Morgunblaðið - 13.06.1962, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. júní 1962
Tíu ára nemendur Húsmæðraskólans á Isafirði, ásamt skólastjóra og kennara. Fremri röð tal-
Ið frá vinstri: Geirþrúöur Charles, Sigrún Stef ánsðóttir, Elín Porgilsdóttir, Anna Hjörleifs-
dóttir, Guðrún Oddsdóttir, Þyri Jensdóttir, Gróa Bjarnadóttir.
Aftari röð talið frá vinstri: Margrét Halldórsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Jóna Gestsdóttir,
Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri, Guðrún Vigfúsdóttir, kennari, Lilja Kristinsdóttir, Vilborg
Elísdóttir, Sigríður Einarsdóttir. (Lósm.: Ámi Matthíasson).
Þróttmikið starf
mæðraskólans á Isafirði
ísafirði, 6. júní.
HÚSMÆÐRASKÓLANUM á fsa-
firði var sagt upp þriðjudaginn
29. maí. Skólastjóri Þorbjörg
Bjarnadóttir gerði grein fyrir
skólastarfinu. Skólinn var settur
22. sept. s.I.
Skólinn var fullskipaður með
35 nem. þar af luku 33 nem. burt
fararprófi Hæztu einkunn hlaut
Guðlaug Þorsteinsdóttir frá Reyð
arfirði 9.5. Verðlaun úr sjóði frú
Camillu Torfason hlutu María
Vilhjálmsdóttir frá Þórshöfn og
Guðrún Þóra Jónsdóttir frá Hafn
arfirði.
Fastir kennarar voru auk skóla
stjóra Guðrún Vigfúsdóttir, Hjör-
dís Hjörleifsdóttir, Kristjana
Samúelsdóttir og Jónína Jakobs-
dóttir.
Skólakostr.aður varð nokkru
hærri en á síðasta vetri eða kr.
9250.00 að meðalt. Þar innifalið
fæði (kr. 650.00 á mán.), bækur,
skólagjald og það sauma og vefj-
arefni sem nemendur keyptu af
skólanum.
Handavinnusýning nemenda
var opin í tvo daga 19.
—20. maí. í sambandi við hana
var fatasýning, þar sem nemend
ur sýndu kjóla, dragtir, kápur
og fleira, sem þær höfðu saumað
á sig yfir námstímann.
Við skólaslit voru viðstaddir
skólanefnd og fleiri gestir s. s.
fjöldi eldri nemenda.
Frú Sigríður Einarsdóttir hafði
orð fyrir 10 ára nemendum og
færði skólanum að gjöf fyrir
þeirra hönd, fallegt málverk frá
Þingvöllum eftir Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal.
Hinir nýbrautskráðu nemendur
gáfu skólanum. myndarlega pen-
ingaupphæð til kaupa á borð-
silfri. Einnig gaf faðir eins nem-
andans, Guðrúnar Þóru Jónsdótt
ur frá Hafnarfirði, um hundrað
trjáplöntur. sem fyrst um sinn
voru gróðursettar í reit skógrækt
arfélags ísafjarðar, en munu síð-
ar verða fluttar í reit sem áform-
að er að skólinn fái til umráða
í hlíðinni fyrir ofan bæinn.
Höfðingleg peningagjöf hefur
einnig boiizt frá hjónum, sem
eru velunnarar skólans og áhuga
menn um skógrækt. Er ætlunin
að þeir peningar fari til þess að
standa straum af kostnaði við
girðingu um reitinn.
Kvenfélagið Ósk færði skólan-
um fagran blómvönd, en það
heldur fundi sína mánaðarlega
í skólanum Form. skólanefndar
Marías Þ. Guðmundsson ávarp-
aði nemendur og óskaði þeim til
hamingju með námið og góðrar
heimferðai'.
Að lokum söng skólakórinn
undir stjórn Ragnars H. Ragnars,
undirleik annaðist frú Messiana
Marsiliusardóttir.
