Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 1
24 síður 49 árgangur 208. tbl. — Fimmtudagur 20. september 1962 Prentsmiðja Morgimblaðsins Samveldisráðstefna lætur Breium einum eftir að ákveða um aðild Ákvörbun um adild Breta kann að dragast á langinn London, 19. september. — (AP-NTB) RÁÐSTEFNU forsætisráðherra brezku samveldislandanna er lok- ið og í dag birtist sameiginleg yfirlýsing ráðherranna, þar sem gerð er grein fyrir afstöðu þeirra til væntanlegrar aðildar Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Segir þar, að samveldisiöndin geti að svo stöddu enga afstöðu tekið til aðildar Breta, en hins vegar sc það Breta sjálfra að ákveða, hvort þeir ganga í EBE. I yfiriýsingunni segir m. a., að samveldið og Stóra-Bretland bkuli hafa náið samband sín á milli, er kunnugt verður um þau fckilyrði, sem EBE setur endanlega fyrir aðild Breta. Skuli þau þá rædd á ráðherrafundum, eða eftir venjulegum stjórnmála- lcgum leiðum. Þá er viðurkenndur vilji brezku stjórnarinnar til þess að kynna fulltrúum Efnahagsbandalagsins þær kröfur, sem þeir verði að fallast á, ef hagsmunum samveldisins á ekki að verða stefnt í voða með aðild Breta. Látin er í ljós sú ósk, að fulltrúar EBE megi leiða málið tii iykta á þann hátt, að verði til styrktar sam- veldinu og óskum landanna í EBE um að halda friðinn í heiminum. Þá er tilkynnt, að fulltrúar Breta muni gera grein fyrir af- stöðu forsætisráðherra samveld- isins, er umræður um aðild Breta hefjast að nýju í Brussel á næstunni. • Ennfremur segir í yfirlýs- ingunni, að mörg samveldisland anna hafi áhyggjur af þeim af- leiðingum, sem aðild Breta að EBE geti haft, en nú sem standi voni þau, að ef af nánara sam- bandi Stóra-Bretlands og Ev- rópu verði, þá muni það ekki leiða til upplausnar samveldis- ins. Þó er bent á, að aðild Breta kunni mjög að veikja viðskipti Stóra-Bretlands, samveldisins og þeirra landa, sem standa utan Efnahagsbandalagsins. • Hins vegar er bent á, að þar sem viðræðum í Briissel sé enn ekki lokið, og mörg vandamál séu enn órædd, þá geti ráð- stefnan ekki fellt endanlegan dóm um væntanlega aðild Breta. Þótt ráðstefna forsætisráð- herranna hafi fjallað um mörg mál, þá hefur aðild Breta að EBE verið efst á baugi. Við- ræðurnar hafa verið vinsamleg- ar, og um afstöðu einstakra landa er þetta m. a. tekið fram: • EinstÖk Afrikulönd, sem nú hafa hlotið sjálfstæði, telja sig ekki geta gerzt aukaaðilar Efna- hagsbandalagsins. Sierra Leone og Jamaica munu samt sem áður ekki kunngert afstöðu sína í þeim efnum eins og sakir standa. Trinidad, Tobago og Mið-Afríku sambandið telja sig hins vegar geta fallizt á aukaaðild. Sama skoðun hefur komið fram hjá meirihluta hinna brezku land- svæða, þau eru hlynnt slíkri aðild. # Fulltrúar Indlands, Pakistan og Ceylon héldu fast við þá skoðun sína, að ef af aðild Breta verði, þá verði að ganga frá við- skiptasamningum þeim, sem EBE hefur boðizt til að ræða, eins skjótt og unnt verður. Sam- tímis er því þó haldið fram, að fram til þess tíma megi ekki gera neinar breytingar á ríkj- andi viðskiptasamningum sam- Framhald á bls. 23. Fái BOAC að lœkka far- gjöld gerir SAS hið sama Þó er ekki gert rdð tyrir, að BOAC fái að flytja fyrir lœgri fargjöld en Loftleiðir, til USA Einkaskeyti til Morgunblaðsins, Kaupmannahöfn, 19. september. Kaupmannahafnarblaffið BT skýrði nýlega frá því, að SAS hefði í hyggju að herða sam- Fyrrv. ríkissaksóknari V- Þýzkalands játar njósnir Njósnaði fyrir Sovétríkin í 7 ár, starfaði þá einnig í landvarnaráðuneytinu Karlsruke, 19. sept. NTB. PETER Fuhrmann, fyrrverándi ríkissaksóknari 1 V-þýzkalandi, og síðar starfsmaður v-þýzka landvarnaráðuneytisins, hefur játað á sig njósnir fyrir Sovét- ríkin. Fuhrmann var áður með- limur nazistaflokksins. Hann