Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVTSBL AÐ1Ð Fimmtudagur 30. Sgúst 1962 HOWARD SPRING: 26 RAKEL ROSING 5. Þegar Maurice hafði lokið sam talinu við Mike Hartigan, gekk hann fram í forstofuna og stikaði þar fram og aftur, órólegur og hræddur, með annað augað á glugganum. Dagurinn hafði ekki gengið samkvaemt áætlun hjá hon um, en ennþá mátti kippa öllu í lag. Seinnipartinn skyldu þau taka bílinn og skoða sig um í rólegheitum og sjá alt, sem var líklegast til að vekja áhuga þess, sem hefði aldrei áður séð London. Þau skyldu fara í skemmtigarð- ana og sjá konungshöllina og Þinghúsin. En þá datt honum annað í hug: Fjandinn hafi það, hugsaði hann, líklega vill hún miklu heldur ganga um verzlun- argöturnar. Jæja, að minnsta kosti gátu þau farið í leikhús í kvöld. Já, hann skyldi fara með hana á einhvern góðan stað til kvöldverðar og siðan í eitthvert leikhús, og þar á eftir ........ Hann strauk hendi yfir sveitt ennið, og hrökk við, eins og hann hefði gripið sjálfan sig í því að útbugsa einhivern glæp. Rakel var eitthvað svo fjarlæg, að honum gat aldrei fundizt hann eiga hana. Hún var eftirlát og þakklát, en jafnvel þegar hún var næst honum, var rétt eins Og glerrúða væri á milli þeirra. Og í sama bili sá hann hana koma yfir torgið, og fegurð henn- ar greip hann, svo að hann kenndi sársauka um hjartaræt urnar. Hún virtist loks hafa kom izt að samkomulagi við hund- inn. Þau liðu nú áfram með mjúk um yndisþokka — dökka konan og ígyllti hundurinn. Hún var með fangið fullt af blómum — annars mátti hamingjan vita að það var nóg af þeim fyrir í.húsinu. Hann sá nú, að það voru hvítar sýrenur. Hann þóttist viss um, að hún væri að færa honum þær — alveg eins og þegar hún kom með blómin alla leið frá Man- chester forðum, þegar hann hafði verið svo utan við sig og hræddur um, að eitthvað hefði orðið að henni. Þá hafi hún kom- ið með blóm og hann hafði dreg- ið hana að sér og kysst hana í fyrsta sinn. Hann var að hugsa um þetta atvik, er hann hljóp til dyranna og hratt hurðinni upp á gátt. Hún sieppti taumnum og Akbar þaut upp þrepin. Rakel stóð sjálf fyr- ir neðan þau og veifaði blómun- um og kallaði. Eru þau ekki yndisleg, elskan mín? Þetta er handa þér. Þá sneri hundurinn við til að hlaupa aftur til henn- ar. Hann var æstur og galsafull- ur, og þaut milli fótanna á Maurice, vafði taumnum um ann an fótinn, svo að Maurice datt. Mike Hartigan var rétt í þessu að koma inn í forstofuna og heyrði lætin í hundinum. Hann og Rakel æptu samtímis. Maurice tók eftir að blómvöndurinn féll til jarðar um leið og hendur Rakelar gripu eftir honum og Mike æpti: Guð minn almáttug- ur, Maurice! En hvo fann hann ekkert nema sáran sting í bakið Og sáran verk rétt eins og gló- andi bor væri rekinn milli hryggj ariiðanna. Hann stundi af sársauka en þagði síðan. ' 6. Það var komið undir miðnætti (þegar Mike Hartigan kom inn til Rakelar til að segja henni nýj- ustu fréttirnar. Þetta höfðu ver- ið ljótu vandræðin. Maurice var þungur og Bright gamli var of kraftlítill til að geta loftað hon- um. Sterkur leigubílstjóri kom hlaupandi utan af torginu til að hjálpa. En Mike vildi ekki láta toreyfa Maurice mikið. Hann skip aði að koma með dýnur og teppi niður í forstofuna og meðan ver- ið var að koma Maurice fyrir á þeim, hringdi Bright á lækni. Maurice lá þarna með kippi í andlitinu og