Morgunblaðið - 12.08.1962, Blaðsíða 20
20
MORGVFBLAÐtÐ
Sunnudagur 12. ágúst 1962
_—. HOWARD SPRING: „_ 12
RAKEL ROSIKG
hann var vanur. Einstöku sinn-
um heyrðist hæversklega í bíl-
flautunni. Bráðum förum við að
sjá trén, sagði hann.
Tré?
Já. Hafið þér ekki tekið eftir
því, að í Blackpool getur maður
gengið endilangan Strandveginn,
mílum saman, án þess að sjá eitt
einasta tré. Tré er það eina, sem
þeir hafa enn ekki komiat upp
á að búa til úr steinsteypu. En
þeir læra það sjálfsagt bráðum
og hengja svo á þau lauf úr
striga.
Þessu hef ég aldrei tekið eftir
og ég hef aldrei saknað trjáa.
Það getur verið sama, hugsaði
Maurice. I>ú ert falleg. I>ú lítur
vel út í vaðmálsfötum og með
vaðmálshatt.
Brátt komu þau þar sem nóg
var af trjám — í fegurstu haust-
litum — sterklegar eikur og
beykitré með hangandi greinum,
líkastar vængjum. f>au lötruðu
gegnum sveitahérað, þar sem
hænsnabú virtust vera á hverj-
um bæ, og gegnum þorp með
marglitum húsum. Svo fóru þau
að sjá hæðirnar á hægri hönd.
f>au snigluðust gegnum krókóttu
göturnar í Lancaster og alla leið
niður að Morecamfoe-víkinni. f>eg
ar komið var handan við hana
blöstu við hæðadrögin í Vatna-
landinu.
Maurice sagði fátt en var ró-
legur og þögull og honum leið
vel. Eftir órólegu andvökunótt-
ina, sem hann hafði átt, var hann
feginn að hafa Rakel við hlið sér.
Einnig var hann ánægður með
veðrið og fallega landslagið.
Hann átti sér talsverða tilfinn-
ingasemi í þessu fjölforeytta inn-
ræti sínu, og eðlileg fegurð
snerti hann jafnan. Hann lét því
foílinn renna áfram, hægt og
tígulega, og lét hugann reika.
Sumpart fann hann til eirnhvers
ótta við þetta landslag, sem
(hann hafði aldrei séð áður, en
jafnframt fann hann einkenni-
legt öryggi, sem nærvera Rakel-
ar veitti honum, og sú tilfinning
var honum einnig nýnæmi.
Og Rakel, fyrir sitt leyti, kunni
þögninni vel. Hvers gat hún
meira vænzt en þess, sem hún
nú naut, sætið, sem var svo
mjúkt, að það var eins og að
sitja á skýi, og svo þessi hæga
og rólega ferð í þessu dásam-
lega farartæki, sem var skraut-
legra og fallegra en hún hefði
nokkurntíma getað hugsað sér.
Hún þurfti eins oft að skoða
bílinn að innan eins og horfa út
úr honum. Gljáandi silfur. gljá-
fægt gler og glansandi leður.
Teppið undir fótum hennar og
styrk hönd Maurice á stýrinu —
allt þetta gaf henni velsælu-
kennd, sem hún hafði ekki þekkt
áður. Hún kom auga á demants-
hring á fingrinum á honum. Sól-
argeislinn, sem kom inn um
gluggann skein beint á stein,
sem sendi frá sér hvítan og blá-
an blossa. Hún dró andann djúpt
og lét fallast aftur í sætið og
sofnaði
Þau voru að fara gegnum forn-
legt þorp, Kendal, þegar hún
opnaði aftur augun. Maurice
hafði orðið þess var, að hún var
sofandi, en sá hana ekki vakna.
Þessvegna varð honum hverft
við, þegar hún spurði allt í
einu: Hversvegna eruð þið Mike
Hartagan svona miklir vinir?
Maurice beygði varlega fyrir
horn og bíllinn rann út á beina
veginn. Ja, jæja.. sagði hann
loksins, ég hef gert honum smá-
greiða og hann hefur grætt
mikla peninga fyrir mig. Það er
næg ástæða til vináttu okkar í
milli.
Gerið þér fólki oft greiða?
