Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 2
MOKGVNRLAÐlt* Fimmtu'dagur 20. sepi. 1962 Danskir læknar gera hér hjartaþræðingar SVSOhnútar K Sn/óAo/n. t ÚSi V7 Skúrir K Þrumur 'WÍZ, ZS* tUhjM. \L$lm*» II Annast etlirrannsókn á sjö íslenzkum sjuklingum, er gengizt hafa undir uppskurði vegna meðfædds hjartasjúkdóms ►ESSA viku dveljast hér á landi þrír aðstoðarlæknar frá Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn til eftirrannsókna á sjö íslending- mn, sem þar hafa gengizt undir uppskurði vegrm sérstaks með- fædds hjartasjúkdóms. Er rann- sókn þessi liður í meiri háttar eftirrannsókn á sjúklingum, sem gengizt hafa undir slíka upp- skurði í Danmörku frá bví árið 1948, en þeir hafa að meðaltali verið um tíu á ári hverju. Læknarnir þrír eru Dr. Ole Lindeneg aðstoðarlæknir við hjartarannsóknarstöð Ríkisspital- ans; Dr. Tove Jagt, aðstoðarlækn ir við röntgendeildina og Dr. Thorkild Frederiksen, aðstoðar- læknir við skurðdeild í hjarta- og lungnasjúkdómum. Sjúkdóm- urinn, sem um ræðir er með- fædd þrengsli á stóru slagæð hjartans. Þarf nauðsynlega að fylgjast vel með líðan sjúklinga, sem gengizt hafa undir uppskurði og árangri þeirra, sem oft er ekki ljós orðinn fyrr en að nokkr um árum liðnum. Hjartafræðingar í fyrsta sinn hérlendis. Fréttamönnum blaða og út- varps var í gær boðið að ræða við dönsku læknana þrjá og þrjá íslenzka lækna, þá prófessor Sigurð SamúelssOn, yfirlækni lyf læknisdeildar Landsspítalans, Dr. G-ísla Fr. Petersen, yfirlækni röntgendeildar og Kristbjörn Tryggvason. yfirlækni barna- deildar. í»eir töldu komu dönsku læknanna hingað marka tímamót að vissu leyti, því að nú væru í fyrsta sinn gerðar þessar sér- stöku rannsóknir hérlendis, hin- ar svonefndu hjartaþræðingar. Ennfremur gera dönsku læknarn ir ýmsar aðrar nákvæmar rann- sóknir og mælingar á starfsemi hjartans. Þeir komu með allmik- ið af tækjum og búnaði með sér, sem komið var fyrir í röntgen- deildinni og notuð ásamt þeim tækjum, sem þar eru fyrir. Sögðu íslenzku læknarnir að mikill fengur væri að því að fylgjast bér með rannsóknum þessum. Væri nú orðið fyllilega tímabært að koma hér upp hjarta rannsóknarstöð, því að árlega færu tugir íslendinga utan til hjartarannsókna. Þeir sögðu hjartaþræðingar orðnar það al- gengar að gera mætti ráð fyrir — Njósnir Framh. af bls 1 fyrir leyniþjónustu þeirra. Það var fyrir óskir Rússa, að hann hafði sagt upp starfi sínu sem ríkissaksóknari og sótti um starf hjá landvarnaráðuneytinu. í ákæruskjalinu er Fuhrmann sakaður um að hafa afhent rúss- nesku leyniþjónustunni mikilvæg ustu leyndarskjöl, þar sem m.a. hafi verið að finna upplýsingar um Atlandshafsbandalagið og v-'þýzkar herstöðvar. Hann mun hafa ljósmyndað skjölin og feng- ið filmumar í hendur útsendur- um rússnesku leyniþjónustunnar í A-Berlín og Köln. Sabborningurinn segist hafa fengið um eina milljón ísl. kr. fyrir starfa sinn í þágu Rússa. að þær yrðu gerðar hér viku- lega. Meðfæddir hjartasjúkdómar em nokkuð algengir, 10—20 ný sjúkdómstilfelli hér á landi ár- lega að því er læknarnir töldu, en þar af eru fáein af þessari sérstöku tegund. Ekki töldu þeir meðfædda hjartasjúkdóma al- gengari hér en annarsstaðar — en áunnir hjartasjúkdómar virð- ast með meira móti. Ný sérgrein innan Iæknisfræðinnar. Tæki dönsku læknanna eru að- eins hluti þeirra margbreytilegu rannsóknartækja, sem nauðsyn- leg eru, ef koma ætti upp full- kominni rannsóknarstöð fyrir h j artasj úkdóma. Væri slíkri stöð komið upp, þar sem meðal annars yrðu gerð- ar fyrrgreindar hjartaþræðingar, yrðu rannsóknirnar gerðar með samvinnu lækna frá baraa- röntgen og lyfjadeild Landspítal- ans. Yrði að þjálfa menn sér- staklega til þessara starfa. Hjarta rannsóknir þessar eru