Guðfinna Sigmundsðóttir, sesn
var nemandi í Húsmæðraskóla
ísafarðar í vetur, og amma henn
ar, Karlinna Jóhannesdóttir,
sem var nemandi í skólanum
fyrir 50 árum.
Að loknum skólaslitum voru
framreiddar veitingar í borðsal
si ólans. — Fréttaritari.
Þingvallaför lauk með
innbroti og handtöku
Á LAUGARDAGINN lögðu þrír
ungir menn akandi frá Reykja-
vík, í ferð, sem endaði með nokk
uð sögulegum hætti. Óku piltarn-
ir fyrst að Meðalfellsvatni en fóru
þaðan áleiðis til Þingvalla um
Kjósarskarðsveg. En ekki tókst
þó betur til en svo að er þeir
komu niður í Þingvallasveitina
brotnaði öxull í bílnum og sat
hann fastur í forarsvaði.
Piltarnir yfirgáfu farartækið
og héldu af stað fótgangandi í
rigningu og leiðindaveðri. Höfðu
þeir meðferðis brjóstbiríu.
Brutust inn í sumarbústað
Er piltarnir komu að bænum
Fellsenda sáu þeir þar hross í
haga. Tóku tveir þeirra hesta og
riðu þeim spölkorn, en skiluðu
hestunum síðan aftur.
Brátt komu piltarnir að sumar
bústað, og segjast þeir í fyrstu
hafa haldið að þar væri um eyði-
býli að ræða, enda mun bústaður
þessi lítið notaður. Brutu pilt
arnir rúðu í kjallara bústaðar-
Cyril Jackson
heiðraður
CYRIL Jackson, sem var sendi-
kennari Breta við Háskóla fs-
lands á áfunum fyrir seiiiustu
heimsstyrjöld og á fyrri stríðs-
árunum, hefur verið útnefndur
M.B.E. Member of (the Order
of) the British Empire. Segir í
tilkynningu um þetta, að nafn-
bótina fái hann fyrir starf við
sjónvarp BBC. Hann er nú deild
arstjóri skólasjónvarps BBC, en
brezka skólasjónvarpið þykir
frábært. T. d. hafa birzt þar
ágætir fræðsluþættir um ísland
og íslenzk málefni.
Cyril Jaekson er mörgum fs-
lendingum að góðu kunnur frá
dvöl hans hér. Hann er kvænt-
ur íslenzkri konu, Esther, dótt-
ur Friðriks heitins Hallgríms-
sonar, dómprófasts, og eigin-
konu hans, Bentínu Björnsdótt-
ur. —.
ins og komust þannig inn. Gistu
þeir í bústaðnum það sem eftir
var nætur og tóku þar ýmislegt,
m. a. ávexti, steinkuðu sig með
ilmvatni o. fl. Á skáp uppi á lofti
fundu piltarnir tvær haglabyssur
og skotfæri. Fannst þeim ráð að
athuga hvort þær væru í lagi,
og reyndist svo vera. Að skot-
æfingunum loknum settu þeir
byssurnar á sama stað.
Um kvöldið á hvítasunnudag
fengu þeir mann með bíl til þess
að fara með þá að bílnum og
freista þess að draga hann upp
úr svaðinu, en það tókst ekkn
Um þetta leyti hafði lögreglu-
mönnum, sem voru við gæzlu á
Þingvöllum verið gert aðvart um
grunsamlegar ferðir þessara
pilta um sveitina. Voru þeir hand
teknir þá um kvöldið.
Hver sá bílþjéf-
inn
AÐFARARNÓTT sunnudags var
bíl Steins Jónssonar, lögfræðings,
stolið á Hverfisgötu, en hér er
um að ræða Skodabíl. Um kL
hálf þrjú um nóttina fannst bíll
inn á Skúlagötu, en þar hafði
honum verið ekið á ljóastaur, og
skemmdur mikið. Um líkt leyti
sást maður á hlaupum upp
Frakkastíg og var talið að hann
kæmi frá bílnum. Þeir, sem ein
hverjar upplýsingar gætu gefið
um mál þetta eru beðnir að gefa
sig fram við umferðardeild
rannsóknarlögreglunnar.
