Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtuaagur 20. sept. 1962 Aukin fræðsla um varnir gegn slys- um af rafmagni FÉLAG eftirlitsmanna með raf- orkuvirkjun hélt þriðja aðalfund sinn að Laugarvatni dagana 8. og 9. þ. m. Fundinn sátu félags- menn víðsvegar að af landinu auk nokkurra gesta. Á fundinum ræddi Guðrnundur Marteinsson, rafmagnseftirlitsstjóri um reglu- gerðarmál og Þórður Runólfsson öryggismáiastjóri, flutti erindi um öryggismál. Formaður félagsins Friðþjófur Hraundal vai endurkjörinn og með honum í aðalstjórn þeir Stefán Þorsteinsson frá Rafv. Hafnarfjarðar, Gísli Guðmunds- son frá Rafv. Miðneshrepps, Stefán Karlsson frá Rafv. Reykja víkur og Guðmundur Jónsson frá Rafmagnsveitum ríkisins. í varastjórn félagsins urðu nokkur rmnnaskipti. í>á var á fundinum kosin sérstök fræðslu- nefnd og fræðslustjóri Óskar M. Hallgrímsscn frá Rafmagnseftir liti ríkisins. En eins og að undan- förnu hyggst félagið leggja höfuð áherzlu á fræðslu- og öryggis- starfið. Þá var íyrir áeggjan öryggis- málastjóra og almennan áhuga félagsmanna á fundinum, stjóm félagsins falið að kanna þörf og athuga möguleika á því að stofnað yrði landssamband þeirra manna sem vinna við al- mennt öryggiseftirlit. Að loknutn fundarstörfum á Laugarvatni var haldið að Búr- felli og skoðað þar fyrirhugað virkjunarsvæði. Á heimleiðinni var staldrað við á Selfossi og notið þar fyrirgreiðslu Rafveitu- stjórans Hjalta Þorvarðarsonar. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir varnaðar- og fræðslustarfi Slysavarnafélags Islands og gerði svohljóðandi ályktun: Þriðji aðalfundur F.E.R. hald- inn að Laugarvatni dagana 8. og Stofnað fulltrúaráð Sjálf- stæðisfclaganna í IM-ls. STOFNFUNDUR fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norður- f fsafjarðarsýslu var haldinn í fé- lagsheimilinu í Bolungarvík, miðvikudaginn 8. þ.m. kl. 9 e.h. Á fundinum voru mættir 24 kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisfé- laganna í sýslunni. Sigurður Bjarnason, ritstjóri, setti fundinn og skýrði frá und- irbúningi hans. Fundarstjóri var kjörinn Guðm. B. Jónsson, vél- smiður, Bolungarvík og fundar- ritari Stefán Björnsson, skrif- stofumaður, Hnífsdal. Fundurinn hófst síðan með því að Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson, framkvæmdastjóri Sjálf stæðisflokksins, flutti ræðu um starfsemi flokksins og skýrði hlutverk fulltrúaráðsins og lagði fram frumvarp að lögum fyrir fulltrúaráðið, sem síðan var samþykkt. Stjórn fulltrúaráðsins skipa: Baldur Bjarnason, bóndi, Vigur, formaður, Friðrik Sigurbjörns- son, lögreglustjóri, Bolungarvík, frú Halldóra Helgadóttir, Bol- ungarvík, Sigurður Sveins Guð- mundsson, Hnífsdal, Börkur Ákason, framkvæmdastjóri, Súðavík, Páll Aðalsteinsson, skólastjóri, Reykjanesi, Finnur Th. Jónsson, bókari, Bolungar- vík, Þórður Sigurðsson, verk- stjóri, Hnífsdal og Kjartan Jóns- son, bóndi, Eyrardal. Á fundin um voru og kosnir fulltrúar í kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi. Þá talaði á fundinum hinn ný- kjörni formaður, Baldur Bjarna son og ræddi um hlutverk full trúaráðsins og þýðingu