Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 24
bátinn rak upp Björgunarskip frá Vestmannaeyjum Höfn, Hornafiröi, 19. sept. U M síðustu helgi gerði hér mikið hvassviðri og fuku járnplötur af húsum aðfara- nótt sunnudags. Hvassviðrið héltt yfir helgina, og garðar skemmdust aðfaranótt mánu dags vegna frosts. Vélbáturinn Pétur Ingjaldsson hefur undanfarið farið í sölu- íerðir til Eniglands. í gærmorgun, Olían barst út um allan bœ þegar hann var á leið í þriðju ferðina, bilaði vélin, meðan beð- ið var eftir trillu, sem átti að flytja hafnsögumanninn í land. Akkeri náði ekki festu og barst báturinn inn ósinn með innfall- inu, Tókst að koma í hann t.aug úr litlum vélbát, Dagnýu, en hann réði ekki við Pétur í straumnum. Rak bátinn síðan upp á eyri inn af ósnum. í gser- kvÖldi náðist hann á flot, en rak upp aftur á svipuðum stað. Von var á Lóðsinum úr Vest- mannaeyjum til að draga Pétur Ingjaldsson á flot og síðan til Vestmannaeyjar, þar sem við- gerð mun eíga að fara fram. Um skemmdirnar er ekki vitað. Góð þótttoka í umferðor- könnuninni BLAÐIÐ fékk þær upplýs- ingar frá Umferðaköninuninni í gærkvöldi að hún hefði geng ið vel og raunar betur en forsvarsmenn hennar höfðu þorað að vona. Alls höfðu borizt um 8800 akstursspjöld. Næstkomandi föstudag verð ur dregið um verðlaun til handa þeim, er bezt skil hafa gert í umferðakönnuninni. Er hér um að ræða 5 þús. kr. verðlaun frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda og 10 sinnum 1000 kr. verlaun frá Umferða- I nefnd Reykjavíkur. Þeir sem vilja verða þátt- takendur i verðlaunakeppni þessari verða að hafa skilað ökuspjöldum sínum til skrif- stofu Umferðanefndar fyrir kl. 12 á hádegi á föstudag í Hagaskólanum. Margir smá- árekstrar í GÆRKVÖLDI sagði lögreglan að mikið hefði verið um smávægi lega árekstra í bænum, en af engum þeirra hefði hlotizt slys. ölvun var talsverð SÍÐASTL. mánudag varð slys við vinnu í hinni nýju síldarverksmiðju á Reyðar- firði. — Unnið var við að moka síldar- úrgangi úr stálþró með krana. Aðstaða við moksturinn var þannig, að kraninn þurfti að snúast hálfan hring frá þrónni að bílnum, sem úrganginum var ekið á. Þegar krananum var snú- ið fór afturpartur hans inn yfir þróna, sem stóð nokkuð úr jörðu, og var bilið frá þróar- barmi upp að krananum um 20 cm. FYRIR nokkru tók flugmála- stjórnin að sér að olíubera veg- arspottann frá afgreiðslu Flug- félags Islands á Reykjavíkurflug velli að Njarðargötu. Sem kunn- ugt er, er þetta fjölfarin leið en gatan oft slæm yfirferðar og að sumrinu er þar mikið ryk. Það var því ekki vanþörf á að rykbinda götuna og væntu menn að þar væri fundin bráða- birgðabót. En þetta fór á annan veg, því olían, sem mjög er tjörublönd- uð, barst út með fótgangandi fólki, ekki aðeins að húsakynn- um Flugfélágsins á flugvellin- um, heldur út um allan bæ. í fyrrakvöld rigndi töluvert og jók hún mjög þetta ófremdar- ástand. í gærmorgun bárust svo Flugfélaginu fjölmargar kvart- anir. Gólfteppi á Hótel Borg og Hótel Sögu voru öll tjörubor- in eftir farþega kvöldsins. — Leigubílstjórar urðu að Skellinöðru stolið AÐFARANÓTT þriðjudags var stolið skellinöðru af gerðinni HMV úr porti við húsið Stýri- mannastíg 7. Hún er rauð með hvítum hjó'börðum. Þeir, sem geta gefið emhverjar upplýsing- ar, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér íil rannsóknarlögregl- unnar. LENTI A MILLI. Einn bifreiðastjóranna, sem þarna var við vinnu, Steinþór Pálsson frá Reyðarfirði, gekk í einni ferðinni að þróarbanmin- um til að sjá hvernig verkinu miðaði og lenti þá á m.i!li þró- arinnar og kranans. Kranastjór- inn fann eitthvert högg koma á kranann og hélt að ef til vill hefði sigið undan einu hjóli kran ans, svo hann rækist í þróna, og sveiflaði krananum saimstundis frá, og fór til að athuga hvað hefði komið fyrir. Maður, sem var að vinna við að moka síld- þrífa bíla sína og á heimilum starfsmanna Flugfélagsins þurftu flugmenn að fara í hreingern- ingu. Flugafgreiðsla