Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 8
8
MORfírnvrtT4fílÐ
Sunnudagvr 12. ágúst 1962
eintóm spokmæli
Viðtal við dr. Pál S. Árdal,
háskólakennara í Edinborg
UNDANFARINN mánuð he£
tir dvalizt hér á landi dr.
Páll S. Árdal, heimspekingur
Og háskólakennari í Edin-
borg. Tíðindamaður Mbl.
hitti dr. Pál að máli stund-
arkorn á föstudaginn, en síð-
degis í gær hugðist hann svo
halda til sins heima í Skot-
landi.
(Pá(ll S. Árdal hefur skotið
traustum rótum í Edinborg
með áralöngu námi og síðar
Störfum þar. Hann var þar fyrst
í 4 ár, á tímabilinu frá 1945—
1949 um vorið, kenndi síðan
Við Menntaskólann á Akureyri
tvo vetur, en hefur upp frá því
verið í Edinborg — eða síðast
í rúman áratug samfleytt.
Það kom því naumast á óvart,
þegar dr. Páll sagði aðspurður:
— Mér feilur mjög vel Edin-
þorg. Hef alltaf kunnað vel við
ttiig þar, en því betur sem lengra
hefur liðið.
/1 Ganiall háskóli —
•— Edinborgarháskóli er gamal
gróinn?
— Það er hann; en samt er
Edinborgarháskóli yngstur af
Skozku háskólunum, stofnsettur
1588. Það er að sumu leyti eftir-
tektarvert, að 3ji yngsti háskól-
jnn á Englandi var ekki stofn-
aður fyrr en eftir 1830, svo að
Skotland hafði eignazt 4 háskóla,
mörgum öldum áður en Englend
ingar fengu þann þriðja. —
Elzta bygging Edinborgarhá-
skóla, sem enn er notuð, er
frá því um 1780. Bygging-
ar háskólans eru margar á sama
stað, innilokaðar í gömlu borg-
inni, og niá því segja, að hann
aé algjör borgarháskóli. Hann
þefur breiðzt út að mjög miklu
leyti með því að keyptar hafa
verið þær byggingar, sem næstar
Stóðu — og einstakar deildir síð-
an verið fluttar inn í þær. En nú
stendur til að reisa nýjar bygg-
ingar, m. a. 15 hæða hús fyrir
tungumálaktnnslu og heimspeki,
og hefur heilt hverfi í miðri
borginni verið lagt undir þær.
Það vakti annars miklar deilur,
þegar háskólinn keypti þetta
hverfi, sem bæði er eitt elzta
hverfi borgarinnar og tékur auk
þess yfir fagurt torg. Mörgum
fannst, að nær hefði verið að
rífa niður fátækrahverfin og
nota þannig tækifærið til þess
að gera tvennt í senn — hreinsa
til og reisa nýjar byggingar fyrir
háskólann Það hefði sennilega
orðið með fegurstu stæðum fyrir
háskóla, ef keypt hefðu verið fá-
tækrahverfin, sem standa fyrir
austan gömlu háskólabyggingarn
ar. Þar blasa við hinar fögru
hæðir Arthur’s Seat og Salisbury
Crags. Ekki veit ég með vissu,
hvað olli því, að þessi staður
varð ekki fyrir valinu. Tvennt
heyrðist þó nefnt aðallega. í
fyrsta lagi hefðu byggingarnar
orðið miklu dýrari, þar sem orðið
hefði að reisa þær í halla. Og
þar að auki flaug svo fyrir, að
erfitt hefði orðið að kaupa burtu
alla „pub-ana“ í hverfi þessu, en
þeir njóia að sögn sérstaks stað-
arréttar.
Tregar fjárveitingar
— Eru stjórnarvöldin sæmi-
lega örlát á fé til háskólanna?
— Því miður virðist brezka
stjórnin ekki hafa fullan skilning
á því hvers er þörf, til að út-
þensla geti orðið á háskólunum.
