Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Það glitrar víða á góð nöfn frá Heiga magra til Matthíasar Mín fyrstu kynni af Akureyril og Akureyringum fyrir hálfrii öld hafa reynzt endingargóS. Eg| kom fótgangandi eitt sinn aðj austan, niður Vaðlaheiði, haust- það í ræðu sinni, að til vserl skráður dómsúrskurður frá árinu 1562, sem dagsettur er á Akur- eyri, þannig að það hefir verið einhver húskumbaldi, sem ís- Góðir Akureyringar! Við erum hér saman kom- in tii að minnast aldaraf- mælis kaupstaðarins. Stórt afmæli er til þess fallið að gera sér dagamun, sópa bæ- inn, eins og á hátíðum í gamla daga, og opna hugann og heimilið fyrir ölliun holl- um vættum. Afmæli er einnig vel til þess fallið að rifja upp endurminningar og skyggnast fram í tímann í ljósi sögunnar. Sagan er einn sterkasti þátt- ur þeirrar menningar, sem berst frá einni kynslóð til annarrar og gerir okkur kleift að komast feti framar en forfeðurnir. Saig- an er ekki haft, heldur er hún Ihvöt til nýrra diáða og dreng- skapar. Hún bregður birtu yfir viðfangisefni samtíðarinnar og Etefnan skýrist. Ég ætla mér ekki þá dul að fræða ykkur, góðir Akureyringar, um sögu bæjarins, nútíð eða fraimtíð, né lýsa náttúru Akureyrar og Eyja- fjarðar jafnvel og yikkar eigin höfuðskáld hafa gert. Ég þakka ykkur heimboð á þessa hátíð, og er hér kominn til þess að gleðjast með ykkur á góðri stund. Á afmælum er þess helzt minnzt, sem vel hefir verið gert og látið vatna yfir láglend- ið. Við gestir ykkar komum hér einnig til þess að fræðast. Sögusýning og iðnsýning gefa okkur ákjósanlegt tækifæri. Og umferð um bæinn glöggvar okk- ur á skógrækt og skólahaldi, út- gerð og landkostum. Skjólgóð höfn langt inni í landi skýrir það glögglega hvernig Akureyri er orðin höfuðstaður, „haganleg- ur“, eins og Mafthías segir, fyr- ir heilan landsfjórðung. Ég get fullvissað ykkur um það, Akureyringar, að við gest- ir ykkar munum einnig minnast ykkar sjálfra með vinsemd og virðingu. Bæjarnafnið, eyrin, sem ér kennd við akur, hljómar vel í eyrum. En nafnið og jafnvel náttúrufegurðin er ekki nóg. Það fær hvert hérað og hvert land sérstakan b!æ af sögu sinni, íbúum sínum og þjóð. Það er hægt að skemma gott heiti og að fegra hversdagslegt nafn eftir því hver ber það. Og Akureyrar- hrakinn. Þegar ég kom niður úrWlenzkir menn hafa byggt, ef til þokunni í miðjum hlíðum, blastilvill vöruskemma eða sjóbúðir, bærinn við vingjarnlegur hand-|sem lækurinn hefir síðan verið an við Pollinn. Og opnum örm-fflheitinn eftir. um var mér unglingnum tekiðffl Þá rakti Davíð sögu Akureyrar hvar sem ég kvaddi að dyrum. |með því að bregða upp myndum Ég óska Akureyrarkaupstaðlpá liðnum öldum. Að lokum sagði og íbúum hans allra heilla á ald-|í ræðu Davíðs skálds frá Fagra- arafmælinu. Allar góðar vættirfflskógi: fylgi ykkur. Akureyri, Eyjafjörðl „Hver kynslóð setur sinn svip ur og raunar allur Norðlendinga |á bæinn. Leggur sitt af mörkum fjórðungur er hér um einnihonum til vaxtar og þroska. En landvættanna. Þegar Galdra-ÍÞað, sem fegrar hann mest, eru Finninn fór inn eftir Eyjafirði,Í|Þó hvorki stórhýsi né turnar, held fór á móti honum „fugl svá|Jur sjálft manniífið, að ógleymdu .mikill, at vængirnir tóku út fjölljumhverfinu, fjöllum og firði. Við in beggja vegna“. örninn er íÍÞurfum hvorki sjónauka né löng merki þessarar hátíðar með korn 11 ferðalög til þess að sjá