Nei, svaraði Maurice blátt á-
fram. Hingað til hefur mest snú-
izt um sjálfan mig. Það eina
góða, sem ég hef gert, er að gefa
stundum einhverja peninga, en
það hef ég aldrei gert fyrr en
mig munaði ekkert um það.
Frægð fyrir góðgerðasemi er oft-
ast þannig varið. Maður pínir
það sem maður getur út úr þús-
undum eða milljónum manna og
gefur svo kannske tugum eða
hundruðum eitthvert smáræði.
Þetta er gamall leikur, sem þeir
skilja vel, sem iðka hann. Þarna
eru sígarettur fyrir framan yð-
ur.
Rakel fékk sér vindling úr
skelplötuöskju, kveikti í henni
með rafmagnskveikjaranum og
rétti hana að Maurice. Hann
foristi höfuðið. Ég reyki þær aldr
ei.
Hún stakk henni þá upp í
munninn og blés frá sér reykn-
um hugsi. Þér eruð hreinskilinn
um sjálfan yður
Já, því ekki það. Ég hef nú
verið sitt af hverju, en ég hef
aldrei blekkt sjálfan mig. Það
er aðalatriðið.
Þér voruð að segja, að þér
hefðuð gert Mike Hartigan ein-
'hvern greiða?
Já. Um það bil sem ófriðnum
var að ljúka, hafði ég grætt svo
mikla peninga, að ég var hrœdd
ur við það. Og svo var ég ekki
einu sinni að græða þá af eigin
ramleik, heldur komu þeir .blátt
áfram af sjálfu sér, eins og sum-
ir bjánarnir mundu kalla það,
en því skuluð þér aldrei trúa.
Peningarnir komu ekki af sjálfu
sér. Það votu ýmsir ónefndir og
nafnlausir menn, sem voru að
græða þá fyrir mig — hrúga
þeim upp. Þá fann ég, að eitt-
hvað varð að gera. Um þessar
mundir var sem mest í gangi
kjaftæðið um Óþekkta hermann-
inn. Þér munið eftir því?
Rakel kæfði geispa. Ekki man
ég nú eftir þvi, en ég hef heyrt
um það.
Þá fékk ég hugdettu. Allt þetta
vesen út af dauðum manni!
Ég skal finna upp á einfoverju
skynsamlegra, sagði ég við sjálf-
an mig. Ég ætla að finna ein-
hvern óþekktan, lifandi mann
og reisa hann á fæturna. Ég
ætla að gefa honum bláan him-
in í staðinn fyrir asklok, og ef
eitthvert vit er í honum, skal
hann komast að þeirri niður-
stöðu, að hann hafi grætt á við-
skiptunum. Og þannig fann ég
Mike Hartigan.
Hvar?
í taugaspítala, þar sem helm-
ingurinn af mannskapnum var
slefandi hálfvitar og hinn helm-
ingurinn líklegur til að verða
það með sama áframhaldi. Það
var náttúrlega enginn barna-
leikur að hitta þarna á almenni-
legan mann, en ég valdi Mike, af
því aS hann sendi mér svo fjand-
ans ósvífnislegar augnagotur,
enda þótt hann væri talsvert
langt leiddur. Ég tók hann í mína
ábyrgð. Ég fór með hann heim
og sagði. Jæja, nú eru læknarnir
foúnir að reyna við þig — nú
ættir þú að reyna sjálfur, hvað
iþú getur gert við þig. Hvað held
urðu, að gæti læknað þig? Full-
V""** , ......
'’n,
C05PER
— Pabbi! Pabbi! Konan fer með örvarnar okkar!
>f Xr *
GEISLI
GEIMFARI
komið iðjuleysi og öll veröldin
að ferðast um, svaraði hann. Það
skaltu fá, sagði ég, og það varð.
Hann ferðaðist það sem hann
vildi í heilt ár. Fór alla leið til
Suður-Afríku og flatmagaði í sól-
skininu. Fór til Ástralíu og það-
an til Ameríku. Komst til Mexi-
kó, og ég heyrði ekkert frá hon-
um í heilt ár annað en það, sem
gat komizt fyrir á þremur póst-
kortum. Svo kom hann heim, og
'þér getið bölvað yður upp á, að
þá var lítandi á hann.
