Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 2
2 MOnCZJNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. ágúst 1962 kc UM siðustu helgi tókst stjórn Suður-Afríku að hafa hend- ur i hári eins harðasta and- stæðings síns og eins þekkt- asta forystumanns blökku- manna, málafærslumannsins Nelson Rolihlahla Mandela. Með honum var handtekinn annar blökkumannaforingi, Walter Sisulu. f opinberri tilkynningu stjórnar Verwoerds segir, að þeir hafi báðir verið hand- teknir í nágrenni Durban, en þangað hafi þeir verið komn- ir úr leyniferð til Tangany- ika. Handtökunni og fyrstu réttarmeðferð var haldið stranglega, leyndu — lög- fræðingi Mandela tókst ekki að komast í réttarsalinn fyrr en á síðustu stundu — rétt Walter Sisulu ingi flokksins árin 1950—52, en þá varð hann foringi af- ríkanskra sjálfboðaliða, er settu sér það takmark að brjóta lögin um aðskilnað kynþáttanna í landinu. Hann var hvað eftir annað dæmdur frá þátttöku í mannamótum og fyrirskipað að fara ekki frá Jóhannesborg án leyfis stjórnarvaldanna. Loks kom svo, að hann var neyddur til þess að hætta störfum fyrir flokk sinn. Eftir fjöldamorð- in 1 Sharpville var flokkur- inn bannaður, sem kunnugt er og Mandela var meðal þeirra, sem fangelsaðir voru. Frá því hann losnaði úr fang- elsinu undir árslok 1960, hef- ur hann farið huldu höfði. •—★ Allt fram til ársins 1960 voru Mandela og Albert Lut- huli, handhafd friðarverð' launa Nobels, samstarfsmenn og skoðanabræður, en eftir atburðina í Sharpeville gekk Mandela í lið með þeim er toldu einsýrit, að kynþátta- Svarta akurliljan fangelsuð Nelson Mandela I þann mund, er úrskurðað var, án þess nokkur sönnun- argögn hefðu verið lögð fram, að Mandela skyldi haldið í fangelsi í tólf daga til að byrja með, á þeirri forsendu að hann hafi æst til andstöðu gegn stjórninni. Að þeim tíma loknum verða Mandela og Sisulu dregnir fyrir rétt, sakaðir um skemmdarstarfsemi og land- ráð, sem dauðarefsing liggur við. ★—•—★ Mandela er 44 ára að aldri, sonur höfðingja frá Transkei- héraðinu, syðst í landinu. — Hann lauk lögfræðiprófi árið 1942, og tíu árum síðar kom hann á fót fyrstu löglegu málafærsluskrifstofu blökku- manna í Suður-Afríku, ásamt vini sínum og vel þekktum stjórnmálamanni blökku- manna, Oliver Tambo, sem nú lifir í útlegð. Mandela gerðist þegar árið 1944 félagi í flokki Afríku- manna, The African Nation Congress og var æskulýðsfor misréttinu í landinu yrði aldrei létt, nema gripið væri til róttækra ráðstafana gegn ríkisstjóminn-i. Mandela hef- ur farið ótal ferðir til og frá Suður-Afríku þessi tvö ár, og hefur þótt tíðindum sæta, að hann skyldi ekki handtekinn fyrr, því að stjórnin hefur leitað hans rækilega. En Mandela hefur stöðugt skipt um dvalarstað og skotið upp á ólíklegustu stöðum til að skipuleggja mótmælaaðgerðir blökkumanna og gefa út yfir- lýsingar. Hefur hann af þessu hlotið nafnið „Svarta akur- liljan." Þrátt fyrir ákafa leit að Mandela hefur stjórn Suður- Afríku aldrei sett nafn hans á lista yfir þá, er taldir eru stjórninni hættulegir. Þar er hins vegar að finna nafn málafærslumanns hans, sem hefur í för með sér, að um- mæli hans sem verjanda Mandela í væntanlegum rétt-1 arhöldum í Jóhannesarborg, verða hvergi birt í suður- afrískum blöðum. Byrlaði Verwoerd fuil trúa S.