' Sérstök nefnd hefur það verk-
efni að finna út, hve mikilla
fjárveitinga þurfi með. Er nefnd
in óháð stjórnmálaflokkunum og
skilar áliti beint til fjármálaráðu
neytisins. Nefndin gerði nú sem
endranær tillögur sínar, þ. á. m.
um kjarabætur til handa háskóla
kennurum, en framlög voru skor
in niður af stjórninni. Af þessu
varð hún óvinsæl mjög meðal
háskólakennara, eins og gefur að
skilja.
Satt að segja sýnist mér, að
ekki sé meiri skilningur á því
hér en í Bretlandi, að greiða þarf
háskólakeniiurum há laun. Ef
miðað er við föst laun ein sam-
an, hafa prófessorar hér lítið
meira en byrunarlaunum nemur
í Bretlandi, umreiknuðum eftir
gengi. En hér tíðkast mikil auka-
vinna, sem yfirleitt þekkist ekki
í Bretlandi. Þar er ráðningar-
samningum svo háttað, að sér-
stakt leyfi þarf, til að geta stund
að önnur störf með og það er
því mjög fátítt. Ætlast er til, að
menn helgi stofnuninni krafta
sína óskipta. En til þess að það
sé hægt, verður auðvitað að vera
hægt að lifa af laununum.
Vonir standa nú til þess í Bret-
landi, að fram fari á næstunni
nýtt mat á stöðu háskólakennara
í þjóðfélaginu og að þeim verði
þá í launalegu tilliti skipað á
bekk með þeim opinberu starfs-
mönnum, sem sanngjarnt og eðli-
legt er. Upp á síðkastið hafa há-
skólakennarar dregizt aftur úr og
hafa háskólarnir fyrir þá sök
átt erfitt með að fá.hæfa kenn-
ara í sumum greinum, eins og
t. d. stærðfræði, eðlisfræði og
efnafræði, þar sem iðnaðurinn
hefur getað boðið hærri laun.
Að því er snertir samanburð-
inn á kjörum háskólamanna hér
og í Bretlandi virðist mér annars
fljótt á litið. að fólk lifi hér blóm
lega. En fólk eyðir fé sínu mis-
munandi. Hér er mikið lagt upp
úr því að eiga fagra hluti, mál-
verk á veggjum og teppi á gólf-
um. Aftur á móti er margt af
fólki í Bretlandi, sem leggur aðal
áherzluna á að ferðast, sjá sem
flest og kynnast sem flestu, en
er lítt fyrir það gefið að safna
um sig hlutum. Það kemur sér
líka illa fyrir fólk, sem hrein-
lega flytur sig búferlum, eins
og er um marga háskólakennara,
sem gjarnan skipta um háskóla
af og til, áður en þeir setjast
í helgan stein.
Áhrif frá Oxforú
— Hvað er að segja um
kennslugrein yðar, heimspekiria,
og afstöðu yðar og samkennara
yðar til hennar?
— Það iná segja, held ég, að
langflestir þeirra, sem kenna
heimspeki við Edinborgarhá-
skóla, hafi orðið fyrir sterkum
áhrifum af þeim stefnum, sem
hafa verið ríkjandi í Oxford.
Margir þeirra hafa einhverntíma
verið í Oxford og sumir hinna,
eins og t. d. ég, sem .aldrei hafa
verið þar, hafa orðið fyrir áhrif-
um frá þeim heimspekistíl, sem
þar ræður ríkjum.
En náttúrlega, þegar starfs-
menn sömu stofnunar eru 20 tals
ins, þá eru þeir ekki allir sömu
skoðunar. Þótt þeir noti sama stíl
inn, þá rnerkir það í rauninni
ekki annað eða meira en að þeir
skilji hvei annan. Það, að hafa
annan stíl, felur svo ekki ein-
ungis í sér að vera ósammála,
heldur að skiljast yfirhöfuð ekki.
Það er því ákaflega algengt, að
heimspekingar talist ekki við.