fegurð bindin á bringu. fflnáttúrunnar, undur skaparans. Við gestirnir þökkum ogi Þau hirtast í hverju barnsauga, fögnum því að vera meðal ykk-ihveriu blómi, hverjum fjállstindi ar á hátíð, sem haldin er undir|°g hlíðarvanga. Fegurð Eyja- þessu fornheiiaga merki, sem er!fiarðar er hafin yfir alia dóma. Ásgeir Ásgeirsson nafnið er bæði svipmikið af nátt úrunnar völdum og geðþekkt af mannanna völdum. Það glitrar víða á góð nönfn, allt frá Helga magra og til Matthíasar, svo eg nefni engan núlifandi. — Akureyri Frarhhald af bls 1 flutt hátíðamessa í Akureyrar- kirkju. Sr. Pétur Sigurgeirsson predikaði, en sr. Birgir Snæ- björnsson þjónaði fyrir altari. Eftir hádegið héldu hátíðahöld in áfram og kl. 13.30 setti Jón G. Sólnes forseti bæjarstjórnar há- fíðina. Honum fórust orð m.a. á þessa leið: Herra forseti fslands, hæstvirt ur forsætisráðherra, hæstvirtur menntamiálaráðherra, hæstvirtur forseti Sameinaðs Alþingis, hátt virtu fulltrúar vinabæjar Akur- eyrar, háttvirtir fulltrúar ná- granna kaupstaða Akureyrar á Norðurlandi, aðrir háttvirtir boðsgestir, góðir Akureyringar: Þennan dag fyrir réttum 100 ár- uim var gefin út konungleg reglu gerð um að gera Akureyri að sérstökum kaupstað og lögsagn- arumdæimi út af fyrir sig. Var J>á einveldi Danakonungs yfir íslandi og allan rétt í hendur konungs að sækja. Áður hafði bærinn verið hluti af Hrafnagils- hreppi og þangað áttu Akureyr- ingar kirkjusókn til þess tíma, en kirkja var fyrst reist hér í bænum fyrir réttum 100 árum. Þegar bærinn fékk hin mikil- vægu réttindi, voru íbúar hans 286, og allt hafði á sér blæ smá- þorpsins. Þó framfarirnar síðan hafi eklki alltaf verið örar, hefir J>ó áfram miðað og bærinn vax- ið til þeirrar stærðar, sem við blasir í dag, og íbúar hans orðn- ir rúmlega 9 þúsund. En hér er ekki stund til að rekja sögu þeirra breytinga og framfara, sem orðið hafa á bænum á 100 ára skeiði, enda verður það'gert á öðrum vettvangi. Oig til þess hefir verið efnt til sögusýningar- innar, sem opnuð verður í dag. ■ Á þessum tímamótum kunnuim við að velta því fyrir okkur hvað valdið hafi því að Akureyri var fyrsti kaupstaður Norðurlands- ins og hvers vegna hún hefir síðan verið höfuðbær Norður- landis. Enginn vafi er á því, að fyrst er að telja legu staðarins, höfnina, sem er óviðjafnanlega eina lífhöfn í þessum landisfjórð ungi, eins og séra Matthías orð- aði það á einum stað. Hingað Jeituðu verzlunarskipin, en Ak- ureyri á verzluninni upphaf sitt að þakka. Að hinu leytinu ligigja að Akureyri hin blómilegustu héruð, og staðurinn ágætlega fallinn til sóknar með bættum samgöngum. Hér settust snemma að dugmiklir sjósóknarar og mik ilhæfir iðnaðarmenn. Og með ár unum hefir Akureyri orðið mik- ill útgerðarbær og mesti iðnað- arstaður landsins að tiltölu. Þá hefir Akureyri löngum átt að fagna leiðsögu ágætra andans manna, sem hafa skapað henni skilyrði til þess að fara með for- ystuhlutverk einnig á því sviði. Og náttúran hefir veitt sviði athafna og menningarstarfsemd hina fegurstu umgjörð. Þannig hefir Akureyri mótazt í aldar- innar rás. Horfnar kynslóðir hafa með lífsstarfi sínu, oft löngu Og erfiðu, skapað bæinn og okk ur, sem nú lifum hin ákjósan- legustu skilyrði til vaxtar og þroska. l*< * iWi W l >u» KLUKKAN 12 á miðnætti skemmtu Akureyringar sér við dans og söng á flóðlýstu Ráðhústorginu. Logn er á Akureyri og hiti 7—8 