Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 13
f Sunnudagui 12. ágúst 1962
MORCVNBIAÐIÐ
13
Mikilfenglegt
« leiksvið
r->
Þegar hefur verið svo fjölyrt
um það, að furðu fáir urðu sér
til stórskammar um verzlunar-
mannahelgina, að engu er þar
Við að bæta. Vonandi koma þeir
tímar áður en langt um líður,
að slíkt þyki ekki í frásögur
færandi. Eftir hinu er munandi,
hversu vel skátamótið á Þing-
Völlum tókst. Áhættusamt er að
efna til slíks móts 2000 manna
í fjallabyggð á íslandi, jafnvel
þótt um hásumar sé. Mikill und-
drbúningur, vinna og nákvæmni
eru forsenda þess, að vel takist.
Svo fór vissulega að þessu sinni
og mega íslenzkir foreldrar vera
þess minnugir, að þeim forystu-
mönnum, sem þarna lögðu hönd
að verki, er treystandi fyrir for-
sjá barna þeirra.
Einn þeirra gesta, sem nokk-
uð fylgdist með skátamótinu,
mun lengst minnast tvenns:
Messunnar í Hvannagjá sl.
Bunnudagsmorgun og varðelds-
Frá tjaldbúðum skáta á Þingvöllum
I
REYKJAVIKURBREF
———— Laugardag 11. ágúst ———————————
ins nokkru vestar í gjánni kvöld
dð áður. Það er mál fyrir sig en
þó ekki þýðingarlaust fyrir
þann, sem skilja vill sögu Þing-
valla, að báðar þessar hátíðar
voru haldnar í gjánni en ekki
niðri á völlunum. Ef til vill
munu þeir, sem staddir voru við
Varðeldinn á laugardagskvöld,
hafa orðið fyrir dýpstum áhrif-
um af því þegar norsku skát-
arnir birtust skyndilega með
lúðraþyt og fornum vopnaibúnaði
á hærri, vestari brún gjárinnar.
Ónýttir
möguleikar
Meðal þeirra þjóða, sem eiga
gamlar byggingar, tíðkast það í
vaxandi mæli að nota þær til
hátíðabrigða, bæði þegar göfuga
gesti ber að garði og til leik-
sýninga fyrir heimamenn og
ferðalanga. Rafmagn er þá oft
notað til þess að láta ýmiss kon-
ar Ijós leika um kastalaveggi
og skapa þar með geðbrigði, sem
með öðru móti væri örðugt að
fá. Þetta er a.m.k. að mestu ó-
háð veðrabrigðum, og verður
ekki endurtekið á fslandi, sem
ekki hefur upp á sömu skilyrði
að bjóða. En manni, sem sumt
af slíku hefur séð, þótti miklu
tilkomumeira að sjá frumstæða
eftirmynd þess á dökkum barmi
Almannagjár, berandi við vest-
anskin hinnar íslenzku sumar-
sólar. Sjálfir höfum við aldrei
reynt sögulegan leik á Þingvöll-
um síðan á Alþingishátíðinni
1930, þegar þar var sýnd hug-
mynd þeirra ólafs Lárussonar
og Sigurðar Nordals um stofnun
Alþingis. Sú sýning er þeim,
eem þetta ritar, enn í fersku
minni og furðulegt er, ef svo er
ekki um fleiri, er þá voru þar
staddir.
Tjöldum því,
ta
sem
er
Veðurfar & fslandi er þvi mið-
ur með þeim hætti, að veruleg
élhætta fylgir því að efna til úti-
hátíða. Á Þingvöllum er hins
vegar það umhverfi, að mjög
llla þarf að takast til, svo að
ellt fari út um þúfur. Sé heppn-
ia með ar leitun á öðru eins
baksviði fyrir það, sem eitt-
hvert gildi hefur í sjálfu sér.
