Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 14
MORGZJ'NBLAÐIÐ Sunnudagur 12. Sgúst 1962 ísienzk - Ameríska félagið Skemmtiferð íslenzk-ameríska félagið efnir til skemmtiferðar sunnudaginn 19. ágúst n.k., ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 9 árdegis. Ekið verður um Þmgvöll og þaðan um Kaldadal í Húsafellsskóg í Bogarfirði. Þar verður snæddur hádegisverður (,,pienic“). Síðan verður ekið á helztu sögustaði í Borgarfirði. Eftirmiðdagskaffi verður drukkið að Bifröst, en kvöldverður snæddur í Borg- arnesi. Tii Reykjavíkur verður komið seint um kvöldið Þeir. sem óska eftir að taka þátt í þessari ferð, láti vita í síma 1 76 00 (Njáll Símonarson) eða 1 16 16 (Daníel Gíslason) fyrir 15. þ. m. STJÓRNIN. Hjartans þakklæti til barnanna minna, barnabarna, annarra ættingja og vina, er glöddu mig með blómum, skeytum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu 5. ágúst. Guð blessi ykkui öll. Jónia B. Jóhannesdóttir, Skúlagötu 66. Vegna [arðarfarar ÍSLEII S ÁRNASONAR, borgardómara verða skrifstofur iógmanna lokaðar eftir hádegi mánu daginn 13. þessa mánaðar. STJÓRN LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS. ÓLÖF ÓLFSDÓTTIR Solvallagötu 12, Keflavík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 8. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. S-yrir hönd vandamanna. Gunnar Eínarsson. Móðir okkar og tengdamóðir ÞÓRUNN JENSDÓTTIR andaðist í Landakotsspítala 9. þessa mánaðar. Anna Sigurjónsdóttir, Karla Sigurjónsdóttir, Halldór Sigurðsson, Þröstur Sveinsson. Mágur minn og bróðir okkar ÞÓRDUR JÓNSSON, Mófelisstöðum, Skorradal verður jarðsettur frá Hvanneyrarkirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 3 e.h. Guðtinna Sigurðardóttir og systkini. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður AUÐAR GÍSLADÓTTUR Þorbjörg Árnadóttir, Dýrleif Árnadóttir, Ásgeir Pétursson, Gísli Ámason, Sigríður Sigurgeirsdóttir, Þóra Árnadóítir, Kristinn Ármannsson, Gunnar Árnason, Sigriður Stefánsdóttir, Inga Árnadóttir, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Ólöf Árnadóttir, Háknn Guðmundsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andiát og útför ODDS BERGSVEINS JENSSONAR frá Sælingsdal Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Lyfjadeildar Landsspíta’ans. — Fyrir hönd barna, tengdabaran og bamabarna hir>«? létnn. Valfríður Ólafsdóttir. EFTIRFARANDI orðaskipti eru sögð hafa átt sér stað innan brezku konungsfjölskyldunnar fyrir stuttu: ,„Liz — mig langar til að læra að standa á sjóskíðum. HefUrðu eitthvað á móti því?“ Elizabeth Englandsdrottning hugsaði sig um augnablik: „Eigm lega ekki“. Áður en Margrét prinsessa gat komið upp nokkru orði hélt hún áfram: „En veiztu að það er erfitt að standa á vatna skíðum? Menn fara oft á bólakaf. Englandsprisessa má ekki fara í kaf, að minnsta kosti ekki ef ókunnugt fóik sér til. Finndu eitthvert vatn þar sem fáir eru á ferli. Lofar þú mér því?“ Margrét piinsessa lofaði því. En drottningin bætti við: „Ég hef séð pað á myndum og í kvik- myndum, að stúlkur leika sér á vatnaskíðum 5 sundbol eða jafn- vel bikini. Það hæfir ekki stúlku í þinni stöðu*'. Eftir fleiri systurlegar ráðlegg ingar fékk Margrét loks leyfið. Hún valdi sér afskekkt vatn (það fyigir ekki sögunni hvað vatnið heitir né hvar það er) og sté í fyrsta sinn á vatnaskíði, klædd nærskornum gúmmífötum. Við það tækifæri var meðfylgj- andi mynd tekin — hverjir komust á snoðir um uppátæki drottningarsysturinnar hefur enn ekki venð upplýst. ★ Brigitte Bardot lá og sólaði sig á dröfnóttri vindsæng á Miðjarð arhafinu í síðustu viku, klædd bikinibuxum einum saman. Hún Hafnarfjörður Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sérverzlun. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um. aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn 4 afgr. Mbl. fyrir 15. ágúst n.k., merkt: „Sérverzlun“. Skrifstofustúlka óskast Heildverzlun vill ráða duglega stúlku, sem hefur verzlunurskólapróf eða hliðstæða menntun. Þarf helzt að vera vön almennri skrifstofuvinnu. Um- sóknir sendist Morgunblaðinu merktar: „Atvinna — 7508“. Kaupmenn - Kaupfélög Dönsk tekkolía (Teak Vask) til notkunar úti og inni fyrirliggjandi. Heildsölubirgðir: Krístján Ó. Skagf jörð Reykjavík. teygði letilega úr sér og vissi ekki af nokkurri sálu í grennd- inni. En í runns ekki langt frá sól- baðstað leikkonunnar lá spjátr- ungur nokkur og tók myndir af henni með fjarlægðarlinsu. Var það kvikmyndaleikarinn Sami Frey, sem undanfarið hefur verið gestur BB í sumarhúsi hennar við Saint-Tropez. Finnst mörgum hann launa henni illa gestrisnina, því hann hefur selt öllum stærstu blöðum heims myndir, sem hann tók í leyni af Brigitte á ströndinni. k Þessi mynd var tekin af Maurice Chevalier á götu í Róm- arborg ekki alls fyrir löngu. Vakti búnir.gur hins fræga leik- ara þó nokkra athygli vegfar- enda, en það upplýstist fljótlega að hér vai um leik að ræða. Chevalier leikur um þessar mund ir í bandarísku myndinni „Hætta á ferðum“, og fer kvikmynda- takan að mestu fram í Róm. Þesa skal getið að hættan stafar þó ekki frá hinni öldnu bænanunnu, heldur Jane Mansfield, sem fer með annað aðalhlutverkið I myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.