Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. ágúst 196? IMýr úrslitaleikur i Reykjavíkurmótinu Fram sigraði Val í gærkvoldi, 1-0 OFAN á alla aukaleiki, á- kveöna og væntanlegra, sá Fram fyrir einum til viðbótar með því að sigra Val á Melavellinum í gærkvöldi. Þarna var á ferðinni „framhaldssýning" í Reykjavík- urmótinu, en eins og menn muna fór línuvörður í fýlu að hálfnaðri viðureign þessara félaga fyrr í sumar. Dómur féll svo, að leik- urinn skyldi leikinn aftur, og nú standa málin svo, að K.R. og Fram eru jöfn að stigum, sem þýðir, að þau verða að leika aftur um titilinn. Þessi leikur í gærkvöldi var leikinn af miklum krafti, mikið hlaupið, sparkað og skotið, en því miður var ekjki á ferðinni góð knattspyrna. Bæði liðin voru líflegri en oft áður. Snögg upp- hlaup á báða bóga, en ekkert miðjuþóf, var einkennandi: En krafturinn og hraðinn voru nær undantekningalaust átakanlega illa nýttir. Eftir hinum ótalmörgu tækifærum, sumum mjög opn- um, hefði há markatala verið eðli leg. Og ekki var góðum varnar- leik fyrir að þaíkka, að ekki var skorað nema eitt mark. Mikil ringulreið og hreint uppnám skapaðist hvað eftir annað við bæði mörkin, en sóknarmönnum virtist liggja svo mikið á, að það var eins og skýr hugsun ksemist ekki að. Þetta þykir ef til vill harður dómur, en við sem fylgjumst með þessum drengjum, vitum, að þeir geta betur en þetta. Eins og áður segir, var leikurinn leiikinn af miklu fjöri, og í fyrri hálfleik hallaðist vart á með fjölda upphlaupa hivors aðiia. En einhvernveginn virtust Vals- menn hættulegri og sókn þeirra betur skipulögð. Dreifðu þeir spili sínu oft laglega, en þegar á þurfti að herða og smiðshögg- ið eitt var eftir, brást allt. Þann- ig átti Bengsteinn hörkuskot rétt yfir slá snemma í leiknum og oftlega var skotið víðsfjarri marki. Það er að vísu gleðileigt að skotfeimnin skuli vera að hverfa, en skotin verða að koma nær stöngunum, ef ætlazt er tif að talað sé um þau. Sömu sögu er að segja um Framara, þeir áttu mörg skot að marki, en sum þeirra voru vita kraftlaus og önnur beint út í loftið. Þannig leið fyrri hálf- leikur, að ekkert gebk. En í síð- ari hálfleik tók Fram við leikn- um, ef svo mætti segja, og sótti mestan hlutann. Þá komst Guð- mundur Óskarsson tvívegis í gullvæg færi til að skora, en mds notaði þau bæði mjög il-la. Nýr maður lék nú í sóknarlínu Fram Bald-vin Baldvinsson, og var hann bezti maður sóknarinnar, fljótur Bikarkeppnin: Úrslit í kvöld í KVÖLD fer fram annar leikur Víkings og Breiðabliks í Bikar- keppninni og fer hann fram á Hafnarfjarðarvelli og hefst kl. 7,30. Þessi lið léku fyrir nokkr um dögum og lyktaði leiknum með jafntefli. Það lið, sem sigrar, leikur á laugardag gegn Hafn- firðingum. og hættulegur. Hann gaf Grétari mjög góða sendingu inn í víta- teig í fyrri hálfleik og var Grét- ar þar í góðu færi, en renndi knettinum framhjá marki. Tvisvar í síðari hálfleik gaf Baldivin Guðmundi svipaðar // // Norskir bursta Dani NORÐMENN unnu sem vænta mátti frjálsíþróttakeppina við Dani. Tvö lið frá hvoru landi mættu og urðu úrslit bau að A- lið Noregs vann A-lið Danmerk ur með 136 gegn 76 og B-lið Nor egs vann B-lið Danmerkur með 112.5 gegn 99.5 stigum. 2132 sáu keppnina síðari dag- inn, en þá var mest spennandi 10 km hlaupið þar sem Thöger- sen Danmörku vann en Norð- menn bættu báðir sín persónu- legu met og veittu harða keppni. 