Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 24
Frét tasimar Mbl
— eftir tokun —
Erleudar íréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
... -----------
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
182. tbl. — Sunnudagur 12. ágúst 1962
Kauptaxtaauglýsing tré-
smiða jafngildir verkfalli
Trésmiðafélag Reykjavíltur dæmt í fjársekt
í GÆRMORGUN var kveðinn
upp dómur í Félagsdómi í máli
því, sem Vinnuveitendasamband
íslands höfSaði fyrir hönd Meist-
arafélags húsasmiða gegn Alþýðu
sambandi íslands fyrir hönd
Trésmiðafélags Reykjavíkur. —
Kröfur stefnanda voru þær, að
auglýstur kauptaxti trésmiðafé-
lagsins og meðfylgjandi bann við
því, að félagsmenn ynnu fyrir
lægri taxta, jafngilti verkfalli.
Málið fluttu Björgvin Sigurðs-
son fyrir vinnuveitendasamband-
Rœndu
leiði
Monroe
Hundruð manna réðust á gröf
kvikmyndaleikkonunnar Mari
lyn Monroe, er hún hafði verið
jarðsett í kirkjugarðinum í
Westwood, fyrir utan Los Ang
eles. Var öllum blómum, sem
sett höfðu verið á leiðið rænt.
Lítill blómvöndur, sem fyrr
verandi eiginmaður Monroe,
Joe Di Maggio, hafði lagt á
leiðið, var hirtur, og sagði mað
ur sá, er hann tók, að hann
hyggðist geyma blómin „til
eilífðar".
Aðein3 fámennur hópur
fékk að vera viðstaddur sjálfa
jarðarförina, en þegar, er
kistan hafði verið látin síga
í jörðuna, þusti mannfjöldinn
að, ög varð ekki við neitt ráð
ið.
ið og Egill Sigurgeirsson fyrir
A.S.Í.
Dómur Félagsdóms féll á þá
leið, að Trésmiðafélag Reykjavík
ur var dæmt í 4000 kr. sekt fyrir
brot á vinnulöggjöfinni. Var tal
ið, að bann það, sem fólst í auglýs
ingu trésmiða, við því að vinna
hjá þeim, sem ekki gyldu taxta
skv. auglýsingunni, jafngilti á-
kvörðun um verkfall og hefði því
átt að fara eftir ákvæðum laga
um það.
Dómur þessi þykir hinn eftir-
tektarverðasti, þar sem hér var
um grundvallaratriði í vinnudeil
um að ræða.
Ellefu teknir
í kappakstri
Afbrot sem tekin verða
föstum tökum
S.I. HÁLFAN mánuð hafa ellefu
piltar verið teknir fastir fyrir of
hraðan akstur vegna kappakst-
urs og hraðaksturs á götum
Reykjavíkur. Voru þeir allir
kærðir, og hafa tveir þegar ver-
ið sviptir ökuleyfum. Allir eru
þeir dæmdir í mjög háar fjár-
sektir.
Eins og Reykvíkingum er sjálf
sagt öllum kunnugit, tíðkast það
noklkuð, að unglingar fari í kapp
akstur á götum bæjarins, er
kvölda tekur. Aðallega eru þetta
piltar á aldrinum 17—10 ára, sem
æsa hver annan upp. Virðast þeir
ekki gera sér ljóst, að mjag
miiki'l slysahætta fylgir þessu,
bæði fyrir sjálfa þá og aðra. Aðal
hættan verður, þegar annar bíll-
inn kemst fram með hinum og
reynir að fara fram úr, en hvor-
ugur vill vægja; báðir „spýta í“
saimtímis, svo að bifreiðarnar
fljúga áfram hlið við hlið góðan
spöl. Helzta tízkugatan í þessu
„sporti" mun vera Grandagarð-
Framh. á bls 23
Síldveiðin enn gdð
Othar Hansson forstjóri
Bæjarútgerðar Hafnarfj.
ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar sam-
þykkti á fundi sínum á föstu-
dag að ráða Othar Hansson,
fiskvinnslufræðing, forstjóra
bæjarútgerðarinnar.
Othar er fæddur í Reykja-
vík árið 1934. Hann varð stúd
ent frá Verzlunarskóla íslands
*64 og stundaði siðan um eins
árs skeið störf hjá Matborg
h.f. Síðan hélt hann til Banda
ríkjanna, þar sem hann stund-
aði náim í fiskvinnslufræði
við University of washington
í Seattle. Þaðan lauk hann
prófi 1958. Frá ársbyrjun 1959
og síðan hefur hann starfað
hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Othar er fulltrúi
fiskkaupenda í Fiskmatsráði.
Othar er kvæntur Elínu
Þorbjörnsdóttur og eiga þau
tvo syni barna.
EKKERT lát var á síldveiðinni
í gær, þegar Mbl. vissi síðast til.
