Morgunblaðið - 30.08.1962, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐlh
__________
Fimmtudagur 30. ágúst 1962
uttfcfaMfr
tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
SigurSur Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HÓTANIR UM
SÖL USTÖÐVUN
f|Vl skamms tíma voru bændf
ur álitnir einna ábyrg-
astir í afstöðu sinni til mála
og t. d. nutu búnaðarþing
mikillar virðingar. Því mið-
ur henti það meiri hluta full-
trúa síðasta búnaðarþings að
taka algjörlega óábyrga af-
stöðu til eins mesta fram-
faramáls landbúnaðarins, þ.
e.a.s. búnaðarsjóðanna.
Búnaðarþing mótmælti
því að bændur legðu nokkuð
að sér til að endurreisa sjóð-
ina þótt megin hluti fjárins
kæmi annars staðar frá og
þ. á. m. beint frá neytendum,
sem ekki hafa mótmælt því
að leggja nokkuð að sér til
að vera þátttakendur í þessu
stóra átaki.
Nú hafa á ný heyrzt raddir
frá bændasamtökum, sem
ekki eru ábyrgar. I ályktun-
lun tveggja bændafunda hef-
ur því verið hótað að grípa
til sölustöðvunar á landbún-
aðarvörum, ef bændur fá
ekki það verð, sem þeir óska.
í lýðfrjálsum löndum er
verkxallsréttur verndaður og
launþegum er heimilt að
reyna að kn\ ' ~ •c-"*m kaup-
hækkanir met cöllum.
Þess er að gæta au í vinnu-
deilum er um tvo aðila að
ræða, sem að lokum verða
að ná samkomulagi.
Ef til sölustöðvunar afurða
kæmi horfir málið hins veg-
ar öðru vísi við. Þá gæti
gagnaðilinn naumast orðið
annar en sjálft ríkisvaldið,
sern^ yrði með einhverjum
hætti að láta málið til sín
taka, en þá er líka vandséð
hvað áunnizt hefði því að hið
endanlega vald er í höndum
Alþingis og þar veltur á því,
hve mikillar samúðar sjónar-
mið bænda njóta, og naum-
ast yrði hún meiri eftir að
gripið hefði verið tii slíkra
aðgerða.
VERÐ LAND-
BÚNAÐAR-
AFURÐA
Tllbl. er þeirrar skoðunar að
verð landbúnaðarafurða,
eins og annarrar vöru, þurfi
að vera það hátt að nægi til
uppbyggingar og endurbóta,
þannig að hægt sé að stækka
búin og koma við sífellt meiri
tækni eins og raunin hefur
líka orðið að undanfömu.
En hætt er við því að neyt-
endur myndu benda á að
bændur ætluðu að hagnýta
einokunaraðstöðu, ef þeir
krefðust þess að ákveða ein-
ir Vérðið og þvinguðu jafn-
framt alla til samstöðu um
þá verðmyndun og beittu
jafnframt sölustöðvun.
Slíkar aðgerðir gætu hæg-
lega leitt til þess að uppi
yrðu háværar raddir um það
að frjálsri verðmyndun og
samkeppni yrði að koma á á
sviði viðskipta með landbún-
aðarafurðir og væri því kerfi
öllu, sem nú er byggt á,
stefnt í voða.
Þessi sjónarmið öll er nauð
synlegt að bændur hugleiði
áður en þeir grípa til að-
gerða, sem fyrirfram er ó-
gerlegt að átta sig á hvert
leitt gætu.
GEGN STETTA-
STRÍÐt
f)egar menn ræða um þær
* hótanir að stöðva sölu
landbúnaðarvara er ekki úr
vegi að benda á það að verk-
fallastefna sú, sem hefur
ráðið hjá þeim, sem lengi
hafa farið með völd í verka-
lýðshreyfingunni hefur ekki
leitt til þeirra kjarabóta, sem
ætlað var.
Þvert á móti er það víst
að verkfallastefnan hefur
beinlínis skert kjörin miðað
við það sem verið hefði ef
heilbrigðum ráðum hefði ver
ið beitt til að ná eðlilegu
samstarfi, hverfa af braut
verkfallastefnunnar og reyna
að fá kjarabætur án verk-
falla.
