Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 4
MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. sept. 1962 Keflavík Kuldaúlpur, og ytra byrði í öllum stærðum. Veiðiver Sími 1441. Keflavík Lítil íbúð óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 2186. Góð Rafha-eldavél og vaskur til sölu. Uppl. i síma 11756. Húshjálp — Herbergi Stúlka óskast til að gseta barna frá 10—14. Fæði og herbergi getur fylgt. — Uppl. •' síma 3-65-09. Danskt píanó, Hornung & Möller, til sölu. Uppl. í síma 36386. Bflskúr til leigu Að Álfheimum 31 er til leigu góður bílskúr. Uppl. í síma 3-84-28. Keflavík Oft hefur verið matarlegt í Faxaborg en aldrei eins og nú. Nýkomið melónur, epli, appelsínur. Jakob, Smáratúni. Keflvíkingar athugið Pöntunarsíminn í Faxa- borg er 1826. Heimasími 1326. Sendi vörur í allar áttir, alla daga. Jakob, Smáratúni. Keflavík Haustmarkaður í Faxa- borg. Kjöt, slátur, rúg- mjöl, hveiti, rauðar kart- öflur. Pantið strax. — Pöntunarsími 1826. Jakob, Smáratúni. Keflvíkingar athugið Faxaborg selur kjötvör- ur frá Búrfelli og Kjöt- ver. Kjötfars, pylsur, bjúgu, álegg. Alltaf nýtt og ferskt. Jakob, Smáratúni. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í veit- ingasal. Hótel Tryggvaskáli Sfllfossi. 3—4 herb. íbúð óskast til leigu. Einar Elíasson Sími 22135. Vantar íbúð Mætti vera í Hafnarfirði, Keflavík eða nágrenni. — Þrennt í heimili. T.lb., merkt: „íbúð 560“, sendist Mbl. í Keflavík. Vantar 2—3 herb. íbúð strax. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 20258. Skipasmiðir! Viljum ráða nokkra góða skipasmiði. Skipasmíðastöðin NÖKKVI hf Arnarvogi, Garðahreppi. Sími 51220. f dag er firamtudagur 2«. sept. 263. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 10:54. Síðdegisflæði kl. 23:23. Slysavarðstofan er opi-i allan sðlar- hringinn. — uæknavörður L..R, (iym vitjanirt er á sama stað frá kl. 18—8. Síral 15030. NEYÐARLÆKNIK — simi: 11510 — frá kl. 1—5 e.h. alla vlrka daga nema laugardaga. Kópavogsapðtek er oplð alla vlrka daga kl. 9.15—8, laugardaga frá kl 9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Simi 23100 Sjúkrabifreið Hafnarfjarðar síml: 51336. Holtsapótek, Garðsapötek og Apð- tek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9—7, iaugardag frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Næturvörður vikuna 15.-22. sept- ember er i Vesturbæjar Apóteki (Sunnudag í Apóteki Austurbæjar). Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 15.-22. september er Jón Jóhannes- son simi 50365. RMR-21-9-20-HRS-MT-HT I.O.O.F. 5 = 1439208iá = 90. FREIIIR Munið Heimilissjóð taugaveiklaðra bama. Skrifstofa Morgunblaðsins tek- ur á móti framlögum. Einnig Geð- verndardeild Heilsuvemdarstöðvar- innar og Skrifstofa biskups. Frá Náttúrulækningafélagi Reykja- víkur. Matreiðslunámskeið verður haldið á vegum Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur dagana 20. til 23. september næstkomandi í Miðbæjar- barnaskólanum. Hefst það kl. 20.30 alla dagana. Verður það sýnikennsla 1 matreiðslu grænmetis, bauna ávaxta ogta, brauð og kökubakstri o.fl. Kennari við námskeiðið verður frú Þórunn Pálsdóttir húsmæðrakennari. Þátttaka tilkynnist í skrifstofu fé- lagsins Laufásvegi 2 sími 16371. Verða þar veittar nánari upplýsingar. Einn- ig hjá Svövu Fells, sími 17520 og Önn-u Matthíasdóttur, sími 17322. Ljósmæður: Aðalfundur Ljósmæðra félags íslands verður í Hábæ laug- ardaginn 22. september kl. 13.30. Ljós mæður fjölmennið. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju heldur sinn árlega bazar föstudaginn 5. október í Sjálfstæðishúsinu. Nefnd- in treystir safnaðarkonum að gefa muni sem fyrr. Kvenfélag Háteigssóknar: Hin ár- lega kaffisala félagsins er á sunnu- daginn kemur, 23. þ.m. í Sjómanna- skólanum. Þær konur, sem hafa hugs að sér að gefa kökur eða annað til kaffiveitinganna, eru vinsamlega beðnar að koma því í Sjómannaskól- ann á laugardaginn kl. 4-6 e.h. eða fyrir hádegi á sunnudag. Upplýsing- ar í síma 11834 og 17659. Munið leikfangahappdrætti Thor- valdsensfélagsins. Hinn 1. október næstkomandi verður dregið um 100 vinninga. Meðal þeirra eru stórar ítalskar brúður, þríhjól, skip, flug- vélar og stórir bílar og m. fl. tíLÖÐ OG TÍMARIT Ægir, rit Fiskifélags íslands, sept- emberhefti er nýkomið út. Efni rits- ins er m.a. Útgerð og aflabrögð. Úrskurður gerðardóms til lausnar í síldveiðideilunni. Vetrarvertíðin 1962 o. fl. Orð lífsins Því að ekki predikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesúm sem Drott- inn, en oss sjálfa sem þjóna Krists yðar vegna. Því að Guð sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri, Hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birta legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu Krists. 