Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. sept. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Friðbjöra ísbjörasson 70 ára EINN af beztu borgurum Hellis- sands, Friðbjörn Ásbjörnsson, formaður, átti sjötugsafmæli 4. þ. m. Hann er fæddur að Önd- verðarnesi 4. september 1892 og fluttist með foreldrum sínum, Hólmfríði Guðmundsdóttur og Ásbirni Gilssyni, til Hellissands, er hann var á öðru ári. Friðbjörn kvæntist Júníönu Jóhannesdóttur 20. desember 1913 og hafa þau dvalizt allan sinn búskap á Hellissandi. Hafa þau hjón eignast þrjár dætur, sem allar eru giftar og eru hin- ir nýtustu þjóðfélagsborgarar, eins og foreldrar þeirra. Friðbjörn hóf sjómennsku- störf ungur að aldri, eða á 10. aldursári, gerðist formaður 17 ára — og gegndi því starfi yfir 40 ár af miklum dugnaði og fyrirhyggju. Frami hvers byggð- arlags, farsæld og heill, byggist á hinni starfandi hönd í sveit og við strönd — og vissulega hefur Friðbjörn verið einn þeirra manna, sem fylla hóp þessara nytsömu þjóðfélags- þegna. Á þessum merku tímamótum í sevi Friðbjarnar óska ég honum og fjölskyldu hans alls góðs á komandi árum og þakka löng og góð kynni. Sigurður Fr. Einarsson Fæddur 25. september 1875. Dáinn 7. september 1962. M É R gefur sýn til horfinna stunda, er ég var á fermingar- aldri vestur við Dýrafjörð, og ekki að tilefnislausu, því nú er það Sigurður Einarsson, sem birtist mér ljóslifandi, eins og hann var þá, maður á bezta skeiði ævi sinnar. Hann var umtalaður maður, enda var hann meðal þeirra, sem gengu ötult að hverju því er stundin krafðist. I>að var um og eftir árið 1910, cem ég leiði huga að. Hann var kennari, fræðari ungra og eldri, og var auk þess alltaf reiðubúinn að leggja þar hönd að, sem manns þurffci við. Óbundið mál og bundið lék honum á tungu, og átti í báðum hreimum góð ítök og ófölsk. Á yfirborðinu var hann glað- vær og gamanyrtur, án þess þó að blanda geði við alla. En hvað innra bjó með drengskap- armanninum, var ekki á ailra vitorði. Ekki er það ofmælt, að hvar sem hann fór, var hann auð- þekktur, bæði að útliti og hátt- um. Hann var knár á velli og bar cig vel. Aufúsugestur öllum var hann, alltaf gekk hann djarft í hlað. Hæruskorið höfuð bar hann, höfðinglega á hverjum stað. í hópi smárra, kom hann fram sem jafningi, enda var það fjarri hans eðli, að leika með 75 millj. álagðar i Vestmannaeyjum S K R A um útsvör og aðstöðu- gjöld í Vestmannaeyjum árið 1962 var lögð fram 23. ágúst. Alls var jafnað niður kr. 11.024.- 400.00 auk aðstöðugjalda, sem eru um 4 millj. kr. Hér fer á eftir skrá um nokkra hæstu gjaldendur (útsvar + að- stöðugjald): Einstaklingar Kr. Helgi Benediktsso* .. 156.000 Ársæll Sveinsson .... 147.000 Aase Sigfússon ......... 67.600 Björn Guðmundsson . 57.000 Rafn Kristjánsson .. 55.400 Hallberg Halldórsson . 54.800 Ingólfur Theodórsson . 51.300 Gísli Gíslason ......... 50.200 Ágúst Bjarnason .... 41.900 Axel O. Lárusson .... 37.400 Sigmundur Andrésson . 35.500 Fyrirtæki Kr. Vinnslustöðin hf .... 575.500 Hraðfrystistöðin ...... 556.100 Fiskiðjan hf........... 486.500 fsfélag Vestmeyja hf. . 277.000 Fiskimjölsverksm. hf. 221.300 Gunnar Ólafssoi. & Co . 161.100 Kaupfél. Vestmeyja .. 149.300 Lifrasaml. Vestmeyja . 93.600 Vélsmiðjan Magni hf. . 92.800 Fiskiver Vestmeyja hf. . 87.500 Notuð var heimild 32. greinar laga nr. 69/1962 u:n tekjustofn sveitarfélaga um 800 króna lækkun á útsvari hvers gjald- anda. tJtsvar er ekki lagt á bætur Almannatrygginga, þ. e. elli- og örorkulífeyri, sjúkra- og slysa- bætur. Sjómannafrádráttur er reiknaður kr. 70.00 á dag miðað við minnst 180 daga skráningar- tíma. Að lokinni niðurjöfnun voru tekju- og eignaútsvör lækkuð um 25%. yfirburði sína. Nú, þegar hinn hári þulur er horfinn bak við tjaldið, þá er sé einn kostur fær, bæði fyrir mig og aðra, sem enn tórum, að leita hans félagsskapar síðar, og gleðjast þar með honum. f ljóði er mér létt að segja, Ijúfi drengurinn, að aldrei mun sú minning deyja, sem minnir á svipinn þinn. Öllum hans aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Ólafsson * * ❖❖❖♦!■ M ALASKOLI HALLDORS ÞORSTEIIMSSOIMAR % Lærið erlend tungumál í fámennum flokkum. Málakunnátta er öllum íslendingum nauðsynleg. Innritun daglega frá kl. 5—8 s.d. 3-79-08 - SÍMI 3-79-08 4 Jtk Það getið þið með því einu að kaupa og halda saman næstu tíu blöðum af Vikunni. Það er ný verðlaunagetraun á ferðinni og verðlaunin eru hvorki meira né minna en splunkunýr fimm mann bíll: NSU Prinz 4. Þið sjáið á myndinni, að þetta er með allra fallegustu bílum. Og ekki nóg með það; NSU Prinz 4 er líka mjög góður bíll, kraft- Imikill og viðfelldinn í akstri. Þetta r tízkubíllinn í ár. Látið ekki þetta einstaka tækifæri úr greipum ganga. VI KJkW ver vill eignast 4? s. Ág.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.