Sumt er hægt að gera áhættu-
laust. Ef menn kynna sér sögu
Þingvalla, þá komast þeir að
raun um, að þar eru nær engar
fornminjar eldri en frá 18. öld,
þ.e.a.s. frá mesta niðurlæginga-
tíma þjóðarinnar, rétt áður en
Alþingi hraktist frá Þingvöllum,
ekki eingöngu vegna niðurlæg-
ingarinnar heldur sökum
breyttra aðstæðna. Þeir þúfna-
kollac, sem enn eru þar eystra
til minja um mismunandi merka
sýslumenn, eru lítils virði varð-
andi sögu íslands. Náttúran eyð-
ir þeim áður en varir, enda hef-
ur almenningur nú þegar valið
sér gangstíga um þvera suma
þeirra, vegna þess að yfir þeim
hvílir engin helgi í hugum
manna. Af þessum sökum finnst
ýmsum sem ekki þekkja Þing-
velli gjörla, þar minna að sjá
en þeir hefðu fyrirfram ætlað.
Hver getur vænzt þess, að búð-
ir hinna og þessara löngu
gleymdra embættismanna, sem
uppi voru fyrir tveim öldum,
veki nokkra hugarhræringu í
brjósti núlifandi manna? En er
það þá goðgá, þótt upp á því sé
stungið, að fornfræðingar okk-
ar séu kvaddir til ráða um að
hlaða og tjalda búð, svo sem
ætla má, að forfeður okkar hafi
haft fyrir þúsund árum?
Mikilfengleiki
og mannabústaðir
Vafalaust munu sumir segja,
að ekki megi minnka mikilfeng-
leik náttúrunnar með mannabú-
stöðum, sem ekki sé víst að séu
eins og þeir voru til forna. En
margir njóta þá fyrst dýrðar
náttúrunnar, þegar þeir geta
borið mannanna verk saman við
hana. Góður smekkmaður hafði
nýlega orð á því við þann, er
þetta ritar, hvílíkur sölcnuður
Reykvíkingum yrði að því, þeg-
ar húsin tvö í Engey, sem eng-
inn býr lengur í, hryndu til
jarðar. Þau hús hafa enga sögu-
lega þýðingu. Þó mundi mörg-
um þykja sfjónarsviptir af þeim
fyrir útsýnið frá Reykjavík. —
Þingvellir þurfa raunar ekki á
mannabústöðum að halda til að
auka á mikilfengleik sinn. Sá,
sem staddur er úti á Þingvalla-
vatni, sér þó hversu sumarbú-
staðirnir við ströndina auka á
stórfengleik landslagsins. Senni-
legt er, að menn mundu á sama
veg fá aukinn skilning, ekki ein-
ungis á fegurð Þingvalla, er allir
íslendingar skynja, heldur og á
söguþýðingu þeirra, ef þar væri
að sumarlagi tjaldaðar nokkrar
búðir á sama veg og gert var
um aldaraðir í fslands sögu. Hið
liðna verður aldrei endurlifað,
en tengsl við fortíðina er meg-
instyrkur hverri þjóð. Áhugi
almennings fyrir hinu fátæk-
lega húsahverfi uppi við Árbæ
er leiðbeining um það, sem gera
má á Þingvöllum.
Bara
varavegur
Nú er svo komið, að vega-
lagningu á vestra barmi Al-
mannagjár verður senn lokið.