Það er að vísu alltaf hægt að
segja: Ég skil ekki. Og: Þú verð-
ur að tala skýrar. En þegar allar
tilraunir misheppnast, þá er ekki
margra kosta völ. Því háttar svo
til um suma kollega mína, til
dæmis, að við tölum aldrei sam-
an um heimspeki. Ég hef einn
þeirra alveg sérstaklega í huga.
Við þekkjumst mjög vel og get-
um talað saman um öll efni, en
eru löngu hættir að tala saman
um heimspeki. Ef hann talar, þarf
ég að snúa því, sem hann segir,
yfir á mitt mál og þá skilur hann
Dr. Páll S. Árdal.
ekkert. Og það sama gerist, þeg-
ar ég iýsi mínum skoðunum.
Svona er þetta um aðra.
Heiðarleiki takmarkið
— Hvaða strauma gætir helzt
í heimspeki á Bretlandi um þess-
ar mundir?
— Ég mundi segja, að það sem
hefur haft mest áhrif núna alveg
nýlega, sé kennsla heimspekings-
ins Austin, sem kenndi í Oxford
en dó fyrir u þ. b. 2 árum. Hann
skrifaði lítið, aðeins nokkrar tíma
ritsgreinar, enga bók, en hafði
samt geysileg áhrif. Skoðun hans
var sú, að fyrsta verk hvers heim
spekings hljóti að vera það, að
reyna að skilja til hlýtar þau
hugtök, sem hann notar. Menn
nota sum hugtök, sem þeir þykj-
ast skilja, en skilja þó ekki til
fulls. Austin var ekki ánægður
með það. Hann spurði nemend-
ur sína og reyndi að laða fram
fleiri merkingar orða og hug-
taka. Með þessu vildi hann temja
mönnum ineiri andlegan heiðar-
leika. Og þeir, sem hafa kynnzt
honum, spyrja sjálfa sig miklu
lengur. Þannig taka þeir m. a.
fyrir ýmis atriði, sem eldri heim
spekingar hafa áður fjallað um,
og ganga lengra en þeir í að finna
út hinar sérstöku merkingar
hvers u;n sig, áður en rasað er
að því að skipa þeim í ákveðna
flokka. Með þessu telja margir,
að Austin hafi leitt heimspek-
inga út í álíka ógöngur og heim-
spekingar á miðöldum, sem
deildu um þrð, hve margir engl-
ar gætu dansað á sama nálar-
oddi. Hann er m. a. sakaður um
að gera ekki greinarmun á aðalat
riðum og aukatriðum. Eg, fyrir
mitt leyti, er honum sammála
um að fyrst sé að líta á landið
— svo að kortleggja það; að
ekki megi fyrirfram vera búið
að ákveða neinar fastar línur,
sem á kortinu ’ skuli vera, hvað
sem hver segi. Fyrst er að skilja
alla hugt&kamergðina og síðan
alian mismuninn á milli þeirra.
Annars hefur Austin orðið
fyrir miklum áhrifum sjálfur af
austurríska heimspekingnum
Wittgenstein, sem var stór hugs-
uður. Það er mikið mál að rekja
hans skoðanir, en án þess að
segja nokkuð um hugsun hans,
þá má' skipta henni í tvennt. I
Cambridge fylgja menn meira
hugsun hans á yngri árum, sem
er í anda heimspekinga eins og
t.d. Bertrand Russell. En í Ox-
ford hneigjast menn fremur að
skoðunum hans síðar. Wittgen-
stein skipti algjörlega um skoðun
og skrifaði seinni verk sín gegn
hinum fyrri — gegn sjálfum sér.
Ólíkt því sem gerist í sjtórnmál-
unum, þá þykir í heimspekinni
jafnvel kostur að skipta um skoð
un.
Ég gizka á, að Austin og Witt-
genstein séu þeir tveir mennirnir,
sem haft hafa hvað mest áhrif á
hugsun þeirra, sem nú fást við
heimspeki í Bretlandi.
