Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 30. ágúst 1962 MORCVHBLAÐIÐ 17 — Fornleifafundir P Framhald af bls. 8. við Einarsfjörð, en fornleifafræð- ingar hafa þó ekki hafið neina fullnægjandi rannsókn þar enn. Hvað kirkjur á Grænlandi til forna snertir hafa menn jafnan miðað við Þjóðhildarkirkjuna í Brattahlíð. En Vebæk segir, að líklega muni fást staðfesting á kenningum hans, þegar farið verð ur að rannsaka nánar þessar kirkjurústir. Kenning Vebæks fer hér á eft- ir: — „íslenzkar og norskar heim- Ildir geta um tólf sóknarkirkjur á tímum norrænna manna á Grænlandi, og ber þar fyrst að nefna Garðadómkirkju. Sumar þessar kirkjur hafa fundizt, en auk þess hafa svo fundizt all nokkrar smærri kirkjur, sem ekki er vitað um náfn á. Talið hefur verið, að þær kirkjunj sem fund- izt hafa, séu þær sóknarkirkjur, sem menn þekkja til úr heimild- um, þótt ekki sé ljóst, hvað þær hafi heitið. En kirkjufundurinn Undir Höfða afsannar þetta með öllu. Litla kirkjan liggur svo þétt við hina kirkjuna, að eiginlega getur ekki verið um tvær sókn- arkirkjur að ræða“. Einnig hafa menn komið með þá kenningu, að litlu kirkjurnar væru einskonar annexíur, sem byggðar hafi verið vegna fólks- fjölgunar. En Vebæk telur, að svo geti naumast verið. Hann bendir á íslenzkar kirkju byggingar og segir, aði eins og á íslandi hafi menn í upphafi lát- ið reisa litiar kirkjur. Þegar norrænir menn námu fyrst land á Grænlandi, voru þeir heiðnir. Þegar þeir tóku kristni, voru það höfðingjarnir, sem létu reisa kirkjurnar. Þessar smákirkjur hifa þannig iegið rétt hjá bæjum höfðingjanna. Kirkjurnar tvær við Höfða liggja við tvo smærri tírði inn af Einarsfirði, Austur- fjörð og Hafgrímsfjörð. Haf- /'rímur hefur að öllum líkindum verið höfðingi þar um slóðir. Þegar byggðir hafa loks náð sam- »n, hefur stærri sóknarkirkjan verið reist, og hinar upprunalegu •mákirkjur hafa verið gerðar að einskonar kapellum, ef þær þá hafa ekki verið látnar standa ónotaðar. / Litlu kirkjurnar eru ekki byggðar úr viði eins og þær ís- lenzku. Á Grænlandi hafa, eins og áður er sagt, fundizt allnokkr- ar kirkjur, en aðeins Þjóðhildar- kirkjan er úr tré. Kirkjurnar þar eru eins og híbýlin byggðar úr torfi og grjóti. Þar sem byggt hefur verið á þennan máta hafa bæði kirkjur og híbýli hrunið eða sigið til grunna. Torfið hefur molnað og máðst og grjótveggirn ir aflagazt og skekkzt. Ástæðan til þess, að menn byggðu ekki úr við eins og íslandi, er sú, að á Grænlandi var erfitt að ná í nokk urn við svo talizt gæti. Því not- tiðu menn grjót og byggðu þessar kirkjur yfirleitt í stíi við Þjóð- hildarkirkjuna með þykku torf- k»gi utan um hinn eiginlega grjót- vegg. Kirkjurnar voru mjög litl- »r. Síðan voru byggðar þarna kirkjur úr tilhöggnu grjóti, sem •tundum var bundið með stein- lími eða einhvers konar kalki. pessir kirkjumúrar hafa staðizt tönn tímans, enda má víða á Grænlandi sjá reisulegar stein- vatnsleiðslukerfi í fornum bæj- kirkjur frá fyrri öldum. Jóníma Guðmunds- dóttir 70 óra HÚN Jóna Hjartar er 70 ára í dag. Jóna heitir reyndar Jón- ína Guðmiundsdóttir Oig á heima að Suðurgötu 9 í Hafnarfirði. Hversvegna hún hefur hlotið þessa einkennulegu nafngift, að vera kennd við mann sinn, veit óg ekki, en hitt veit ég að hún er óvenjuleg kona, sakir dugn- aðar og mannkosta. Ég hef um 30 ára sikeið verið nágranni hennar, og um árabil höfum við starfað við sömu stofnun, þar sem hún á sér þó lengri starfsaldur