Þ. eitur í vor? Dvöl Dr. Soblen í Eng- landi talin óæskileg Hann verður sendur til Bandahkj- anna með annari flugvél, neiti El Al oð flytja hann London, 11. ágúst. (NTB-AP) ÍSRAELSKA flugfélagið E1 A1 hefur ákveðið að láta næstu flugvél, sem fer áætl- imarferð til New York, sleppa viðkomu í London. Er almennt talið, að það sé einn þátturinn í viðleitni stjórnar ísraels til þess að reyna að forða því, að Dr. Soblen, bandaríski njósnarinn, verði sendur til Bandaríkjanna, þar sem ævilangt fangelsi bíður hans. Dr. Soblen dvelur enn í Englandi, en í morgun til- kynnti brezka innanríkisráðu neytið, að ef E1 Al, ísraelska flugfélagið, vildi ekki flytja hann til New York, þá yrði gripið til annarra farartækja. í tilkynningunni segir enn fremur, að dvöl Dr. Soblen í Englandi sé talin mjög óæskileg, og sé það vilji brezkra yfir- Erlend tíðindi Framh. af bls. 22. ánægður til síns heima. Vart var Alsogaray kominn til Buenos Aires aftur, er fregnin um nýja uppreisn barst. Enn hafði herinn látið til skarar skríða, vegna þess, að notokrir hershöfðingjar gátu ekki sætt sig' við skipun nýs manns, Edu- ardo Senorans, í embætti her- málaráðherra. Sem betur fer, fyrir Argen- tínumenn, var lántakan um garð gengin. Hve langt er að bíða næstu uppreisnar — og lántöku — skal látið ósagt, en hvort tveggja virðist næstum ómiss- andi þáttur í lífi manna þar syðra. ALVARLEGT mál er nú ris- ið vegna skýrslu tveggja full trúa í SA-Afríkunefnd SÞ. í maí í vor fékk formaður nefndarinnar, Filippseyja- maðurinn Victorio Carpio, á- samt varaformanninum, Mart inez de Alva, varaformanni nefndarinnar, leyfi Verwo- erd, forsætisráðherra Suður- Afríku, til að heimsækja S.- Afríku og kynna sér ástand- ið í kynþáttamálunum. Að lokinni ferðinni, kom í ljós, að Carpio hafði undirritað skýrslu um meðferð þá, sem þeldökkir menn sæta, og var því lýst þar, að stjórnin kæmi vel fram við þá í hvívetna. Nú bar hins vegar svo við, er skýrsla nefndarformanns- ins var tekin til umræðu í gær, að hann neitaði að standa við hana, og vísaði til síðari skýrslu um málið. Sagði Carpio, að hann hafi verið „veikur“, er hann und- irritaði fyrri skýrsluna, og sé ekkert mark á henni takándi. Liggur grunur á, að Carpiö hafi verið byrlað eitur í kaffi, er hann drakk með Verwoerd, forsætisráðherra, og hafi hann síðan verið látinn undirrita skýrsluna í vímu. Þykir mál þetta allt hið skugga legasta, enda er síðari skýrsla formanrisins á allt annan veg, og bendir til þess, að kjör blökku manna í S-Afríku séu svo bág, og meðferð á þeim svo ill, að láti nærri, að útrýmingu þeirra muni af leiða, ef svo gangi til framvegis’ sem hingað til. Ráðgjafi U Thants, fram- kvæmdastjóra SÞ í málum laga- legs eðlis, Constantin Stavrop- oulus, hefur farið þess á leit, að rannsókn verði látin fara fram í málinu. Þá hefur komið fram, að öðr- um af sendimönnum þeim, er framan greinir, hafi verið ógn- að með lífláti, ef hann bæri stjórn S-Afríku ekki vel söguna. Uppnám varð á fundi nefndar innar, er Carpio neitaði að standa við fyrstu skýrslu sina, og sagði fulltrúi S-Afriku, að Carpio stefndi að því að níða niður stjóm landsins. W* NA /5 hnútar [ yf'- SV50hnútar X Snjó/como P OSi v- 7 Skúrir EC Þrumur mss, KuMoski/ Hitsskif H HssZ 1 L Ua»\ 1.