Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 3
I Sunnudagur 12. ágúst 19G2 MORGVNBIAÐ1Ð 3 Jökullinn 1928 Jökulsporðarnir hörfa UNDANFARNA þrjá áratugi heíur verið haldið uppi reglp- bundnum mælingum á ísl. skriðjöklum og hefur komið í ljós, að þeir hafa flest árin minnkað verulega. bæði stytzt og þynnzt, svo að landslag hef Jökullinn 1960 ur víða tekið áberandi breyt- ingum. Einn þeirra jökla sem mjög hafa látið á sjá er svokallaður Gígjökull, norður í Eyjafjalla jökli, sem kemur ofan úr gígskálinni á hájöklinum. Áð- ur náði þessi jökull niður á jafnsléttu og var mjög átoer- andi úr Fljótstolíðinni að sjá. Nú hefur hann þynnzt svo mjög og hörfað til baka, að hann er lítt áberandi þaðan. Meðfylgjandi myndir Ing- ólfs ísólfssonar, önnur frá 1928 og hin frá 1960, sýna vel breytingar þær sem orðið hafa á jöklinum. Af mæling- um hefur komið í ljós að jök- ulsporðurinn hefur hopað um 700 m á þessu árabili. Spaak vill hraða stjórn- málaeiningu Evrópu ViH stjórnmálanetnd, er starfi óháÓ stjórnum landanna — hefur sent de Caulle nýjar orðsendingar Briissel, 10. ágúst. — (NTB) — BELGÍSKl utanríkisráðherr- ann, Paul-Henri Spaak, hef- ur lagt fyrir de Gaulle, Frakk landsforseta áætlun, sem mið ar að því að auðvelda stjórn- málaeiningu Evrópu. Tals- maður belgíska utanríkisráðu neytisins hefur hvorki viljað staðfesta né neita þessari frétt. Hins vegar sagði hann þá de Gaulle og Spaak hafa skipzt á orðsendingum um þetta mál. Talið er, að fregn- in um áætlun þá, sem Spaak hefur lagt fram, hafi spurzt fyrir lausmælgi einhvers hlutaðeigandi. Áætlunin miðar fyrst og fremst að því að teknar verði upp umræður, þar sem full- trúar allra landanna í efna- hagsbandalaginu taki þátt.— Eiga fulltrúarnir að mynda stjórnmálanefnd, «r verði að nokkru leyti óháð stjórn- um landanna, en hafi ekkert að gera með stjórn markaðs- mála. Eftir því sem fréttastofan AFP segir, þá hefur Spaak ekki viljað ræða þetta mál. Hins veg- ar er talið fullvíst, að Spaak sé fylgjandi sérstakri yfirstjórn á stjórnmálasviðinu, er starfi að miklu leyti óháð stjórnum land- anna. De Gaulle er sagður fylgj- andi lausara samstarfi Evrópu- þjóðanna á þessu sviði. Orðsendingar Spaak eru sagð- ar leggja áherzlu á, að hafnar verði viðræður, þannig að hug- myndin um stjórnmálaeiningu álfunar staðni ekki. Þá vill hann láta koma á stofn stjórnmálanefnd, sem skal, eins og áður segir, starfa að nokkru leyti óháð stjórnum landanna, en skal alls ekki skipta sér af markaðsmálum bandalagsins. Spaak er nú sagður hafa látið af þeirri skoðun sinni, að bíða ætti með viðræður um þetta mál, þar til víst yrði um aðild Breta að efnahagsbandalaginu. Munu berytt viðhoVf um aðild Breta, Séra Jónas Gislason: Gdðir ávextir ,.Gæti8 að yður fyrir falsspá- I mönnum, er koma til yðar í sauða klæðum, en eru hið innra giefs- arvdi vargar. Af ávöxtxim þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort geta menn lesið vínber af þymurn eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gotl tré góða ávöxtu, en skemrmt tré ber vonda ávöxtu. Gott tré getur ekki borið vonda ávötu, ekki heldur skemmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, er upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þvi þekkja þá. Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gjörir vilja föður mins, sem er í himninum. Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki spáð með þínu nafni, og höfum vér ékki rekið út illa anda með þínu nafni, og höf um vér ekki gjört mörg krafiUi- verk með þinu nafni? Og þá mun ég segja þeim aídráttarlaust: — Aldrei þekkti óg yður. Farið frá mér þér. sem fremjið lögmáls- brot“. Matt. 7, 1«—33. I. Öll þijú guðspjöll dagsins í dag eru tekin úr niðurlagi fjall ræðunnar. Jesús leggur hér meg ináherzluna á nauðsyn þess að veita viðtöku óbreyttum þeim boðskap, sem hann var kominn til að flytja mönnunum. Honum er strax fullljóst, að miki'l hætta er á, að eftir hans dag komi fram menn með nýjar kenningar, sem þeir flytji í hans nafni. Þeir eru falsspámenn, sem geta leitt menn afvega frá hinum rétta vegi, sem Jesús var kom inn til að opinbera. Hið ytra bera þeir á sér kristið yfirbragð og nota jafnvel nafn Jesús Krists, en eru í raun og sannleika fjarri honum og eiga engan hlut í fyrir heitum hans. Sama aðvörun kemur fram hjá Páli postula í Galatabréfinu, þar sem hann segir: „Þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yð ur, þá sé hann bölvaður". Það er ekki hægt að breyta boð