og önnur húsakynni á flugvellinum voru hvað verst útleikin og sagði Hilmar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri innanlandsflugs- ins, að þar hefði verið ljótt um að litast. Hefir nú verið horfið að því ráði að bera salla yfir olíulagið til þess að koma í veg fyrir frek- ari spjöll. í 3. umferð á Olympíusikák- mótinu í Carna tefldu íslending- ar við Júgóslava og mættu til leiks af hálfu Júgóslava stór- meistarar á öllum borðum. Friðrik og Gligoric eiga skók á 1. borði. Hefur hún tvívegis farið i bið og þykir jafnteflisleg. Á 2. borði var jafntefli hjá Arinbirni Guðmundssyni og Matanovic. Á 3. borði vann Ivkov Jónas Þorvaldsson og á 4. borði vann Parnma Jón Kristjánsson. Önnur úrslit urðu þessi. Tékk ar unnu Frakka með 3té gegn Vi. Pólverjar unnu Luxemborg- inni til í þrónni varð einnig var við slysið. Héraðslæknir var kvaddur til og kom fljótt á vettvang, og var Steiniþór fluttur í sjú'krahúsið á Norðfirði. Báðir mennirnir voru vanir þessari vinnu, og vélin í góðu lagi og hefur verið notuð síðan. Rannsókn á slysinu stóð yfir í dag. sjúkrahúslækninum á Norðfirði, og sagði hann Egigert hafa hlotið Morgunblaðið hafði tal af alvarleg innvortis meiðsli, en engin beinbrot. Liðan hans var sæmileg eftir ástæðum. í gær varð harður árekstur} og slys á mótum Hringbraut- / ar og Sóleyjargötu. Bílnum / fremst á myndinni var ekið austur Hringbrautina, en ljós leiti Volkswagenbílnum var þá ekið í veg fyrir hann. Telpa sem sat í framsæti R 2464 fékk höfuðhögg og heilahrist ing en kona, sem var farþegi í ljósleita bílnum skarst mlk ið í andliti og var flutt á sjúkrahús. Báðir bílarnir stór skemmdust svo sem sjá má. (Ljósm. Sveinn Þornr.áþsson) \ arrnenn með 4 gegn 0, Hollend- ingar unnu Kýpurbúa með 4 gegn 0 og Uruguaymenn unnu Finna með 214 gegn 1%. Næst tefla íslendingar við Hollendinga. Ljósmynda- samkeppnin NÚ HAFA borizt margar mynd- ir í samkeppni þá, sem Lesibók Æskunnar efnir til um beztu myndir sumarsins 1962. En í ljós hefur komið að ýmsir unglinigar eru síðbúnir til þátttöku og ósk- ir hafa komið fram um að lengja skilafrestinn. Hefur verið á- kveðið að taka við myndum í keppnina til 1. október n.k. Munið að veitt verða þrenn góð verðlaun fyrir beztu mynd- irnar og þær birtar á æskulýðs- síðu Lesbókarinnar. Sendið myndirnar ti'l okkar og merkið umslagið: Ljósmynda- samkeppnin, Morgunblaðið Rvfk. Athugið að setja einkenni á myndina og setja nafn ykkar i lokað umslag með sama einkenni. KONA ein fæddi hér í dag fjórbura, þá fyrstu, sem fæðzt hafa í Sviþjóð í 17 ár. Börnin, þrjár stúlkur og einn drengur, eru við beztu heil.su. Slys í síldarverksmiðju Tvívegis biðskdk milli Friðriks og Gligoric ■ r og snjor BLAÐIÐ hafði í gær tal af Sigur- jóni Jónssyni á Vopnafirði. Þar hefur að undanförnu verið rólegt veður, en næturfrost um helg- ina. Snjór fél! á Fossheiði og varð að moka bxium braut. Hirðing stendur nú yfir á seinni slætti, og er heyið víða hrakið. Dísarfell ’estar í dag 400 tonn af síldarmjöh, og í kvöld kemur 600 tonna skip og tekur lýsL I Friðrik I Ólalsson | SÍÐDEGIS í gær lézt Friðrik V. Ólafsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans, á 68. aldursári. Friðrik lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum 1914, og fram- haldsprófi í Kaupmannahöfn 1925. Frá 1925—29 var hann skipherra á varðskipunum, en fór þá til náms í sjómælingum í Kaupmannahöfn og lauk það- an prófi 1932. Þá gerðist hann forstöðumaður sjómælinga rik- isins og 1937 réðist hann skóla- stjóri Stýrimannaskóla íslands, og gegndi hann því embætti til dauðadags. Ennfremur var hann forseti Slysavarnafélags Islands 1937— 40, og átti um skeið sæti í bæj- arstjórn Reykjavíkur af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Friðrik var vel metinn og vinsæll í starfi sínu. VETTVANCUR Sjá bls. 13 208. tbl. — Fimmtudagur 20. september 1962 FRÉTTASÍMAR MBL. — eftir lokun—• Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.