Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 20
20 M O RGU y BL AÐl Ð Fimmtudagur 20. sept. 1962 HOWARD SPRING: 35 RAKEL ROSING Charlie ýtti stól að arninum Og Mina settist, en hann hélt áfram að standa upp á endann og studdi olnboga á arinhilluna og hvíldi hökuna á hendinni. Ég sé, að þú tekur ekki eftir blóma- skreytingunum hér. Eru þær ekki merkilegri en það. Jú, þakka þér fyrir, Charlie, þær eru yndislegar. Má aðili, sem hefur áhuga á velferð þinni, gerast svo djarfur að spyrja, hvað hafi komið þér til borgarinnar, og hversu langri dvöl þinni er ætlað að verða hér? Það er fyrst og fremst vinna, Charlie — vinna. Það er tími til kominn, að ég fái eitthvað að gera aftur. Og meðan ég bíð eftir því, ætla ég að taka frú Banner- mann í gegn. Julian heldur, að hún sé efni í stórkostlega leik- konu, og ég er ekki viss um nema það sé rétt hjá honum. Hann er að semja leikrit handa henni. Charlie rétti sig upp frá arin- hillunni Og stikaði eftir gólfinu. Ó, guð minn góður! Þessi kven- maður! Hversvegna myrtum við hana ekki, meðan tækifæri gafzt? Við gætum vel sloppið frá því. Maður fær ekkert fyrir að myrða fólk úti á þjóðvegum. Já, það er eins og ég segi, Charlie, þú ert uppfullur af for- dómum. Mina kveikti sér í vindlingi og horfði á hann glett- in á svip. Og mér finnst sannarlega ein- um ofmikið, að þú skulir vera með í þessu, vældi Charlie. Þarna er kvenmaður, sem giftir sig í dag, svo slasast maðurinn hennar á morgun og svo fer hún að dingla við annan hinn dag- inn, sem hún hefur kynnzt í fimm mínútur. Ertu hrifin af þessu. Mina? Segðu mér hrein- skilnislega: Ertu hrifin af því? Þú ættir heldur að fara með mig út og gefa mér eitthvað að éte. Hvört ég vil. Julian sveik mig í gær. Þá er jafngott að ég svari honum í sama í dag. Vel mælt! Komdu! 2. Þau þyrftu ekki langt að fara. Steikarahús Stones var ekki nema nokkur skref frá húsinu. Mér þykir gaman að þjónunum þar 1 rauðu vestunum, sagði Mina. Þeir líta út eins og þeir gætu á hverri stundu farið að iióa Og fleygt frá sér súpudiskunum Og farið að elta ref út á Heytorgið. Já, og þeir hafa þarna eld- rauðan alvöru-Indíána, sem býr til karríið, sagði Charlie. Og svo verða þarna engar fræg ar persónur nema við sagði Mina. Ertu með vasabók og blýant? Eg ætla að skrifa niður allt, sem ég læt ofan í mig, og hvernig fþað er á bragðið. Pabbi er vís til að láta mig romsa það_ upp, og ég man aldrei hvað ég ét nema skrifa það hjá mér. Finnst þér ekki fólk tala mikla vitleysu um mat? Nú, en um vínin? Og kvenfólk. Nú er það fru Bannermann .......... í nafni alls hins hrjáða mann- kyns mótmæli ég þessu, sagði Charlie. Dróstu mig hingað til þess eins að tala um þessa bölv- aða kvensu? Hvað annað? þú heldur þó ekki, að ég láti þig rjúfa eið þinn og hátíðlegan samning við Juli- an, ef ekkert sérstakt væri á seyði. Nú heimta ég, að þú látir eins og maður með viti. Eg kem líklega til að hitta frú Banner- mann oft, og þess vegna þori ég að fullyrða að þú hittir hana líka oft. Get ég treyst þvi, að þú hagir þér eins og skynsamur xnaður? Jæja, gott og vel, sagði Charlie ólundarlega. Æþú ert hetja. Æ, vetru nú ekki alltaf að stríða mér. Hvað ætlarðu að gera seinnipartinn? Eg ætla að átta mig svolítið á London, áður en ég sezt hér að fyrir fullt og allt og fer eitthvað að