Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 30. ágúst 1962 MOFcrn\Br.4ÐiÐ 23 Framkoma Rússa móðgun v/ð afvopnunarráöstefnuna — 3-6000 eint. Framh af bls. 10 hafa um forstöðumannsem- Ibættið — og eru tv-eir af beim í fremstu röð vísindamanna í íslenzkum fræðurn — líður varla á löngu á þessu hausti unz em-bættið verður veitt og hægt að spyrja þann prófess ur, sem í því situr þá, hvernig starfsemi verður hagað fyrstu missiri unz handritin sjálf koma. Mest af fræðiritum á ensku — Svo við snúum okkur aft ur að Háskóiabókasafninu, á hvaða tunguúTalum er bóka- öflun safnsins mest? — Síðari árin lang mest á ensku, nema í lagadeild eru Norðurlandaritin algengust í fyrirrúmi. í hugvísindagrein- um er stöðugt eitthvað keypt frá Norðurlöndum, en lítið í raunvísindum. Annars er far ið að birta megnið af raunvís indaritum Norðurlanda á ensku, sumt á býzku. Á svið- um verkfræðideildar er síð- irstu árin sinnt þýzkum ritum nærri jafnt og enskum. Og germönsk fræði, kristin mót mælendafræði, lifeðlisfræði og flestar náttúruvisindagrein ar eru engu síður á þýzku en ensku 1 safninu. — Er notkunin mikil á safn inu og hverjir nota það? — Borið saman við notkun hæjarbókasafns er notkunin litil, en sambærileg við Lands ibókasafn. Stúdentar, sem eru að semja námsritgerðir, þurfa margvíslegar tegundir bóka og eigi síður háskólakennar- ar og aðrir fræðimenn, sem oft þurfa margar tugi rita við höndina hverju sinni. Nokkrir prófessoranna þurfa að jafnaði marga hlaða af bók um í hverri viku, en hjá öðr- um byggist kennslan meir á hinuih föstu námsbókum. Lest arsalur hefur 40 sæti, en í marga vetur hefur bað oft borið við, að stúdentar hafa orðið frá að hverfa sökum þrengsla og enn fleiri sparað sér ómakið að gæta hvort nokkurt sæti væri laust þar inni. E.t.v. væri í bessu sam bandi rétt að losa fólk við þá hugmynd, er stundum virðist gæta, að þetta safn sé öllum lokað nema háskólamönnum. Hver sem er má koma og leita sér safnbðka. í lestrarsal eru nokkur þúsund bindi og fjöl- breytiiegs efnis, en ekki hægt að lána þær út nema stöku sinnum. Hvort sem safngest- ir eru stúdentar eða eigi, geta þeir, sem kynna sig og erindi sín fyrir safnverði, fengið að- gang að bókageymslum og leiðsögn að rata gegnum spjaldskrá. Við tefjum Björn ekki leng ur þökkum honum fyrir upp lýsingarnar og kveðjum. Genf, 29. ágúst — (NTB) — Sovézki fulltrúinn á afvopnunar ráðstefnunni í Genf, Vasilij Kuzn etsov, lýsti í dag stúð'ningi sín- um við mexíkanska tillögu þess efnis, að stórveldin kæmu sér (NTB) — Kennedy Banda- ríkjaforseti hélt í dag fund með fréttamönnum. Ræddi hann m. a. bann við tilraun- um með kjamorkuvopn, væntanlegan utanríkisráð- herrafund Vesturveldanna, útnefningu atvinnumálaráð- herra Bandaríkjanna, Art- hurs Goldberg, í embætti hæstaréttardómara og Kúbu. Mótmælti forsetinn því ein- dregið að Bandaríkin liyggð- ust gera innrás á eyjuna. Kennedy sagði, að hann væri sammála fulltrúa Rússa á af- vopnunarráðstefnunni í Genf um, að æskilegt væri að bann við kjarnorkuvopnatilraunum gengi í gildi 1. janúar. Hins veg- ar lagði forsetinn áherzlu á, að Bandaríkin myndu ekki semja um algjört tilraunabann, án Bíktjóri beðinn að gefa