Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 2
2 MOKGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. ágúst 1962 Iðnsýningin á Akureyri Úr ræðu Jónasar G. Rafnars Akureyri, 29. ág. 1 TILEFNI af aldarafmæli Akur- eyrar er m. a. efnt til iðnsýn- ingar, og sýna þar framleiðslu- vörur sinar 29 iðnfyrirtæki á Akureyri. Sýningin var opnuð í gær kl. 18 að viðstöddum forseta íslands og öðrum gestum, sem bæjar- stjóm Akureyrar hefur boðið til þess að vera við hátíðahöldin. Opnunarræðu flutti Jónas G. — Adenauer Framhald af bls. 1. gamli v-þýzki kanzlari hafi greinilega misskilið afstöðu Stóra-Bretlands og auk þess mis- túlkað yfirlýsingar Macmillans, forsætisráðherra í neðri málstof- unni. Til þess að leggja frekari á- herzlu á afstöðu brezku stjóm- arinnar birti utanríkisráðuneytið hiuta af bréfi Macmillans, for- sætisráðherra, þar sem ákveðið er tekið fram, að Stóra-Bretland ósiki eftir að leggja Sinn skerf til stjórnmálaeiningar Evrópu í framtíðinni, jafnskjótt og samn- ingarnir um aðild Breta að efna- hagsbandalaginu hafa verið leidd ir Ul farsælla lykta. Opinberlega er ekki gert mikið úr málinu. Adenauer hefur lýst skoðun sinni á málinu á svipað- an hátt áður. En að Adenauer skuli hafa sagt, að Macmillan hafi sagt eitt í neðri málstofunni og annað 1 bréfi- sínu til Aden- auers, er álitið skaðlegt. Opin- berir aðilar álíta. að Adenauer sé konfinn á enn öndverðari meið við aðra stjórnarmeðlimi og með- limi flokks hans. Blaðafulltnii Bonn-stjómarinn ar, von Hase, sagði að Adenauer hefði gert sér ljóst, að hann hefði fengið skakkar upplýsingar um ummæli Macmrllans í neðri deild inni, og því hafi hann óskað eftir því, að þau ummæli hans yrðu fjarlægð úr sjónvarps- viðtalinu. Sjónvarpsstöðin í Ber- lín „Sender freie Berlin“ neitaði hins vegar að gera nokkrar breyt ingar á viðtalinu. „Ef Adenauer hefði vitað, að ummæli hans myndu hafa slíkar afleiðingar, þá hefði hann mælt á aðra vegu“, sagði von Hase. Blaðafulltrúinn lagði þó áherzlu á þá skoðun Ad- enauers, að v-þýzka stjórnin áliti, að samningar mn stjórnmála- samband sex-ríkjanna í efnahags bandalaginu ættu að halda á- fram, burt séð frá því, hvernig samningar gengju um aðild Breta að efnahagsbandalaginu. Er von Hase var að því spurður, hvort Adenauer óskaði þess, að Stóra-Bretland gerðist aðili að stjórnmálasambandi, s v a r a ð i hann óbeint, að Adenauer væri á þeirri skoðun, að Stóra-Bret- land ætti að gerast aðili að efna- hagsbandalagimi með stjórnmála samband í framtíðinni í huga. Þegar frekari spurningar voru lagðar fyrir von Hase, sagði hann, að þátttaka Breta í stjórn- málasambandi væri hluti af þró- un. „Mikið er komið undir Sam- veldisráðstefnunni, sem haldin yrði í London 10. sept.“, sagði hann. í viðtali, sem vikublaðið „Sonntagsblatt" birti við Ger- hard Schröder, utanríkisráð- herra, í Hanover á miðvikudag, segir ráðherrann, að löndin 6 í efnaihagsbandalaginu eigi að haida áfram viðleitni sinni til að koma á fót stjórnmálasam- bandi eins fljótt og hægt sé, en Stóra-Bretland eigi að fá að láta í Ijósi álit sitt. „Við höfum alltaf verið á þeirri skoðun, að aðeins meðlimir efnahagsfoandalagsins eigi að gerast aðilar að stjórn- málasambandi", sagði Schröder. Ráðherrann sagði ennfremur að aðild Breta að efnahagsbanda- laginu væri æskileg bæði af efna hagslegum stjórnmálalegum ástæðurr eikarnir væru margir. .ert af vandamál- uium væri oievsanleat. Rafnar, alþm., sem sæti á í und- irbúningsnefixid hátíðahaldanna. Kvað Jónas markmið sýningar- innar vera að gefa yfirlit yfir þróun iðnaðar í bænum og bregða upp mynd að getu hans í dag. Sagði Jónas það ekki orka tvímælis, að Akureyri hefði á undanfömnim árum nálgazt það meira og meira að vera iðnaðar- bær. Sé tillit tekið til íbúatölu, mætti segja, að Aikureyri væri mesti