Hugsa — bara til að hugsa
— Vilduð þér segja nokkuð um
afstöðu alnienningt til heim-
spekinnar — og þessara aðila
hvors gaghvart öðrum?
— Það er eitt í því sambandi,
sem kannske er sérstök ástæða
til að minnast á. Margt fólk hef-
ur ríka tilhneigingu til að halda,
að heimspakingar þurfi alltaf að
vera að segja einhver stórkostleg
lífssannindi. Heimspekin er ekki
tóm spakmæli Sjálfur tel ég að
heimspekin sé fyrst og fremst
fólgin í því að ástunda heiðar-
lega þugsun — og að þess verði
heimspekingar umfram allt ann-
að að gæta. Verkefni heimspekinn
ar eru mörg og geta verið ólík í
hinum ýmsu löndum. Hver tunga
hefur að geyma sín sérstöku hug-
tök, sem þarfnast íhugunar.
Tungumálin verða til og þróast
með sjálfum sér og oft er erfitt
að segja nákvæmlega það sama
á tveim hvað þá fleiri tungumál-
um. Taka má sem dæmi jafn
einfaldan hlut og» t. d. liti. ís-
lenzkan er fátæk af orðum á því
sviði — en enskan hins vegar
auðug; hún hefur t.d. fleiri mis-
munandi heiti yfir liti, sem fs-
lendingar mundu alla kalla
rauða, þrátt fyrir það að þeir
sæju svolítinn mun á þeim. Þessi
mismunur getur svo aftur valdið
því, að litum sé í hvoru landi
skipað niður með mismunandi
hætti. Svipað getur líka átt sér
stað með inargfalt flóknari hug-
tök, t. d. frelsi, sem allir eru
með á vörunum við ólíkustu tæki
færi. Menn af ólíkum stjórna-
málaflokkum geta allir verið
sammála um. að bezt sé að fólk
fái að ’ifa frjálst — og aldrei
er slíku rnótmælt í blöðum, en
íhugun leiðir í ljós, að ekki eiga
allir við nákvæmlega hið sama
með orðinu frelsi, heldur leggja
þeir misjafnan skilning í orðið.
Því verður alltaf að vera á verði
gagnvart hugtökunum, reyna að
komast á bakvið þau og gera sér
grein fyrir, hvað það er í raun-
inni, sem maður á við með þeim.
Og það er stundum ekki eins auð
velt og fólk virðist álíta. Fólk
má gjarna hafa hugfast, að það
getur verið gagnlegt að hugsa
stundum svolítið bara til þess
að hugsa, ekki endilega til þess
eins að komast að einhverri
praktískri niðurstöðu.
Örvað til íhugunar og umræðna
— Hvernig er heimsspeki-
kennslunni háttað í Edinborgar-
háskóla?
— Hún fer þar eiginlega fram
með þrennskonar hætti.
Fyrst og fiemst eru það fyrir-
lestrar, og er þá skilið á milli
fyrsta árs stúdenta, sem aðeins
stunda heimspeki sem aukafag,
og hinna, sem eru að hefja raun-
verulegt heimspekinám. Allt
upp undir 400 stúdentar sækja
byrjendafyririéstra og er þá
þrumað yfir þeim með hjálp
hljóðnema o^ hátalara. Sjálfur
flyt ég slíka ahnenna fyrirlestra
og auk þess fyrirlestra um Plató.
Síðan er stúdentunum skipt i
smærri deildir, tutorials, kannske
10—15 í hverri, og er þar rætt
við nemendurna um námsefnið.
Hefjast þær umræður gjarnan
á athugasemdum um fyrirlestur,
sem fluttur hefur verið fyrr um
daginn. Stúdentarnir eru hvattir
til að byrja að segja eitthvað,
lýsa hugrenningum sínum um
einhver atriði, og reynt að kenna
þeim að rökræða hlutina. Þegar
kemur út í sjálft heimspekinám-
ið eru stúdentarnir færri í hverj-
um hóp og alit með nokkuð öðr-
um hætti, t d. eru stúdentarnir
fremur örvaðir til að grípa fram
í en hitt.