sig fram SÍÐASLIBINN mánudag kl. 8,30 var kennslubifreið ekið suður Bergstaðastræti. Á móts við hús ið nr. 55 hafði tveimur bifreiðum verið lagt hvorri gegnt annarri og gerðu þær þrengsli á götunni. I þann mund er kennslubifreið in kom milli hinna kyrrstæðu bíla, kom stór amerísk fólks- bifreið akandi á móti henni norð ur Bergstaðastrætið. Ók hún við stöðulaust áfram, en nemapdi kennslubifreiðarinnar beygði til vinstri og Ienti um leið á ann- arri hinna kyrrstæðu bifreiða. Amerísku bifreiðinni var ekið við stöðulaust á brott. Rannsóknar- lögreglan biður ökumann hinnar amerísku bifreiðar að hafa sam band við sig vegna atviks þessa. saman um að hætta öllum til- raunum með kjarnorkuvopn og Iagði til að það yrði gert 1. jan. n.k. Fulltrúi Bandaríkjamanna, Charles Stekle lagði í þessu sam bandi áherzlu á það, að Vestur- eftirlits. Kennedy sagði, að Bandaríkin væri reiðubúin að hafa samvinnu við alla, sem æsktu banns við kjarnorkutil- raunum og minnti á tillögurnar, sem Bandaríkin lögðu fram á afvopnunarráðstefnunni í Genf fyrir skömmu. ★ Kennedy staðfesti, að fundur utanríkisráðherra Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og V-Þýzkalands yrði haldinn áður en Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kæmi saman í sept. Hann sagði, að fundarstaður hefði enn ekki verið ákveðinn. f sambandi við orðróm þann, sem verið hefur á kreiki um, að Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, ætlaði að vera viðstaddur setningu Allsherjar- þings SÞ, sagði Kennedy, að hann hefði ekkert nýtt fram að færa, en sagðist vonast til þess, að hann fengi tækifæri til að ræða við Krúsjeff, ef hann kæmi til New York. Kennedy skýrði frá því, að hann hefði skipað atvinnumála- ráðherra Bandaríkjanna, Arthur Goldberg, 1 embætti hæstarétt- ardómara í stað Felix Frankfurt- er, en hann hefði sótt um lausn frá embætti sakir heilsubrests. ★ Hvað viðkemur Kúbu sagði Kennedy, að Bandaríkin hefðu snúið sér til nokkurra meðlima- ríkja innan Atlantshafsbanda- lagsins, þar sem skip undir fán- um þessara landa hefðu flutt ýmsar birgðir og tæknimennt- aða menn frá Sovétríkjunum til Kúbu. Kennedy sagðist vona, að bandamenn Bandaríkjanna rann sökuðu þetta mál niður í kjöl- inn. Kennedy vísaði eindregið á bug þeim ummælum bandarísks öldungardeildarþingmanns, að Bandaríkin hyggðu á inhrás á Kúbu. veldin gætu ekki samþykkt al- gert tilraunabann án eftirlits. Kuznetsov vísaði aftur á bug í dag tillögum Bandaríkjamanna og Breta um að annaðhvort yrði samið um algert bann við tilraun um með kjarnorkuvopn undir al- þjóðlegu eftirliti eða samið um bann við öllum tilraunum nema neðanjarðar án eftirlits. -- XXX --- Brezki fulltrúinn á ráðstefn- unni Joseph Godber, sagði, að hann teldi það augljósa móðgun við ráðstefnuna, að Sovétríkin vísuðu tillögum þessum á bug, svo fljótt eftir að þær hefðu verið bornar fram. Kuznetsov brást reiður við þessum ummælum og sagði, að Godber hefði engan rétt til að fara slíkum orðum um Sovétríkin. — Iþróttir mönnum að velja í stað þeirra, sem koma munu til með meiri reynslu. Dómari var Magnús Pétursson Stóð hann sig prýðilega, en þó betur eftir að sólin var hnigin til viðar. Veður var