Þó var farið að bræla sums
staðar. Mikil veiði var þá und-
an Skrúð, við Hvalbak og víðar
við Austurland. Einnig veiddist
undan Kolbeinsey. Síldin var yfir
leitt feit og góð. Ekkert bar á
smásíld að heitið gæti.
í gærmorgun var sólarihrinigs-
aflinn milli 30 og 40 þúsund mál
og tunnur. Hafði hann einkum
fengizt á Austfjarðasvæðinu, allt
sunnan frá Hvalbak og norður
undir Langanes. Þar fengu 52
skip tæp 26 þiis. mál og tunnur.
Á sama tíma fengu 14 skip 6.250
mál og tunnur á Kolbeinseyjar-
svæðinu.
Til Seyðisfjarðar voru á há-
degi í gær frá jafnlengd dag-
inn áður komin um 30 skip
með um 11 þús. mál. Þar var
saltað í tæpar 2i.800 tunnur í
fyrradag.
Neskaupstaður, 11. ágúst.
Töluvert hefur verið saltað
hér á öllurn plönum síðan í nótt.
í gærdag var saltað hér í 2.479
tunnur. Hafa mangir bátar kom-
ið með saltsíld í dag. Flestir
voru bátarnir með lítið maign,
því að sffldin kom ekki upp
fyrr en seint í gærkvöldi, og að-
eins féir bátar náðu að kasta
oftar en einu sinni. í morgun
hafa skipin verið að tínast inn,
sennilega flest vegna þess, að
eitthvað er farið að bræla á mið
unum. Mörg af skipunum voru
með smáslatta í salt eða bræðslu.
Plest skipanna munu hafa fengið
aflann út af Slkrúð. — Svavar.
’
Landsleik-
ur i útvarpi
t DAG kl. 2.30 eftir íslenzk-
um tíma hefst landsleikur Ir-
lands og Islands í Dublin. —
Leiknum verður öllum lýst í
Íútvarpi hingað heim. Sigurð-
ur Sigurðsson Iýsir báðum
hálfleikum.
Sandey
Þessi mynd var tekin fyrir I
hádegi í gær er sanddæluskip j
ið Sandey kom inn að Naut-'
hólsvík mcð yfir 700 tonn af I
skeljasandi úr Faxaflóa. Varj
gert ráð fyrir að losun sandsj
ins hefðist eftir hádegi í gær, :
en nokkrir erfiðleikar voru á\
að koma skipinu inn á víkina I
vegna grynninga. — Eigandij
skipsins, hlutafélagið Björgun, ]
gefur Reykjavíkurbæ þennan*
farm og átti að dæla honum i j
fjöruna
(Ljósm Mbl. Markús).
Grindvíkingar!
LOKASALA í happdrætti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi stendur nú yfir. — Dregið
verður 1. september. Miðar eru
til sölu hjá aðalumboði happ-
drættisins í Grindavík; hjá Eiríki
Alexanders»yni.
Gífurlegt tjón vegna svika
pólskra yfirvalda
Húsbyggingar stöðvast
MIKIL vandræði hafa hlotizt
hér á landi hjá húsbyggjend-
um vegna svika Pólverja á
afhendingu á rörum og píp-
um. Hafa húsbyggingar víða
stöðvazt vegna skorts á þess-
ari vöru, þar sem ekki hefur
verið hægt að tengja við
grunni, ekki hægt að leiða
vatnsæðar frá götuæðum
o.s.frv. Hefur af þessum sök-
um ekki verið hægt að ganga
frá grunnum eða húsum.
Nær allur innflutningur á pip-
um og rörum er nú bundinn við
Fólland. Samkvæmt samningum
áttu Pólverjar að afgreiða allt
hið pantaða magn á fyrsta og
öðrum ársfjórðungi, þ. e. hafa
lokið við afhendingu í júnílok.
Mega þessar vörur ekki seinna
koma á áriiuu, þvi að þá er aðal-
byggingatíminn hér á landi. Er
þvi aðalsalan hér á vorin og
fyrri hluta sumars. Nú um miðj-
an ágúst, einum og hálfum mán-
uði eftir að afhendingu átti að
vera lokið, er ástandið þannig,
að ekkert hefur sézt hér af
galvaníseruðum (málmhúðuðum)
rörum, og ekki nema nokkur
hluti af svörtum rörum, sem
pöntuð voru og samið var um.
Hafa þessi svik valdið hér geysi*
legum óþægindum og afarmiklu
beinu tjóni. Skýringar er ekki
auðvelt að fá.
Vitað er nú, að eitthvað aif
rörum er á leiðinni frá Póllandi,
en ekki hvers konar eða af hvaða
stærðum. Hafa kaupmenn hér
ekki hugmynd um það, hvort
hér sé eingöngu um að ræða
svört rör, eins og hingað til, og
jafnvel þótt galvaníseruð rör
fengju nú að fljóta með, þá er
ekkert vitað um stærðir þeirra;
hvort þau eru tveggja tonunu,
hálftommu o. s. frv.