gera. Svo að ég held ég verði að lofa þér að fara út að ganga með mér. Þú segir þaað ekki? Jú, ég einmitt segi það. Ef þú slæpist seinni partinn í dag, telur Julian, að þið séuð kvittir, og þá kemst samkomulagið ykk- ar í samt lag. Og svo getur það verið ágætt fyrir þig, Charlie að hætta að vera alvarlegur, svo sem eina dagsstund. Jæja, maður verður nú að hugsa um frama sinn .... Mina veifaði hendi eins og til að slá þessu frá sér. Já, já, gott og vel. Hefurðu heyrt það vitlaus- asta, sem ég hef nokkurntíma heyrt? Það var í hádegisverði hjá Útgefendafélaginu. Einn voða fínn skáldsagnahöfundur,’ sem leit út eins og veggskreyting frá Parthenon, útfærð í spiki en ekki steini, sagði í vöðalegum mæðu- tón. Ef öllu er á botninn hvolft, þá er maður nú annaðhvort lista- maður eða ekki neitt. Guð minn almáttugur. Eg hefði þeytt rís- búðingnum mínum beint í smett- ið á honum, ef mig hefði bara ekki langað svo í hann sjálfri. Svona máttu aldrei verða Char- lie. Það er engin hætta. Mín fram- leiðsla er ekki af hátíðlega tag- inu. Það er ekki framleiðslan, held ur bara hugarfarið. Komdu nú og við skulum draga að okkur friskt loft. Þau gengu nú yfir Heytorgið og Trafalgartorgið yfir í Vhite- hall og þaðan inn í sjálft hjarte borgarinnar. Þau ráfuðu um í skemmtigörðunum og Mina sagði, að feitu dúfurnar brjóstamiklú væru lifandi eftirmynd Upavons lávarðar. Hún tók af sér litla hatt inn og stakk honum í vasa Char- lie og hristi síðan rauða hárið framan í sólskinið. Þú ert alveg eins og Salóme, sagði Charlie og leit á svipmikið andlit hennar. Alveg er ég viss um, að Salóme hefur verið rauð hærð. Salóme var bölvuð skepna, sagði Mina, blátt áfram, og hún hafði alls ekki hár eins og ég. Enginn í heiminum hefur nokkurntíma haft hár eins og ég. Og svo trítlaði hún á undan Og ýfði á sér hárið þangað til það var eins og ský um höfuð hennar. Charlie fann til fyrir hjartanu. Hún hugsaði ekkert um, hvað áhorfendur kynni að hugsa. Og hann þóttist viss um, að hún kærði sig heldur ekki til eða frá um, hvað hann kynni að hugsa. Hún var fullkomlega frí og frjáls. Þau komu nú í nánd við kon- ungshöllina, og Mina var eitt- hvað niðurdregin. Eg skríð alltaf þegar ég kem að girðingunni um garðinn kóngsins, sagði Mina, Að lokum sátu þau í rólegum tesal, þar sem engir aðrir gestir voru. Það var farið að skyggja og Charlie kveið fyrir að fara aftur út í umferðarþvöguna. Þetta hafði verið dásamleg síð- degisstund. Það var langt síðan hann hafði haft Minu svona út af fyrir sig, svona lengi. Þau sátu svona lengi, hvort með sín- ar hugsanir. Hvað skyldi hún vera að hugsa? spurði Charlie sjálfan sig. En hann fann ekk- ert sem gæti bent honum á svar- ið við þeirri spurningu. Öðru hverju litu gráu augun á hann með vingjarnlegu brosi, en svo gátu þau flökt að öskrandi um- ferðinni á götunni. Hönd hennar lá á borðinu, næstum undir hans eigin hendi, hvít eins og hör- und hennar var, en neglumar ljósrauðar og ómálaðar.Hann lang aði að leggja hönd sína á hennar hönd og segja henni, hvað hon- um bjó í huga og hjarta. En það var eins og hún læsi hugsanir hans, því að hún stóð upp snöggt. Jæja, Charlie. Þetta var nú gam- an. Eg skal lengi muna þessa síðdegisstund. Þakka þér fyrir. Það geri ég líka, sagði hann, og hugsaði til allra stundanna, sem þau höfðu verið saman, en þó einkum til hinna ókomnu stundar, sem gæti orðið kórón- an á öllum hinum. XVIII. 