gerði játningu sína fyrir hæsta- rétti í Karlsruhe í dag. Fuhrmann gaf þá skýringu á framferði sínu, að hann hefði fallizt á að stunda njósnir, ekki vegna þess, að hann hafi ætlað sér að græða fé, heldur vegna þess, að Rússar hefðu kom izt að ástarsambandi hans og giftrar konu. Það samiband hefði endað með fóstureyðingu hjá kon unni. Fuhrmann er ákærður fyrir að hafa stundað njósnir fyrir Sovét- ríkin í sjö ár. Hann var hand- tekinn í fyrra. Fuhrmann sagði enn fremur, að Rússar hefðu hótað að svipta sig lífi, ef hann vildi ekki starfa Frarnh. á bls. 2 keppni sína við islenzka flugfé- lagið Loftleiðir. I dag segir frá því, að það sé rétt, að SAS hyggist fara að fordæmi brezka flugfélagsins BOAC, en hins vegar ætli félagið ekki fara fram á það nú, að fá leyfi til að ákveða lægri far- gjöld en séu í gildi hjá þeim félögum, sem nota flugvélar af eldri gerðinni. Fari hins vegar svo, að BOAC fái leyfi til slíks, muni SAS fylgja því fordæmi og nota DC 7 vélar sínar á vissum flugleiðum til farþegafiugs. Þær flugvélar eru nú notaðar til vöruflutninga. Þó segir, að SAS geti ekki vænzt þess að fá sömu hlunnindi hjá Bandaríkjamönnum og fs- lendingar njóti. Ennfremur segir, að Banda- ríkin hafi gert allt, sem þau gætu til að halda niðri farþega- flutningum evrópskra flugfélaga til Bandaríkjanna. — Rytgaard. -□ Seldi í Cuxhaven TOGARINN Röðul'l seldi í gær afla sinn í Cuxihaven alls 112 lestir fyrir 108.305 þýzik mörk. -□ Israelskt blad sakar flugumenn Nassers um að hafa rænt honum Kairó, Tel-Aviv, 19. sept. NTB ALVARLEGT mál virðist risið upp vegna hvarfs vest- ur-þýzks eldflaugasérfræð- ings, Heinz Krug að nafni. Kona hans hefur lýst því yf- ir, að hann hafi síðast sézt í Mtinchen á þriðjudag i sl. viku. — í dag lýsir ísraelska blað- ið „Kahoker" því yfir, að egypzka leyniþjónustan hafi numið sérfræðinginn á brott og flutt hann til Egypta- lands. Blaðið segir að gripið hafi verið til þessa úrræðis vegna þess, að Egyptar hafi viljað koma í veg fyrir, að verksmiðja Krugs í Vestur- Þýzkalandi gerði viðskipti við ísrael. Hins vegar segir í dag í blaðinu „AI Akhbar“, sem gefið er út í Kairó, að gripið hafi verið til sérstakra var- úðarráðstafana í Egypta- landi, þar eð komizt hafi upp um áætlun ísraelsku leyni- þjónustunnar um að ræna öllum eldflaugasérfræðing- um, sem nú starfa í Egypta- landi fyrir stjórn landsins. Lögreglan í Múnchen hefur ekki getað gefið neinar upplýs- inar um það, hvað orðið hafi af Eins og skýrt var frá í Mbl. hrundi opinber, fjögurra hæða bygging til grunna í Brússel fyrir þremur dögum. Margir grófust í rústunum, og sýnir myndin björgunar- menn að verki. Að minnsta kosti þrír Iétu lifið og 10 slös- uðust. Ekki er kunnugt um ástæðuna, en verið var að taka húsgrunn á næsta leiti, er óhappið vildi til. Rússar sprengja Stokkhólmi, 19. sept. NTB RÚSSAR sprengdu í morgun nýja kjarnorkusprengju á til- raunasvæði sínu við Novaya Zemlja. Er þetta 11. tilraun þeirra, síðan þeir tóku að sprengja á ný. í fyrstu var talið að sprengj an hefði verið 28 megalestir, en síðar kom í ljós, að hún var minni, eða um 17 megal. Þetta er fjorða sprenging Rússa á fjórum dögum. Eldflaugasérfræðingur hverfur Krug, og því kunni vel að vera, að honum hafi verið rænt af sendimönnum erlends ríkis. Þá herma óstaðfestar fréttir, að annar vestur-þýzkur eld- flaugasérfræðingur, Wolfgang Pilz, sé einnig horfinn, og hef- ur lögreglan í Múnchen, þar sem maðurinn bjó, ekki heldur getað gefið neinar upplýsingcu: um núverandi dvalarstað hans. Þykir málið hið dularfyllsta, en eins og kunnugt er, hafa Egyptar reynt mikið til þess að fullkomna eldflaugavopn sín. ísraelsmenn hafa einnlg slík vopn, þótt þau séu ekki söfið eins fullkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.