tiltölulega ný grein innan læknisfræðinnar og tiltölulega fáir sem hafa lagt á hana stund. Nokkrir íslenzkir læknar hafa kynnt sér hana að einhverju leyti en þein vinna í Svíþjóð eða Bandaríkjunum. — Töldu læknarnir, að sá Íslending- ur er hvað mesta þekkingu hefði á þessu sviði væri Magnús Ágústs son. Hann starfaði hér fyrir nokkrum árum sem barnalæknir, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1958 og hefur þar eingöngu unnið við hjartaþræðingar og aðrar hj ar tarannsóknir. Rannsóknir dönsku læknanna þriggja eru, sem fyrr segir, á sjö íslenzkum sjúklingum, sem gengizt hafa undir uppskurði í Ríkisspítalanum vegna með- fæddra þrengsla í stóru slagæð hjartans. Fyrsti uppskurðurinn var gerður árið 1955 en fjórum árum áður hafði íslendingur ver- ið sendur til Bandaríkjanna til uppskurðar. í Danmörku hafa verið gerðir nokkuð á annað hundrað slíkra uppskurða frá því árið 1948 og stendur nú yfir alls- herjar eftirrannsókn á þeim sjúklingum. Eftir styrjöldina hafa verið gerðir í Ríkisspítalan- anum um það bil 1200 uppskurðir vegna ýmiss konar meðfæddra hjartasjúkdóma, þar af eru 60— 70 íslénzkir sjúklingar. MMMNi Haustsvipur er kominn á veðurkortin. Djúpar og kraft -niklar lægðir koma hver of- annarri. Sú, sem olli rigning- unni í fyrradag var í gær tek in að grynnast og komin norð ur fyrir land. Við Labrador- strönd var önnur á leiðinni og má búast við vatnsveðri af henni á morgun. í gær var sæmilegt veður hér á landi og yfirleitt hlýtt, hiti J til 15 stig um hádegið, mestur á Staðarhóli í Aðaldal. Nýi utanrík- isrúðherra í Sviþjóð Stokkhólmi, 19. sept., NTB. NÝR utanríkisráffherra hefur verið skipaður i Svíþjóð. Er það Torsten Nilsson, er áður gegndi embætti félagsmálaráð herra. Östen Undén, fyrrverandi utanríkisráðherra var fyrir skömmu leystur frá störfum, sakir aldurs. Nilsson mun innan skamms] fara til New York, þar sem hann situr þing Allsherjar- þingsins, er hófst fyrr í vik- unni. Kornupp- skeran gengur vel UPPSKERA koms er rsú haf- in af fullum krafti á Rangár- völlum og er þroski þess tal- inn umfram allar vonir miðað^ við hið kalda sumar og vor., 1 Gunnarsholti er talið að, kornið, sem sáð var í moldar- jarðveg, verði sízt verra en var í fyrra en í sandjarðvegi' muni það misjafnar þroskað. Frost kom á kornáð fyrir, nokkrum dögum og verður ekki sagt að svo komnu hver áhrif það hefir haft á spírun- arhæfni þess. Sem fóðurkom getur það orðið jafn gott. All- ur tæknibúnaður við uppskeru kornsins er nú mun, fullkomn- ari en var í fyrra og er kornið bæði hraðþurrkað og súgþurrk að og gengur uppskeran því tafalaust meðan veður ekki hamlar. Uppreisn í Argentínu k'.ershöfðingjar í landhernum, sem vikið var frá, taldir standa að henni Buenos Aires, 19. september, in, þ. e., að stjórn landsins fái AP—NTB. NOKKRIR herforingjar í argen- tínska landhernum hafa gert upp reisn og krafizt þess, að stjórn Jose Maria Guido, forseta lands- ins, verði þegar í stað leyst und- an „einræði hersins“. Juan Carlos Ongania, hershöfð ingi, virðist standa í broddi fylk ingar uppreisnarmanna og hefur hann lýst því yfir í ræðu, að til- gangur uppreisnarinnar sé að sjá til þess að haldin verði þau lof- orð, sem þjóðinni hafi verið gef- Kosið um einn lisfa í Alsír í dag Algeirsborg, 19. sept., NTB. Á MORGUN verður gengið til þingkosninga í Alsír, þeirra fyrstu frá því landið fékk sjálf- stæði I júlí sl. Aðeins einn listi er í fram- boði, listi stjórnarnefndar Ben Bella. Kjósa skal 196 fulltrúa á þing, en á listanum eru aðeins 195 frambjóðendur, þar eð Boudi af, varainnanríkisráðherra í stjórnarnefndinni, hefur lýst yfir andstöðu sinni við kosningarnar og stjórnarnefndina. Ben Bella hélt í kvöld ræðu, þar sem hann hvatti kjósendur, bMm