Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIÐ STAKSTEIWIi Vonlaus glíma við staðreyndir Glíma niðurrifsbandalagsiws, þjóðfyUúngarflokkanna, komm- únista og Framsóknarmanna, viS staðreyndirnar nm árangur við- reisnarstefnunnar er vonlaus. Þjóðfylkingarmenn hafla þegar tapað henni. Þeir eru komnir á kné. Alþjóð veit, hvers vegna vinstra stjómin hrökklaðist frá völdum, Hún gafst upp vegna þess að óða verðbólga var skollin yfir, eins og Hermann Jónasson játaði í hinni frægu yfirlýsingu sinni á Alþingi. Hún gafst jnfremur upp vegna þess að flokkar hennar gátu ekki komið sér saman um eitt einasta jákvætt úrræði til þess að ráða fram úr þeim vanda sem þeir sjálfir höfðu leitt yfir þjóðina. Þeir gátu aðeins lagt á nýja skatta og tolla, sem síða 1 höfðu í för með sér stöðugt vax andi dýrtíð. Þetta er staðreynd númer eitt. Viðreisnarstjórnin bægði hrun inu frá, sagði þjóðinni sannleik ann um það, út í hvaða fen vinstrl stjórnarráðleysi hafði ieitt hana og hikaði siðan ekki við að gera nauðsynlegar ráðstafanir til viðreisnar. Sumar þeirra voru ekki vinsælar í bili. Stjómin hafði engu að síður manndóm til þess að fram.kvæma þær, af því að þær vom lífsnauðsyniegar. Og ekki leið á löngu þar til megin hiuú þjóðarinnar hafði gert sér ljóst að viðreisnaraðgerðirnar vom frumskilyrði nægrar at- vinnu og öruggrar afkomu. Þetta er staðreynd númer tvö. Lækkun skatta og tolla Viðreisnarstjórnin hefur haft allt annan hátt á en vinstri stjóm in, sem átti það úrræði eitt að hækka sífellt skatta og tolla og aðrar opinberar álögur. Núver- andi rikiisstjóm hefur lækkað skatta stórkostlega og hefur þ-ð ekki sízt orðið fólki með lágar eða miðlungstekjur til góðs. Vegna skattalækkana viðreisnar stjómarinnar er nú fjölskylda með meðaltekjur svo að segja skattfrjáls. Atvinnuvegirnir og framleiðslu tækin njóta einnig góðs af skatta lækkunum viðreisnarstjómarinn ar Jafnhliða hefur núverandi ríkis stjóm lækkað verulega tolla á ýmsum. nauðsynjavörum. Þessar skatta og tollalækkanir hafa orðið öllum almenningi til mikilla hagsbóta. Þjóðin fagnar því að skattránsstefnu Eysteins Jónssonar og konvmúnista er nú ekki lengur fylgt. Lágtekjufólk er skattfrjálst, fólk með meðal- tekjur greiðir svo að segja enga skatta, atvinnuvegirnir fá að byggja upp tæki sín, tollar hafa verið lækkaðir, skerðingarákvæði tryggingarlaganna gagnvart elli launum hefur verið afnumið ta mikils hagræðis fyrir gamalt fólk sem. vill halda áfram að vinna og afla sér tekna Þetta er staðreynd númer þrjú. Nöldur niðurrifsaflanna Niðurrifsöflin eru ekki ánægð. Framsóknarmenn segja að móðu harðindi hafi verið leidd yfir þjóðina, enda þótt alþjóð viti að hér ríkir nú meira góðæri en nokkm sinni fyrr. En fólkið tek ur minna cg minna mark á hinu neikvæða nöldri niðurrifsaflanna Almenningur vill ekki að saga vinstristjórnar tímabils endur taki sig. Fólkið er búið að fá nóg af gengislækkunum verðbólgu stefnunnar. Nú skiptir það mestu máli að treysta grundvöll atvinnutækjanna, auka framleiðsl una og fá þannig meira til skipta í hlut hvers einstaks með raun- hæfu mhætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.