Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 22
22 r MoncvNnrnÐiB Sunnudagur 12. ágúst 1962 IMýr pólitískur „matseðill" í Alsír Samveldið gegn Bretum — Er síð* asta vonin um tilraunabann brostin? — Lántökur og uppreisnir ' ’Álsír BEN BELLA hefur tekið völd- in í Alsír. Stjórnarnefnd hans hefur hlotið viðurkenningu Bel- kacem Krim, foringja 2 milljóna Berba, Mohammed Boudiaf og Ben Khedda, forsætisráðherra útlagastjórnarinnar. Svo virðist, sem þessir þrír menn, sem mesta andstöðu sýndu Ben Bella þann mánuð, sem valdabaráttan stóð sem hæst, hafi séð þann kostinn vænstan að ganga til samiruga til að tryggja frið í landinu. Samningarnir fela í sér: • Gengið verður til kosninga 2. sept. n. k. • Ben Khedda gegnir embætti forsætisráðherra, að nafninu til, þar til kosið hefur verið. • Þjóðfrelsisráðið verður kall- að saman, að kosningum lokn- um. Hins vegar hefur engin trygg- ing fengizt fyrir því, að Ben Bella geri neinar breytingar á stjó?narnefnd sinni, hver sem úrslit kosninganna verða. ViS kosningarnar verður að- eins einn listi í framboði, þann- ig, að vart verður nema um ein úrslit' að ræða. Flestir- fréttaritarar eru á þeirrL skoðun, að sigur Ben Bella:~sé ekki hvað minnst því að þákka, hverra vinsælda hann nýtur hjá Serkjum. Allt frá því hann'^var tekinn höndum, fyrir tæpum sex árum, og varpað í franskt fangelsi, hefur Ben Bella verið píslarvottur í augum þeirrá: " Þær vinsældir verður þó að líta vafasömum augum. Vinsæld- ir hja þjóð, sem er að mestu leyti ::ómenntuð, ólæs og óskrif- andij getur vart verið byggð á þekkingu, hvorki á manninum sjálfum, né þeirri stefnu, er hannl hýggst framfylgja. „Við viljum sósíalisma“, sagði Ben Bella fyrir skömmu, „þann sósíalisma, er bindur endi á sér- réttindi“. Stúðningsmenn Ben Bella hafa dýst því yfir, að þeir séu andvigir Evian-samningnum, er gerður var fyrr á árinu, og batt enda: á styrjöldina í Alsír. Þá höfðn um 500.000 Serkir látið lífið,þau rúm 7 ár, sem styrj- öldiir stóð. Þeir Jýsa sök á hendur Belka- cem Krim og Ben Khedda fyrir að hafa staðið að samningum fyrir hönd Serkja, og telja þá hafa brugðizt landi sínu. Evian-samningurinn gerir ráð fyrirr um 700 milljón dala fjár- framíagi franska ríkisins til Al- sír, úr-lega, auk þess sem það tryggir sölu fjögurra aðalfram- leiðslúvara Alsírbúa, að lang- mestu leyti. Þá felur samningur- inn í_sér bætur til þéirra, sem missa land sitt vegna eignar- náms, frjálsan flutning fjár- magns o. fl. Þétta telja stuðningsmenn Ben Bellá „kapitalismá" er sé ekki í samræmi við þær hugmyndir, er þeir hafi um framtíð landsins. KTelztu vandamál Alsír eru nú þessl: • 500.000 Frakka (um helm- ingur þess sem var) hafa flúið land:~síðan um áramót. í hópi þeirt-a voru flestir sérmenntaðir ménn í landinu. • Vegna brottflutnings sér- fróðra manna er fjöldi fyrir- tælqa óstarfhæfur, og hefur það leitt af sér atvinnuleysi 2 millj. Serkja. • ZHíkisfjárhirzlurnar eru tóm- ar. Sótt hefur verið um skyndi- lán að upphæð 70 millj. dala, í Frakklandi, en það verður ekki veitt fyrr en að kosningum loknum. • Flest öll atvinnutæki lands- manna eru óhreyfð, sumpart vegna þess, að enginn kann að fara með þau. Hætt er við að skólar opni ekki í haust vegna kannaraskorts. • Flóttinn heldur áfram. Um 2000 hafa farið daglega undan- farinn mánuð, ekki hvað sízt vegna