6432 keyptu sig inn. En að- dráttaraflið var líka Wilrna Rud- olph. Hún vann 100 m létt á 11.6 og afhenti síðan verðlaun í lands keppninni. sendingar, sem ekki nýttust, eins og fyrr segir. Hefur Fram vart efni á að taka þennan pilt aft- ur út úr liðinu. Eina mark leiksins kom, er 36 mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik og skoraði Ásgeir Sigurðsson af stuttu færi, með föstu skoti eftir mikla pressu að marki Vals. Eftir gangi leiksins eru úrslitin sanngjörn, þótt markatalan sé engan veginn nærri lagi. í lið Vals vantaði nú nokkur þekkt nöfn, svo sem Árna Njáls son, Onmar Skeggjason og Björg vin Daníelsson. Þetta hefur að vonum veikt iiðið, en Valsimenn virðast hafa úr mörgum ungum Framh. á bls 23 Valbjörn og Kjartan bættu íslandsmetin HER eru tvær myndír Sveíns Þormóðssonar frá tugþraut- inni í fyrrakvöld er Valbjöm bætti hið eftirnr.innilega met Arnar Clausen. Á efri mynd- inni sést er Valbjöm sigrar í 110 m grindahlaupi á 16,3 sem er hans langbezti tími og réði öðram afrekum frekar um metið. Á myndinni sést Kjartan Guðjónsson kasta kringlu. Hann setti ðrengjamet f greln inni en varð fjórði í röðinni í tugþrautinni. I J ^ Skagafiarðarmeistarar í frjálsum íbróttum HÉRAÐSMÓT Ungmenna sambandis Skagafjarðar var hald ið á Sauðárkróki dagana 10. 11. og 12. ágúst 1062. Mót þetta var þríþætt: Sveinamót, drengjamót og í þriðja lagi aðalmót sam- bandsins í frjálsum íþróttum, þar sem háð var stigakeppni milli þátttökufélaganna. Þátttak endur voru alls um 35 frá þrem- ur félögum. í stigakeppninni sigr aði Umf. Tindastóll með 96 stiig um og vann þar með verðlauna bikar mótsins í þriðja sinn. Umf. Höfðstrendingur hlaut 75 stiig. Á sundmóti sambandsins, sem háð var 8. júlí á Sauðárkróki, hlaut Umf. Tindastóll 95 stig. Samanlagt hafði því félagið 1,91 stig úr báðum þessum mótum og hlaut því verðlaunabikar, sem veittur er fyrir sigur í þess- um mótum sameiginlega, nú í þriðja sinn. í lok mótsins kepptu stúlkur úr Höfðstrendingi og Tindastól í handiknattleik og sig ruðu þær fyrrnefndu með 4:1 marki. Úrslit mótsins urðu þesi: Sveinar: 80 m. hlaup. Ólafur Guðmundsson, T. Bogi Ingimarsson, T. 800 m. hlaup. Ólafur Guðmundsson, T. Hartmann Óskarsson, H. Hástökk. Ólafur Guðmundsson, T. Gylfi Geirdalsson, T. Langstökk. Ólafur Guðmundsson, T. Gylfi Geirdalsson, T. Stangarstokk. Ólafur Guðmundsson, T. Kúluvarp. Ólafur Guðmundsson, T. Hartmann Óskarsson, H. Kringlukast. ÓLafur Guðmundsson, T, Hartmann Óskarseon H, 9,5 sek 11,0 sek. 2:30,0 2:49,4 1,59 1,44 5,93 m. 5,06 m. 2,60 m. 14,69 m. 9,36 m. 42,43 m. 37,55 m. Drengir: 100 m. hlaup. Ólafur Guðmundsson T. 11,3 sefc, Baldvin Kristjánsson T, 11,8 sek, 800 m. hlaup. Baldvin Kristjánsson T, 2:31,7 m. Hástökk. Baldvin Krisrtjánsson T, 1,40 m, Langstökk. Gestur Porsteinsson H, 5,80 m, Gestur Þorsteinsson H, 1,50 m, Baldvin Kristj ánsson T. 5,69 m. Þrístökk. Ólafur Guðmundsson T, 12,17 m, Gestur Þorsteinsson H, 11,87 m Stangarstökk. Kristján Eiríksson Gr. 2,80 m. Kúluvarp. Baldvin Kristjánsson T, 11,49 m, Sigmimdur Guðmundsson H. 10,48 m. Kringlukast. Gestur Þorsteinsson H, 33,18 m. Erling Pétursson T, 29,18 m. Spjótkast. Ólafur Guðmundsson T, 42,45 m, Gestur Þorsteinsson H, 42,25 m. Konur: 100 m. hlaup. Anna St. Guðmundsdóttir H, 13,9 sek. Hielga Friðbjörnsdóttir H, 14,2 sek, Hástökk. * Anna St. Guðimiundsdóttir H, 1,28 m, Helga Friðbjömsdóttir H, 1,18 m. Langstökk. Oddrún Guðmundsdóttir, T 4,16 m, Kristrún Guðmundsdóttir H. 4,16 m. Kringlukast. Oddrún Guðmundsdóttir T, 26,35 m. Anna P. Þorsteinsdóttir H. 21,19 m, 4x100 m boðhl. kvenna. Sveit Höfðstrendings 62,4 sek, Sveit Tindastóle 63,8 sek. Karlar: 100 m. hlaup. Ólafur Guðmundsson T, 11,3 seik. Baldvin Kristjánsson T, 11,8 sek. 400 m. hlaup Ólafur Guðmundsson T, 58,5 sek, Björn Jóhannsson H, 60,0 sek, 800 m. hlaup. Óiafur Guðmundsson T, 2:30,0 mín, Bjöm Jóhannsson H, 2:30,2 míu. 4x100 m. boðhlaup. Sveit Tindastóls, a. 49,7 sek. Sveit Höfðstrendings 50,4 sek. Hástökk. Sigurður Ármannsson T, 1,04 m. Ragnar Guðmundsson H, 1,64 m, Langstökk. Ragnar Guðmundsson H, 6,53 m. Ólafur Guðmundsson T, 5,98 m. Þristökk. Ragnar Guðmundsson H, 12,36 m, Ólafur Guðmundsson T, 12,17 m. Kúluvarp. Stefián Pedersen T, 12,11 m. Sigmundur Pálsson T, 10,56 m. Kringlukast. Stefán Pederueti T, 31,77 m» Óiafur Guðmundaeon T, 29,12 m. Spjótkast. á Ásbjöm Svekimon T, 46,26 ati Sigurður Áimannsson T. 41.79 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.