1. Rakel var bæði hrifin og hissa 'þegar Wilhelmina Heath hringdi og spurði, hvort hún mætti líta inn til hennar næsta morgun. Þessi fyrirspurn kom á nákvæm- lega réttum tíma. Rakel var ein- mana og yfirgefin, fannst henni. Hún hafði hert upp hugann, — kallað á Oxtoby og farið í heim- sókn í sjúkrahúsið. Það var nú ekki nema tíu mínútna gangur, en Oxtoby fann ekkert athuga- vert við þetta. Hann var bara feginn að fá eitthvað að gera. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov kvikmyndafélaganna í tugatali, þá hafði hver einstakur ekki meiri þýðingu í augum félaganna en ein síld hefur í augum Norð- ursjávar-fiskimanns. Smástjarna er ráðin vegna æskublóma síns. Hún fær aukahlutverk, sem taka mínútu — ef til vill fær hún að segja fáein orð. Og svo þegar æskublóminn fölnar, er hún búin að vera. Hún giftist kannske eða fer í einhverja atvinnu — ef til vill símavændi. Smástjörnur verða sjaldan stjörnur, en þær sem eru gæddar eiginleikum stjörnu, eru venjulega ekki heppi legar sem smástjörnur. Það er ekki hægt að leika Charmian, þegar guð hefur ætlað manni að leika Kleópötru. En kvikmynda- verið ,,undirbýr“ allar smástjörn ur og þær leggja í þetta merk- ingu, sem þáð á ekki til. Fyrst er auglýsingastarfsemin. Hin mikla auglýsingavél fyrirtækisins gef- ur blöðunum nokkur orð um hana, og ef til vill kemur mynd af henni í tímariti. Þetta finnst smástjörnunni afskaplega spenn- andi, en það er bara engin raun- veruleg auglýsing. Hún byrjar fyrst þegar vélin fer að hamast fyrir alvöru fyrir þær, sem í aug- um aðal skrif stof unnar hafa stjörnu-hæfileika. Fyrir smá- stjörnuna hvíslar hún bara. Aug- lýsingadeildin sendi einn af yngri mönnum sinum tii Marilyn, til þess að veiða upp úr henni nokkrar helztu upplýsingar um hana sjálfa, til þess að eiga í ævisögu hennar — þær eru fjöl- ritaðar á tvær blaðsíður og hafa inni að halda helztu æviatriði, fæðingardag og stað, ætterni, m e n n t u n , leiklistarkunnáttu, vaxtarmál, hjúskaparstétt, uppá- halds fæðu, íþróttir og tóm- stundagaman. Þetta er sett í spjaldskrá og í 99 tilfellum af 100 kemst það ekki lengra. Roy Craft, sem síðar átti eftir að verða helzti tengiliður hennar við blöðin, var sendur að tala við hana. Hann bjóst ekki við öðru en að þetta viðtal yrði bara einn leiðindadagurinn í viðbót við alla hina, því að allar þessar smástjörnur sögðu sömu söguna, um áhuga sinn á frægð og fé. En þegar Marilyn fór að tala, rétti hann ósjálfrátt úr sér. Hún Fyrirsæta kom með alla ævisöguna — föð- urleysið og móðurleysið. Veslings einmana munaðarleysingi. Hún hafði ákveðið að ljúga til um móður sína og láta hana vera dána fyrir mörgum árum. Og það var heimskulegt tiltæki. (Einmitt á pessum tíma var hún fyrir löngu laus úr geðveikra- hælinu, hafði fyrst verið hjá Marilyn heilt ár, síðan orðið ást- fangin og gift sig aftur. Svo veiktist hún aftur 1948 og varð enn að fara í hæli). Craft hlust- aði á alla þessa sorgarsögu um munaðarleysið og fósturheimilin og varð bæði hryggur og glaður í senn. Hryggur vegna hennar, en glaður yfir að fá þarna loks- ins dálítið raunverulegt efni að spinna úr auglýsingagrein. Venju lega varð einhver í auglýsinga- stofunni að búa til einhverja