iðnaðarbær landsins. — Ástæðurnar fyrir þeirri þróun eru margar. Fyrst og fremst nýt- ur Akureyri legu sinnar sem að- alsamgöngumiðstöð Norðurlands. Höfnin hefur jafnan verið ein sú bezta og öruggasta á landinu, og á öðrum sviðum samgangna hefur bærinn einnig staðið mjög vel að vígi. í heimild frá aldamótum er þess getið, að í bænum hefðu þá verið 14 trésmiðir, 8 skósmiðir, 4 járnsmiðir og þaðan af fæiri iðnaðarmenn i nokkrum iðngrein um. Þótt fylkingin væri þunn- skipuð, var stofnað iðnaðar- mannafélag í bænum, sem sýndi brátt þrótt sinn og stórhug með því að koma upp iðnskóla. Akur- eyri hefur átt því láni að fagna að eiga innan sinna vébanda iðn- aðarmenn, sem rækt hafa störf sín af dugnaði og kostgæfni. Er sú stétt nú mikils ráðandi í bæj- arfélaginu. Á sýningunni eru sýndar bæði vörur sem framleiddar eru á vegum hinna ýmsu fyrirtækja S.Í.S. og fyrirtækja einstaklinga. S.Í.S. hóf iðnrekstur á Akureyri um 1930, og atorkusamir ein- staklingar hafa hafizt handa á sviði iðnaðarins, og eru nú í eigu þeirra fyrirtæki, sem óhætt má telja í fremstu röð í sinni grein. Að iðnþróuninni hafa því staðið bæði samtök samvinnumanna og einstaklingsframtakið, og gefur það auga leið, hverja þýðingu það hefur hatft fyrir bœjarfélagið og afkomu bæjarfoúa. Er þetta í 3. sinni, sem efnt er til iðnsýningar á AÍkureyri. Hin fyrs-ta var haldin í júní 1906, og sumarið 1935 var svo haldin sýn- ing á vegum Heimilisiðnaðarfé- lags Akureyrar og íslenzku vik- unnar á Norðurlandi. Oft hefur verið fundið að því, að atvinnuhættir íslendinga væru of einhæfir. Þjóðin hefur allt fram til þessa nær eingöngu orðið að treysta á landbúnað og sjávarafla, sem oft getur brugð- izt. Á þá staðreynd hafa margir merkir menn bent, og m. a. segir þjóðskáldið, séra Matthías Joc- humsson í grein, sem hann ritaði um atvinnulífið á Akureyri árið 1895: „Að bærinn geti að svo komnu stórum vaxið, er ekki auðið að sjá, nema nýir atvinnu- stofnar spretti upp, sem og efa- laust verður smám saman“. Ekki er að efa, að séra Matt- hías hefur með þessum orðum sínum átt við e.k. iðnað. Hefur hann því reynzt sannspár, þar sem Akureyri á það iðnaðinum fyrst Og fremst að þakka, að hún ...r.„.„w,(.v/rír.v/w,wv.""rv" «■ .........wwwv" Við komu forsætisráðherra og menntamálaráðherra til Akur- eyrar í gær. Jónas G. Rafnar alþingismaður tekur á móti ráð- herrunum og frúm þeirra. E /^NAtShnú SV 50hnútar\ k Sn/óhoma I> Úiii&e 17 Skúrir S Þrumur W/Ml KuUotkn Zs* Hitoaht H Hm» L Lm,i Um hádegið í gær var grunn NA gola, þurrt veður en víða lægð við SA-strönd íslands en skýjað. hæð yfir Grænlandi. Vindur Vestfj.mið og Norðurmið: að ganga í N-átt á SV- NA kaldi, þokuloft. Fyrrverandi bæjarst5óri Steinn Steinsen og núverandi bæjar- stjóri Magnús E. Guðjónsson ræðast við á iðnsýningunni. er nú orðin yfir níu þúsund manna bær. Þegar Jónas Rafnar hafði lok- ið ræðu sinni, gengu gestirnir um sýningarsali undir leiðsögu þeirra Vigfúsar Þ. Jónssonar og Jóns Arnþórssonar. var aö ganga 1 iN-ait a landi og veður að glaðna til. Lægðin þokast austur og lítur út fyrir NA og N-átt hér á landi um sinn. Önnur lægð er suður af Grænlandi, en hún mun fara austur hjá nokkuð fyrir sunnan land. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Norðan kaldi, létt- skýjað. Vestfirðir og Norðurland: NA-land, Austfirðir og mið- in: NA gola eða kaldi, þykkt loft og rigning eða súld. SA-land og miðin: NA og síðar norðan gola, víðast létt skýjað. Austurdjúp: SA gola, dálítil rigning í nótt. Horfur á föstudag: Hæg norðanátt, bjartviðri á Suðurlandi en skýjað norðan lands og heldur kaldara. Kosníngar til þings A. S. í. MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís lands hefur ákveðið, að kosningar til 28. þings A. S. í. skuli fara fram dagana 15. september til 7. október, að