stig. Áætlað er að' á torginu séu milli 3—4 þúsund manns, en auk þess eru allar hliðargötur troðfullar af fólki. Þar hefur verið komið fyrir gjallarhornum og getur i fólkið hlustað á músíkina þar. Allir eru nú í bezta , skapi og skemmta sér prýðilega og njóta haust- »kvöldsins á 100 ára af- i mæli Akureyrar. Þeim ótöldu og ónefndu Ak- ureyringum vottum við á þess- ari hátíðastundu aðdáun okkar og alúðarþökk um leið og við horfum fram og heitstrengjum að vera bænum okkar þeir liðs- menn, sem geta okkar framast leyfir. Enda efumst við ekki í dag um, að bærinn á fyrir sér fagra og bjarta framitíð. Yfir Akureyri hefir jafnan verið þokki góðs og gróandi mannlífs, og fyrir þá hamingju þökkum við af alhug þeim mætti, sem öllu ræður. Og á þessari stundu á ég ekki aðra ósk betri til handa okkar kæra bæ, en þá, að sú hin sama gifta megi fylgja honum og í- búum hans um alla tíma. Ég segi hgtíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli Akureyrar sett. Síðan sungu karlakórar bæjar ins undir stjórn Árna Ingimund- arsonar, en að söngnum loknum var farið í skrúðgöngu frá Ráð- hússtorgi að íþróttavellinum. Mörg þúsund manna voru saman komin á Ráðhússtorgi og er ekki gott að geta sér til hve margir þar voru, en þess má geta að þegar fylkingin hafði gengið suð- ur Skipagötu, upp Kaupvangs- stræti og norður Hafnarstræti og kom inn á Ráðhússtorg á ný var enn mikill mannfjöldi þar fyrir og gengu þó a.m.k. 6—8 manns saman hlið við hlið í fylking- unni. Fremstir fóru skátar og báru fána, síðan Lúðrasveit Ak- ureyrar er lék göngulög. Þá gekk forseti íslands herra Ás- geir Ásgeirsson og Jón G. Sólnes forseti bæjarstjórnar, síðan Ól- afur Thors forsætisráðherra og Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra auk annarra gesta. Veður undanfarna daga hefir ekki verið gott, kalsi og súld. í dag var það hins vegar hið ákjósanlegasta, hlýtt og örlítil gola. Er komið var til íþróttavallar- hluti af skjaldarmerki hins ís- lenzka lýðveldis sjálfs. ins sungu karlakórarnir undir stjórn Áskels Jónssonar en síðan flutti Gísli Jónsson menntaskóla- kennari hátíðaræðu eftir Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Gat Davíð ekki flutt ræðu sína sjálfur sakir veikinda. í RÆÐU Davíðs Stefánssonar var rakin saga þjóðarinnar og sam- búð fólksins við landið um langar aldir myrkurs og einangrunar. Þá var rakin aðdragandi byggðar á Akureyri, þegar Konungshúsið var reist að liðnu einokunartíma bilinu á eyrinni innan við ósa Búðalækjar. En Davíð benti á Ólafur Thors Hún var og er og verður. En handaverk mannanna vara tiltölu iega skamma stund. Timbrið fún ar, múrarnir hrynja, letrið máist af pappírnum, drambið hjaðnar eins og vatnsbóla. Sigur mann anna verður aldrei alger hérna megin grafar. En ef við getum samhæft getu vora þeim anda, er við vitum hollastan mannlegu lífi, styttist bilið milli þess sem er og verður, milli hins vaxandi og fullkomna. Þá höfum við ekki til einskis lifað. Þá getum við af heilum hug þakkað forsjóninni arfahlut vorn, vorgróður og haust fölva, líf og dauða. Heilladísir þessa byggðarlags brenndu Konungshúsið, en hér rís bær, sem vill og hefir alltaf ‘ viljað heiðarleg viðskipti, heil- brigt líf. Ekkert er honum fjær en að afsala sér rétti sínum og afneita þeim skyldum, sem á hon um hvíla. Þótt hann megi fremur teljast fálátur en framhleypinn, er hann þjóðhollur, metur