2 Kor. 4. 5-7 Við ævintýr og söng ég sat. sólin var bliknuð og orðið kveld. Mér þótti allt lífið sem leikur einn og laut við þann helga eld. Ég vissi ei himin né heim, sem ég mat Mitt hjarta var kalt sem stcinn En þó bar mitt eðli eilífa þrá undrið mikla að skynja og sjá, sem aldrei leit annar neinn. (Einar Benediktsson: Haustblær). Sextugur er í dag Guðjón Pét- ursson fiskimatsmaður Höfða- vík, Reykjavík. í dag verða gefin sanriían í hjónaband af séra Jóni Thor- arensen ungfrú Ása Andersen skrifstofumær hjá Flugfélagi ís- lands, Víðimel 38 og Þorsteinn Friðriksson bankafulltrúi Tún- götu 34. Laugardaginn 15. september voru gefin saman í hjónaband í kapellu Háskólans ungfrú Ingi björg J. Hermannsdóttir hjúkr- unarkona, Háteigsvegi 2(2 og Kristinn Jónsson útgerðarmaður, Bskifirði. Móðurbróðir brúður- innar séra Björn Magnússon prófessor framkvæmdi hjóna- vígsluna. Síðastliðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sól veig Sigurðardóttir Túngötu 2i2 og Gunnar Guðbergisson renni- smíðanemi. Nýlaga hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Stefanía Flosa dóttir og Gunnar Maggi Árna- son offsetprentnemi. Um síðustu helgi voru gef- in sarnan í Langholtskirkju ung- frú Kristín G. Guðmundsdóttir og Skúli Kr. Gíslason vélstjóri Þóroddstöðum við Reyk j anes- braut. Séra Árelíus Níelsson gaf brúðhjónin saman. Ennfremur á sama stað og af sama presti, Kolbrún Hauiksdóttir og Gunnar Aðalsteinn Þorláksson erindreki Grettisgötu 6. Ennfremur ungfrú Helga Hal- blaub og Bjarni Hannesson raf- virki Hjallavegi 18. Ennfremur ungfrú Lára I. Hjartardóttir og Reynir Guð- mundsson Efstasundi 72. Nýlaga hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Ingibjörg Kristjánsdóttir Frakkastíg 12 og Erlendur Sveinn Fjeldsted Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Valgerður Kr. Jónsdóttir Bræðraborgarstíg 24A og Jón Hjálmarsson Hringbraut 97. Flugfélag íslands: Millilandaflug: Millilandaflugvélin Skýfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. Milli- landaflugvélin Gullfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Millilandaflugvélin. Hrímfaxi fer til London kl. 12:30 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egils- staða, ísafjarðar, Kópaskers, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, ísa- fjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð- ar, Húsavíkur og Vegtmannaeyja (2 ferðir). Loftleiðir: Fimmtudaginn 20. sept. er Snorri Sturluson væntanlegur frá New York kl. 16.00. Fer til Luxem- borgar eftir skamma viðdvöl. Pétur var mjög áhyggjufull- ur á svipinn og vinur hans spurði: Hvað er að gamli vinur? — Það er konan mín.......... — Hvað er að henni? — Hún er tekin upp á því að flaekjast á veitingarhúsum og krám langt fram eftir nóttu. — Hún er þó ekki farin að drekka? — Nei, nei, hún er a-lltaf að leita að mér! Þetta þýðir ekkert fyrir þig, ég ætla að fara til Ítalíu í sumar. JÚMBO og SPORI ■-k— -tK Teiknari: J. MORA Júmbó þrýsti sér að verndarlík- neskjunni og sparkaði með fótunum. Honum varð allt í einu ljóst, hvílík- ar þjáningar biðu hans. Kona Indí- ánalæknisins nálgaðist hann bros- andi út að eyrum og gaf honum nokkur vandarhögg í bakið. Tær þeirra hvítu eru viðkvæmar, sagði hún, fyrst hann þarf að vera í mokkasíum með svo þykkum sólum. Hún hafði á réttu að standa, því að Júmbó brast í skellihlátur, þegar hún byrjaði að kitla hann, þótt hann væri stífur af hræðslu. Júmbó leið hræðilega, og hann komst að raun um það, að það er verra en nokkuð annað að deyja úr hlátri. Júmbó hló, svo að tárin streymdu niður kinnar hans. Þessvegna heyrði hann ekki hróp varðmannsins, er hann kallaði: Grípum til vopna, þeir hvítu eru að ráðast að okkur. >f * * GEISLI GEIMFARI >f >f >f Hvaða upplýsingar lét Ordway í té? Sérgrein Odrways var að hjálpa mönnum að berjast gegn ýmsum eit- urtegundum, Geisli. Vísindamennirnir hafa fundið upp móteitur gegn ýmsum þekktum eit- urtegundum, sem óvinurinn kynni að beita gegn okkur. En það eru líka til aðrar eiturtegundir, sem við höf- um aldrei heyrt getið um. Sumar þessara tegunda þekkti Ordway og gaf einhverjum okkur óþekktum upplýsingar um, en það veikir eðli- lega mjög aðstöðu okkar. ■x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.