Mgrætt héra&smót að Mán agarÖi SÍÐASTLIÐINN sunnudag efndu Sjálfstæðismenn Austur-Skafta- fellss. til héraðsmóts að Mána- garði. Mótið var mjög vel sótt, þrátt fyrir óhagstætt veður og fór hið bezta fram. Samkomuna setti Egill Jóns- son, ráðunautur og stjórnaði henni síðan. Dagskráin hófst með því, að Kristinn Hallsson, óperusöngvari söng einsöng, undirleik annaðist Skúli Halldórsson, píanóleikari. Þá flutti Jónas Pétursson, al- þingismaður ræðú. Síðan söng Þórunn Ólafsdóttir, söngkona einsöng. Þessu næst flutti Ingólfur Jóns son, landbúnaðarráðherra, ræðu. Að ræðu ráðherra lokinni lék Skúli Halldórsson, píanóleikari einleik á píanó. Að síðustu sungu þau Kristinn Hallsson og Þórunn Ólafsdóttir tvísöng. Var ræðumönnum og listafólk- inu mjög vel fagnað. Lauk samkomunni síðan með því að stíginn var dans fram eftir nóttu. um 6 og hálfa milljón, til að gera borgaralega skyldu sína og greiða atkvæði. Aðalritari stjórnarnefndarinn- ar, Mohammed Khider, og upp- lýsingamálaráðherra bráðabirgða stjórnarinnar, Mohammed Yazid héldu einnig kosningaræður, og tóku í sama streng. Nokkurrar ólgu hefur gætt í landinú undanfarna sólarhringa, og hefur stjórnarnefndin ásakað herstjóra 4. svæðis fyrir að reyna að leggja liindrun í veg almenn- ings í nágrenni Algeirsborgar og Oran við kosningarnar, með því að beita óguunum. Hafa herlið- ar í frelsishernum verið beðnir að skerast í leikinn, en í gær tóku herstjórar 4. svæðis þorpið Attaf herskildi, en það er skammt frá Orleansville milli hinna tveggja áðurnefndu borga. Hið nýkjörna þing mun koma saman 25. september og er það kjörið til eins árs. Tvær íslenzkar f GÆR var opnuð í írlandi al- þjóðleg kvikmyndasýning á veg- um Evrópuráðsins. Þar voru m.a. sýndar tvær íslenzkar kvikmynd ir er nefnast „Slys“ og ,.Refur gerir gren í urð“ eftir Ósvald Knutsen. Er þetta í fyrsta sinni sem íslenzkar kvikmyndir koma fram á alþj óðlegri sýningu. að starfa á lýðræðisgrundvelli. I yfirlýsingu, sem uppreisnar- menn hafa gefið út, er þess kraf- izt, að yfirmaður hersins, Juan Carlos Lorio, og yfirma'ður her- foringjaráðsins, Bernardino Laba yru, segi af sér. í annarri yfirlýsingu segir, að stjórnin hafi bundið endi á prent frelsi í landinu, þar eð hún hafi hindrað birtingu opinberra til- kynninga frá Campo del Mayo, en þar eru aðalstöðvar uppreisn- armanna. í Buenos Aires var allt með kyrrð og ró í dag og leit helzt út fyrir, að um væri að ræða deilu uppreisnarmanna og stjórnarinn- ar. í gærkvöldi voru þrír herfor- ingjar, Pascual Pistarini, Eduardo Lucchesi og Julio Alsogaray settir af. Hinn síðastnefndi er bróðir efnahagsmálaráðherra landsins, Alvaro Alsogaray, en hann hefur átt mikilli andspyrnu að mæta að undanförnu, þar eð hann hef- ur beit sér fyrir sparnaði, sem komið hefur hart niður á mörg- um. Alsogaray, hershöfðingi, var yfirmaður Campo del Mayo, og hafa hershöfðingjarnir þrír neit- að að hlýða brottvikningartil- skipuninni. Var það fyrir tilstilli þeirra þriggja, að Ongania tók við yfirstjórn í Campo del Mayo. Efnt var til fundar stjórnar- innar í dag, þar sem ástandið var rætt. Þá var gefin út tilkynning um að uppreisnin hefði verið bæld niður, en fréttaritarar segja enga staðfestingu hafa fengizt á því. 7 % launahækkun borgarstarfsm. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag tillögu viðræðunefndar um launakjör starfsmanna Reykjavíkurborgar um launakjörin, þannig að fast- ráðnir starfsmenn fái launahækk- un er nemi 7% af launum eins og þau hafa verið á hverjum tíma frá 1. júní sl. og gildi hækk- unin frá þeim tíma. Um kaup- hækkanir annarra starfsmajma borgarinnar sé tekin afstaða. að fengnum tillögum aðalendurskoð anda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.