fölar kinnar. Mike Hartigan lá á hnjánum hjá dýn- unni og trauk höfuðið á honum, en Rakel trítlaði náföl um, létt, eins og kind, og fann til hryll- ings og vanmáttar síns. Svo kom læknirinn og siðan var hringt til sérfræðings í Har- leystræti, til einkasjúkrahúss og á sjúkrabíl. Svo þegar allt var komið af stað, varð óhugnanleg dauðaþögn í húsinu. Maurice hafði hvorki opnað augun né sagt eitt orð. Rakel sneri sér frá glugg anum, þar sem hún hafði staðið til að horfa á sjúkrabílinn fara af stað, og fann, að hún var alein. Hún gekk hægt upp stigann og eftir ganginum upp til herberg- is síns. Frú Bright kom tíl hennar um hádegisverðarbil, til þess að hugga hana Og hvetja hana til að borða eitthvað, og þetta endur- tók sig við síðdegis teið. En hún vildi ekki bragða á neinu: hún gekk aðeins um gólf og velti fyr- ir sér sömu spurningunni: Hvað nú? Öðruhverju kom stúlkan inn til hennar, til þess að draga glugga- tjöldin eða kveikja upp í arnin- um. Dagurinn dragnaðist áfram og loksins var hann á enda. Með hverju andartaki varð Rakel það æ ljósara, hve mikla þýðingu Maurice hafði fyrir hana. Ekki fann hún til neins sársauka, sjálfrar sín vegna — ekkert nema hrylling sem getur gripið fólk af einhverjum harmleik, sem sjálfu því er óviðkomandi. Og æ meir fann hún til leiðinda og gremju, rétt eins og örlögin hefði snögglega tekið upp á því að ræna hana ánægjunni, sem hún hafði rétt verið að festa hönd á. Og hafði hún enn þá möguleika á að festa hönd á þeirri ánægju? Smám saman snerust allar hugs- anir hennar um þessa spurningu. Hún neyddi sjálfa sig til að við- urkenna, að í rauninni væri þetta eina áhugamál hennar, eins og stæði. Hún tók af brjósti sér rósina, sem hún hafði verið með allan daginn. Rósin var orðin visin Og öll blöðin höfðu opnazt, svo að miðjan á blóminu köm í ljós, þakin gulldufti. Hún var enn að velta fyrir sér spurningunni, er hún stóð við arininn, og tætti rósina sundur, blað fyrir blað, án þess að vita, hvað hún var með milli fingranna. Blöðunum rigndi niður við fætur hennar. Þannig kom Mike Hartigan að henni Hún var svo niðursokkin í hugsanir sínar, að hún tók ekki etftir þegar hann kom hljóðlaus- um skrefum inn um opnar dyrn- ar. Hann varð illa snortinn af að sjá hana endurtaka þetta sama, sem hafði svo mjög farið í taug- ar hans í Blaokpool. Hann gat ekki ávarpað hana, og lokaði því dyrunum hljóðlaust og sneri aft- ur inn í lestrarherbergi Maurices, þar sem þeir höfðu átt svo 1— Sleðinn minn er eitthvað bilaður, pabbi. Ég kem honum ekki áfram. ánægjulegar viðræður fyrir skammri stundu. XIII. 1. v Maurice Bannermann var það vel þekktur maður í London, að myndir ai honum komu í morg- un'blöðunum í sambandi við áfall ið, sem hann hafði orðið fyrir. Charlie Roebuck var í morg- unsloppnum að búa til kaffi 1 íbúð þeirra félaga í Andagarðin- um, og las fréttina upphátt fyrir Julian Heath, sem var enn í rúminu og horfði upp í loftið. Hann öskraði fréttaklausuna gegn um opnar dyrnar og hún endaði á þessum orðum: „Menn óttast að hr. Bannermann hafi orðið fyrir alvarlegu áfal'li á mænunni“. Þetta er allt hundkvikindinu þínu að kenna, sagði Charlie ill- kvittnislega. Nú, hvern skrattann á ég að gera við kvikindin sagði Julian. Mina vill alltaf vera að ala þess- ar skepnur upp og svo getur hún ekki selt þær og kemur þeim svo upp á mig. Eg er alltaf að sýna einhverjum atfghanska hunda. Hann gekk inn í setustofuna, fáklæddur eins og Charlie, geisp- andi og núandi hnúunum í aug- un eins og krakki. Þetta er fjandi slæmt fyrir frú Bannermann, sagði hann og tók upp blaðið. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov IEI Harry Stack Sullivan, sem er geðsjúkdómafræðingur, lýsir þessu ,,móðursjúka“ skaplyndi með eftirfarandi atviki. Einu- sinni, þegar hann var strákur í skóla, hellti hann rauðu bleki út i vatn og sagði einni stelpunni, að það væri vín. Hún drakk dálítið af því og varð bráðlega drukkin. Þá sagði hann henni, að þetta væri blek en ekki vín, og þá kastaði hún tafarlaust upp. Sulli- van trúir því, að þetta „móður- sýki“- hugarfar taki að þróast, þegar á fyrstu tveim æviárunum, og komi mest fyrir hjá fólki, sem hugsar mikið um sjálft sig, eða hefur mætt einhverjum ósigr andi erfiðleikum í lífinu. Þetta fólk lifir líkast því sem veröldin væri leiksvið, þar sem það er að leika, umkringt skuggalegum persónum og skuggalegum ábeyr endum, þar sem aðeins ein per- sónan er björt og raunveruleg — leikarinn sjálfur. Vitanlega eiga leikarar það sameiginlegt með öllum rithöfundum að vera ofur- lítið „móðursjúkir", en fáir þeirra, sem eru það í læknisfræði legum skilningi, komast langt á framabrautinni sem atvinnuleik- arar eða rithöfundar. Marilyn Monroe hefur alltaf talað um Ana Lower með velvild. Við mig sagði hún: „Hún breytti öllu lifi mínu. Hún var fyrsta mannv.eran, sem mér þótti raun- verulega vænt um og sem þótti vænt um mig. Hún var dásamleg manneskja. Ég orti einu sinni kvæði um hana, sem ég sýndi einhverjum seinna, sem grétu þegar ég fór með það. Það hét: „Eg elska hana“. Það átti að lýsa tilfinningum mínum þegar hún dó. Hún var sú eina, sem elskaði mig og skildi mig. Hún vísaði mér leiðina til æðri verðmæta lífsins og veitti mér aukið sjálfs- traust. Hún særði mig aldrei, ekki í eitt einasta sinn. Hún hefði ekki getað það. Hún var ekkert annað en gæðin og ástin. Hún var mér góð. Árið 1937 fluttist Norma Jean I skóla, sem var norðan við járn brautina til Santa Monica, og því „réttu megin“ að þjóðféíags- legum metorðum. En hún átti heima „öfugu megin“ og það lá þungt á henni að vera talin til al múgans. Af fatnaði átti hún ekki annað en tvö blá pils frá munað arleysingjahælinu og tvær blúss- ur. í september 1941 fór hún í gagnfræðaskóla, en fór þaðan aft ur í febrúar 1942, án þess að ljúka fyrsta árinu. Hún var léleg í öllum námsgreinum nema ensku, sérstaklega átti hún bágt með reikning. En hún hatfði mikla ánægju af að lesa rómantiskar skáídsögur og semja sjálf í bundhu og óbundnu máli. Einu- sinni vann hún sér inn sjálfblek- ung fyrir ritgerð, sem hét „Hund urinn, bezti vinur mannsins". — Hún fékk mikinn áhuga á Abra- ham Lincoln og las margar bæk- ur um hann. Hún tilbað hann eins og guð, og einhverntíma sagði hún, að hún hugsaði sér alltaf Lincoln sem föður sinn. Og mynd af Lincoln hafði hún jafnan hangandi uppi yfir rúm- inu sínu. Arthur Miller, þriðji maðurinn hennar, er einkenni- lega likur myndum af Lincoln. Það er eftirtektarvert, að þrátt fyrir alla þrána eftir að verða leikkona, virðist hún ekki hafa gert nema fáar og handahófs- kenndar tilraunir í þá átt á náms árum sinum. Venjulegra er, að stúlkur, sem eru fyrirfram ákveðnar að verða leikkonur, ger ist einmitt umsvifamiklar á því