ósamkomulags þess, sem ríkt hefur meðal ráðamanna landsins. Efnahagur Alsír er í hættu. Lausnin á að vera „alsírskur sósíalismi, en ekki rússneskur eða kínverskur“, svo höfð séu orð Ben Bella. Jafnframt hefur Ben Bella leitað fyrir sér um aðild að Arababandalaginu. Er hér um annað að ræða en nýjan matseðil, þar sem gömlu réttirnir hafa fengið annað nafn? EEC og Samveldið ÞAR kom, að einn af ráðamönn- um Samveldislandanna kvað upp úr um væntanlega aðild Breta að efnahagsbandalaginu. Menzies, forsætisráðherra Ástra- líu, flutti síðari hluta vikunnar ræðu, þar sem hann sagði aðild Breta mundu tákna endalok brezka samveldisins. Lengi hefur það verið ljóst, að mikillar andstöðu hefur gætt meðal leiðtoga samveldisins. Þó hefur enginn af ráðamönnum innan þess kveðið svo fast að orði fram til þessa. Ástæðan er sennilega sú, að nú, þegar ljóst er orðið, að illa gengur fyrir Breta, að fá ráða- menn efnahagsbandalagsins til að veita Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi sérréttindi, hvað við kemur landbúnaðarvörum, þá óttast ráðamenn samveldis- landanna, að Bretar kunni að fórna hagsmunum þess fyrir að- ild. — Menzies tóik Skýrt fram að brezka stjórnin hefði lagt of mikla áherzlu á það, sem vinn- ast myndi, ef Bretar gerðust að- ilar að bandalaginu. Hins veg- ar væri horft fram hjá því, sem tapast myndi. Nefndi Menzies einkum þrjú atriði ,sem brezka stjórnin teldi mikilsverð. . í fyrsta lagi, að ekki væri lengur hægt fyrir Breta, valda- aðstöðu vegna, að standa fyrir utan Evrópu-samfélag, enda hefði það greinilega komið fram, tvisvar á þessari öld, að svo sé. í öðru lagi, að samstarf það, sem þegar er hafið milli sex- landanna í bandalaginu, myndi styrkjast til muna, ef af aðild Bretá yrði. f þriðja lagi myndi Bretland, sem aðili, kunna að hafa mikil áhrif á stjórnmálaþróunina í Evrópu framvegis, m. a. þann- ig, að andstaðan við kommún- ismann yrði áhrifameiri. Þetta er í fyrsta skipti, sem berlega kemur fram af hálfu ábyrgs aðila, innan samveldisins, að Bretar kunni að hafa meiri áhuga á stjórnmálalegu sam- starfi í Evrópu, en efnahagslegu. Þetta er í fullu samræmi við þá skoðun, sem komið hefur fram hjá nokkrum af ráðamönn um í Bretlandi, að þáttur Breta í stjórnmálastarfi Evrópu kunni að vera þýðingarmeiri, er fram í sækir, en efnahagsleg samstaða. E.t.v. er þetta ein ástæðan fyr- ir því, hve illa Bretum hefur gengið að fá sérréttindi til handa samveldislöndunum þrem ur, þótt um hitt verði ekki deilt, að löndum efnahagsbandalags- ins beri ekki, skv. Rómarsamn- ingum að veita neinar slíkar tind anþágur. Nei og aftur nei Kjarnorkutilraunir Rússa eru hafnar. Á föstudag var opinber- lega tilkynnt í Washington, að Bandarikjamenn myndu, síðar í þessum mánuði, gera a.m.k. eina tilraun með kjarnorkusprengju í háloftunum yfir Johnston ey í Kyrrahafi. Atburðirnir síðustu daga í Genf benda ekki til þess, að samkomulag um bann við til- raunum muni nást á næstunni. Fulltrúar Bandaríkjanna á af- vopnunarráðstefnunni lögðu fram nýjar tillögur, síðari hluta vik- unnar, þar sem meir er komið til móts við Rússa en nokkru sinni áður. En Rússar höfnuðu. Það hefur lengi legið í loftinu, að árangur sá, sem fékkst við neðanj arðartilraunir Bandaríkj a- manna, undanfarna mánuði, hafi leitt til þess, að nýjar aðferðir til að fylgjast með