báðum dögunum með töldum. Kosningar til síðasta þings fóru fram í 160—170 verkalýðsfélög- um víðs vegar um landið. Það þing sátu um 330 fulltrúar. Minnmgarsjóður Helgu Sigurðar- dóttur skólastjóra STJÓRN Nemendasambands Húsmæðrakennaraskóla íslands gengst fyrir stofnun sjóðs við Húsmæðrakennaraskólann til minningar um Helgu Sigurðar- dóttur, fyrrum skólastjóra. Höf uðmarkmið sjóðsins verður að styrkja stúlkur við nám í skól- anum. Minningarkort verða afhent og gjöfum í sjóðinn veitt viðtaka í Bókaverzlun ísfoldar, Austur- stræti og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. — Ráðherrar Framhald af bls. 1. upplýsingaráðherra, hefðu verið sviptir embættum og gefin hefði verið skipun um að handtaka þá. Einnig var gefin skipun um að hand- taka formann flokks Nkrum- ah forseta, Cofie-Crabbe. Sagt var, að þetta væri gert til öryggis þjóðini. Adejei fyrrv. utanríkisráð- herra hefur verið náinn vinur og samstarfsmaður Nkrumah frá því að þeir stunduðu nám í Bandaríkjunum, en við síðustu kosningar í Ghana bauð Adejei sig fram utan flokks Nkrumah. Beið hann talsverðan ósigur í kosningunum. Adaimafio fyrrv. upplýsinga- málaráðherra var blaðamaður og lengi andsnúinn Nkrumah og flokiki háns, en gekk síðar í flokk forsetans og hefur verið talinn einn áhrifamesti stjórn- málamaður landsins að undan- förnu. Hefur hann t.d. verið einn af nánustu ráðgjöfum forsetans. Sýningin er á tveimur hæðum í hinu nýja Amaröhúsi, og er henni mjög smekklega og hagan- lega fyrirkomið. Eins og þegar hefur verið get- ið, er það markmið sýningarinn- ar að sýna þróun iðnaðar á Ak- ureyri, og gefur þar þvi að líta ýmis þau tæki og vélar, sem segja má að séu brautryðjendur iðnaðar á Akureyri. 1 deild þeiiTi sem er á vegum Prent- smiðju Odds Björnssonar, er m.a. sýnd fyrsta prentvélin, sem fyrir- tækið eignaðist. Er hún fótstig- in og var tekin í notkun árið 1901, en við hlið hennar stendur nýtízku vél, sem fyrirtækið eign- aðist í marz í vetur. Á sýning- unni eru þær báðar í notkun. 1 sýningarnefnd eru þeir Her- mann Stefánsson, Riohard Þór- ólfsson og Vigfús Þ. Jónsson. Arkitekt sýningarinnar hefur verið Hákon Hertervig. Kynning á námi stúdenta EINS OG greint var frá í Mbl. f gær, efnir Samband ísl. stúdenta erlendis til kynningar- og fræðslu fundar í íþöku í kvöld kl. 20. —• Þar mæta stúdentar, sem numið hafa í um 30 borgum erlendis, svo og stúdentar frá Háskóla ís- lands. Munu þeir veita þeim, sem þess óska, hvers kyns fræðslu um námstilhögun og aðstæður all ar við þá háskóla, sem þeir hafa stundað nám L Stofnað Sjálfstæð- isfélag Súðavíkur MÁNUDAGINN 6. þ. m. var haldinn í Súðavík stofnfundur Sjálfstæöisfélags fyrir Súðavík- urhrepp í Norður-ísafjarðar- sýslu. Fundurinn hófst kl. 9 e.h, Sigurður Bjarnason, ritstjóri, setti fundinn og skýrði tildrög foans, en fundarstjóri var Börk- ur Ákason, framkvæmdastjóri, Súðavík. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, fra- xkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins ,flutti ræðu um skipulagsmál flokksins og lagðl fram frumvarp að lögum fyrir félagið, sem síðan oar sam- þyfckt. Stofnendur félagsin* voru 30 að tölu. í stjórn félagsins voru kjömir Börkur Ákason, framkvæmda- stjóri, formaður, Kristján Svein björnsson, vélstjóri, Súðavík, Elías Þorbergsson, bóndi, Meiri- Háttardal, Kjartan Jónsson* bóndi, Eyrardal og Karl Þor- láks9on, skipstjóri, Súðavík, Ennfremur fór fram kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæð- isfélaganna 1 Norður-ísafjarðar- sýslu og kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjör dærni. Þá tóku tfl máls Áki Eggerts- son, Börkur Ákason og Sigurð- ur Bjarnason, ritstjóri, sera mælti ..»-tningarorð til fundar- manna og árnaði félaginu heilta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.