þess fyr- ir flokksstarfið í sýslunni. Enn- fremur tók til máls Guðm. B. Jónsson og ræddi ýmis viðhorf í flokksstarfseminni í Vestfjarða kjördæmi. Að lokum flutti Sigurður Bjarnason, ritstjóri, ræðu, þar sem hann vék að hagsmunamál- um byggðarlagsins og flokks- starfseminni og hvatti fundar- menn til öflugrar baráttu um 9. september 1962 gerir svofellda ályktun og beinir þeim tilmælum sínum til viðkomandi aðila. Að aukin verði svo sem fært þykir, og líklegt til ávinnings, fræðsla fyrir almenning um varn ir gegn slysum og tjóni af völd- um rafmagns. Fundurinn fagnar því fræðslu- og varnaðarstarfi sem Slysavarnafélag íslands hef- ir beitt sér fyrir og væntir fram- halds á því starfi. Félagið heitir stuðningi sínum, eftir því sem það hefur tök á, við þá aðila sem að þessum málum vinna. Félag eftirlitsmanna með raforkuvirkjun. Flutti látinn sjómann Akureyri 15. septemiber. SNEMMA í morgun kom hingað brezki togarinn Karthum frá Grimsby. Flutti hann í land lát- inn starfsmann í vél og hafði maðurinn látist um borð. Líkið var kistulagt hér en síðan mun togarinn flytja það til Englands, þar sem krufning mun fara fram. Nk. laugardag verður miðnæt- ursýning á Rekkjunni í Austurbæjar- bíói og hefst sýningin kl. ’ W 11,30 um kvöld- Þessi sýning verður á veg- §| jwWnj unt Félags is- rÍöBTlÉlBÍ® lenzkra leikara J og rennur allur ágóði af sýning- unni í styrktar- i—iggisijia '1 sjóði félagsins. » Rekkjan hefur ÆmæMMMMZíífÁmÆM 1 ný verið sýnd 85 sinnum hér á landi og er ó- hætt að full- -.ISÍÍ yrða að fá leik- rit hafa orðið vinsælli. Leik- urinn hefur ver- jg sýníjur í sumar í flestum samkomuhúsum landsins við á- gæta aðsókn. Þetta verður síðasta sýning leiksins. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur í hlutverkum sínum. Umræður um ráh- bús í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur hinn 6. sept. sl. svaraði Gunnlaugur Pétursson borgar- ritari nokkrum fyrirspurnum frá Birni Guðmundssyni (F) um ráðhúsbyggingu. Kom enn einu sinni í ljós við þær umræður, sem um þetta mál spunnust á fundinum, hve gjörsamlega á- hugalausir framsóknarmenn eru um allt, er viðkemur málefnum Reykjavíkur. Virtust borgarfull- trúar Framsóknarflokksins alls ófróðir um gang þessa máls, þó að ekki séu nema örfálir mánuðir síðan Geir Hallgrímsson borgar- stjóri gerði ítarlega grein fyrir því í borgarstjóm. Þeirri spurningu Björns Guð- mundssonar, hvað liði undirbún- ingi að byggingu rá&hússins, svaraði borgarritari með því að minna á þær upplýsingar borgar stjóra á borgarstjórnarfundi 1. marz sl., að allar vonir steeðu til þess, að hægt yrði að leggja fyrir borgarstjórn fullgerðar teikningar að fyrirhuguðu ráð- húsi fyrir lok þessa árs. Spurn- ingu BG um það, hvort nokkur breyting væri fyrirhuguð um staðarval hússins, svaraði borgar ritari neitandi og vísaði í því sambandi til ályktunar borgar- stjórnar frá 16. apríl 1959. „Hvað er búið að greiða mikið í kostn- að við undirbúning byggingar- innar?