Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐltí Fimmtudagur 20. sept. 1962 Eiginmaður minn og faðir okkar JÓN G. ÓLAFSSON Grenimel 24, lézt þriðjudaginn 18. september. Eiginkona og börn. Faðir okkar og tengdafaðir JÓNAS SIGUROSSON frá Hafragili í L.axárdal, sem andaðist 14. sept. verður jarðsunginn frá Kotstrand- arkirkju, laugardaginn 22. sept. kl. 2 e.h. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12,30 sama dag. Sigurbjörg Jónasdóttir, Guðmundur Bjarnason, Ingibjörg Jónasdóttir, Þórður Snæbjörnsson. Útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu GUÐRÚNAR ÞÓRARINSDÓTTUR Digranesvegi 10, Kópavogi, sem andaðist 10. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. þ. m. kl. 3 s.d. Fyrir mína hönd, dóttur minnar, tengdasonar, barna- barna og annarra vandamanna. Þorlákur Kristjánsson. Faðir minn og bróðir okkar STEINGRÍMUR KRISTINN JÓNSSON . Týsgötu 4 B, sem andaðist 12. þ. m., verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 21. þ. m. kl. 13,30. Blóm vinsamlegast afbeðin. Hafdís Steingrímsdóttir, og systkini hins látna. Innilegar þakkir öllum þeim mörgu, sem auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför EYRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Þinghól, Akranesi. Yilhjálmur Jónsson, börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Hafrafelli. Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónsson, Haukur Jónsson, Kristín F. Jónsdóttir. Þökkum vináttu og tryggð fyrr og síðar við JÓNAS GUÐMUNDSSON fyrrum bónda að Bakkakoti, Skorradal, og nú síðast við andlát hans og útför. Fyrir hans hönd og aðstandenda. Ásdís Ásmundsdóttir, Július Þórðarson, Vesturgötu 43, Akranesi. / Hugljúfar þakkir öllum þeim mörgu sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför minnar elskulegu konu, móður og ömmu STEINUNNAR G. JÓNSDÓTTUR Halldór Jónsson frá Arngerðareyju börn, tengdabörn og bamabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför HULDU STEINUNNAR BLÖNDAL frá Gilsstöðum. Haraldur Guðbrandsson og systkini hinnar látnu Vinir mínir og vandamenn í heimabyggðum, Reykja- vík og víðar. Við færum ykkur innilega kveðju og þakkir fyrir ógleymanlega aðstoð, alúð og nærgætni við sjúkra- beð og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu MARÍU ÓLAFSDÓTTUR frá Skerðingsstöðum. Megi kærleikssólin hella geislum sínum yfir ykkur öll. Geir Sigurðsson, Helga Geirsdóttir, Finnur Finnsson, María Finnsdóttir. Góðar íbúðir 3ja og 4ra herb. íbúðir í nýbyggingu, húsið stendur á mjög skemmtilegum stað í Safamýri, opið íþrótta- svæði fyrir framan, tvennar svalir með hverri íbúð, böð við útvegg. Bílskúrsréttur. 3ja herb. íbúðirnar eru 96 ferm. 4ra herb. ibúðirnar eru 116 ferm. Góðar sér geymslur. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk. Allt sameiginlegt múrverk búið. Góðir greiðsluskilmálar. Austurstræti 14 3. hæð sími 14120 — 20424. BALLETTSKÓLI Kennsla í ballettskóla mínum hefst í byrjun október. Kennt verður í félagsheimili K.R. við Kaplaskjóls- veg og aðeins fyrir hádegi. Innritun fer fram daglega í síma 15043 milli kl. 5 og 7. — Upplýsingar gefnar á sama tíma. BRY’NDÍS SCHRAM. Smásíldarnót Til sölu er smásíldarnót í 1. flokks standi fyrir blökk. 