Ótrúlegt er þó, að unnt verði að
taka hann í notkun fyrr en síðla
næsta sumars. Heyrzt hefur, að
hann^sé fyrst og fremst hugsað-
ur sem varavegur og hlýtur þá
að vera miðað við að farið verði
um Almannagjá eftir sem áður,
meðan snjóar tálma ekki. Rétt
er ,að ein af ástæðunum fyrir
að lagt var í þessa vegagerð var
sú, að með henni fæst aukin
trygging fyrir stöðugu vegasam
bandi milli suðurlandsláglendis
og Reykjavíkur. Önnur ástæðan
var hin mikla hætta á grjót-
hruni ofan á vegfarendur, er
eykst eftir því, sem þyngri bíl-
ar fara um Almannagjá. Mestu
varða hins vegar helgispjöllin
af bílaumferð á hinum forna
þingstað þjóðarinnar. Þar á að
ríkja ró og friður, þannig að
menn fái í næði að njóta um-
hverfisins. Haldið hefur verið
fram að ekki megi svipta menn
iþeirri undrun, sem því fylgir að
aka í fyrsta skipti niður í Al-
mannagjá. Það er satt, að þá opn
ast fyrir mönnum eftirminnileg
sýn. En mundi það verða áihrifa-
minna, þótt ekið væri á gjár-
barminn og þeir, sem það kysu,
gengu síðan gangstíg niður gjána,
fram hjá Lögbergi, yfir ána á
brú, er væri líkust því, er fróðir
menn ætla að hafi verið á sögu-
öld? Þeir, sem ekki nenna að
leggja slíkt á sig, geta ekið eft-
ir hærri gjárbarminum, komið
ofan vellina og séð allt tilsýnd-
ar. Staðarins verður að vísu
ekki notið til fulls með því móti.
en svo verður hvort eð er ekki
gert, nema menn nenni að leggja
nokkuð á sig.
Færum
þingstaðmn
hið forna horf
Þingvellir hafa þá þýðingu í
tilveru íslenzku þjóðarinnar, að
hún má ekki bjóða þeim annað
en hið bezta. Eftir því, sem föng
eru á, ber að færa sjálfan þing
staðinn í það horf, sem hann var
á söguöld. Til þess þarf að rífa
sumt og endurbyggja annað. —
Þannig hafa aðrar þjóðir einmitt
farið að með helgistaði sína.
Þegar grafið er úr rústum, er
að nokkru leyti endurreist eftir
ágizkun. Og á okkar dögum hafa
borgir, sem lagðar voru í rústir
á stríðsárunum, verið endur
byggðar sem líkast því er áð
ur var, til þess að tryggja skiln
ing almennings á sögulegu sam
hengi. Jafnvel austan járntjalds
hafa þær þjóðir, sem haldið hafa
sjálfsvirðingu sinni, farið svo að
þó að valdhafarnir fordæmi
öðru orðinu fyrri tíma stjórn
endur. Sovétstjórnin lét endur
byggja Peterhof rétt utan við
Leningrad í sinni gömlu mynd
Pólverjar hafa reynt að byggj
upp Varsjá líkasta því, sem áð
ur var. Það eru einungis hinir
undirokuðu Austur-Þjóðverjar,
sem verða að lúta svo lágt, að
rífa sjálfir niður minnismerki
fornrar frægðar. En þeir stjórn
endur, sem láta hafa sig til slíks,
verða líka að una því, að hlaða
hinn svokallaða, réttnefnda
vegg svívirðingarinnar," sem
þessa dagana er rétt eins árs
garnall, til að hindra, að þegnar
þeirra flýi til menningarmeiri
landa.
Sagan verður ekk
endurtekin
Forköstun gamalla menningar
verðmæta er jafn fráleit eins og
að ætla, að sagan verði endur
lifuð. Skálholtsstað varð að
reisa úr rúst í nútímastíl. Eðli
legt er, að þar verði efnt til
skólahalds, sem geti komið nú
tíma mönnum að notum og vak-
ið hjá æskulýðnum vitund um
þrautseigju íslenzku þjóðarinn-
ar. En ef kirkjan ætlar sér á-
hrif í lifandi íslenzku þjóðfélagi,
þá verður æðsti maður hennar
að hafa sitt aðalsetur í höfuð-
stað þjóðarinnar. Vegur Skál-
holts verður ekki heldur meiri,
þótt sá prestur sem þar hefur
embættissetur, sé kallaður
vígslubiskup. Af því mundi
fyrst og fremst leiða, að þann
tigna titil væri ekki hægt að
veita þeim prestum, sem líkleg-
astir eru til að verða fjöldan-
um að gagni. Eða hvernig myndi
Reykvíkingum hafa þótt það, ef
þeir fyrir mannsaldri hefðu ver-
ið sviptir séra Bjarna, þegar
hann var kjörinn vígslubiskup,
af því hann hefði þá verið sett-
ur niður í Skálholti? Er það ekki
senn kirkjunni og Reykvíking-
um meira til gagns, að hann
hefur öll þessi ár starfað hér á
mölinni með þeim árangri, að
allir voru sammála um að rétt
væri valið, þegar hann var kjör-
inn fyrsti heiðursborgari Reykja
víkur?