Það væri því í hæsta máta
óeðlilegt að bændur gripu
nú til aðgerða, sem andstæð-
ar eru þessum sjónarmiðum
og í líkingu við verkfalla-
stefnuna, sem fleiri og fleiri
vilja nú yfirgefa. Að óreyndu
verður því ekki trúað að til
slíkra ráða verði gripið.
UMMÆLI
ADENAUERS
C’ins og Mbl. skýrði frá í
^ gær hefur Konrad Aden-
auer, kanzlari Þýzkalands,
vikið að íslandi í sambandi
við Efnahagsbandalagið. —
Hann sagði:
„Nú vilja Bretar, Norð-
menn, Danir, íslendingar og
írar gerast aðilar að Efna-
hagsbandalaginu og þá vakn-
ar strax spurningin um at-
kvæðisrétt og stjórnmálasam
band...... Ég er þeirrar
1
Vísindamaðurinn
em gerðist njósnari
„VISINDAMENN tala, treysta
og bíða, og verða aftur og
aftur fyrir vonbrigðum, því
að þeir gera sér ekki grein
fyrir hinu sanna eðli stjórn-
málalegs valds. En ég ætla
að hafast eitthvað að“. Þessi
yfirlýsing dr. Klaus Fuchs,
kjarnorkuvísindamannsins
heimsfræga, sem gerðist
njósnari „til bjargar heims-
friðnum", hefur fengið víð-
tækari merkingu en hann
gerði sér áður grein fyrir. |
Þessi heimsfrægi maður,
sem sat nærri áratug í fang-
elsi fyrir að gefa stórþjóð
stórvægilegar, vísindalegar
upplýsingar, af því að hann
„vildi hindra aðra styrjöld“,
hefur nú verið fluttur í
heilsuhælið í Bad Lieben-
stein. Taugaáfall, segja yfir-
völdin. En fátt er vitað. —
Hann hefur verið umkringdur
tortryggni og leynilögreglu á
alla vegu, einangraður ger-
samlega og hvergi gefin
smuga til samneytis við fólk
eða aðra vísindamenn.
Þegar Klaus Fuehs var
handtekinn, lýsti hann því
hreykinn yfir, að ef til vill
gæti hann komið í veg fyrir
næstu heimsstyrjöld með því,
sem hann hefði gert.
Það virðist engum vafa
bundið, að sá einn hafi verið
tilgangur hans. En trú hans
hefur brugðizt. Sovétstjórn-
in fór þess á leit við hann
fyrir nokkru, er lið sovézkra
vísindamanna var endur-
skipulagt, að hann tæki til
starfa við framleiðslu kjarn-
orkuvopna í Rússlandi. Því
neitaði Fuchs, undrandi og
vonsvikinn í senn, og skildi,
að Rússar höfðu svikið hann.
Þeir höfðu stillt honum upp
í horn og héldu honum þar í
gildru. Það var meira en
hann þoldi o'g taugarnar bil-
uðu.
★—0—★
Saga Fuchs kann að reyn-
ast viðvörun þeim mennta-
- Klaus Fuéhs.
mönnum, sem gera sér ekki
grein fyrir muninum á sæt-
um áróðri kommúnista og
sovézku einræði. Klaus Fuchs
var einkennandi fyrir menn,
sem af samvizkusemi og
flekkleysi vilja mótmæla
því, sem þeir telja rangt.
Faðir hans var guðfræð-
ingur og Fuohs ólst í æsku
upp við áhrif róttækrar jafn-
aðarstefnu og strangt trúboð.
Síðar fékk fjölskyldan að
kenna á ofsóknum nazista.
Fuchs flýði til Englands, en
þangað var áður flúinn
kennari hans, eðlisfræðingur-
inn heknsfrægi, Max Born.
— Þeir unnu aftur saman í
Bristol og leið ekki á löngu
þar til konunglega vísindafé-
lagið og Carnegie-stofnunin
komu auga á hæfileika Fuchs.
