Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIO Sunnudagur 12. ágúst 1962 > Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AFGLAPINN MIKLI |>itstjóri Tímans var sein- heppinn, þegar hann valdi fyrirsögn á ritstjórnar- grein, sem hann nefndi „Af- glapaverkið mikla“. Fjallar hann þar um viðreisnina og ráðstafanirnar sem gerðar voru til að treysta hana eftir skemmdarverkin í fyrra. — Enda þótt það hafi nú sýnt - sig að fjárhagur landsins hef ur nú verið treystur, full at- vinna er og góðæri um allt land, þá telur hann að það hafi verið afglapaverk að halda viðreisninni áfram. Menn kannast að vísu við þá kynlegu kenningu Tím- ans, að ríkisstjómin Ufi á góðærinu, án fengsældar mundi hún- vera fallin. En svo er bætt við nýrri kenn- ingu og sagt, að ríkisstjómin berjist gegn góðærinu. Með öðmm orðum, ríkisstjórnin er alltaf að reyna að fella sjálfa sig. I>essi málflutningur er með þeim hætti að naumast er orðum að honum eyðandi, nema í þeim tilgangi að sýna fólki fram á, hve hörmulega næststærsti stjómmálaflokk- ur landsins er á vegi stadd- ur. Það er ekki nóg með að hann hafi ekkert jákvætt til málanna að leggja, heldur er málflutningur hans allur byggður upp á algjörum öf- ugmælum og svo takmarka- lausum öfgum að úr verður hreinn bamaskapur. En þannig hefur málflutningur Framsóknarmanna verið mán uðum saman og að honum vék .Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, í útvarpsumræðum í vor. Hann sagði þá: „Ég spyr: Hefur nokkur svo bölvuð stjóm nokkm sinni farið með völd á ís- landi að hún telji refsivert að fólkið leitist við að bæta lífskjör sín og fylltist fyrir það heift og hefndarhug? Ég staðhæfi, að því fer víðs fjarri. Allar stjórnir hljóta fegnar að vilja bæta kjör þjóðfélagsþegnanna. Ágrein- ingurinn er aðeins um get- ima og gæfumunurinn er, hvort menn finna rétt úrræði og þora að gera það sem þjóð inni er fyrir beztu, án hlið- sjónar af stundarvinsældum eða líta undan og lyppast niður í von um fylgisauka.“ Það er þarna sem skilur á milli Viðreisnarstjórnarinn- ar og margra annarra ríkis- stjórna. Viðreisnarstjómin hefur tekið viðfangsefnin fostum tökum og búið þann- ig í haginn að hér er almenn hagsæld. Það er þetta sem rit stjóra Tímans gremst svo mjög, að hann ruglast í rím- inu og velur ritstjómargrein sinni nafn, sem nægja ætti til að festa við sjálfan hann nafngiftina: „Afglapinn mikli“. SÍLDARFLUTN- INGAR TjVamsóknarmenn hafa held- * ur ekki vaxið af árásum á ríkisstjómina í sambandi við síldarsöluna til Rússa ann ars vegar og síldarlandanir hins vegar. Þeir stóðu við hlið kornm- únista, þegar síldarútvegs- nefnd gerði ráðstafanir til að treysta samningsaðstöðuna við Rússa með því að stöðva síldarsöltun í nokkra daga, og þeir hafa haldið uppi stöð- ugum árásum á ríkisstjórn- ina fyrir það að ekki væri á hverri höfn nægileg afkasta- geta síldarverksmiðja, til þess að aldrei yrðu tafir á löndun. Formaður Framsóknar- flokksins þykist þó vera einn aðal ráðamaður í stjórn síld- arverksmiðjanna. Ef hann teldi þjóðhagslega heppilegt að byggja stórar síldarverk- smiðjur á hverri höfn, þá gat han beitt sér fyrir því á þeim vettvangi, en það hefur hann ekki gert. Sannleikurinn er líka sá, að það getur ekki verið heil- brígt að hafa í hverjum fjórð irngi svo stórar verksmiðjur að þær geti tekið á móti öll- um afla, hve