en ég. Hún hef ur veitt þvottahúsinu á Sólvangi forstöðu allt frá því, að það tók til starfa með einstökum dugn- aði og trúmennsku, og borið hag og heiður stofnunarinnar mjog fyrir brjósti. Ég vil þaikka þér, Jóna, í nafni Sólvangs fyrir langa og dygga þjónustu, og persónu- lega fyrir ágæta viðkynningu. Beztu hamingjuóskir. Jóh. Þorsteinsson. Kosið til Búnaðarþings HVAMMSTANGA, 18. ágúst — Kosning fuiltrúa á Búnaðar- þing fyrit Vestur-Húnavatnssýslu á að fara fram sunnudaginn 9. september n.k. — Tveir listar eru í kjöri, annar með Óskari E. Levý, Ósum og Jóhannesi Guð- mundssyni, Auðunnarstöðum, en hinn með þeim Benedikt H. Lín dal, Efra-Núpi og Sig. J. Lín- dal, Lækjamóti. — Str. Heyfengur HVAMMSTANGA, 16. ágúst. — Sláttur hér í sýslu hófst nærri hálfum mánuði seinna í sumar en undanfarin ár, og var þá gras- spretta víðast orðin sæmileg. Nýt ing heyja helur verið ágæt, út- lit er fyrir að háarspretta verði með minna móti og heyfengur því í rýrara lagi. Sumarið hefur verið þurrkasamt en kalt. Hér er verið að byggja þrjú íbúðarhús og auk þess slátur- og frystihús. I sveitunum hér í kring eru nokkur íbúðar- og peningshús í smíðum. — Str. Járnsmiðir Járnsmiði og menn vana járnsmíði vantar nú þegar. Vélsmiðjan Eysteins Leifssonar Laugavegi 171. Ráðskonu eða matreiðslumann vantar að Reykjaskóla næsta vetur. — Upplýsingar gefur SKÓLASTJÓRINN (sími um Brú). Til leigu Tvö stór og björt samliggjandi herbergi til leigu í Miðbænum strax eða 1. okt. Reglusemi og nokkur fyrirframgreiðsla áskilin. Tilb. sendist Mbl. fyrir n.k. sunnud. mer-kt: „Miðbær — 7774“. Iðnaðarsaumavélar Nokkrar notaðar iðnaðarsaumavélar með borðum og mótorum til sölu. Overlock, einstungu, tvístungu, 12 nála. Upplýsingar 1 síma 10115 og 12841. PLASTSOFASETT - víðis-sófasett TRÉSMIflJAN FRÁ VÍÐI ERU EINKAFRAMLEIÐSLA. OLÆSILEG HÚSPRÝÐI. HENTUG OG ÓDÝR. LAUGAVEGI 166 Verzlunarsími: 22229. Skrifstofuhúsnœði Til leigu skrifstofuhúsnæði á Vesturgötu 10A frá 1. október n.k. Upplýsingar veittar á staðnum og í síma. GEIR ZOEGA, sími 17797. VIL KAUPA Sælgætis- og tóbaksverzlun Góð útborgun. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 3. sept, merkt: „Haust — 7632“. Verkamenn vanfar Upplýsingar í síma 36177 og 32125. SIGURÐUR HELGASON. Landsins beztu hópferðabifreiðir höfum við ávalit til leigu í lengri og skemmri ferðir. Leitið upplýsinga hjá okkur. Bifreiðastöð íslands símar 18911. og 24075. Saumastúlkur Viljum ráða stúlkur vanar saumaskap. VinnustaSur er á Laugavegi 178. Upplýsingar gefnar í Model Magasin Austur- stræti 14. 2. hæð kl. 5—7 fimmtudag sími 20-6-20. Múrarar óskast til að múrhúða utan þriggja íbúða hús. Aukavinna kemur til greina. Upplýsingar í síma 37648 eftir kl. 7 á kvöldin. Frá barnaskólum Reykjavíkur Börn fædd 1955, 1954 og 1953 eiga að sækja skóla í septembermánuði. 7 ára börn (f. 1955) komi í skólana 1. sept. kl. 9 f.h. 8 ára börn (f. 1954) komi í skólana 1. sept. kl. 10 f.h. 9 ára börn (f. 1953) komi í skólana 1. sept. kl. 11 f.h. Foreldrar athugið: Mjög áríöandi er, að grein sé gerð fyrir öllum börnum á ofangr. aldri, (7, 8, og 9 ára), í skólunum þennan dag. Geti börnin ekki komið sjálf, verða foreldrar eða aðrir að gera grein fyrir þeim í skólanum. Ath.: Skólahverfi Breiðagerðisskóla nær nú að Háa- leitisbraut (sunnan Miklubrautar). Kennarafundur verður í skólunum 1. sept. kl. 8,30 f.h. Fræðslustjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.