og skemmtunar síðar meir. Æfingar krakka á hlaup- andi hesti undir stjórn Ros- marie Þorleifsdóttur munu hafa þótt hugþekkust af því er gat að líta á skeiðvellinum. Þar sýndu krakkarnir mikla leikni auk þess sem íþróttin er einkar falleg. Knapi dagsins var 12 ára telpa, Guðrún Jóhannsdóttir frá Dalsgarði í Mosfellssveit. Hún stjórnaði hestum í fola- hlaupi, 300 m. stökki og 350 m. stökki og tók auk þess þátt í hindrunarhlaupi. Dómnefnd hafði orð á því hve sérstak- lega hún sýndi mikla prúð- mennsku sem knapi, en á það vill stur.dum skorta þótt ekki verði sagt að barsmíð og leið- indaframkoma knapa væri áberandi á þessum kappreið- um. Þátttaka var mikil í öllum hlaupum og ánægjulegt að sjá hve nú var mætt með marga hesta til skeiðs, en þar var keppt í veimur riðlum. Úrslit einstakra greina urðu sem héi segir: Skeið 250 m. Logi, rauður 11 vetra eig- andi og knapi Jón Jónsson Varmadal á 25,6 sek., sem nægði til II. aðalverðlauna að upphæð 1.200 kr. Annar varð flokkar og var tími látinn ráða úrslitum en ekki úrslita- sprettur. Þar sigraði Faxi Magnúsar Magnússonar í Reykjavík, sem sjálfur var knapi, á 20,5 sek. er nægði til I. aðalverðl. 100 kr. Annar varð Freyfaxi Guðmundar Ól- afssonar Rvík, knapi Sigfús Guðmur.dsson, á 20,6 sek. og þriðji Vinur Önnu Ingólfsdótt ur, knapi Guðrún Jóhanns- dóttir, á 20,9 sek. í 350 m. hlaupinu urðu úr- slit mjög spennandi. Þar bar sigur úr býtum Gulur Bjarna Bjarnasonar á Laugarvatni, knapi Jón Friðriksson, á 27,4 sek. Nægði það til I. aðal- verðlauna, sem í þessum flokki eru 1600 kr. Gnýfari Þorgeirs í Gufunesi, sem nú er orðinn 22ja vetra varð sjónarmun á Hrollur, grár 9 vetra eigandi og knapi Sigurður Ólafsson (Hrollur er undan Glettu) á 26,4 sek.. og hlaut III. aðal- verðlaun 600 kr. Þriðji varð Gráskjóni, gráskjóttur '11 vetra, knapi og eigandi Skúli Kristjónsson á 26,7 sek. 300 m. stökk Þar varð úrslitakeppnin .%. • • v.v^.» i STAK8TEI!\IAR Sjálfstæðismenn sterkir á Vestfjörðum f „Vesturlandi", blaði Sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum, er hinn 6. júní s.l. rætt um úrslit- in í bæjarstjórnarkosningunum. Er þar m.a. vakin athygli á, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi feng- ið 47, 44% atkvæða á ísafirði i þessum kosningum og sé ísa- fjörður þriðja sterkasta vigi Sjálfstæðisflokksins í kaupstöð- um landsins. Þá fengu Sjálf- stæðismenn hreinan meirihluta í hreppsnefnd í Bolungarvík og Hnífsdal, á Patreksfirði unnu þeir einn fulltrúa í hreppsnefnd, á Flateyri fengu þeir hreinan meirihluta og á Hólmavík fengu Sjálfstæðismenn tvo fulltrúa kjörna í stað eins áður. Er af þessum kosningaúrslitum greinl legt, að Sjálfstæðismenn eru í sókn á Vestfjörðum. Knapi dagsins, Guðrún Jó- haninsdóttir frá Dalsgarði í Mosfellssveit. eftir og sótti mjög á Gul síð- asta spölinn að marki, var að- eins sjónarmun á eftir á sama tíma, svo ekki virðist sá gamli tekinn að bila. Gnýfara sat Þorsteinn Aðalsteinsson. Þriðji var Þröstur Ólafs Þórarins- sonar Hólmi, knapi Þórarinn Ólafsson, á 27,5 sek. og 4. Skenkur Sigfúsar Guðmunds- sonar