Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Erler.tlar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 IÞROTTIR tru á bls. 22. 197. tbl. — Fimmtudagur 30. ágúst 1962 síld fyrir austan Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins austur í B iskupstungum í gær. Arnþór Garðarsson dýra- fræðingur hafði Iokið við að grafa upp hræ arnarins, en það var sundurtætt og kom ekki allt fram. Fremst á hvíta fletinum eru vængir fuglsins, en þar fvrir aftan liggja leggir hans, bringa og stjel. (Ljósm. Mbl.: Markús) Raufarhöfn, 29. ágúst. ■— Hér lönduðu í dag í bræðslu Grundfirðingur II. 700 mál, Stíg andi 450, Hringver 1050, Mána- tindur 220, Haraldur Ak. 1492, Hannes lóðs 572, Júlíus Björns- son 504, Pétur Sigurðsson 538, Andri 558 og Gnýfari 434 mál. Nokkur söltun var 1 dag á flest um stöðvum. Yfir 300 þús. mái. Síldarverksmiðjurnar hér hafa nú tekið á móti rúmum 300 þús. málum og nokkur skip bíða lönd unar. Aldrei fyr hefir svo mikið borizt á land á Raufarhöfn á einu sumri. Reitingsveiði var í dag á svip- uðum slóðum og í gær hér norð ur af Raufarhöfn. Síldin hefir þó færzt lengra til hafs og er nú 75—80 sjómílur norður af Hraun hafnartanga. Veður er tekið að spillast á miðunum. Flest skip- anna eru nú (um kl. 22.00) á leið til lands, sum með góða veiði önnur með slatta. Vitað er um 25 skip með um 18000 mál. Munu í skýrslum frá árinu 1890 er örnlnn sagður vera í öll- um landshlutum, en er nú að- allnga á Breiðafjarðareyjum og við ísafjarðardjúp. Á suðurlandi hefur örninn ekki sézt nema endrum og eins síðastliðin ár, en fyrir kemur að þangað leggi leið sína ung ir fuglar úr varpstöðvum vest an Iands eins og sá, sem drapst í Biskupstungum.. Þar 1 FYRRAHAUST er bóndi enn í Biskupstungum fór í leitir fann hann inni á heið- inni, um 5 km. frá bæ sínum kind, sem bitin hafði verið illa af tófu, en var samt enn með lifsmarki. Var skepnunni lógað, sett eitur í hræið ef ske kynni að refurinn ætti þar leið um aftur. Snemma í vor var bóndi á ferð um heið ina og hugði að hræinu og fann hjá því örn og tvo hrafna sem nartað höfðu í kindar- skrokkinn og drepizt ag eitr- inu — en enga tófu. Voru fugl arnir þá grafnir með hræinu, en skömmu seinna drapst Tófueíiur banar erni í Biskupsfungum hvolpur á bænum eftir að hafa sleikt ullarlagða af umræddri kind. Tíðindi þessi bárust náttúru gripasafninu í Reykjavík fyr ir skömmu og fór starfsnvður þess, Arnþór Garðarsson, dýra fræðingur á.samt fleirum, aust. ur í gær til að grafa upp örn inn og rannsaka hann. Eru þetta mjög vágleg tíðindi þar sem arnarstofninum í Iand- inu fer sífellt fækkandi og horfir nú til gjöreyðingar, og má þar tófueitrinu einkum. um kenna. Talið er, að f. landinu séu nú átta eða tíu arnarhjón og auk þeirra nokkrir ungir fugl ar, svo að samanlagður fjöldi arnarins er álitinn milli tutt ugu og þrjátíu. voru ernirnir svo að segja daglegir gestir fyrir fimm ár um, en hafa aftur á móti ekki sézt þar undanfarin tvö ár þar til þessi eini fugl í vor. Arnþór Garðarsson, dýra- fræðingur, lét svo um mælt í viðtali við blaðið í gær, að hörmulegt væri að horfa fram á útrýmingu fuglsins og yrði að grípa il róttækra aðgerða til að forða slíkri hneisu. Mætti arnarstofninn á fslandi ekki mæta sömu örlögum og geirfuglinn forðum. þau koma inn til Siglufjarðar, Raufarhafnar og Vopnafjarðar og losa þar aflann. Flest skijtbf, sem ekki eru að landa halda nú suður á hina nýju Ægisslóð, sem svo er nefnd. Ægir fann mikla síld suðaustur af Skrúð í gær og fengu nokkur skip þar afla fyrir myrkur í gær- kvöldi. Heildaraflinn frá þriðjudags- morgni til miðvikudagsmorguns var hjá 67 skipum