“ var ein spurning BG. Svaraði borgarritari þessari spurningu með því að vísa til borgarreikningsins fyrir árið 1961, er samþykktur var í borg- arstjórn fyrir rúmum tveim mánuðum, þar sem það kemur fram, að undirbúningskostnaður að byggingu ráðhúss hafi 31. des sl. numið kr. 2.170.872.07. Síðan hafa verið greiddar alls kr. 180.500.00. Tillögu, sem BG bar fram um, að undirbúningi að ráðhúsbygg- ingunni yrði hraðað og þegar hafizt handa um framikvæmdir að undirbúningi loknum var vís að til umsagnar ráðhúsnefndar. Vientiane, 15. sept. AP. Skýrt hefur verið frá því, að Bandaríkjamenn hafi hafið brott flutning hernaðarsérfræðinga sinna frá Laos. Er það í anda samkomulags þess, er gert var um Laos á dögunum. Allir slíkir sérfræðingar eiga að vera á brott ekki síðar en 7. okt. • Tvöfaldar akreinar á þjóðvegum Ferðafólk hefur veitt því at- hygli að sumstaðar á þjóðveg- unum hefur nú verið gengið í að breikka vegi á blind'horn- um og blindihæðum og mynda tvær akreinar með því að skipta veginum með gulmál- uðum steinum, sem sjást vel. Er geysimikið öryggi í því að bílar séu ekki allt í einu hvor andspænis öðrum, kannsiki á nokkurri ferð og ekkert svig- rúm til að víkja. Ég veitti þessu fyrst athygli á Vestfjarðaveginum. Þar ligg- ur vegurinn víða utan í hæð- um og sést nær ekkert út fyr- ir múlana, fyrr en alveg er komið í beygjuna, og eins er víða á heiðunum mikið af dældum og hólum, sem ekið er upp á og ekki sést fyrr en á háhæðinni. Ef tvær bifreiðar séu ekki nægilega vel hvor á mætast þannig á háhæð eða sinni vegabrún, nema þeim sé yzt í múla, án' þess að vita hvor afmarkað rúm á veginum. af annarri, er nætt við að þær Síðan Vestfjarðavegurinn nyi jT'v kom, hefi ég veitt þessu athygli víðar, t.d. á veginum fyrir Hafn arfjall. Krýsuvíkurveginum að mig minnir, og víðar. Eins virðist talsvert öryggi í gulu stöngunum, sem víða hef- ur verið komið fyrir á vega- brúnum utan í brekkum. Þær sjást í myrkri og eru góð að- vörun. En sjálfsagt er erfitt að halda þeim við á vetrum, þeg- ar snjóplógar ýta í skafla út af vegunum. • Hvað er átt við? Bóndakona skrifar: Það fer að verða þreytandi að hlusta dag eftir dag á út- varpstilkynningar frá „hernáms andstæðingum“. Hvað á þetta nafn eiginlega að þýða? — Hvað á fólkið við? Veit það ekki að hér er ekkert hernám? Man það ekki svo langt, að þegar við vildum gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu, þá hefðum við, eins og aðrar þjóð- ir, átt að leggja til menn í herdeild til styrktar því? En auðvitað kveinkuðum við okk- ur við því, svo fámennir sem við íslendingar erum. Þá feng- um við undanþágu með því skilyrði að lána þennan skika af landinu, svo að fámennt her- lið gæti setið þar. Og við urð- um víst öll þessari lausn máls- ins fegin. — Þetta eru samn- ingar, en ekki hernám, og það ættu allir að vita. Þessir föður- landsvinir (!) geta þessvegna með góðri samvizku haétt að plampa með kommúnistum þessar Keflavíkurgönigur. En ef þeir hefðu bolmagn til að flæma Bandaríkjamenn af Keflavíkurflugvelli, þá er eins víst að Rússinn kæmi þar óboð- inn og samningalaust. >á fengju hernámsandstæðingar að vita hvað það er að vera hernum- inn, og þyrftu ekki lengur að glíma við skugigann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.