mikill sem hann er. Er eðlilegra að hafa flutn- ingaslcip til að taka kúfinn af aflanum og flytja til ann- arra landshluta, þar sem verksmiðjur standa ónotaðar. Þessi háttur hefur líka ver- ið hafður á í sumar og verð- ur sennilega gert í rí'kara mæli í framtíðinni, og þann- ig tryggt að ekki þurfi að koma til löndunartafa. HEFÐU ÁTT ÁÐ ÞEGJA jóðviljamenn“ voru líka seinheppnir, þegar þeir tóku upp harðar umræður um austurviðskiptin. Niður- staðan af þeim árásum, sem þeir hófu á ríkisstjómina, hlaut að verða sú, að þessi mál yrðu krufin til mergjar. Og í gær birti Morgunblaðið heildaryfirlit um þessi við- skipti, sem sýna að þau hafa verið með allt öðrum hætti Fyrstu meiriháttar geim- vísindatilraunir í N-Evrópu Tveim eldflaugum skotið frá N-Svíþjóð sama sólarhringirm Síðastliðinn þriðjudag voru gerðar á Kronogard í Norður- Sviþjóð tvær fyrstu meiri hátt ar tilraunir í geimvísindum, sem gerðar eru í Norður- Evrópu. Aðfararnótt þriðju- dagsins var skotið á loft tveggja þrepa eldflaug af gerð inni Nike-Cajun og á þriðju dagskvöldið eldflaug af gerð- inni Arcas. Báðar tókust til- í Bandaríkjunum en vísinda- tækin sem þær báru voru sænsk. Myndirnar, sem hér fylgja eru af fyrri tilrauninni — önnur af Nike-Caiun eldflaug- inni, áður en henni var skot ið, hin af blossanum frá skot- inu. í trjónu eldflaugarinnar var hylki með vísindatækjum, er losnaði frá og sveif til jarð ar í fallhlíf. Náðist hylkið með tækjunum óskemmdum og var þegar sent til Banda- ríkjanna ti! rannsóknar. Tilgangur þessarar tilraun ar var að rannska eðli norður ljósa, en hinnar síðari að rann saka eðti vinda 1 efsta lagi gufuhvolfsins. Areas-eldflaugin var aðeins tveir metrar á lengd, og hraði hennar þrefaldur hraði hljóðs ins. Þrjátíu sekúndum eftir að henni var skotið, var eldsneyt ið fullnotað — og 130 sekúnd um síðar sprakk hleðsla í trjónu flaugarinnar og mynd aði ský yfir tilraunastaðnum er sást langt að. Tilraunir þessar eru kostað ar af Bandaríkjamönnum og Svíum í sameiningu og vísinda menn frá báðum þjóðunum taka þatt í framkvæmd þeirra. Fyrirhugafflar eru tvær til- raunir aðrar áður en langt um ' líður. raunirnar mjög veL Eldflaugarnar eru smíðaðar en kommúnistar hafa viljað vera láta. Við íslendingar erum nú eina þjóðin í Vestur-Evrópu, sem viðhöldum viðskipta- hömlum í þeim tilgangi ein- um að tryggja viðskipti við kommúnistaríkin. Að vísu hafa Finnar hömlur í sam- bandi við viðskipti með olí- ur og bíla, en f jölmargar vöru tegundir er óheimilt að flytja hingað til lands, nema frá kiommúnistaríkjunum. Það eru því hrein ósannindi að ís- lenzk stjómarvöld hafi reynt að hindra viðskiptin við komfnúnistaríkin. Þvert á móti halda þau uppi við- skiptahömlum á hluta inn- flutnings okkar, eingöngu til þess að tryggja þessi við- skipti. Hins vegar hafa verið margháttaðir erfiðleikar í sambandi við kaup frá komm únistaríkjunum. Erindrekar þeirra hafa sýnilega haldið, að viðreisnin myndi fara út um þúfur og þeir gætu á ný boðið okkur byrgin, krafizt þess verðs sem þeim sýndist í trausti þess að við gætum ekki verzlað annars staðar o.s.frv. Það er slíkt viðskipta- ástand, sem „íslenzkir“ komm únistar óska eftir, vegna þess að þeir telja að við eigum að knýtast sem rammgerðustu böndum við kommúnista rík- in, þannig að við séum þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.