165 faðmar á efri tein og 56 faðmar á dýpt. Góðir greðisluskilmálar. — Upplýsingar gefur Andrés Fossett, sími 2354, Keflavik. Starfsstúlku vantar að Samvinnuskólanum Bifrös á komandi vetri. Upplýsingar í Samvinuskólanum Bifrös, Borgarfirði. Samvinnuskólinn Bifröst. Öllum þeim sem sýndu mér vináttu á 75 ára afmæli mínu þakka ég hjartanlega og sendi minar beztu kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Kristín Pétursdóttir Hömrum, Grundarfirði. Hjartans þakkir til allra þeirra er minntust mín á 75 ára afmæli minu 11. þ. m. Guðrún Jósefsdóttir frá Völlum. ./ i Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu, gjafir og skeyti á sjötugsafmæli mínu 15. september 1962. Guð blessi ykkur öll. Einar Einarsson, A-götu 56, Kringlumýri. Alúðar þakkir fyrir vináttu og sæmd mér sýnda á fimmtugs afmæli mínu. Hugheilar framtíðaróskir til ykkar allra. Jóna Sveinbjarnardóttir. Eiginmaður minn TÓMAS SIGURÐSSON frá Sandeyri, veróur jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. september kl. 13,30. Elísabet Kolbeinsdóttir. Halldór Gísli Gunnlaugsson Kiðjabergi 70 ára ÞAÐ er fagurt á Kiðjabergi, hugljúfur staður þeim, sem þar dveljast og til þekkja. Bærinn stendur í víðum hvammi, er breiðir faðm sinn mót suðri og sólu — til hægri er hamraberg en Hestfjall til vinstri. Fram- undan túnfætinum niðar Hvítá, breið, lygn og björt — en við sjónhring í suðri rísa Vest- mannaeyjar sem fagurblár safír- steinn í silfurhring úthafsins. Og nú, hinn 20. september er hann sjötugur orðinn, skóla- bróðir minn, sem þar hefur unað ævi sinnar daga og staðið þar fyrir stórbúi um áratugi. Man ég hann fyrst síðla vors árið 1907 er við þreyttum saman inntökupróf í Hinn almenna menntaskóla. Við sátum í sama bekk öll skólaárin sex, og luk- um kandídatsprófi við guð- fræðideild Háskólans sama árið, 1917. — Síðan hefur fundum okkar ekki oft borið saman. — Það er eins og gengur, að hver fer í sína átt til starfs og stríðs. En það er jafnt um kynni mín af honum öll skólaárin, og um afspurn af framgangi hans öll árin síðan, að hvort tveggja er það ljúft og gott, og svo hygg ég að muni vera um samferða- menn hans, yfirleitt, og alla þá, sem kynni hafa af honum haft alla liðna tíð. Heimili hans, Kiðjaberg, er mér harla kær staður. Ég kom þar nokkrum sinnum á skólaár- unum og dvaldist þar um mán- aðartíma fyrir stúdentsprófið. Þá bjuggu þar foreldrar hans, Gunnlaugur Þorsteinsson, sýslu- manns, og Soffía Skúladóttir, prófasts á Breiðabólstað. Þau hjón eru þau einu, svo mér sé kunnugt, sem bæði hafa hlotið heiðursmerki frá ríkinu, og má af því nokkuð marka framgang þeirra í störfum og vegferð alla. Þar var gott að vera. Halldór er næst yngstur hinna mörgu, mikilhæfu barna þeirra hjóna, og það kom í hans hlut að taka við jörð og búi, er kraft- ar föður hans tóku að þrjóta. Þá voru að ýmsu leytd örðugir tímar, er kölluðu á djörfung og dug. Halldór gekk ótrauður fram til verks, bjó fyrst með ágætri heimilisstjórn móður sinnar, meðan hennar naut við, en síðan í mörg ár, oft með fáa liðsmenn sér við hlið, saman- borið við það, sem áður var á stórbýlum. Þannig er nýi tím- inn. En dugnaður hans og fjöl- hæfni til verka hafa meir en haldið í horfinu um búskap allan. Skylt mun þar til að nefna, að alla tíð hefur þar staðið við hlið hans í dyggri þjónustu við margþætta búsins önn, jafnaldri hans og fóstbróð- iur, Þorsteinn Stefánsson. Munu jnú vera á Kiðjabergi eitt af stærstu búum þar í sveit — all- ur heyskapur nú á ræktuðu landi, og efnaleg reisn með á- gætum. Ég gleðst yfir góðri sigur- sæld og almennum vinsældum þessa skólabróður míns. — Mér hlýnar um hjartað jafnan er ég hugsa til þessa góða drengs og allra þeirrar góðvildar og greiða Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.