ÆGÐIN við Skotland hafði dýpkað talsvert í gærmogun, og um leið snerist vindur meira til norðausturs og létti sunnan lands, en á Norður- og Austurlandi var þykkt loft / og nokkur rigning. Vindur för iþar líka hægt vaxandi. Horfur eru á góðu veðri sunnan lands í dag. Merce£es-2enz drepur mink AKUREYRI 11. ágúst. Um tólf leytið sl. nótt var Bjarni Bjarna son bifreiðastjóri á leið austan af landi, en hann ekur 18 manna Mercedes-Benz-bifreið. — Þegar hann nálgaðist suðurenda flug- brautarinnar við Akureyri, virt- ist honuin hann sjá tvö ljós á veg inum. Við nánari athugun kom í ljós, að þarna var minkur á ferð. Sneri minkurinn þegar frá bíln- um og hljóp eftir veginum. — Bjarni jók ferðina, náði minkn- um og ók yfir hann rétt við flug brautareadann. — St E. Sig. valda, að hann verði á brott hið fyrsta. Sennilegt er talið, að hant verði nú sendur til New York með annarri áætlunarflugvél. Ekki er þó vitað, hvort það verð- ur í dag. Lektorstaða FREIE Universitat í Berlín hefir ákveðið að stofna lektorsstarf I nútímaíslenzku. Er ætlunin að lektorinn taki til starfa 1. janúar eða í síðasta lagi 1. apríl n.k. Launin eru 1020 þýzk mörk á mánuði og að auki ýmsar upp- bætur fyrir fjölskyldumenn. Umsóknir um starfið, sem rit- aðar séu á þýzku og stílaðar til rektors Freie Universitat, Berlin, sendist skrifstofu Háskóla íslands fyrir 10. september n.k. (Frétt frá Háskóla íslands). Brezkir sjóliðar AKUREYRI, 11. ágúst. — Brezka herskipið Malcolm kom hér i gær, og var fréttamönnum boðið að skoða skipið. Commander Kibby skýrði m.a. frá því, að menn af skipinu hefðu oft tekið sér langar gönguferðir, er þeir hefðu legið við land. Var t.d. fyrir skömmu farin löng göngu ferð um Nurður-Noreg. Að þessu sinni fóru tíu menn af áhöfn skipsins fótgangandi frá Akur- eyri áleiðis til Reykjavíkur. Ætla þeir að fara bílveginn vestur í Húnavatnssýslu, en síðan fara þeir óbyggðir, þar til þeir koma í byggðir syðra. Leiðangursstjóri er Evans undirforingi. Borgara- styrjöld í Argen- tínu? BUENOS AIRES, 11. ágúst — NTB—AP — Ástandið í Argen tínu er sagt mjög alvarlegt, og er nú talið að koma kunni til borgarastyrjaldar í landinu. Stjórnarherinn er sagður fá mennur og ekki líklegur til þess að geta veitt uppreisnar mönnum neina mótspyrnu. — Hafa þeir þegar lagt undir sig 1 flestar setuliðsborgir í land- inu. Uppreisnin hófst í gær, eftir að uppvíst varð, að forseti landsins, Jose Maria Guodo, hafði útnefnt Eduardo Senor ans sem hermálaráðherra. Hafa hershöfðingj arnir, sem að uppreisninni standa, nú til kynnt, að þeir krefjist þess, að Guido, forseti, segi af sér. í fyrstu var það lanctherinn, sem að uppreisninni stóð, og var þá talið, að herforingjar í öðrum deildum hersins hefðu brugðið heiti sínu um að styrkja uppreisnarmenn. Síð- ustu fréttir herma þó, að sjó- herinn hafi nú lagt uppreisnar mönnum lið, og er ástandið sagt öllu alvarlegra fyrir þær sakir. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.