Kindahópur kom rennandi í
áttina að bílnum. Maurice dró
úr ferðinni, svo að bíllinn rétt
hreyfðist og klauf fjárhópinn
hægt og virðulega, rétt eins og
skipstafn sjóinn.
Þá sagði hann mér, að hann
langaði að fá eitthvað að gera,
og þá er sagan ekki lengri. En
Iþetta var góð fjárfesting hjá
mér.
Ég kann ekki við, að hann
skuli kalla yður Maurice.
Hvað er athugavert við það?
sagði Maurice og hló.
Þér gætuð keypt hann hundrað
sinnum.
Þar skjátlast yður einmitt, ung-
frú Rosing. Ég þekki Mike. Ég
gæti ekki keypt hann einu sinni,
auk heldur hundrað sinnum.
Látum það þá eiga sig, hugsaði
Rakel og var nógu kæn til að
segja ekki meira
Þau fóru gegnum þorpið Wind-
ermere og komu á veginn, sem
liggur meðfram vatninu. Maur-
ice var aftur þögull ög með all-
an hugann við trén, sem voru
eins og undurfögur girðing milli
vegar og vatns, rauð, brún og
gyllt. Langt handan við vatnið,
sá hann fjöllinn rísa, en til hinn-
ar handarinnar voru grænar
gíundir, sem hallaði upp, rétt
eins Og þær vildu taka fjöllin
sér til fyrirmyndar og teygja sig
HETJUSÖGUR /
íslenzkt myndablað
fyrir börn 8 - 80 ára
HRÓf KÖTTUR
og kappar hans
hefti komið
■H í blaðsölur
og Tiostar aðeins 10
SHlItvarpiö
Sunnudagur 12. ágúst.
8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir.
9.10 Morguntónleikar. — (10.10 Veður
fregnir).
a) Frá Tónlistarhátíðinn-i í Sch-
wetingen í maí:
1. Concerto grosso fyrir tvær ein
leiksfiðlur, streng j asveit og
sembal, í a-moll op. 3 nr. 8,
eftir Antonio Vivaldi.
2. Konsert nr. 2 fyrir strengja-
sveit eftir Johann Nepomuk
David.
Suð-vesturþýzka kammerhljóm-
sveitin leikur. — Friedrich Til-
egant stjórnar.
b) Atriði úr óperunni ..Orfeus
og Euridike* eftir G-luck. —
Margaret Klose, Ema Berger og
Rita Streich syngja með kór og
hSjómsveit Borgaróperunnar 1
Berlín. — Arthur Rother stjóm-
ar.
c) Píanókonsert nr. 3 í e-moll,
op. 37, eftir Beethoven. — Solo-
mon og hljómsveitin Philhar-
monia leika. — Herbert Meng-
e6 stjórnar.
>f X- *
Geisli svarar ekki. Ég er viss um
að bragð okkar hefur ekki tekizt
Ég ætti að athuga það.
Og ótti Flemings ofursta er a rök-
um reistur .... Farinn! I>á hefur
Draco komizt að því, hver Geisli
raunverulega er.
Hraðskeyti frá eldflaugastöðinni.
Geimfarið frá Karz er nýlagt af stað
heim á leið.
11.00 Messa í Dómkirkjunni. (Prest-
ur: Séra Jón Auðuns dóm-
prófastur. Organleikari: dr. Péll
ísólfsson).
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 „Les Sylphides'* baUetfctónlist
eftir Chopin. Hljómsveitin Phil-
harmonia leikur. — Charles
Mackerras stjómar.
14.30 Landsleikur í knattspymu milli
íra og íslendinga í Dyflinni
(Sigurður Sigurðsson lýsir).
16.10 Sunnudagslögin. — (16.30 Veður-
fregnir).
17.00 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit-
uð í I>órshöfn).
17.30 Barnaitími (Skeggi Ásbjairniaav
son):
a) Ævintýrið „G-andreiðin**
eftir Helgu I>. Smára. — síðarl
hluti (Elfa Björk Gunnarsd.).
b) „Jón óánægði“ smásaga. Sig
urjón Jónsson þýddi. (Sólveig
Guðmundsdóttir).
c) Lesin bréf frá hlustendum.
d) Leikritið ,.LitU Kláus og
Stóri Kláus“ eftir Torstein
Friedlander. Síðari hluti. —
— Leikstjóri: Klemenz Jónsson.