öskubuskusögu, en hér fékk hann söguna tilbúna. Verst var, að Marilyn ætlaði aldrei að þagna svo að loks var komið of mikið af svo góðu. Þetta var alls ekki nein Öskubuska, heldur Oliver Twist í stelpufötum. Hvernig var hægt að selja al- menningi kynþokka með öllum þessum sorglegheitum utan um? Því var það, að í fyrstu útgáfu ævisögunnar, dró Craft talsvert úr mótlætinu. „Mér fannst þessi raunarolla mundi gera henni meira ógagn en gagn“, sagði hann. „Það var ekki fyrr en 1952, að ég kom með alla sorgarsög- una, eins og hún lagði sig. Um þær mundir var hún komin í fastan sess, sem kyniþokkinn dæmigerður, og varð auðvitað að nota þessar hryggilegu bernskuminningar hennar, henni til ábata“. Síðasta útgáfa ævisögunnar hefst þannig: „Slengja öllum öskubuskusögum saman í eitt. Bæta við öllum hástigum, sem blaðamaðurinn kann. Taka harm- leik og tilfinningasemi úr fræg- ustu skáldsögum. Setja hana upp við hliðina á frægustu fegurðar- dísum allra tíma. Þegar þetta hefur verið gert, kemst útkoman ekki í hálfkvisti við þetta Hollywood-fyrirbæri Marilyn Monroe, sem hefur getið sér meiri vinsældir en nokkur dæmi eru til innan kvikmynda eða utan.... Fílsterkum karlmönn- um vöknar um augu, þegar hún segir ævisögu sína“. En árið 1946 var hún ekki ann- að en eitt nafn meðal margra leikara, sem voru á samningi og skar sig á engan hátt úr. Eins og allar aðrar smástjörnur, hélt hún, að nú væri verið að gera úr sér stjörnu. Hún sótti tíma í lát- bragðalist, dansi og söng. En svo reyndi hún upp á eigin hönd að finna hljómupptökusvið og las þá upp löng atriði úr leikritum fyrir veggina fjóra, og æfði sig þannig í því að koma rólega og eðlilega fram. Á kvöldin var hún við til- raunatökur og setti vandlega á sig aðfarir hinna leikkvennanna og reyndi að gera sér grein fyrir því, hversvegna sumar upptök- urnar voru góðar en aðrar ekki. Svo æfði hún stellingar fyrir kyrrmyndir, tímunum saman. Ef auglýsingadeildin sendi hana út til að sitja fyrir, þá gerði hún það. Ekki að henni fyndist neitt í það varið, en hún fékk kaup fyrir það, Og þóknaðist máttar- völdunum. Þegar hún hringdi upp umboðsmanninn sinn eða Ben Lyon eða hlutverkaskrif- stofuna, var henni sagt, að það væri bara verið að bíða eftir hæfilegu hlutverki handa henni. Eftir sex mánuði var frumsamn- ingurinn staðfestur og kaupið hækkaði í 150 dali á viku. Ein- hver smástjarnan sagði við hana, að hún þyrfti að fá sér ný föt. Þá kom hún sér í reikning hjá I. Magnirt. Það var í annað sinn, sem hún fór í reikning. I fyrra skiptið var það í bókabúð Mariaan Hunter í Be verley Hills. Sölukona hjá Magnin tók hana við hönd sér og sagði við hana, að hún vissi alveg upp á hár, hvernig smástjarna ætti að klæða sig. Hún hefði hjálpað Betty Grable, Ritu Haywörth og mörgum öðrum tilvonandi Ven- usum til að klæða sig viðeigandi. Svo keypti Marilyn allskonar skart fyrir 500 dali og það voru fyrstu almennilegu fötin, sem, hún eignaðist. Loksins fékk hún hlutverk, þótt lítið vaeri, í „Scudda Hoo! Scudda Hayi“. sem var mynd um bónda einn Og vandræði hans með múldýrin sín. June Haver átti að leika aðalhlutverkið. Marilyn mætti til upptöku í bún« ingi sínum. Einhver aðstoðarleik- stjóri sagði henni, að hún væri í hópi af aukafólki. Hún átti að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.