Gerum Þingvelli
eftirsótta
af almenningi
Einstaka menn láta sér enn
detta í hug að hægt sé að láta
Alþingi á ný fá aðsetur á Þing-
völum. Svo fjarstætt sem það
væri að reyna að endurreisa
biskupsstól í Skálholti, er hitt
þó miklu fráleitara að ætla Al-
þingi setu á Þingvöllum. Til
þess skortir öll skilyrði og fyrir
fordildar sakir væri lagt í ó-
hemju kostnað, án þess að nokk-
ur yrði að bættari. Annað mál
er, að of fáir þekkja nú Þing-
velli eða njóta dýrðar þeirra svo
sem yert væri. Flestir hafa raun
ar komið þar, ekið í gegn án
þess að kynnast staðnum til
nokkurrar hlítar. Ein ástæðan
til þess er sú, að gestamóttaka
er þar nú með öllu óviðundandi.
Starfsfólk gistihússins í Valhöll
vinnur mikið og þakkarvert starf
við ótrúlega lélegar aðstæður.
Sú var tíðin að Valhöll var eina
sumargistilhúsið á fslandi. Þegar
gistihús var opnað á Laugar-
vatni hvarf Valhöll úr móð.
vegna þess að menn sögðu, að á
Þingvöllum væri ekki við neitt
að vera. Sannleikurinn er sá, að
enginn staður á íslandi býður
upp á fjölbreyttari möguleika
en Þingvellir, að sundinu einu
undanskildu. Þessu væri auðvelt
að breyta. Mestu raforkuver
landsins fá afl sitt úr Þingvalla-
vatni. Enn hefur rafmajgp það-
an þó ekki veríð leitt til Þing-
valla. Á því má héðan af ekki
verða nein bið. Þegar næg raf-
orka er fengin, væri auðvelt að
afkróa einhverja víkina suður af
Þingvallabænum, hita vatnið
og búa þar til ákjósanlega úti-
baðlaug. Slíkar laugar eru hafð-
ar við helztu gistihús á strönd-
um sjálfs Miðjarðarhafsins
vegna þess að öruggara þykir að
synda í laug en úthafinu.
Nýr gististaður
Á þennan veg má auðveld-
lega gera Þingvelli að eftirsótt-
asta gististað á öllu íslandi. —
Jafnframt þarf að sjálfsögðu að
reisa nýtt hótel og mun því
þegar hafa verið ætlaður stað-
ur á töngunum suður af Þing-
vallabæ, í námunda við það,
sem hér að framan var sagt, að
auðveldlega mætti koma upp úti
sundlaug. Gististaður sem þama
væri reistur mundi í fyrstu eink
um verða eftirsóttur að sumar-
lagi. En þar mundu einnig oft
skapazt miklir möguleikar til
vetraríþrótta á útmánuðum. Á-
horfsmál er, hvort slíkt veit-
ingahús ætti að sinna öðrum en
föstum dvalargestum eða einnig
að vera opið fyrir þá, sem ein-
ungis ætla sér að dvelja dag-
stund. Hugsanlegt væri að reisa
veitingaskála í því skyni á Efri
Völlum. Hér er í rauninni um
tvenns konar starfsemi að ræða
og kann þó almennur veitinga-
resktur að vera forsenda þess,
að gistihús geti borið sig. Allt
þarf þetta nánari athugunar við
í einstökum atriðum, en með ein
hverju móti verður að tryggja
að hafizt sé handa um byggingu
gistihúss í swæmi við nútíma
kröfur.