18.30 „Nú tjaldar foldin fríða': Gömlu
lögin sungin og leikin.
19.00 Tilkynningar. 19.20 Veðurfr.
19.30 Fréttir.
20.00 Giesekíng leikur smálög eftir
Grieg: „Sommeraften", „Smá-
trold', „Skovstilhed' og „Efter-
klang.“
20.10 I>ví gleymi ég aldrei:
a) Forsögn Bylgju Boðadóttur
(Svala Hannesdóttir).
b) Bernskuminningar eftir Rósu
B. Blöndals. (Andrés Bjömsson)
20.40 Pólyfónkórinn syngur. — Stj.:
Ingólfur Guðbrandsson.
a) „Von Morgens Fruh" eftir
Orlando di Lasso.
b) „Haec Dies“ — Mótetta fyrir
sexradda kór eftir Wiiliam
Byrd.
c) Messa fyrir blandaðan kór
og einsöngvara, eftir Gunnacr
Reyni Sveinsson. — Einsöngvar-
ar: Guðfinna D. Ólaifsdóttir,
Halldór Vilhelmsson og Gunnaf
Óskarsson.
d) „TJnser Leben ist ein Schatt-
en“ eftir Bach. — Mótetta fyrir
tvo kóra, sexradda blandaðan
kór og lítinn þríradda kór.
21.15 Að norðan. — Frá ferðum Stef-
áns Jónssonar fréttama.nns og
Jóns Sigurbjörnssonar.
a) Sagnir af séra Friðriki Frið-
rikssyni. — Magnús Bjömsson
á Syðra-Hóli.
b) Ágrip af sögu Miðgarðakirkju
í Grímsey. — Einar Einarson
djákni í Grímsey.
22.10 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
é
Mánudagur 13. ágúst
8.00 Morgunútvarp (Bæn: Auður Eir
Vilhjálmsdóttir cand. theol.) —
Tónleikar. — 8.30 Fréttir.
8.35 Tónleiikar. — 10.10 Veður-
f regnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar. — 16.30 Veður-
fregnir. — Tónleikar. — 17.00
Fréttir. — Tónleikar).
18.30 Lög úr kvikmyndum. — 18.50
Tilkynningar. — 19.20 Vfr.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Axel
Thorsteinsson).
20.20 Frá tónlistarhátíðinná í Björg-
vin í vor: Randi Helseth syngur
lög eftir Grieg. Við píanóið Ole
Henrik Moe. — Hljóðritað að
Trollhaugen, heimili tónskálds-
ins.
20.45 Erindi: „Dýrmætasta sáðjörðin'*
(Ingib j örg í>orgeirsdóttir).
21.05 Sinfónía nr. 45 í fis-moll „Kveðju
sinfónían' eftir Haydn. Sinfóníu
hljómsveitin í Vínarborg leik-
ur. — Hans Swarowsky stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „Frá vöggu til
grafar" eftir Guðmund G. Haga
lín: II. Höfundur les.
22.00 Fréttir, síldarskýrsla og veður-
fregnir.
22.20 Um fiskinn (Stefán Jónsson
fréttamaður).
22.35 Kammermúsik f útvarpssal: —m
Blásarakvintett úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur:
a) Cassazione eftir Vaclav Jir-
ovec.
b) Divertimento K. 252 eftir
Mozart.
23.00 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 14. ágúst.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.3S^
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar),
13.00 ,.Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. og
tónleikar. — 16.30 Veðurfr. —
Tónleikar. — 17.00 Fréttir.
Endurtekið tónlistarefni).
18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynn-
ingar. — 19.20 Veðunfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Laurindo Almeida leikur gitacr-
lög eftir Villa-Lobos.
20.15 Tvö skáld: Ferðasaga eftir I>or-
kel Jóhannesson prófessor (Gi'ls
Guðmundsson rithöfundur).
20.40 Frönsk nútímatónliet: „Phédre**
— balletttónlist eftir Ceorges
Auric. — Hljómsveit tón 1 istarháskól-
ans í París ieikur. Georges Tzi-
pine stjómar.
21.00 Tónlistarrabb: Kínversk tónliot
(Dr. Jakob Benediktsson).
21.45 íþrófctir (Sigurður Sigurðsson),
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Guðrtía
Ásmundsdóttir),
23.00 Dagekrárlok.