dásamlega fagurt og áhorfendur nokkuð margir. Kormákr — / fluttningum Framih af bls. 10 mest nýleg bréfasöfn. — Og ekkert merkilegt kom ið í Ijós í sjálfu safninu við flutningana? — Nei, þetta er allt skrásett og prentuð skrá til, svo þar kemur lítið á óvart. — Ætli enn sé mikið til af handritum, sem þá gætu glat- azt alveg? — Það er slæðingur af hand ritum út um land, og þau geta verið i hættu. En maður veit bara ekki hvar á að leita þeirra. Sumir sem eiga eitt- hvað slikt 1 fórum sínum, halda líka að þetta sé stór fjársjóður þó svo sé ekki og vilja selja það fyrir mikið fé. í nýj.. salnum eru 5 vinnu básar. 1—2 bása nota starfs- menn safnsins sjálfir er þeir vinna að lagfæringum á hand ritum o.fl. Hinum er úthlutað til þeirra sem vinna að þannig verkefnum að þeir þurfa að hafa mikið í kringum sig. Að lokum litum við inn í eldtrausta klefann, sem stend ur auður og bíður þess að varð veita Árnasafn til bráðabirgða ef á liggur, en ekki er vitað hvenær til hans þarf að grípa — Við setjum kannski eitt- hvað hér inn á meðan, sagði Finnur. Skip frá NATO-ríkjum flytji ekki fyrir Rússa sagði Kennedy Bandarikjaforseti á fundi með fréttamönnum i Washington WASHINGTON, 29. ágúst. Skothríð í Aigeirsborg — Akureyri Framhald af bls. 13. blíðu að staðaldri norður við ís< haf, né gullregns úr gráum skýj- um. En hins væntum við öll, að sá lífsmeiður, sem hér festir ræt ur, dafni vel, verði langlífur i landinu. En öllu öðru fremur væntum við þess, að hugsun mannsins verði hrein og djarf- mannleg. Það er hún, sem er upp haf ^llra athafna, allra fram- kvæmda. Það er hún, sem skapar bæinn, markar svip hans og sál. Það er hún, sem gefur sögunni líf. Um leið og Akureyrarbær kveð ur liðna öld og fagnar annarri nýrri, þakkar hann gömlum íbú- um, konum og körlum, mannkosti þeirra og vel unnin störf og fel- ur sjálfan sig, land og þjóð, for- sjón Guðs og vaxandi æsku“. Þá sungu karlakórarnir og blandaður kór undir stjórn Ás- kels Jónssonar við undirleik Guð mundar Jóhannssonar. Þessu næst flutti Guðmundur Frímann skáld ávarp í ljóði. Þá fluttu ávörp gestir bæjar- stjórnarinnar, forseti íslands, for sætisráðherra og fulltrúar vina- bæja Akureyrar á Norðurlönd- um, sem komnir voru frá Ála- sundi í Noregi, Vesturási í Sví- þjóð, Lahti í Finnlandi og Rand- ers í Danmörku. Ræður forseta íslands og försætisráðherra birt- ast á öðrum stað í blaðinu. Klukkan 16.00 var opnuð sögu- sýning í Gagnfræðaskólanum. Er það yfirlit í tölum, línuritum og myndum um þróun bæjarins, atvinnuhætti og byggingar au.k margs fleira. Bragi Sigurjónsson ’bæjarfulltrúi flutti ávarp og opn- aði sýninguna en að því loknu lýsti Sverrir Pálsson form. sýn- ingarnefndar sýningunni. Sýning in er í 10 stofum á tveimur hæð- um skólans. Vígsla hins nýja elliheimilis á Akureyri fór fram kl. 9.15 í morg un Þetta er mikil bygging og mun verða tekin í notkun inn- an tíðar. Bæjarstjóri Magnús E. Guðjónsson flutti ræðu og skýrði nokkuð frá tildrögum að bygg- ingu þessa heimilis. Þá tók til máls Ingibjörg Halldórsdóttir og að lokum talaði Jón H. Þorvalds- son form. byggingarnefndar. Við þessa athöfn var forseti íslands og þeir gestir bæjarstjórnar sem þá voru komnir til Akureyrar. Kl. 17.45 hófst hátíðafundur bæjarstjómar Akureyrar. Var fundurinn haldinn í samkomu- húsi bæjarins. Á dagskrá þessa fundar voru fjögur mál: 1. Sam- þykkt um stjórn Akureyrar, en með henni er numin úr gildi samþykkt um stjórn bæjarmála frá 1946. 