Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 1
24 síður Minnast fallinna Kransar lagðir meðfram Berlínar- múrunum á mánudagskvöld V-Berlín, 11. ágúst — NTB. LÖGKEQLAN í V-Berlín hefur Viðbúnað, ef til tíðinda skyldi draga við Berlínarmúrinn á mánu dag, en þá er áir liðið, síðan haf- izt var handa um að reisa hann. Ekkert hefur þó gerzt, sem bend ir til þess, að til óspekta muni koma, en þó er ekki talið úti- lokað, að V-Berlínarbúar muni efna til hópfunda við múrinn, til að mótmæla þessari ráðstöf- un a-þýzku yfirvaldanna. Slíkt gæti leitt til gagnráðstafana handan við múrinn. I A-Berlín er hafður sérstak- ur viðbúnaður til þess að hindra, að fólk komist að múmum. Mun enginn fá að koma nær þeirri hlið hans en 100 metra á mánu- dag. Borgaryfirvöldin í V-Berlín hafa beðið fól'k um að halda ró einni, og um miðjan dag á mánu dag verður þriggja minútna þögn í þeirn borgarthluta, til þess að minnast örlaga fólksins, sem innilokað er handan við múrinn. Engir útifundir eru fyrirhug- aðir í V-Berlín á mánudag, en forseti V-Þýzkalands, Heinrich Liibtke, mun koma í heimsókn til borigarinnar þá rmtn Willi Brandt halda ræðu. Á mánudagskvöld verða kranz or lagðir við landamærin til að minnast þeirra, sem látið hafa lífið , er þeir reyndu að flýja A.-Þýzkaland. Eisenhower hjá Churchill London, 10. ágúst. — (AP) — EISENHOWER, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, heimsóttd í dag Sir Winston Churchill, á sjúkrahúsinu, sem forsætisráð- herrann fyrrv. dvelur nú á í Middlesex. Ummæli átta leiðtoga ur fjórum álfum Á MORGUN, 13. ágúst, er ár liðið frá því að lepp- stjórnin á sovézka her- námssvæðinu í Þýzka- landi hóf að reisa múr- vegginn og gaddavírsgirð- ingarnar, sem nú aðskilja hinn frjálsa hluta Berlín- ar frá hernámssvæði Sovét ríkjanna. Handan þessa múrs uppgjafar, smánar og mannúðarleysis er milljónum manna haldið föngnum, og fordæming mannkynsins er sízt minni nú, en þegar hafizt var handa um að reisa hann. Hér fara á eftir ummæli átta þekktra forystu- manna í fjórum heimsálf- um. — EFRI RÖÐ FRÁ VINSTRI: Makarios erkibiskup, for- seti Kýpur: „Það er ekki heagt til lengdar að halda ibú- um Berlínar inni í fjölda- fangabúðum." John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna: „Að okikar á- ltti eykur það misklíðina og spennuna fremur en dreigur úr henni að skipta landi í tvennt, kljúfa borg í sundur, að reisa múr innan borgar. . . Með Potsdam-samningunum var öll Berlín sett undir stjórn fjórveldanna. Þessir samning- ar hafa nú verið rofnir með því að austurhluti Berlinar hefur verið afhentur Austur- Þýzkalandi. . . Það er skoðun okikar, að þýzka þjóðin óski eftir því að búa í sameinuðu landi. . . Þjóðverjar vilja sameiningu.“ Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Noregis: „Það órétt- læti, sem daglega er framið gegn íbúum Austur-Berlínar, og samningsbrotið, sem framið er á stöðu allrar Berlínar- borgar með því að reisa múr innan hennar, hefur orsakað mjög alvarlegt ástand í Berlín. Við Norðmenn vonum, að Vesturveldin muni halda áfram að standa fast á rétti sínum.“ Gamal Abdel Nasser, forseti Egyptalands: „Mesti harmleik- ur mannkynsins á vorum dög- um er gervilínan, sem skiptir þýzku þjóðinni í tvo hluta.