tilraunum úr fjarlægð, hafi fundizt. Gerðu menn sér vonir um, að á grundvelli þessarar þekkingar yrði hægt að bera fram ein- hverjar þær tillögur, er auð- velda myndu samkomulag. Það sem Rússar hafa lengst af talið standa í vegi fyrir sam- komulagi, er sú krafa Vestur- veldanna, að allþjóðlegt eftirlit komi til þannig að hægt yrði, ef um bann yrði samið, að senda eftirlitssveitir inn á þau svæði, þar sem grunsamlegra jarðhrær- inga yrði vart. Þetta hafa Rúss- ar aðeins talið lævíslega tilraun Vesturveldanna til að reka njósn- ir. Kennedy, Bandaríkjaforseti, stendur sjálfur að baki þeim til- lögum, er lagðar voru fram I Genf nú í vikunni. Þær tillögur urðu til, eftir fund sérfræðinga f varnar- og kjarnorkumálum, sem haldinn var í Washington, að til- hlutan forsetans. Tillögurnar fólu í sér, að eftirlitsstöðvum þeim, sem upp- 'haflega var gert ráð fyrir, yrði fækkað úr 180 í 80. Öllu merk- ari var þó sú tilslökun, að gert var ráð fyrir, að landsmenn sjálf- ir önnuðust eftirlit, þannig, að eftirlitsstöðvar innan Rússlaiids yrðu mannaðar Rússum. Hins vegar var ætlazt til, að alþjóðleg umsjón yrði höfð með öllu eftirlitsstarfinu. Þessu höfnuðu Rússar, og þar með hrundu vonir þær, sem margir höfðu bundið við þá nýju þekkingu, sem leitt hefur af neðanjarðartilraunum Banda- ríkjamanna. Rússar styðja nú tillögu þá, sem komið hefur fram af hálfu nokkurra 'hlutlausu þjóðanna á 17 landa afvopnunarráðstefn- unni, en hún felur í sér, að ekki verði neitt ettirlit á tilteknum stöðum. Bandaríkjamenn benda á, að þótt auðveldara .sé nú, eftir að ný þekking hefur komið til sög- unar, að fylgjast með því á jarð- skjálftamælum, hvort tilraunir eru gerðar á laun, þótt í mikilli fjarlægð sé, þá verði ekki kom- izt hjá eftirliti — tæknin sé ekki meiri en það. Sú sköðun virðist ekki óskyn- samleg, því hvers virði væri bann við tilraunum, ef ekki væri hægt að tryggja, að því yrði framifylgt? Hins vegar hefur ver ið bent á það, að Rússar virðast einir í heiminum á þeirri skoð- un. að slíkt bann sé greitt of háu verði, komi til eftirlit. Því verður ekki séð, að í ná- inni framtíð verði bundinn endir á þær tilraunir, sem allt mann- kyn óttast og allir vilja hætta, jafnvel Rússar — a.m.k. í orði kveðnu. Argentina ER uppreisnin var gerð í Argen- tínu í marz s.l. gripu Bandaríkja menn til þess að „frysta inni“ 200 milljónir dala, sem landinu hafði verið heitið í efnahagsað- stoð. í kjölfar þess leiddi hrun argentískra gjaldmiðilsins — peso — og óðaverðtoólga hófst í landinu. Ríkisfjárhirzilurnar tæmdust og ekki var hægt að greiða opinberum starfsmönnum laun. í vikunni, er leið, flaug efna. hagsmálaráðherra landsins, Av- ara Alsogaray, til Washington til þess að beiðast fyrirgreiðslu. Þar útskýrði hann fyrir ráða- mönnum allar þær áætlanir, sem stjórnin hefði í hyggju að fram- kvæma, og ekkert stæði nú í vegi fyrir að framkvæmdar yrðu, nema féleysi, þar eð friður og ró ríkti nú í Argentínu. Kennedy, forseti, og aðrir ráða menn munu hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Argentínu væri nú stjórnað í anda lýðræðis og því væri rétt að veita hjálp. 200 milljónirnar urðu að 500 milljónum og ráðherrann flaug Framhald á bls. 2. Þannig sér teiknari v-þýzka blaðsiiis „Die Welt“ ástandið í kjarnorkumálunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.