sviði í skólaleikum, og erfitt sé að halda þeim frá æfingum og andlitsförðun. En það var feimn- in, sem olli því, að Marilyn var hlédræg. Hún minnist tveggja atvika, beggja úr barnaskólanum. Þá lék hún eitthvað, sem hét Petronella og svo í einhverjum söngleik, sem settur var upp í tilefni af einhverjum hátíðisdegi. í öðru leikritinu lék hún prins en konung í hinu. Hún sagði við mig: „Þér kann að þykja það skrítið, en ég var svo strákaleg í útliti þá. Eg var orðin fullvax- in á hæðina, þegar ég var tíu ára, og ég var mögur og renglu- leg. í öðru leikritinu lék ég prins, sem dulbýr sig sem betl- ara til þess að ná í prinsessuna. Það var aldrei nóg af strákum, svo að ég fékk strákahlutverkin. Svo fór ég í reynslupróf í Leik- félaginu, þegar ég var í öðrum skólanum, en stóðst það ekki. En mig langaði að vera með, af því að strákur, sem ég var skotin í, lék þar. Þessi Van Nuys-skóli hefur mikla leiklistarkennslu, þar með talin námskeið í leiksögu og leik- tækni. Enda þótt mörg kvik- myndatímarit geri mikið úr leik- starfsemi Marilynar þar, er sann leikurinn sá að hún kom þar aldrei fram á sviði. Núverandi fulltrúi skólastjórans þar segir: „Við erum hreykin af bví, að geta sagt, að Jane Russell hafi lært hjá okkur en það sama gild ir ekki um Marilyn Monroe. Hún lærði ekkert í leiklist hérna í skólanum." Á fyrsta árinu sem Norma Jean var hjá Ana Lower, náði hún kynþroska. Það verður ekki hjá því komizt á þessu stigi sög- unnar að ræða nokkuð áhrif þessa á Marilyn, því að þau urðu örlagaríkur þáttur í tilfinninga- lífi hennar og heilsu, bæði þá og síðar. Simone de Beauvoir áætl- ar, að 95 af hverjum 100 konum séu klæðaföllin nokkur óþæg- indi, en Marilyn er ein hinna 16, sem þau eru sársauki og kval- ræði, og auk þess langvinn. Sum köstin hennar sem samverkafólk Fyrsta myndin, sem kom I blaöi hennar hefur kvartað undan, gætu verið bei'n afleiðing af þess um „álögum“, eins og margar konur kalla það. Einn dag kom ég í búnings- •herbergið hennar í verinu hjá 20th Century. Vistarveran, sem hún hafði haft — búningsher- bergi M — er á neðri hæð. Það hafði Betty Grable haft á kyn- drottningarárum sínum hjá fé» laginu. Marilyn erfði það árið 1954. Þarna höfðu ekki lengi verið opnaðir gluggar, svo að herberg- in voru loftlítil og dregið fyrir glugga. Ég kveikti ljós í litla móttökuherberginu, sem var I rococcostíl með rauðum húsgögn- um, arni með spegli yfir og kristallsljósakrónu. Þar fyrir innan var setustofa, sem um leið var svefniherbergi. Allsstaðar voru speglar, bæði á veggjum, borðum og skápum. Einn vegg- urinn var einn spegill. Að baki þessa spegilveggjar* var stór kompa, sem ég skoðaði um leið. Þar var ekki mikið að sjá —■ einar bláar gallabuxur, eitthvað af gráum flúnelsbuxum í 'hrúgu á gólfinu, rauð silkiblússa og þríhyrndur hattur með fjöður i. En á sömu hillunni var mikið af smáöskjum með lyfjabúðarmiða á, og áletruninni: „1-3 töflur á þriggja klukkustunda fresti við verkjum". „Ergotrat. 1 tafla á fjögurra stunda fresti við of miklu blóðláti". „1 tafla við verkjum“. „1 tafla á fjögurra stunda fresti við blóðverkjum", „Empirin með oodeini við verkj- um. 1 tafla í einu eftir þörfum“. Mary Baker Edd.y hefur haldið því fram, að „það sem kallað ee veikindi, er ekki til.... Sú stað- reynd, að sársauki getur ekki áM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.