2. Reglugerð fyrir Elli- heimili Akureyrar. 3. Tillaga um stofnun Menningarsjóðs Akur- eyrarbæjar. 4. Tillaga um að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar Akureyrar. Samkeppnin verður miðuð við þátttöku íslendinga. Á fundi þess um bárust Akureyrarbæ fjöl- margar gjafir, þ. á m. frá Lands- ’banka fslands 250 þús. kr. til menningarsjóðsins, frá KEA barst gjöf að upphæð 100 þús. kr. og Reykjavíkurbær gaf af- steypu af höggmyndinni ,,Systur“ eftir Ásmund Sveinsson. Ben Khedda skorar á deiluaðila, að hefja undírbúning kosnsnga hið bráðasta ALSÍR, 29. ágúst (NTB) _ f dag var barizt í hverfum Serkja í Algeirsborg, en þar lenti saman stuðningsmönn- um Btjórnarnefndar Ben Bella og mönnum úr 4. ■væðishernum í Alsír. Óvíst er um manntjón, en talið að 24 hafi særzt, Ben Khcdda, forsætlsráð- herra serknesku útlaga- Btjórnariiuiar, sendi deiluað- ilum í Algeirsborg bréf í dag, þar sem hann skorar á þá að varðveita friðinn í landinu, svo hægt verði að láta kosningar fara fram innan skamms. ★ í bréfum sínum til deiluaðila leggur Ben Khedda til, að skip- uð verði nefnd, sem stuðnings- menn beggja ættu aðild að. — Eigi nefndin að vinna að undir- búningi kosninga í landinu, sem Ben Khedda leggur til að haldn- ar verði 9. september. Enn- fremur leggur hann til, að strax þegar ný stjórn taki við völd- um verði skipting hersins eftir svæðum afnumin. Ben Khedda sagðist leggja fram þessar tillögur til þess að reyna að afstýra borgararstyrj- öld, sem nú væri yfirvofandi í landinu. ★ Bardagarnir í Algeirsborg, sem hóiust i hverfum Serkja, breiddust út til annarra borgar- hverfa í dag og í kvöld setti lög- reglan í borginni á útgöngu- bann til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Talið er að bardagarnir í dag hafi hafizt, er herstjórar 4. svæðishersins ætluðu að hand- taka nokkra stuðningsmenn Ben Bella, en fregnir herma að í gærkvöldi hafi herstjórarnir látið taka höndum að minnsta kosti 50 stuðningsmenn hans. Herstjórarnir hafa hins vegar gefið út yfirlýsingu þess efnis, að það hafi verið leiguhermenn Mohammed Khider, aðalritara stjórnarnefndarinnar, sem hafi átt sökina á óeirðunum. Segja þeir að Khider hafi fyrirskipað hermönnum þessum að taka til fanga fjóra yfirmenn 4. svæðis- hersins. Margskonar gjafir bárust Ak- ureyrarbæ frá vinabæjum kaup- staðarins á Norðurlöndum og nágrannabæjunum á Norður- landi, svo sem málverk, styttur og fleira. Þá bárust fjölmargar heilía- óskir í skeytum víðsvegar að, m. a. frá sendiherrum erlendra ríkja. í kvöld verður útlhátíð á Ráð- hússtorgi og verður þar margt til skemmtunar, leikur lúðra- sveitar, kórsöngur, kvæða- og leikflutningur, danssýningar, tví- söngvar og kvartettsöngvar, gam anvísnasöngur og flugeldasýning. Dansað verður fram eftir nóttu meðan nokkur maður stendur uppi enda stendur í dagskrá að dagskrárlok verði eftir aðstæð- i um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.