alls 44 þúsund mál og fékkst aðallega norður af Raufarhöfn. f gærkvöldi fékk blaðið þær fregnir frá Seyðisfirði að síðari hluta dags í gær hafi skipin verið að kasta suður af Skrúð á stórar og miklar torfur og munu sum hafa fengið góðan afla, en ekki var vitað nákvæmlega um afla- brögðin er blaðið frétti síðast. Drengnr sks- ost ilk c íœti ÞAB SLYS varð hér í borg um kl. 13,20 í gærdag að 12 ára drengur varð fyrir stræt isvagni og slasaðist mikið i fæti. Þetta skeði er strætlsvagu var að renna að biðstöð við Kleppsveg 2. Drengurinn hljóp fram með vagninum áð- ur en hann nam staðar. Rann- sóknarlögreglan telur að dreng urinn hafi fest klæði sín í skemmd á frambretti vagns- ins og lenti við það hægri fót ur hans undir ytri brún fram hjólsins. Fótur drengsins var mlkið skemmdur, bæði marinn og sprunginn, en ekki var vitað hvort um beinbrot var að ræða. Drengurinn var fluttur í Slysavarðstofuna. 1 HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Blöndisi 2 sept HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu verður haldið í hinu nýja félagsheimili á Blönduósi sunnu- daginn 2. september kl, 4 eftir hádegi. Ólafur Björnsson, prófess- or, og sr. Gunnar Gíslason, alþingismaður, flytja ræður. Þá verður sýndur gaman- leikurinn „Heimilisfriður“ eftír Georges Courteline, í þýðingu Árna Guðnasonar, magisters. Meó hlutverk fara leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tví- söngur. Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmunuur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested, og undirieik annast íritz Weisshappel, píanóleikari. Dansleikur verður um kvöldið. Gunnar Heyskapur minni en i meðalári Furðanlega þó rœtzt úr BLAÐIÐ hefur spurzt fyrir um það hjá Búnaðarfélagi íslands hvernig heyskapur hafi gengið í sumar. Heyskapur byrjaði með seinna móti um land allt en í meðalári, enda var vorið kalt og seint spratt. Telja má að sláttur hafi almennt byrjað að EKKi SAMIÐ SAMNINGANEFNDIR Félags íslenzkra prent- smiðjueigenda og Hins ís- lenzka prentarafélags sátu ' á samningafundi fram eft- ir nóttu í nótt er leið, en 1 samningar tókust ekki. minnsta kosti þremur vikum síðar en venja er. Sláttur hófst í lágsveitum kringum 20. júní, í fyrra, en í sumar hófst hann ekki fyrr en um miðjan júlí. Á Suðurlandi viðraði illa til hey- þurrks fyrst eftir að sláttur hófst. Nú er talið að furðanlega hafi rætzt úr með sprettu og verkun heyja, jafn illa og leit út í byrj- un. Mun heyfengur vera orðinn sæmilegur víðast, en þó minni en í meðalári. Kal var mikið í túnum á Norður- og Austur- landi, en sama máli gegnir með tjónið af völdum þess, það mun. minna en í upphafi var ætlað, þótt á einstökum bæjum hafi það orðið verulegt. Heyskapur er því víðast minni en í meðalári, en þó ekki svo slæmur að til vandræða horfL Nýi sæ- síminn siitnaöi LAUST FYRIR hádegið i gær slitnaði nýi sæsíminn sem hingað liggur frá Bretlandi um Færeyjar. Að sögn rit-' símastjóra Ólafs Kvarans er talið að skemmdin sé um 70' km suður af Færeyjum milli þeirra og Skotlands. Hafði lausleg mæling verið gerð á' þessu í gær. Skeyti töfðust fram eftir' degi í gær, meðan verið var að koma hinu gamla skeyta- sambandi á, sem fram fer með loftskeytatækjum, eins og var I áður en sæsíminn nýi kom. — Ólafur taldi að I gærkveldi myndi eðlilegt samband vera. komið á með loftskeytatækj- unum, sem öll eru í góðu lagi,, en höfðu verið niður lögð með hinu nýja sambandi. Ekkert er enn vitað um or- sök þess að strcngurinn slitn aði né hvenær hafizt verður handa um viðgerð hans og hve langan tíma hún tekur. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.