Reykjavík, knapi Guð- rún Jóhar.nsdóttir, á 27,6 sek. Það er athyglisvert hve lítill munur er á þessum hestum. Þessar kappreiðar gefa von- ir um góðan árangur á lands- mótinu á Þingvöllum í sumar. Logi Jóns í Varmadal vinn- ur skeiðsprettinn. hörð milli Grámanns Sigurð- ar Sigurðssonar, knapi Ros- marie Þorleifsdóttir og Lísu Benedikts Árnasonar Reykja- vík, knapi Guðrún Jóhanns- dóttir. Báðir hlupu hestarnir á 23,7 sek, en Grámann varð sjónarmun á undan. Hlaut hann I. aðalverðlaun 1400 kr., Lísa II verðlaun 800 kr. og þriðji varð Tilberi úr Hafnar- firði, eigandi Sólveig Baldvins dóttir, knapi Erna Kristins- dóttir á 24,1 sek., og hlaut í aðalverðlaun 500 kr. Það vakti sérstaka athygli í þessu hlaupi að sigurhestana sátu stúlkur. Folahlaup, 250 m. stökk í þessu hlaupi voru þrír Grámann vinnur á lokaspretti í 300 m. Gulur sigrar í 350 m. Knap- inn lítur aftur til að gá að þeim næsta. Engin móðuharðindi hjá SÍS! Hagur Sambands íslenzkra samvinnufélaga stendur með blóma segja forráðamenn þess ái aðalfundi samtakanna. Við- skipti aukast og veltan vex. Kaupfélögin færa út kvíarnar og fá endurgreiddar rúmlega 7 millj. kr. frá. SÍS af tekjuafgangi ársins 1961. Sambandið gerist aðili að stofnun Samvinnu- banka íslands h.f. með hlutafjár- framlagi að upphæð 5,5 millj. kr. Það eru þess vegna ekki sjá- anleg nein móðuharðindi hjá SÍS. Síður en svo. Það heldur áfram að færa út starfsemá sína og hefur stöðugt yfir meira fjár- magni að ráða. Þannilg hefur viðreisnarstefn- an einnig orðið SÍS til stuðn- ings. Verzlun og viðskipti fær- ast í frjálsara og eðlilgra horf í skjóli hennar. Þegar á allt þetta er Utið sæt- ir það eigii lítilli furðu, að pen- ingafurstar SÍS skyldu á s.l. ári ganga i bandalag með kommún- istum í þeim tilgangi að hrinda á stað nýju verðbólguflóði og gengisfellingu. „Gegn íhaldi og kommúnisma“ Þetta var fyrirsögn á forystw grein Tímans s.L laugardag. þar er m.a. komizt að orði á þessa leið: „Hann (Framsóknarflokkur- inn) er jafnt andvígur íhaldi og kommúnisma, enda lítur hann ekki á þetta tvennt sem raunverulegar andstæður, held- ur sem systkini." Ekki er að spyrja að rökvísi þeirra Timamanna. Þeir lýsa því yfir að lýðræðissinnaður stjórnmálaflokkur eins og Sjálf- stæðisflokkur sé engu betri en umboðsmenn Moskvuvaldsins. Þeir leggja Sjálfstæðisflokkinn og hinn alþjóðlega kommúnista- flokk að jöfnu! En í hverju birtist svo and- staða Framsóknar gegn komm- únistum.? Undanfarna daga hafa Fram- sóknarmenn verið að ganga í þjóðfylkingu með kommúnistum í hverju bæjarfélaginu á fætur öðru. í borgarstjórn Reykjavík- ur gengur ekkj hnífurinn milli þeirra og kommúnista. Á Húsa- vík er á sama hátt samstarf milli Framsóknarmanna og kommún- ista. F.innig þar er þjóðfylking- in staðreynd. Á ísafirði hafa Framsóknarir.enn átt drýgstan þáttinn í að bjarga einum fylgis- lausum Moskvukommúnista inn í bæjarstjórn. Þannig mætti lengl telja. Þannig sýna Fram- irsóknarmenn að þeir séu „jafn andvígir“ kommúnistum og Sjálfstæðisflokknum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.