Sement til Bolung-
arvíkur
Akranesi, 12. júní.
HÉR liggur Drangajökull og lest-
ar freðfisk. Særún lestaði hér i
dag 2600 poka af sementi, sem
hún flytur vestur til Bolungar-
víkur. — Oddur.
• Bílamjöður
Björn L. Jónsson skrifar:
Út af bréfi B. A. undir fyr-
irsögninni „Nýju bílarnir og
rússneska benzínið", sem birt
var í Morgunblaðinu þriðju-
daginn 5. júní, vildi ég benda
á að til er á markaðnum mjöð
ur sá, sem bréfritari spyr
„hvort ekki væri ráð að
blanda benzínið með, sem
gerði gang véla sársauka-
minni“. Mjöður þessi er hér
kallaður BENZIN PEP og veit
ég til að hann hefur fengist
t. d. hjá benzínstöðvum BP, í
Skodabúðinni og sennilega
víðar.
Vökvi þessi gerir það ein-
mitt að auka sprengikraftinn
í vélunum (hækkar oktantölu
benzíns) og um leið varnar
sóti, sem sezt á ventla og
kerti, sérstaklega í bæjar-
keyrslu, þar sem oft er farið
stuttar leiðir í einu og bíllinn
nær því ekki vinnsluhita.
Eins hefur þetta efni hreins-
andi áhrfi á blöndung og kerti
o. fl.
Sjálfur hef ég reynt mjöð
þennan á bíl, sem álitinn var
með brotinn ventilgorm, en í
tilraunaskyni, áður en farið
yrði með bílinn á verkstæði,
var það reynt að blanda
nokkru af BENZIN PEP sam
an við benzínið. Eftir að keyrt
var þannig á bílnum nokkra
stund breyttist gangurinn og
virtist bíllinn aftur í fyrsta
flokks standi, enda kom í ljós
við nánari athugun að ventill
sem fastur hafði verið, losnaði
fljótlega eftir að efnið fór að
verka. Þóttist ég þarna hafa
sparað mér ef til vill drjúg-
an skilding, þar sem ég nú
þurfti ekki að fara með bílinn
SfcTlv*) £ú
7677
í viðgerð, eins og þó hafði
verið gert ráð fyrir. Um fleiri
dæmi veit ég með svipuðum
árangri við notkun Benzin
Pep.
Ekki þætti mér ósennilegt,
eftir xninni reynzlu af efni
þessu, að halda mætti gang-
verki bíla vel við og spara
viðgerðir, með því að nota
það saman við benzínið, að
minnsta kosti af og til, jafnt
á nýja bíla sem eldri. — B.J,
• Um vísu nr. 17
Eiríkur Sigurðsson skrifar i
sambandi við ráðninguna á
höfundagetraun Þerriblaðs-
vísnanna:
Eg þakka fyrir birtingu á
þerriblaðsvísunum, bæði þeim
fyrri og síðari. En í sambandi
við ráðningu Guðjóns E. Jóns
sonar vil ég aðeins bæta því
við, að ég álít eins og hann,
að 2. vísa sé stæling á kveð-
skap Páls Ólafssonar og getur
þá ekki 17. vísan átt við hanxi
eins og einhverjir hafa álitið,
Ég álít að 17. vísan sé stæling
á kveðskap Jakobs Thoraren-
sen og er ort undir sama brag-
arhætti cg Jökulsá á Sólheima
sandi. Tel ég að hún sé stæl-
ing á þessari vísu Jakobs:
Enginn blásinn markar mér
á mínum eigin sandi.
Og prýði að brúnni allt
eins er
uppi á þurru landi.
V irðingarfyllst,
Eiríkur Sigurðssott