Annars láta skozkir stúdentar
mjög á því bera, hvort þeim líkar
eitthvað betur eða verr. Ef mað-
ur segir t. d. lélegan brandara,
er óspart stappað niður fótunum.
Sumt stapp er annars gott en
annað vont — og verst er, þegar
þeir skrapa gólfið með löppun-
um.
Svonefndar honours tutorials,
sem tíðkast hjá lengra komnum,
eru í því fólgnar, að hver nem-
andi hefur sinn ákveðna kenn-
ara og getur hitt hann og rætt
við hann flesta daga þó alltaf að
minnsta kcsti einu sinni í viku.
Kennslufyrirkomulagið er í aðal-
atriðum sniðið eftir fyrirkomulag
inu í Oxford og er reynt að sam
ræma fyrirlestra og umræður í fá
mennari hópum þ.e. tutorials. 3.
liðurinn í kennslunni eru svo
seminars. Þar eru teknar fyrir
einstakar bækur eða fyrirlestrar,
farið í gegnum efnið og það rætt
með nemtndum. Á þessum vett-
vangi leiða kennarar og nem-
endur oft saman hesta sína og
eru umræður hinar frjálslegustu.
Einnig má geta þess, að nem-
endur hafa með sér félagsskap,
sem heldur fund 1 sinni í viku.
Oft talar þar kennari úr skólan-
um eða öðrum háskóla og síðan
er diskúterað á eftir. Standa
þessir fundir yfirleitt í 2% tíma
eða svo. Auk þess halda svo kenn
ararnir fundi einu sinni í viku og
rífast! „Philosophy of Science’*
nefnist og félagsskapur í Edin-
borg, sem fjallar um heimspeki-
leg efni, einkum þau er vísindi
varða. Sækja ýmsir þá fundi.
Tækifæri til umræðna eru því
mörg, og mikið er líka talað um
heimsspeki á þessum vettvöng-
um.
íslendingar i Edinborg
— íslendingar eru ekki mjög
margir í Edinborg.
— Að sjálfsögðu er þarna
konsúllinn, Sigursteinn Magnús-
son, og kona hans, Ingibjörg; þá
Hermann Pálsson og hans kona,
Guðrún; einnig Ásta Hallsdóttir,
gift Alexander. Svo eru alltaf
einhverjir íslendingar við nám
í Edinborg. Upp á síðkastið hafa
tveir stúdentar, Ingólfur Helga-
son og Vilhjálmur Hjálmarsson,
stundað nám í húsagerðarlist við
Listaháskólann þar, og kona þess
síðarnefnda, Borghildur, einnig
sótt kennslu í skólanum. Enn-
fremur hefur Selma Vigbergs-
dóttir verið þarna við enskunám
og Jón Hannibalsson lagt stund
á hagfræði. Mér er sagt, að þó
nokkrir ætli að koma til Edin-
borgar í vctur til náms, enda
held ég, að það sé á margan hátt
heppilegt fyrir íslenzka stú-
denta að halda þangað. Það er
tvímælalaust gott, að stunda nám
á einhverjurn þeim stað, sem
unnt er að læra, jafnframt sér-
grein sinni, einhverja höfuð-
tungu til hlítar.
Þar sit ég.......
— Þér hafið ekki áform um
að segja skilið við Edinborg í
bráð eða lengd?
— Ekkert slíkt hefi ég í huga,
nema hvað mér hefur boðizt að
kenna við Dartmouth háskólann
í New Hampshire í Bandaríkjun-
um fyrri helming næsta árs og
ætla að gera það. Fyrir velvilja
og lipurð háskólayfirvaldanna 1
Edinborg hefur mér tekizt að fá
leyfi frá kennslu þar þennan
tíma og fer því vestur um haf
laust fyrir áramótin. Burtséð
frá þessu sit ég enn sem fastast
í Edinborg og ekkert fararsnið
á mér. — ól Ee.