Eftir 1940 vann hann, ásamt
hópi hinna færustu manna,
að kjarnorkuáætlun Bret-
lands. Árið 1943 var það lið
allt flutt til Bandaríkjanna
og þar vann þessi mikilhæfi
maður að framleiðslu fyrstu
kjarnorkusprengjunnar. Þrem
árum síðar hélt Fuchs aftur
til Englands, og vann um
hríð sem fyrsti aðstoðarroað-
ur Sir John Cockcrofts. Árið
1950 komst upp um njósnir
hans. Hann var dæmdur í 14
ára fangelsi en látinn laus
eftir níu ár. Þó þykir vist, að
aldrei verði fyllilega ljóst
hversu víðtækar þær upplýs-
ingar voru, sem hann lét frá
sér fara. Hann var sagður
hafa alla hluti í höfðinu og
hann hafði átt þátt í mikils-
verðum leynilegum ákvörð-
unum, ásamt Oppenheimer
og fleiri frægum visindamönn
um. Hann hafði sagt fyrir
um smíði vetnissprengjunnar
og geimferðir Rússa.
Eftir að Fuchs var sleppt
lausum, fluttist hann til A-
Þýzkalands, til Rosendorf,
sem er skammt frá Dresden.
Manfred von Ardenne, sem
hafði forystu fyrir kjarnorku-
vísindamönnum á rússneska
hernámssvæðinu, var tregur
á að taka Fuchs í sinn hóp.
Með því að ala á tortryggni
gagnvart honum tókst von Ar
denne að útiloka hann ger-
samlega frá samneyti við
aðra vísindamenn. Spurning-
ar eins og þessar: Hvers
vegna var honum sleppt?
Gæti hann hafa skipt um
skoðun? Var hann sá, er
sveik Harry Gould í hendur
Bandaríkjamönnum? Afleið-
ingin varð sú, að „snillingur-
inn úr fangaklefanum" varð
aftur að vinna í einangrun.
Og nú er svo komið, að þrek
hans er þorrið. Hann taldi
sig frjálsan mann, er hann
losnaði úr fangelsinu. Hann
hélt þangað, sem hann hélt
að hugsjónir hans væru að
verða að veruleika. En þar
hefur hann lifað sárustu von-
brigðin — að sjá allar sínar
hugmyndir og hugsjónir
hrynja til grunna.
skoðunar að það sé ekki nauð
synlegt fyrir öll löndin í
EBE að gerast aðilar að
stjórnmálasambandi."
Síðar víkur kanzlarinn að
því hvort bjóða eigi nefndum
ríkjum aukaaðild og segir:
„Ég held ekki að við getum
boðið Noregi og Danmörku
aukaaðild."
Það er rétt hjá Adenauer
kanzlara að íslendingar gera
sér almennt grein fyrir því
að nauðsynlegt er að við
tengjumst Efnahagsbandalag
inu með einhverjum hætti.
Hann virðist líkay ganga út
frá því að við ■etum ekki
orðið fullkomnir teðilar með
öllum þeim skuldbindingum,
sem því eru samfara sam-
kvæmt Rómarsáttmálanum.
En það er rangt, sem bæði
stjómarandstöðublöðin slá
upp með risafyrirsögnum í
gær, að kanzlarinn hafi sagt
að ísland hafi sótt um aðild
að Efnahagsbandalaginu. —
Kanzlarinn segir að íslend-
ingar „vilji' einhvers konar
aðild að bandalaginu og sú
skoðun er rétt. Okkur er
m.a.s. lífsnauðsyn að ná
tengslum við bandalagið í
einhverri mynd.
Hins vegar liggur það fyr-
ir að við höfum enn ekki sótt
um aðild að bandalaginu í
neinu formi og því hefur ver
ið marglýst yfir að það muni
ekki gert án samráðs við Al-
þingi.
iíumar- og bola-
veiðor d
Akranesi
ÞEIR eru að hella í sig humam
um. Fjórir bátar komu á laugard.
og lönduðu samt. 18,7 tonnum af
humar. Ásbjörn var hæstur með
5,2, þá Fram 4,9, Svanur 4,5 og
Sæfaxi 4,1 tonn.
Fimm dragnótatrillur brun-
uðu að bryggju í morgunsárið,
hver á eftir annarri, með saman
lagt 3 tonn og 210 kg af kola.
Björg með 1250 kg, Sigursæll
580, Flosi 550 Happasæll 430 og
Hafþór 400 kg. Auk þess fengu
þeir nokkuð ai öðrum fiski.
Trillan Bensi fiskaði 650 kg á
sex bjóð og Blíðfari 330 kg á
f jögur bjóð, sem 'beitt voru seinni
hluta vetrar. — Oddur