mann dóm allan, hvort sem birtist í orði eða verki, og talar máli sínu án geigs og tæpitungu ef því er að skipta. Akureyri hefir öll skilyrði til þess að vera bær farsældar og auðnu, menntabær, menningar- bær, blómabær. Yngstu borgar- arnir, sem enn þá leika sér í húsa görðum, eru heillaspár komandi tíma, og styrkja þá eldri í trúnni á vordægur nýrra aldar. Það væri kaldranaleg óvizka, að van- treysta framtíðinni. Allir vita, að ekki vex hár hlynur af fræi á einu sumri. En sé að honum hlúð af skynsemd og þolinmæði, mun honum vaxa þróttur og fegurð. Enginn væntir suðrænnar veður Framh. á !.ls 23 Akureyri skipi tignar- í þjóðlífi íslendinga Herra forseti íslands, hátt- virt bæjarstjórn Akureyrar, virðulega samkoma: Ég er hingað kominn í hoði bæjarstjórnar Akureyrar, sem ég þakka fyrir, til þess í nafni ríkisstjórnar íslands að færa höfuðstað Norður- Iands árnaðaróskir á þessum hátíðisdegi, þegar öld er um- liðin frá upphafi hans. Mig hefir ævinlega langað til þess að það mætti verða hlut- skipti allra mannanna þarna að eiga sér yndi æskunnar, og um- 'brot og fyrirheit unglingsáranna, sem væru forboði athafnamikilla manndómsára og varðveizlu styrks og göfgi um allan aldur. Að sjálfsögðu er um margt ólíku saman að jafna, þar sem er mannsævin annars vegar en saga bæjarfélags hins vegar. Þó má að vissu leyti líta á bæjarfélagið eins og lifandi veru, og segja um Akureyri að hún sé nú komin á manndómsárin. En hún er ekki eldri en svo, að æska hennar er mér í fersku minni. Akureyri stendur mér enn fyrir hugskotssjónum, eins og ég sá hana fyrst. Það var á sólbjört- um sumarmorgni fyrir hálfum sjötta áratug.að ég kom róandi á smákænu frá Svalbarðseyri. Ég gleymi því aldrei, hversu blíð, friðsöm og ósnortin Akureyri blasti við mér þegar komið var fyrir Oddeyrartanga og ég í fyrsta sinni leit hana augum. Hér bjó þá gott fólk og fallegt eins og nú. Og hér skaut þá gróandi þjóðlíf frjóöngum sínum. Fáum árum síðar, eða fyrir réttri hálfri öld, dvaldi ég hér sumar- langt við síldarsöltun á Torfu- nefsbryggju. Þá höfðu þjóðflutn- ingar hafizt frá Suðurlandi til Norðurlands í síldarleit. Og hlut- fallslega miklu meira aðstreymi útvegsins til Akureyrar en nú. Þá var Akureyri á gelgjuskeiðinu, en fögur og rík. Þessi vaknandi höfuðstaður átti sér þá skáldjöfur inn Matthías, og hina gullfögru rödd séra Geirs vígslubiskups, auk kunnra fræði- vísinda- og at- hafnamanna, og ýmissa annarra öndvegishölda, sem gerðu garo- inn frægan. Síðan hef ég oft komið til Ak- ureyrar og ýmissa erinda, en oft- ast verið í pólitískri víking, átt vinum að fagna og andstæðing- um að mæta. Það hafa skipzt á skin og skúrir, en alltaf hefir mér þótt Akureyri því fegurri og tignarlegri, sem ég hefi oftar sótt hana heim. En aldrei þó fremur en síðustu árin, þegar þessi mikli menningarbær gnæfir sem foldgnátt fjall yfir flest ann- að í þjóðlifinu. Fyrir því fær það mér gleði að vera kvaddur til þessarar há- tíðar. Og ég fagna því, að sá heiður hefir fallið mér i skaut að flytja hér kveðjur ríkisstjórn- ar íslands. Við biðjum Akureyri Guð bless unar um ókomnar aldir, og ósk- um þess að bærinn megi stækka °g prýkka. En einkum þó hins, að hér búi fólk, sem með atgervi sínu, menningu og manngöfgi tryggi það, að Akureyri skipi jafnan með sömu prýði tignar- sess í þjóðlífi íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.