skap Jesú Krists. Hann hefur í eitt skipti fyrir öll opinberað okk ur mönnunum sannleikann um Guð og menn. Enginn maður get ur þar aukið við eða dregið frá, nema hann um leið falsi þann boð skap, sem Jesús sjálfur flutti. Prófsteinninn á kristna kenn- ingu er Biblían. Allt, sem er í fullri samhljóðan við hana, er kristindómur, en allt hitt, sem brýtur í bága við Biblíuna, er falskenning, flutt til þess að af- vegaleiða mennina. Því megum við aldrei gleyma. Oft geta menn verið í góðri og óvissa sú, er »ú ríkir, ráða þeirri breytingu á afstöðu ráð- herrans. Sagt er, að de Gaulle hafi í svarbréfi sími verið fáorður, og ekki svarað tillögum Spaak í smáatriðum. Reuter-fréttastofan skýrir frá því, að Pompidou, forsætisráð- herra Frakka og forsætisráðherra ftalíu, Fanfani, muni ræða stjórn málaeiningu Evrópu, er þeir hitt ast við opnun Mont-Blanc jarð- ganganna, 15. sept. n.k. í París er ekki gert ráð fyrir, að utanríkisráðherran landanna í EEC komi saman fyrr en í okt. Viðræður þær, er fram munu fara milli Pompidou og Fanfani 15. sept., muni ráða miklu um það, hvað rætt verði á október- fundinum. Tapaði peningum MAÐUR nokkur sem á föstudag ók Krýsuvíkurleið frá Reykja- vík og austur í Mýrdal, tapaði á leiðinni peningaveski sínu með allmiklum peningum. Er skilvís finnandi vinsamlega beðinn um að skila því til rannsóknarlög- reglunnar gegn fundarlaunúm. trú, er þeii reyna að betrum- bæta hinn gamla kristna boðskap um óverðskuldaða náð Guðs synd ugum mönnum til handa fyrir trúna á hirm krossfesta og upp- risna frelsara, Jesúm Krist. En það breytir engu um hættuna, sem af slíkurn breytingum stafar. Það er ekki nóg að bera kristið yfirbragð og hafa nafn Jesú Krists á vörunum. Við verðurn að lifa lífi okkar í trú á hann. Jesús hcldur áfram í guðspjall inu: „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“. Kristindómurinn er ekki að- eins samsinning ákveðinna trúar kenninga. Hann er annað og miklu meira. „Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum". Sá, sem gjörir vilja Guðs. Það á að vera einkennið á okkur, sem kristin viljum vera meira en að nafninu til. Það er ekki nóg að- eins að hlusta á orð Jesú Krists og dásama fegurð þeirra og sann leiksgildi. Við verðum að til- einka okkur þau og breyta eftir þeim í lífi okkar. Við verðum að lifa eftir þeim. Við verðum að bera honum ávexti í lífi okkar. Annars er trú okkar dauð trú, aðeins varajátning, sem fær hið sama svar og Jesús talar um í guðsspjallinu: „Aldrei þekkti ég yður“. U. Annað guðspjallið í dag flytur okkur dæmiscguna úr niðurlagi fjallræðunnar um mennina tvo, sem byggðu hús, annar á sandi, en hinn á bjargi. Sá, sem lætur sér nægja að- eins að heyra orð Jesú Krists og breytir ekki eftir þeim, líkist heimskum manni, sem byggir hús sitt á sandi. Þegar á reyndir, bil- ar grunnúrinn, og húsið hrynur. Hinn er hygginn, sem reisir hús sitt á því bjargi, sem Guð hefur lagt í jesú Kristi, breytir eftir boðskap hans. Það er oft og mikið talað um upplausn í nútímanum. Margir hneykslast á unga fólkinu og framkomu þess. Og svo spyrja menn: Hvers vegna er ástandið eins og raun ber vitni? Eg held fyrir mitt leyti, að unga fólkið sé aðeins spegilmynd eldri kynslóðarinnar. Og orsakar innar til framkomu þess og hegð unar er að leita hjá okkur. Hvert er það veganesti, sem við gefum æskulýðnum í dag? Hvað er það, sem lögð er mest áherzla á I uppeldis- og menntamálum ís- lenzku þjóðarinnar? Eg er hræddur um, að of oft sé aðeins horft á hina ytri menntun og uppfræðslu, sem miðar að auk inni þekkingu í tæknilegum efn um. Um hitt er minna hirt að byggja upp andlegt líf unga fólks ins, skapa hjá því þá kjölfestu, sem ein dugar. þegar út í lífsbar- áttuna kemur. Við þurfum að læra, að leynd ardómurinn við hamingjuríkt líf er alls ekki fólginn í ytri velmeg un og fulliiæging þessa heims gæða. Hinn sanni auður er ekki fólginn í þeim hlutum, sem möl ur og ryð fá grandað. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Við megum aldrei gleyma því, að kristin kirkja hefur lífsnauð- synlegan boðskap að flytja nú- tímamanninum. Kristindómurinn á brýnt erindi til okkar. Við þörfnumst náðar Guðs í lífi okk ar á nákvæmlega sama hátt og forfeður okkar áður. Gæfa komandi kynslóða þessa lands er komin undir því, að við glötum ekki hinum kristna trúar arfi, heldui gefum uppvaxandi kynslóð nlutdeild í honum með okkur. Þá mun hún einnig bera ávexti Guði samboðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.