Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 30. ágúst 1962
sár
HINN 15. júní sl. var byrjað
að byg'gja nýtt heimavistar-
hús fyrir héraðsskólann í
Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp. Af því tilefni hefur
Mbl. hitt Pál Aðalsteinsson,
skólastjóra í Reykjanesi að
máli og leitað Jðinda hjá hon
um af þessum framkvæmd-
um. —
— Gamla •heimavistarhúsið
var orðið ónothæft og hefði ekki
reynzt mögulegt að halda uppi
kennslu næsta vetur með þeim
húsakosti. Þess vegna hefur nú
verið ráðizt í byggingu nýrrar
heimavistar og kennaraíbúða,
sem byggðar verða í þremur á-
föngum, segir Páll Aðalsteins-
son. —
Hið nýja heimavistarhús, sem er í byggingu í Reykjanesi.
heimavistarhús að
rísa í Reykjanesi
Samtal wð Pál Abalsteinsson
skólastjóra
Páll Aðalsteinsson skóla-
stjóri með næstyngsta son
sinn á handleggnum.
— f nýja húsinu sem byggt.
verður í sumar eiga að verða
nemendaíbúðir drengja, borðsal
ur fyrir 118 manns, lestrarsalur
og setustofa fyrir nemendur.
Teikningar af byggingunni
gerði Guðmundur Guðjónsson
arkitekt hjá Húsameistara ríkis-
ins. Stærð hennar er 300 ferm.
að flaýarmáli á tveimur hæðum.
Er það % hluti þeirrar bygging-
ar sem áætlað er að byggja.
Næsti áfangi í byggingarmál-
um Reykjanesskólans er bygg-
ing tveggja kennaraíbúða ásamt
skólaeldhúsi. Þriðji áfanginn
verður svo bygging nemenda-
íbúða fyrir stúlkur og tvær
• Skemmdarvargar
og blómaþjófar
í Bæjarfógetagarðinum
UMMGBNGNI fól'ks hefur
aldrei verið verri síðan garður
inn var opnaður, sagði Sigmar
Þormar garðvörður hins gamla
Bæjarfógetagarðs hér í hjarta
Reykjavíkur, er hann gekk í
gærdag í /eg fyrir einn af blaða
mönnum Morgunblaðsins, sem
átti leið um garðinn.
Sjáðu, sagði Þormar, í nótt
.hafa þeir spyrnt um steinhleðsl
unni hér meðfram einu blómá-
beðanna af hreinni skemmdar
fýsn.
Hvert einasta blóm. sem kom
ið hefur upp úr garðinum nú í
sumar, og skorið hefur sig úr
sakir fegurðar sinnar hefur ver
ið horfið eftir sólarhringinn.
Héðan úr Bæjarfógetagarðin
um hafa vegfr.rendur í sumar
slitið upp 200 túlípana, þegar
þeir stóðu j mestum blóma.
Nóttina eftir Þjóðhátíðardag-
inn, lágu hér á grasflöt fyrir
framan aðaltúlip: nabeðið
kennaraíbúðir. Verða þessar
byggingar allar samfastar. Er
stefnt að því að þeim verði lok-
ið á næstu fjórum til fimm ár-
um. —
Hraðar framkvæmdir
— Byggingarframkvæmdirnar
í sumar hafa gengið vel?
— Já, þær hafa gengið alveg
sérstaklega vel. Sá hluti bygg-
ingarinnar, sem nú er í smíð-
um á að taka 40 nemendur og
á að vera tilbúinn um mánaða-
mótin október-nóvember næst-
komandi.
Lokið er nú við að ganga frá
húsinu að utan og er verið að
múrhúða það að innan. Verður
því lokið um miðjan september.
hvorki meira né minna en 60
túllpanar, sem slitnir Ihöfðu
verið upp um nóttina.
Er þetta ekki furðulegt uppá
tæki, sa„5i Þormar, en hann
var með skóflu sína að lagfæra
steinhleðsluna, sem skemmd
var í fyrrinótt. — Og það er
ekki úr vegi, að ‘íta fólk vita
það, að það getur kostað þann,
sem -iítur upþ -ióm í slíkum
almenningsgarði 500 k-'-'ur —
fyrir því er dómur sagði Þormar
yfir manni, sem sleit upp eitt
einasta blóm á Austurvelli fyr-
ir tveim^x sumrum.
• Slæmar
kvikmyndasýningar
Reið húsmóðir í þorpi úti á
landi skrifar meðal annars: Oft
hefur mig langað til bess að
setjast niður með penna í hönd
og hripa þér nokkrai línur, Vel
vakandi góður, en ávallt hefur
mér fundizt svo, að ekki þætti
sæmandi að koma fram með
kvartanir um eitt og annað, er
miður fer í manns eigin bæ eða
Þá verður einnig lokið við raf-
lagnir og miðstöðvarlagningu.
Yfirsmiður byggingarinnar er
Guðbjörn Guðmundsson húsa-
smíðameistari í Reykjavík. —
Múrarmeistari er Ragnar Finns-
son, Reykjavík, raflagnir annast
Þórólfur Egilsson, ísafirði og
miðstöðvarlagningu Hallgrímur
Kristjánsson, Reykjavik. Verk-
stjóri við bygginguna er Guðni
Jónsson.
Allir eiga þessir menn það
sameiginlegt að hafa unnið
mjög vel að framkvæmdunum.
Er það fyrst og fremst þeim að
þakka og verkamönnum þeirra
hve vel hefur miðað áfram.
Fjárveitingar til byggingarinn
ar hafa numið 2 milljónum kr.
sl. tvö ár. Verður að vænta að
fjárveitingavaldið tryggi áfram-
haldandi framlög til þess að
hægt verði að ljúka þessum á-
fanga og síðan til þess að halda
áfram.