“ NEÐRI RÖÐ FRÁ VINSTRI: Akira Iwai, forseti japanska alþýðusambandsins: „Við hörmum tilveru þessa múrs. Við höfnum þeirri tegund af „frelsi", sem ríkir á vald- L svæði Sovétríkjanna, og vilj- 7 um ekiki, að land oikkar eigi » nokkru sinni eftir að öðlast 1 slíkt „frelsi." 1 Hugh Gaitskell, foringi l stjórnarandstöðunnar í Bret- landi: „Þetta er fangeisismúr. Bkkert annað orð fær lýst honum nákvæmar." Jawaharlai Nehru, forsæt- ísráðherra Indllands: „Múrinn, sem stjómin á sovézka her- námssvæðinu í Berlín hefur reist, . . . er ekki réttlætan- legur á nokkurn hátt. Það er fáránlegt að trúa því, að hægt sé að hluta þessa miklu borg sundur með því að reisa þar kínverskan múr.“ i Haile Selassie, keisari Abyssiníu (Ethíópíu): „Þetta , er aumkunarverð borg .... Ethíópía styður einingu Þýzka lands og frjálsan aðgang að Berlín." Sjé ennfremur á bls. 10 og Þriðja mannaða geimfari Rússa skotið á loft ÍGeimfarinn heifir Nikolayev, og mun sennilega fara 17 hringi TILKYNNT hefur verið í Moskvu, að í morgun hefði ver- ið skotið á loft mönnuðu geimfari, því þriðja, sem Rússar senda á loft. Geimfarinn er Adrian Nikolayev, 32 ára gamall, sá elzti, sem Rússar hafa enn valið til geimferðar. Um- lerðatími geimfarsins er sagður 88 mínútur og fimm sek. Gert «r ráð fyrir, að geimfarið, er nefnist „Vostok III“, luuni fara a.m.k. 17 hringi, ef ekki fleiri, umhverfis jörðu. Geimskotið átti sér stað kl. 8.30 í morgun eftir ísl. tíma. í opinberri tilkynningu, sem gefin var út, skömmu eftir að geimfarinu var skotið á loft, segir, að allt gangi eftir áætlun, og að Nikolaev finni ekki til neinna óþæginda vegna þyngdar- leysis. Þá segir einnig, að 15 mínútum eftir skotið hafi geimfarinn haft samband við jörðu og tilkynnt, að líðan hans sé eins góð og bezt verði kosið. Nikolayev er þriðji rússneski geimfarinn, eins og áður segir. Fyrstur var Juri G-agarin, sem skotið var á loft í „Vostok I“, 12. apríl 1961. Gherman Titov var annar í röðinni, og fór hann í geimferð sína 6. ágúst sama ár. í fréttatilkynningum frá Moskvu segir ennfremur, að til- gangurinn með geimförinni sé fyrst og fremst sá, að rannsaka á'hrif þyngdarleysis og þau vanda mál, sem leysa þurfi, er geim- skipið kemur aftur inn í andrúms loftið, er það fellur til jarðar. Moskvuútvarpið rauf sendingu á klassiskri hljómlist til að segja landsmönnum frá geimferðinni. Sagði þulurinn, að hann hefði „mjög áríðandi tilkynningu", og var fréttin síðan lesin upp með alvarlegri röddu. Minnsta fjarlægð „Vostok 11“ frá jörðu er 183 km, en mesta 25>1 km. Það mun fylgja sömu braut umhverfis jörðu og geim- far Titovs. Fram til þessa hafa Banda- ríkjamenn sent á loft fjóra geim- fara. Sá fyrsti var Alan Shep- hard, 5. maí 1061, annar vax Virgil Grissom, 21. júlí sama ár. I ár hafa Bandarikjamenn sent á loft tvö mönnuð geimför, hið fyrra með Joihn Glenn 20. fetorú- ar og hið síðara með Scott Caip- enter, 24. maí. Yfirborgar- stjórinn talar um öryrkjamál YFIRBORGARSTJÓRI Kaup- mannahafnar, Urban Hansen, mun á mánudaginn kl. 4 flytja fyrirlestur um öryrkjamál. — Fyrirlesturinn verður fluttur í húsakynnum SfBS við Bræðra- borgarstíg. Er öllum heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.