— Hve margir nemendur
verða í skólanum í vetur?
byggðarlagi. Þó get ég ekki lát
ið hjá líða nú að minnast á
kvikmyndasýningarnar hér í
þorpinu, þar sem ég á heima, ef
það yrði til þess að viðkomandi
aðiljar vönduðu sig betur.
Það er ofurlítil tilbreyting
frá d glega lífinu að bregða
sér í bíó, og maður væntir sér
ánægju og skemmtunar af sýn
ingunni. Því miður bregður þó
oftast svo við, að tilbreytingin
verður leiði og gremja. Þeir,
sem fyrir sýningum standa,
virðast ekki gera sér ljóst, að
fólkið borgar þeim peninga í
þeirri von að fá eitthvað al-
mennilegt fyrir snúð sinn, en
ekki svikna vöru og þjónustu.
Hér ganga kvikmyndasýningar
þannig fyrir sig, að ýmist heyr
ist talið óskýrt, eða þá að hljóm
urinn verður skyndilega að svo
yfirgengilegum hávaða, að
manni væri skapi næst að
bregða fyrir sig báðum fótum
í mesta flýti og forða sér í
burt. Síðan tekur filman til
að slitna nokkrum sinnum, og
— Þeir verða um 70 í verk-
náms- og gagnfræðadeild skól-
ans. En aðeins hefur verið unnt
að taka hluta þeirra nemenda,
sem sótt hafa um skólavist. Að-
sókn að Reykjanesskólanum hef
ur verið og er mjög mikil. Sæk-
ir þangað ungt fólk úr öllum
landshlutum. Er því mjög þýð-
ingarmikið að sem fyrst takist
að ljúka hinum fyrirhuguðu
byggingarframkvæmdum, segir
Páll Aðalsteinsson skólastjóri að
lokum.
Aðalfundur Presta
félags Vestfjarða
AÐALFUNDUR Prestafélaga
Vestfjarða var haldinn í Sauð-
lauksdal í Barðastrandarprófasts
dæmi dagana 18 til 19. ágúst.
Mættir voru 7 prestar af félags
svæðinu auk staðarprestsins séra
Gríms Grimssonar. Voru fundar
menn allir gestir prestshjónanna í
Sauðlauksdal um fundartímann.
Aðalmál fundarins var: Rétt-
indi og skyldur presta. Framsögu
meður séra Sigurður Kristjánsson
prófastur ísafirði.
Miklar umræður urðu um mál
ið, og svohljóðandi ályktun sam-
þykkt:
Aðalfundur Prestafélags Vest-
fjarða beinir þeim tilmælum til
biskups, að hlutazt til um, að
hraðað verði endurskoðun kirkju
legrar löggjafar, þar sem margt í
eldri lögum er úrelt orðið.
í sambandi við fundinn fór
fram guðsþjónusta í Sauðlauks-
dalskirkju. Þar predikaði séra
Stefán Lárusson Núpi, en altaris
þjónustu önnuðust séra Sigurður
Kristjánsson ísafirði og sr. Þor-
bergur Kristjánsson Bolungarvík,
Var messan mjög fjölsótt.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa:
Séra Sigurður Kristjánsson ísa
firði forrnaður, séra Jóhannes
Pálmason Stað Súgandafirði rit
ari og séra Tómas Guðmundsson
Patreksfirði gjaldkeri.
þegar skeytt er sarr.an á ný,
sjóum við aðeins hausana eða
fæturna á persónunum, og líða
alltaf nokkrar mínútur, þangað
til það er lagað. Svona mætti
lengi telja. Mér kemur sérstak
lega í hug ein ákveði.. sýning,
er ég sá fyrir nokkru. Þá var
fyrsti hluti myndarinnar sýnd
ur fyrst, þá sá síðasti, þar á eft
ir miðhh.finn og að lokum síð
ari kaflinn aftur. Ekki var hafl
fyrir því að biðja gesti hússins
afsökunar. Eg vil að lokum
vona, að þeir, sem hér eiga hlut
að máli, reyni nú að bæta tækni
kunnáttu sína, svo að við-
skiptavinir þeirra fari ekki sí-
fellt óánægðir heim af sýning-
um þeirra.
• Virðingarleysi gagnvart
kvikmyndum og gestum
Þetta minnir Velvakanda á
það, að víðar er pottur brotinn
í þessum efnum en í heima-
hyggð húsmóðurinnar. Að vísu
er ástandið ekki líkt því svona
slæmt í Reykjavík, en þó ber
það við, að hljómur er rang-
stilltur, og myndir koma ekkl
allar fram á tjaldinu, heldur
vantar ofan á þær og neðan á,
vegna þess að tjaldið virðist
ekki nógu hátt fyrir eldri
gerðir kvikmynda. Þá er það
ófyrirgefanlegur ósiður hjá
vissum kvikmyndahúsum að
hefja ekki sýningu á réttum
• tíma, heldur er það látið drag-
ast allt upp í sex mínútur. —
Þetta getur komið sér illa fyr-
ir þá, sem tímabundnir eru, og
ekki bæta hléin úr skák. Þá er
óskiljanleg tízka að komast á
að því leyti, að sífellt er verið
að draga einhverjar tjaldadul-
ur til og frá fyrir framan hvíta
léreftið, jafnvel meðan vorið
er að sýna kvikmyndina. Það
sýnir virðingarleysið gagnvart
kvikmyndinni, sem verið er að
sýna bíógestum, að eftir hlé
hefst sýning aftur meðan ver-
ið er að draga þessa dúka-
bleðla til og frá og full eða
hálf ljós eru í salnum.